Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fasteignatengd gjöld í Reykjavík Mesta hækkun 22,9% á fjórum árum Breytingar á gjaldskrá VISA Mest hækkun á aukakorti Farkorts BREYTINGAR á gjaldskrá korthafa VISA taka gildi 18. febrúar næstkomandi, en gjaldskráin hefur að mestu verið óbreytt frá árinu 1994. Helstu breytingarnar eru þær að árgjald almenns korts hækkar úr 1.800 í 1.900 kr., árgjald aukakorts hækkar úr 900 í 950 kr. og árgjald auka- korts Farkorts hækkar úr 1.250 í 1.500 kr. Færslugjald af raðgreiðslum fer úr 100 í 120 kr. og útskriftargjald hækkar um 10 kr. Það verður eftir hækkunina 170 kr. fyrir greiðslu með gíróseðli en 70 kr. fyrir skuldfærslu á reikn- ing. Þóknun vegna úttektar reiðufjár innanlands hækkar um 0,10% og verður 1,35%. Úttektargjald verður óbreytt, 85 kr., og 100 kr. myndgjald fellur niður, enda mynd af korthafa nú á öllum tegundum VISA-korta. Aukakorthafar fá sjálfstæð fríðindakort Einar S. Einarsson, forstjóri VISA, segir aðalhækkunina, og þá einu umtalsverðu, vera á gjaldi fyrir aukakort Far- korts, sem hækkar um 250 kr. „Það á sér þá skýringu að þjónusta við aukakorthafa hef- ur verið stóraukin og þeir fá nú sjálfstæð fríðindakort og annað sem áður var aðeins ætlað aðalkorthöfum," segir Einar. Hann skýrir hækkun þókn- unar vegna úttektar reiðufjár innanlands með vaxtahækk- unum. „Við tökum alla þessa peninga að láni, það líður mánuður eða jafnvel upp í 45 dagar þar til fólk þarf að borga þessa úttekt reiðufjár. Við höfum þurft að fjármagna þetta með lántökum í bönkum og á fjármagnsmarkaði og nú hafa vextirnir hækkað. Ég bendi þó á að við höfum alla tíð verið lægri en keppinautur okkar hvað þetta varðar," seg- ir hann. Hækkun gjaldskrárinnar er skýrð með því að á undanförn- um misserum hafi ýmsir liðir sem hafi áhrif á tilkostnað fyrirtækisins tekið breyting- um, sem nú komi fram í gjald- skránni. Sem dæmi um slíkar breytingar nefnir Einar hækk- anir á póstburðargjöldum og ýmsu sem snerti reksturinn sjálfan og að einnig hafi ýmis fríðindi innifalin í kortunum hækkað í verði. RAUNHÆKKUN fasteignatengdra gjalda í Reykjavík frá árinu 1994 miðað við 10,7% hækkun byggingar- vísitölu er 18,1% að meðaltali fyrir 108,2 fermetra íbúð í blokk, 22,9% að meðaltali fyrir 150 fermetra rað- hús og 9,8% að meðaltali fyrir 202,2 fermetra einbýlishús, samkvæmt upplýsingum frá Húsatryggingum Reykjavíkur. Fasteignagjöld skiptast í fast- eignatengd gjöld og brunatengd gjöld. Fasteignatengd gjöld eru fast- eignaskattur, lóðarleiga, tunnu- og sorphirðugjald, vatnsgjald og holræsagjald sem fyrst var lagt á árið 1995. Brunatengd gjöld eru brunabótaiðgjald, viðlagatrygginga- gjald, umsýslugjald sem fyrst var lagt á árið 1995 og forvarnargjald, sem lagt er á í fyrsta sinn á þessu ári og á að renna í ofanflóðasjóð. Rétt er að taka fram að um síð- ustu áramót urðu grundvailarbreyt- ingar á álagningu vatnsgjalds. Miðað var við rúmmál húsa en nú er miðað við fast gjald á hveija íbúð eða 2.000 krónur + 78 krónur fyrir hvern fer- metra. Breytingin hefur í för með sér að vatnsgjald lækkar í húsnæði þar sem hátt er til lofts en hækkar með hveijum fermetra. f flárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir að tekjur Vatnsveitunnar hækki milli ára um rúm 11% og munar þar mestu um vatnsgjaldið. í krónum talið hafa fasteignagjöld fyrir 108,2 fermetra blokkaríbúð hækkað um 30,8% að meðaltali frá árinu 1994. Fasteignagjöld fyrir 150 fermetra raðhús hafa hækkað um 36% að meðaltali og fasteignagjöld fyrir 202,2 fermetra einbýlishús hafa hækkað um 21,6% að meðaltali yfir sama tímabil. Fasteignagjöld: Blokkaríbúð, 108,2 ferm. Fasteignagjöld ** í Reykjavík, samtals 1994 1995 1996 1997 Hækkun frá 1994 Kr. 45.103 55.713 56.347 58.981 18,1%* Fasteignatengd gjöld: Fasteignaskattur 28.190 27.980 28.152 28.451 Lóðarleiga 457 465 470 480 TunnuL/sorphirðugjald 1.170 1.170 1.287 1.287 Vatnsgjald 10.623 10.836 10.944 10.440 Holræsagjald - 9.969 10.031 10.137 Brunatengd gjöld: Brunabótaiðgjald 1.501 1.528 1.577 1.673 Viðlagatryggingargjald 2.680 3.001 3.097 3.286 Brunavarnargjald 482 491 507 538 Umsýslugjald - 273 282 299 Forvarnagjald - - - 2.390 ** Um meðaltalsgjöld í Reykjavík er að ræða * Raunhækkun miðað við byggingarvísitölu Gýmismálið í Hæstarétti Eigandi og dýra- læknir dæmdir Fasteignagjöld: Raðhús, 150,0 ferm. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær eig- anda reiðhestsins Gýmis og dýra- lækni sem mat hestinn hæfan til þátttöku í forkeppni Landsmóts hestamanna á Gaddastaðaflötum sumarið 1994 til að greiða íjársektir fyrir brot á lögum um dýravernd. í forkeppninni fór hesturinn úr kjúkulið á vinstra framfæti með þeim afleiðingum að nauðsynlegt þótti að aflífa hann. Héraðsdómur hafði dæmt hvorn mannanna til að greiða 170 þús. kr. sekt en Hæstiréttur dæmdi eiganda hestsins til að greiða 170 þús. og dýralækninn 120 þús. kr. Hafnað var kröfu um að eigandi hestsins yrði sviptur rétti til að hafa hesta. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að með ákvörðun eiganda hestsins um þátttöku dýrsins í forkeppni mótsins og atbeina dýraklæknisins að því hafi mennirnir orðið brotlegir við lagaákvæði um dýravernd og störf dýralækna en byggft er á því að hesturinn hafi verið haltur í girð-' ingu fáum stundum fyrir forkeppnina og að dýralæknirinn hafi verið kvaddur til að sinna honum. Þá segir að fullsannað sé að hest- urinn hafi verið sprautaður með stað- deyfilyfinu lídókaíni skömmu fyrir keppni og að eigandanum hafi hlotið að vera kunnugt um það en ósannað er talið að dýralæknirinn hafi staðið að því að sprauta í fót hestsins. Lagl hald á þýfi LOGREGLAN lagði hald á ætlað þýfi í húsi í Grafavogi í fyrradag, sem talið er vera úr mörgum innbrot- um, þar á meðal þijár tölvur og ýmsa muni aðra. Þýfið var flutt á lögreglustöðina í Völvufelli. Sólarhring áður höfðu lög- reglumenn þar handtekið nokkra ein- staklinga og fengið í kjölfarið vitn- eskju um hveijir höfðu staðið að inn- brotum í Breiðholti seinustu vikur, þar á meðal í íþróttahúsi Leiknis og Fellaskóla, auk þess að bijóta rúður í skólanum einnig. Fasteignagjöld** 1994 1995 1996 1997 Hækkun frá 1994 í Reykjavík, samtals Kr. 51.770 65.104 64.583 I 70.411 22,9%* Fasteignatengd gjöld: Fasteignaskattur 34.817 34.918 34.391 34.733 Lóðarleiga 616 629 445 454 TunnuL/sorphirðugjald 1.000 1.000 1.100 1.100 Vatnsgjald 10.751 10.913 11.022 13.700 Holræsagjald - 12.441 12.254 12.375 Brunatengd gjöld: Brunabótaiðgjald 1.476 1.502 1.550 1.645 Viðlagatryggingargjald 2.636 2.950 3.046 3.231 Brunavarnargjald 474 483 498 529 Umsýslugjald - 268 277 294 Forvarnagjald - - - 2.350 Fasteignagjöld: Einbýli, 202,2 ferm. Fasteignagjöld** 1994 1995 1996 1997 Hækkun frá 1994 í Reykjavík, samtals Kr.81.828 103.139 96.039 99.489 9,8%* Fasteignatengd gjöld: Fasteignaskattur 54.953 55.454 50.962 49.716 Lóðarleiga 1.240 1.266 895 912 Tunnul./sorphirðugjald 2.000 2.000 2.200 2.200 Vatnsgjald 17.268 17.435 16.366 17.772 Holræsagjald - 19.758 18.158 17.714 Brunatengd gjöld: Brunabótaiðgjald 2.049 2.086 2.153 2.284 Viðlagatryggingargjald 3.659 4.098 4.229 4.486 Brunavarnargjald 659 670 384 734 Umsýslugjald - 372 277 408 Forvarnagjald - - - 3.263 Þyngsti dómur í fíkniefnamáli hér á landi Sex ára fangelsi fyrir að smygla E-pillum HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær hollenskan mann á þrítugsaldri, Lahouari Sadok, í 6 ára fangelsi vegna innflutnings á 964 E-pillum og rúmum 58 grömmum af kókaíni. Þetta er þyngsti dómur sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í fíkniefnamáli en þó vægari en dómur Héraðsdóms því þar hafði maðurinn, auk 6 ára fangelsis, verið dæmdur til greiðslu 2 milljóna króna sektar. Maðurinn var handtekinn í Kópavogu eftir komu til landsins þann 12. nóvember og fannst fyrr- greint magn fíkniefna í myndramma í fórum hans. Vafasamasti vímugjafinn Maðurinn bar að hann hefði tekið að sér að flytja myndina til landsins. Hann hefði vitað að innihaldið væri ólöglegt en ekki hvað það væri. í dómi Hæstaréttar segir að sannað sé að mað- urinn hafi flutt þessi fíkniefni til Iandsins í því skyni að koma þeim hér til sölu og dreifíngar. Hæstiréttur vitnar til greinargerðar dr. Þorkels Jóhannessonar, prófessors og yfírmanns Rann- sóknastofu í lyfjafræði, þar sem segir að MDMA, sem er hið efnafræðilega heiti á E eða ecstacy, hafi flókna verkun og sé greinilega hættulegri vímugjafi en bæði amfetamín og lýsergíð [LSD], sér í lagi ef tekið sé tillit til bráðra og banvænna eituráhrifa. „Ef MDMA á eftir að breiðast út hér á landi, er við búið að það leiði af sér fleiri bráð eitrunar- tilfelli en þekkist eftir amfetamín og lýsergíð og mörg dauðsföll að auki. Við þetta bætist að MDMA getur valdið langvarandi truflunum í starfsemi miðtaugakerfisins engu síður en amfetamín og lýsergíð svo sem áður er nefnt. MDMA er sam- kvæmt framansögðu einn vafasamasti, ef ekki langvafasamasti vímugjafi, sem skotið hefur upp kollinum á vímuefnamarkaði hér á landi,“ segir í greinargerð prófessors Þorkels. Hugvitsamlega pakkað inn í gjafapappír Þá segir Hæstiréttur að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að með atferli sínu hafi maður- inn stefnt að því að koma í dreifingu hér á landi miklu magni hættulegra vímuefna. „Aðferðin við innflutning efnanna bar vott um þaulskipulagt brot, en þeim hafði hugvitsamlega verið komið fyrir í myndramma, sem pakkaður var inn í gjafa- pappír," segir Hæstiréttur og staðfesti ákvörðun Héraðsdóms um 6 ára fangelsi en felldi niður ákvörðun Héraðsóms um 2 m.kr. sektarrefsingu þar sem umrædd efni komust ekki til dreifingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.