Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
DAIMSKI VINIMUMARKAÐURINN
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 15
EINN af mörgum kostum
kerfis vinnustaðasamn-
inga sem Danir hafa
þróað er að í aðalatrið-
um endurspegla kjarasamningar
þau laun sem greidd eru á mark-
aðinum. Fyrirtækin og trúnaðar-
menn gera samninga um þau laun
sem greidd eru í viðkomandi fyrir-
tæki, en yfirborganir eru ekki
tíðkaðar í þeim mæli sem er hér á
landi.
Ákvæði um viðbótarlaun
í aðalkjarasamningi
í Danmörku líkt og á íslandi
tíðkast að greiða starfsmönnum
viðbótarlaun ofan á umsamin laun.
í aðalkjarasamningi er ákvæði þar
sem beinlínis er vísað til þessa. Þar
segir: „Samtökin eru sammála um
að atvinnurekendur eigi eftir
meginreglu að leggja kerfisbundið
mat til grundvallar ákvörðun um
launadreifingu, þannig að tekið sé
tilskilið tillit til einstakra starfs-
manna t.d. varðandi dugnað,
reynslu, menntun og þátttöku í
framleiðslunni, jafnframt því sem
taka skai tillit til þeirra krafna sem
starfið gerir til starfsmanna, þar
með einnig sérstakra óþæginda
sem eru tengd því að vinna starf-
ið.“
Samkvæmt kjarasamningum
hafa starfsmenn rétt á að óska
eftir aðstoð trúnaðarmanna þegar
þeir ræða við stjómanda fyrirtækis
um viðbótarlaun sér til handa, en
að sögn Dines Schmidt Nielsen,
hagfræðings landssambands
málmiðnaðarmanna, notfæra
starfsmenn sér almennt ekki þenn-
an rétt. Hann segir að launamunur
milli manna á sama starfssviði sé
u.þ.b. 25-30% þar sem hann sé
mestur. Samkvæmt ákvæði að-
alkjarasamnings CO-Industri og
Dansk Industri geta fyrirtæki og
trúnaðarmenn samið í vinnustaða-
samningum um að trúnaðarmenn
fái upplýsingar um laun hvers og
eins starfsmanns.
Uppbygging danska launa-
kerfisins er þannig að það er til-
tölulega gegnsætt öfugt við það
sem tíðkast hér á landi. Hér er
algengt að ofan á taxta sé bætt
ýmiss konar viðbótargreiðslum,
sem ekki eru hluti af lqarasamn-
ingum. Kerfið er því tvöfalt, ann-
ars vegar það sem stéttarfélögin
semja um við samtök atvinnurek-
enda og hins vegar það sem hver
og einn starfsmaður semur um við
sinn vinnuveitanda. Starfsmenn
eiga ekki möguleika á að hafa
áhrif á þessar viðbótargreiðslur á
annan hátt en í gegnum einstakl-
ingsbundnar viðræður við sinn
vinnuveitanda.
í Danmörku ná menn utan um
stærstan hluta af öllum greiddum
launum í vinnustaðasamningun-
um. Þörfin fyrir að vera með tvö-
falt kerfi er ekki fyrir hendi vegna
þess að það er hagur bæði fyrir-
tækisins og trúnaðarmannsins að
semja um heildstætt kerfi á vinnu-
staðnum. í Danmörku heyrist því
ekki krafan um að færa taxta að
greiddu kaupi vegna þess að í aðal-
atriðum er greitt eftir þeim samn-
ingum sem samið er um inni á
vinnustöðunum.
Lágmarkslaunin eru
um 800 kr. á tímann
í aðalkjarasamningi skuldbinda
fyrirtækin sig hins vegar til að
greiða laun ekki undir vissu lág-
marki. í samningum Dansk Ind-
ustri og CO-Industri er þetta lág-
mark 73,05 kr. á tímann eða lið-
lega 800 íslenskar krónur á tím-
ann. Lágmarkslaun þeirra sem eru
innan við 18 ára mega ekki vera
lægri en 41,30 kr. á tímann. Lág-
markslaun hækka upg í 74,80 kr.
á tímann 1. mars nk. í lok síðasta
árs voru meðallaun danskra
málmiðnaðarmanna 117 kr. átím-
ann.
Nauðsynlegt er að hafa í huga
að vinnuvikan er styttri í Dan-
mörku en á íslandi og yfirvinna
er miklu fátíðari þar en hér.
í síðustu aðalkjarasamningum,
Morgunblaðið/Egill
SÍÐUSTU kjarasamningar í Danmörku byggðust á þeirri forsendu að kaupmáttur hækkaði árlega um 0,6%,
Mikilvægt að
launakerfið sé
sveigjanlegt
Framkvæmdastjórí samtaka iðnrekenda í
Danmörku segir nauðsynlegt að það ríki
sveigjanleiki á vinnumarkaðinum vegna þess
að danskur iðnaður eigi í harðrí samkeppni
á alþjóðlegum markaði. Aðalrítarí landssam-
bands iðnfélaga telur að reynslan hafí kennt
aðilum vinnumarkaðaríns að ekki sé hægt
að fylgja miðstýrðrí launastefnu. í þessarí
síðustu grein um danskan vinnumarkað lýs-
---- ^
ir Egill Olafsson helstu kostum danska
kerfísins og fjallar um greiðslur sem eru
umfram samningsbundin laun.
sem undirritaðir voru 20.
febrúar 1995 var gengið
út frá þeirri forsendu að
kaupmáttur launa
hækkaði um 0,6% á ári.
Þar fyrir utan var samið
um sveigjanlegri vinnu-
Stjórnum ekki
breytingum í
miðstýrðum
samningum
tíma og aukin fæðingarorlofsrétt-
indi. Arlegur kostnaður atvinnu-
rekenda við samninginn er því
meiri en 0,6%. Á síðasta ári hækk-
uðu laun málmiðnaðarmanna í
Danmörku u.þ.b. 2,5%, en verð-
bólga var um 2%.
I þeim kjaraviðræðum sem nú
eru að hefjast virðast lífeyrismál
ætla að verða meginviðfangsefni,
en fram hafa komið hugmyndir
um að hækka lífeyrisaldur og auka
möguleika fólks eldri en 60 ára til
að 'vera í hlutastarfi.
Dansk Industri og CO-Industri
sömdu til þriggja ára árið 1995,
en aðrir sömdu til ----------------------
tveggja ára. Niels Stefnt að
Overgaard aðstoðar- o,6% kaup-
framkvæmdastjón hjá V.. „„Jl
Dansk Industri, segir að ma«arauKn
þetta komi til með að
valda erfiðleikum þegar
þetta kerfi þannig að það ríkir all-
gott jafnvægi milli hagsmunaaðila.
Það ríkir ákveðið jafnvægi milli
atvinnurekenda og launþega og
einnig milli launþega innbyrðis t.d.
milli launþega á almenna markað-
inum og opinberra starfsmanna.
Þetta jafnvægi byggist á trausti
milli samningsaðila. Menn virðast
almennt einsetja sér að leysa
ágreiningsmál án verkfalla. Kerfið
er sveigjanlegt og samningsaðilar
hafa tiltölulega frjálsar hendur til
að aðlaga það ólíkum aðstæðum.
„Það er mikill sveigjanleiki í
danska launakerfinu og það er
afar mikilvægt. Danskur iðnaður
á í harðri samkeppni á alþjóðlegum
markaði. Við flytjum út meira en
helming af allri okkar
framleiðslu. Danska
krónan er mjög tengd
gengi þýska marksins og
það er því ekki um það
að ræða að fylgja
sveigjanlegri gengis-
skráningu. Þess vegna
við að hafa vissan
verðum
sveigjanleika í launakerfinu," segir
Hans Skov Christensen, fram-
kvæmdastjóri Dansk Industri.
Miðstýringu hafnað
Ingu á ári
Vemer Elgaard, aðalritari CO-
Industri, landssamtaka iðnfélaga,
telur einnig að sveigjanleiki sé einn
af mikilvægum kostum danska
kerfisins. Hann segir að aðilar
vinnumarkaðarins, báðum megin
borðsins, hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að það gangi ekki upp að
reyna að stýra breytingum á vinnu-
markaði í miðstýrðum samningum.
________ „í gegnum árin hefur
sú staða komið upp að
við höfum fallist á að
takmarka launahækkan-
ir í aðalkjarasamningi.
Vinnuveitendur hafa
hins vegar áttað sig á
SAMKOMULAG náðist í síðustu samningum um að auka sveigj-
anleika í vinnutíma starfsfólks.
samið verði í vinnustaðasamning-
um í vor. Sumir starfsmenn komi
þá til með að vísa til launahækk-
ana sem stéttarfélög þeirra hafa
samið um en aðrir starfsmenn
verða þá með óbreytta samninga.
Jafnvægi, traust og
sveigjanleiki
Það sem einkennir danska
vinnumarkaðinn er kannski eink-
um þrennt, jafnvægi, traust og
sveigjanleiki. Danir hafa þróað ar.
því, og það sama má segja um
okkur, að það er útilokað að stjóma
launaþróuninni með slíkum hætti
því þar með er verið að takmarka
möguleika til nauðsynlegrar þró-
unar á vinnumarkaðinum, svo það
hefur orðið að samkomulagi að
fella út úr samningum slík ákvæði.
Þróun verður að eiga sér stað og
til þess þurfa samningsaðilar að
hafa svigrúm til að gera þær breyt-
ingar sem þeir telja skynsamleg-
segir Elgaard.