Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnu-
lausir
voru 750
færri en
árið 1995
ATVINNULAUSUM fækkaði um
nærri 750 manns að meðaltali í fyrra
samanborið við árið 1995 sam-
kvæmt skráningu vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins. Allt
árið voru að meðaltali 5.790 manns
atvinnulausir eða 4,3% af mannafla
á vinnumarkaði en á árinu 1995
voru þeir 6.538 eða um 5%.
Þegar eingöngu er litið á atvinnu-
leysi í desembermánuði jafngildir
það því að 5.818 manns hafí að
meðaltali verið atvinnulausir í mán-
uðinum, 2.542 karlar og 3.276 kon-
ur. Þetta jafngildir 4,5% atvinnu-
leysi, 3,4% hjá körlum og 5,9% hjá
konum. Atvinnulausum fjölgar frá
nóvembermánuði um 649, en sam-
anborið við desembermánuð í fyrra
fækkar atvinnulausum um 432. Síð-
ustu ár hafa ekki verið jafnfáir at-
vinnulausir í desember og nú og
fjölgun atvinnulausra milli nóvem-
ber og desember í fyrra er einnig
verulega minni en hún hefur verið
að meðaltali síðustu ár að því er
fram kemur í frétt frá vinnumála-
skrifstofunni.
1.206 atvinnuleyfi
Segja má að atvinnuástand
versni eitthvað á öllum landssvæð-
um milli nóvember og desember,
nema á Suðumesjum. Hlutfallslega
eykst atvinnuleysið mest í desember
á Austurlandi, en tölulega er fjölg-
unin mest á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysi er alls staðar minna
nú í desember en á sama tíma árið
á undan nema á Vestfjörðum.
Þá kemur fram að samtals voru
veitt 1.206 atvinnuleyfí á síðasta
ári og 33 laus störf voru skráð hjá
vinnumiðlunum í lok ársins. Loks
spáir vinnumálaskrifstofan því að
atvinnuleysi aukist í janúarmánuði
frá desembermánuði og verði á bil-
inu 4,9-5,3%.
VIÐSKIPTI
Atvinnuleysi í okt., nóv. og des. 1996
Hlutfall atvinnulausra
LANDS-
BYGGÐIN
m
3,2%
3,9»
NORÐUR-
LAND
EYSTRA
VEST-
FIRÐIR
HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐIS f\_,.
SUÐURLAND
af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
3.726 atvinnulausir á bak
við töluna 4,5% í desember
og hafði fjölgað um 278 f
þvi í nóvember. Alls voru
5.818 atvinnulausir
á landinu öllu (4,3%) í
desember og hafði
fjölgað um 649 frá því
ínóvember.
AUSTUR
LAND
NORÐUR
LAND
VESTRA
VESTURLAND
LANDID ALLT
O N D
1 SUÐURNES
Frakkar
lækka vexti
Paris. Reuter.
FRAKKLANDSBANKI hefur lækk-
að vexti í 3,10% úr 3,15% og er
ákvörðunin talin sýna áhrif tveggja
nýiya manna í stjóm bankans.
Ákvörðunin kemur flatt upp á
hagfræðinga, sem hafa sagt að
hækkandi gengi dollars hafi dregið
úr líkum á vaxtalækkun.
Fyrir nokkru voru Pierre Guillen
og Jean-Rene Bernard skipaðir í
níu manna bankaráð og við það er
talið að breyting hafí orðið á valda-
hlutföllum í ráðinu. Getum er leitt
að því að breyting verði á gætilegri
stefnu bankans og vaxtalækkanir
geti orðið tíðar.
Nýju mennirnir eru taldir hand-
gengnir Jacques Chirac forseta og
fylgjandi frjálslegri stefnu í pen-
ingamálum. Þeir tóku við að ein-
dregnum stuðningsmönnum Jean-
Claude Trichet bankastjóra, sem er
sagður harðlínumaður.
Flugleiðir hf. hagnast um 400 milljónir á sölu Boeing 757 flugvélar
Söluhagnaður véla samtals
1 'A milljarður á 2 árum
FLUGLEIÐIR hf. hafa selt eina
af Boeing 757-200 þotum sínum
til bandaríska fjármálafyrirtækis-
ins Heller Financial Inc. Þotan
verður þó áfram í notkun hjá fé-
laginu þar sem það hefur leigt
hana af kaupandanum til næstu
fímm ára. Áætlaður hagnaður
Flugleiða af sölunni er 400 milljón-
ir króna. Hagnaður félagsins af
sölu þotna sl. tvö ár nemur hálfum
öðrum milljarði króna. Átta Bo-
eing þotur eru nú í millilandaflug-
flota félagsins, þar af fímm leigu-
vélar.
Einar Sigurðsson, aðstoðarmað-
ur forstjóra Flugleiða, segir að
sala þotunnar sé liður í áætlunum
félagsins um endumýjun flugflot-
ans. Flugvélar í núverandi milli-
landaflugflota voru keyptar nýjar
til félagsins á árunum 1989-92.
Það hafí fengið þær á góðu verði
og fjármagnað kaupin með hag-
stæðum lánum með það í huga
að selja þær síðar með hagnaði.
Þetta er fjórða þotan sem Flug-
leiðir selja og leigja síðan aftur á
rúmum tveimur árum. Fyrsta vélin
var seld í desember 1994, önnur
í janúar 1995 og hin þriðja, Boeing
757, í desember síðastliðnum. Seg-
ir Einar að samtals hafi sala þess-
ara fjögurra véla skilað félaginu
tæplega 1,5 milljörðum króna í
hagnað og eigið fé á tímabilinu.
Átta þotur eru nú í millilanda-
flugflota Flugleiða, fjórar Boeing
757-200 og fjórar 737-400. Félag-
ið á þijár flugvélar sjálft, eina
757-200 og tvær 737-400, en leig-
ir hinar fimm. Frá árinu 1989
hefur félagið því keypt sjö Boeing
þotur en selt fjórar aftur. Áttundu
Boeing vélina hefur félagið aldrei
keypt heldur leigt frá upphafi.
Aðspurður segir Einar að engar
ákvarðanir hafí verið teknar um
sölu á fleiri vélum enda sé talið
rétt að viðhalda ákveðnu jafnvægi
í flotanum milli leiguvéla og
eignarvéla. „Með sölunni er félag-
ið að innleysa dulda eign, sem það
á í þessum þotum, en þær hafa
hækkað verulega í verði síðan við
keyptum þær. Eftir að leigusamn-
ingur vélanna rennur út eftir 5-7
ár er líklegt að stefnt verði að því
að kaupa nýjar vélar í þeirra stað.“
Nýjar vélar í smíðum
Um næstu áramót fá Flugleiðir
afhenta nýja Boeing 757-200 þotu
frá Boeing verksmiðjunum í Se-
attle í Bandaríkjunum og eiga
kauprétt á annarri rúmu ári síðar.
Frekari áætlanir um viðbótarvélar
eru í undirbúningi að sögn Einars.
Hann segir að vegna vaxandi
umsvifa geri félagið ráð fyrir því
að bæta flugvél við flotann annað
hvert ár fram til ársins 2005.
9.900
I
BJ-30
A4 bleksprautu-
prentari
720 dpí / 3 bls. á mln.
30 blaöa arkamatarl
Prentar m.a. á
papplr og glærur
enturum
Nú er tækifærið á að næla sór í góðan
bleksprautuprentara á stórlækkuðu
varði á meðan birgðir endast.
■ Nýherjabúðin er opin laugardaga frá 10-14 ■Tölvukjör er opin laugardaga frá 10-16
■ Umboðsmenn eru um land allt
24.S
Canon
BJC-70
A4 lita-blek-
sprautuprentari
720 dpi
3 bls. á mín.
Sjálfvirkur 30
blaða arkamatari
Fyrlr alla almenna
prentun úr DOS og
Windnws á papplr
□ g glærur
19.BÐ0,
atVrWHir-
BJC-BOOe
A4 lita-bleksprautu-
prentari á netkeríiö
72Q dpi / 3-4 bls. á mín.
Sjálfvirkur 100 blaöa
arkamatari. Fyrir alla
almenna prentun úr D0S
□ g Windows á pappír og
glærur
Skaftahlíö 24 • Sími 569 7700
http://www.nyhsrji.is
BJC-4100
A4 lita-bleksprautuprentari
720 dpi / 4,5 bls. á mín.
100 blaöa sjálvirkur arkamatari
Fyrir aila almenna prentun úr
D0S ng Windows á pappír og
glærur
<33)
NÝHERJI
. Verðhruit á pr