Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 31.JANÚAR1997 21
Mc2 x 4=
Frá aðeins
399!!!
ÚR VERIIMU
Mikil hagræðing framundan hjá Básafelli hf.
FYRIRTÆKIÐ Búlandstindur er á Djúpavogi.
Þróunarsjóð-
ursýknaður
af kröfu Mata
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað Þróunarsjóð sjávarútvegs-
ins af öllum kröfum Mata ehf. og
tuttugu og tveggja tengdra aðila um
forkaupsrétt að hlutabréfum sjóðs-
ins í sjávarútvegsfyrirtækinu Bú-
landstindi á Djúpavogi. Það þýðir
að forkaupsréttarhafar að 70 millj-
óna króna eignarhlut sjóðsins á
genginu 1,15 verða 35 talsins og
kemur því hlutafé að nafnvirði 2
milljónir króna í hlut hvers og eins.
Gunnar Gíslason hjá Mata sagði að
niðurstaða dómsins væri til skoðunar
og engin ákvörðun hefði verið tekin
um áfrýjun hans.
Forsaga málsins er sú að Þróun-
arsjóði ber að auglýsa eignarhluti
sína í sjávarútvegsfyrirtækjum til
sölu einu sinni á ári og berist tilboð
í þá er skylt að gefa eigendum og
starfsmönnum viðkomandi fyrir-
tækja kost á að nýta sér forkaups-
rétt að eignarhlutnum og skiptist
eignarhluturinn jafnt á milli þeirra
aðila sem nýta sér hann.
Eignarhlutur Þróunarsjóðs í Bú-
landstindi var auglýstur síðsumars
í fyrra og barst eitt tilboð í eignar-
hlutinn 26. ágúst frá ísfélaginu í
Vestmannaeyjum á genginu 1,15.
Var síðan leitað eftir upplýsingum
hjá Búlandstindi um starfsmenn og
eigendur og voru þeir fyrrnefndu
118 talsins og þeir síðarnefndu 40.
Síðan sendi Þróunarsjóður þessum
aðilum ábyrgðarbréf í byijun sept-
ember þar sem þeim var boðinn for-
kaupsréttur að hlutafénu og þeim
gefinn frestur til 24. september að
nýta sér hann.
í framhaldinu gerðist það að
hlutabréf í Búlandstindi hf. hækkuðu
í verði í viðskiptum á Opna tilboðs-
markaðnum og fór gengið yfir 2 á
skömmum tíma. Mata hf. keypti
hlutabréf í fyrirtækinu 20. septem-
ber og tilkynnti það stjórn Búlands-
tinds í bréfi dagsettu 23. september.
Daginn eftir tilkynnti Mata að það
hefði selt hlutafé sitt 22 aðilum að
frátöldu hlutafé að upphæð 8 þúsund
krónur. Krafist var forkaupsréttar
að hlut í félaginu fyrir hönd þessara
aðila, en Þróunarsjóður hafnaði því
á þeirri forsendu að hlutabréfin
hefðu verið keypt eftir að Þróunar-
sjóður tók tilboði í fyrirtækið. í kjöl-
farið var lagt lögbann á sölu hlutafj-
árins og málið höfðað í framhaldinu
til staðfestingar þess.
í niðurstöðu dómsins segir að
deilt sé um það í málinu hvort miða
eigi forkaupsréttinn við þann tíma
sem tekið var tilboði í félagið eða
við það tímamark þegar frestur rann
út til þess að neyta forkaupsréttar.
Tímalengd frestsins sé ekki lögbund-
inn heldur sé hann ákveðinn einhliða
af Þróunarsjóði og eflaust við það
miðað að rétthöfum gefist eðlilegt
ráðrúm til þess að taka ákvörðun.
Síðan segir : „Hlutabréfum í Bú-
landstindi hf. fylgir ekki forkaups-
réttur að hlutum í félaginu sam-
kvæmt efni bréfanna sjálfra eða
samþykktum félagsins. Um er að
ræða lögákveðinn rétt sem sam-
kvæmt 12. gr. laga nr. 92/1994
skapast eigendum og starfsfólki
þeirra fyrirtækja sem stefndi á
hlutafé í þegar hann tekur ákvörðuri
um að selja hlutafé sitt sem honum
er lögskylt að bjóða árlega til sölu.
Með framsali hlutabréfanna einu sér
þarf því ekki endilega að fylgja for-
kaupsréttur heldur er tilurð hans
undir ákvæðum 12. greinarinnar
komin. Hvort hægt er að framselja
hinn lögbundna rétt einan sér er
annað mál sem hér þarf ekki að
taka afstöðu til.
Þótt hvorki sé það tekið fram í
12. greininni né um það getið í
greinargerð með frumvarpi til lag-
anna eða öðrum lögskýringargögn-
um þá benda líkur til þess að fyrir
löggjafanum hafi vakað að fá þeim
eigendum og starfsfólki þess fyrir-
tækis sem stefndi hafði eignast hlut
í aukinn rétt öðrum fremur, þ.e.a.s.
þann rétt sem fólginn er í forkaups-
rétti eða hlutafé, og þá þeim sem
áttu hlut í fyrirtækinu og störfuðu
hjá því áður en forkaupsrétturinn
varð virkur. Þykir því eðlilegt að
skýra 12. greinina þannig að í henni
sé við þennan hóp átt eins og hann
var á þvi tímamarki að forkaups-
rétturinn varð virkur en ekki þá sem
verða hlutafjáreigendur á því tíma-
bili sem stefndi hefur ákveðið í því
skyni að gefa forkaupsréttarhöfum
ráðrúm til þess að taka ákvörðun
um það hvort þeir neyta réttarins
eða ekki.“
------»-»-4-----
Halldór Guð-
bjarnason end-
urráðinn
HALLDÓR Guðbjarnason var end-
urráðinn bankastjóri Landsbanka
íslands til næstu fimm ára frá 1.
janúar 1997 að telja á fundi banka-
ráðs Landsbankans í gær.
Aðrir umsækjendur um starfið
voru Astþór Magnússon Wium,
framkvæmdastjóri, Sigurður Ingi
Sigmarsson, járnsmíðameistari, og
Margrét Þórðardóttir, húsmóðir.
------».♦""4----
Árétting
ÓNÁKVÆMNI gætti í frétt um sölu
verðbréfafyrirtækisins Handsals á
skuldabréfum fyrir franskan banka
í Morgunblaðinu í gær. Þar var sagt
að Pálmi Sigmarsson væri fram-
kvæmdastjóri Handsals, en rétt er
að hann er framkvæmdastjóri verð-
bréfasviðs Handsals. Þorsteinn Ólafs
er framkvæmdastjóri Handsals.
Bæði SH og ÍS selja
afurðir fyrirtækisins
BÁSAFELL hf. á ísafirði mun að
lokinni sameiningu við Kamb hf. á
Flateyri gera út 10 togara og báta
og reka fískverkun á fjórum stöðum.
Ljóst er að mikil endurskipulagning
og hagræðing mun standa fyrir
dyrum meðal annars breytingar á
skipastól fyrirtækisins. Eins og er
selur Básafell afurðir sínar gegnum
að minnsta kosti nokkur sölufyrir-
tæki, en olía og tryggingar verða
keyptar af Olíuféiaginu, Trygging-
amiðstöðinni og VÍS.
Fyrirtækin sem mynda Básafell
verða að lokinni þessari sameiningu
Kambur á Flateyri, sem rekur botn-
fiskverkun, frystingu og söltun,
Sléttanes á Þingeyri, rækjuverk-
smiðjan Ritur, rækjuverksmiðjan
Básafell, Togaraútgerð ísafjarðar
og Hraðfrystihúsið Norðurtanginn,
sem vinnur botnfisk. Básafell gerir
þá út Guðmund Péturs og Hafra-
fell, Pál Jónsson, Gyili, Jónínu, Jó-
hannes ívar og Styrmi og frystiskip-
in Sléttanes, Skutul og Orra.
Fimmta stærsta
fyrirtækið
Fyrir sameininguna keypti Norð-
urtanginn olíu af Skeljungi, en nú
er olía á Orrann keypt hjá Olíufélag-
Heildarkvóti gæti
orðið tæp 11.000
tonn innan land-
helginnar
inu. Olía á báta Kambs hefur verið
keypt af Skeljungi, en verður eftir
sameiningu keypt af Olíufélaginu.
Öll fyrirtækin voru áður með trygg-
ingar hjá VÍS og verður svo áfram,
en VÍS og Olíufélagið eru stórir
hluthafar í Básafelli. Með samein-
ingunni við Kamb er Básafelli mest-
ur fengur í kvóta fyrirtækisins,
starfsfólki og einkum mikilli reynslu
í saltfiskverkun, sem er lítil sem
engin við Djúp. Auk þess verður við
þessa sameiningu töluverð hagræð-
ing í rekstri, hagkvæmari útgerð,
minni stjórnunarkostur og betri við-
skiptakjör. Heildarkvóti Básafells
eftir sameininguna við Kamb verður
um tæplega 11.000 þorskígildis
tonn og er það þá fimmti stærsti
kvótahandhafinn á landjnu. Stærri
eru Samheiji, Grandi, ÚA og HB,
en Síldarvinnslan er á svipuðu róli
með um 10.800 tonn.
Fyrir sameiningu fyrirtækjanna
seldu Ritur og Norðurtanginn afurð-
ir sínar gegnum SH og svo gerir
Kambur einnig. Básafell og Slétta-
nes létu ÍS um sölu afurða sinna
og Marbakki seldi rækjuna af Skutli.
Nú eru botnfiskafurðir seldar gegn-
um SH en ÍS selur frystu rækjuna.
Niðursoðin rækja er svo seld af
ýmsum fyrirtækjum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er það
stefna stjórnenda fyrirtækisins að
skipa sölumálum sínum áfram með
þessum hætti.
Frekari áform um
sameiningu við Djúp óljós
Að lokinni þessari sameiningu eru
úr sögunni fyrri áform um samein-
ingu Kambs, Hraðfrystihúss Hnífs-
dals, Bakka í Bolungarvík og
Frosta, Súðavík. Óvíst er hver fram-
vindan verður á næstunni, það er-
hvort þessi þijú síðastnefndu fyrir-
tæki hyggja á sameiningu. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
eru þar ýmis ljón í veginum. Sá
möguleiki er einnig talinn fyrir
hendi að Hraðfrystihúsið í Hnífsdal
gangi til liðs við Básafell, enda inn-
an sama sveitarfélags, en hin fyrir-
tækin tvö eru í öðrum sveitarfélögun
og kann það að torvelda sameiningu.
„Netarallið“ boðið út
H AFRANN SÓKNASTOFNUNIN
hyggst bjóða út mælingar á hrygn-
ingarstofni þorsks, svokallað neta-
rall, en það fer nú fram í annað sinn.
Netarallið fór fram í tilraunaskyni
í fyrsta skipti í fyrra og var því
ekki boðið út líkt og nú. Togararall-
ið svokallaða hefur verið boðið út
með líkum hætti síðustu ár. Ha-
frannsóknastofnunin hefur því aug-
lýst eftir netabátum til verksins.
Áð sögn Jakobs Jakobssonar, for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar,
verða í netarallinu lögð net á hrygn-
ingarsvæðinu frá Breiðafirði og
austur undir Hornafjörð. Netin verði
lögð eftir ákveðnum reglum og á
tilteknum stöðum í því skyni að fá
samanburðarhæfa langtímamæl-
ingu um fiskgengd á hrygning-
arslóðinni. Starfsfólk stofnunarinn-
ar verður um borð í bátunum og
mun afli ganga upp í leigu skip-
anna.
Netarallið fer fram í október og
munu fimm netabátar taka þátt í
rallinu þetta árið, frá Breiðafirði,
Faxaflóa, Þorlákshöfn, Vestmanna-
eyjum og Hornafirði. Opnað verður
fyrir tilboð 5. febrúar nk.
449 kr.!!
[Venjulegt verð
589 kr. Sparið
w 140 kr.)^
Mc2 STJORNUMALHÐ
Mc2= Tvöfaldur McOstborgari:
Tvcer safaríkar kjötsneiðar og tvœr þykkar ostsneiðar.
Lítil: Mc2, lítill McFranskar, 0,25 1 gos - 449 kr.
Mið: Mc2, miðstærð McFranskar og 0,4 1 gos - 549 kr.
Stór: Mc2, stór McFranskar og 0,5 1 gos - 599 kr.
Þú sparar a.m.k.lðO kr. frá listaverði.
ENN MEIRJ SPARNAÐUR’
Fjölskyldu/hóptilboð: 4 máltíðir eða fleiri:
Lítil Mc2 Stjörnumáltíð 399 kr. hver
Mið Mc2 Stjörnumáltíð 499 kr. hver
Stór Mc2 Stjörnumáltið 549 kr. hver
Þið sparíð a.m.k. 720 kr. frá listaverdi
/V\
|McDonajds
AÐEINSISTUTTAN TIMA
AusturstraNi 20
Suðurlandsbraut 56