Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 23
ERLENT
Evróið má
hvorki vera
kantað né
úr nikkel
Brussel. Reuter.
SÉRFRÆÐINGANEFND, sem
undirbýr sláttu evró-myntar,
sem notuð verður í Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu
(EMU) frá og með árinu 2002,
hefur orðið að endurskoða
tillögur um lögun og málminni-
hald evró-smápeninganna vegna
athugasemda frá fjármálaráð-
herrum aðildarríkja ESB.
Athugasemdir ráðherranna
tengjast hagsmunum og áhuga-
málum einstakra ríkja.
Sérfræðingarnir lögðu til að
hálft evró yrði sjökantaður pen-
ingur til þess að auðvelda blind-
um að þekkja hann frá öðrum
peningum. Þá kemur hins vegar
upp úr kafinu að framleiðendur
myntsjálfsala í sumum ríkjum,
einkum Þýzkalandi, telja það
munu reynast tæknilega örðugt
að breyta sjálfsölunum þannig
að þeir taki köntuðu peningana.
I ýmsum öðrum aðildarríkjum
ESB hafa kantaðir peningar hins
vegar lengi verið í umferð, til
dæmis í Bretlandi og á írlandi.
EVRÓPA^
Þá hefur f’ármálaráðherra
Svíþjóðar gert athugasemdir við
málmblönduna í 10 og 20 senta
peningunum. Sænskir heilbrigð-
issérfræðingar munu hafa bent
á að taka bæri tillit til fólks með
nikkelofnæmi og minnka nikkel-
magnið í peningunum. Sérfræð-
inganefnd ESB hafði hins vegar
viljað hafa nikkelmagnið svipað
og í flestum smápeningum, sem
nú eru í umferð, til þess að auð-
velda endurvinnslu evró-myntar.
Reuter
TANSU Ciller heilsar de Charette frá Frakklandi, Dini frá Ítalíu,
Kinkel frá Þýzkalandi og Rifkind frá Bretlandi.
Ciller hótar að hindra stækkun NATO
Tyrkjum sett
skilyrði um frið
Róm, Washington. Reuter.
TANSU Ciller, utanríkisráðherra
Tyrklands, lét að því liggja á fundi
með utanríkisráðherrum fimm
stærstu ríkja Evrópusambandsins í
Róm í fyrradag að Tyrkir myndu
hindra stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) til austurs, yrði þeim
ekki lofað aðild að ESB. Ráðherrarn-
ir svöruðu því til að Tyrkland ætti
fullan rétt á aðild að sambandinu,
en tyrknesk stjórnvöld yrðu fyrst að
tryggja mannréttindi, leysa vanda-
mál kúrdneska minnihlutans, semja
við Grikki um skiptingu Eyjahafsins
og stuðla að lausn Kýpurdeilunnar.
Utanríkisráðherrar Bretlands,
Frakklands, Þýzkalands, Spánar og
Ítalíu hvöttu mjög til þess á fundin-
um í Róm að Tyrkir hölluðu sér
áfram að Evrópu, fremur en að
múslimaríkjunum í Asíu.
Ekki hægt að stækka NATO
án leyfis Tyrklands
Herve de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði að Tyrkland
sagði að engar „hindranir í grund-
vallaratriðum" væru fyrir ESB-aðild
Tyrklands í framtíðinni, en að áður-
nefnd óleyst vandamál „hefðu að
sjálfsögðu í för með sér erfiðleika á
leið Tyrklands tii mögulegrar aðild-
ar.“ ESB hefur sett ríkjum Austur-
og Mið-Evrópu, sem sótt hafa um
aðild að sambandinu, svipuð skilyrði.
Áður en fundurinn hófst sagði
Ciller að farið væri með Tyrkland
sem annars flokks ríki í samskiptum
við Evrópusambandið. Hún sagði að
ekki væri hægt að líta á stækkun
NATO og ESB-aðild Tyrklands sem
aðskilin mál. „Hvernig haldið þið að
hægt sé að stækka NATO án leyfis
Tyrklands?" spurði hún.
Eftir fundinn með utanríkisráð-
herrunum sagði Ciller hins vegar að
viðræður þeirra hefðu sýnt sér fram
á að Tyrkland yrði ekki útilokað frá
aðild í framtíðinni.
Stærri aðildarríki ESB eru tekin
að þreytast á afstöðu Grikkja, sem
hafa reynt að spilla samskiptum sam-
bandsins við Tyrki. Sagði Malcolm
Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands,
að núverandi tengsl Tyrklands við
sambandið væru „ófullnægjandi".
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins gaf í gær í skyn að
Bandaríkjamönnum hefðu þótt tals-
menn ESB setja Tyrkjum of ströng
skilyrði á fundinum í Róm. „Þegar
allt er tekið með í reikninginn hafa
Bandaríkin sterk rök fram að færa
fyrir því að Tyrkland eigi að taka
fyllri þátt í Evrópusamrunanum,
þrátt fyrir þá staðreynd að mann-
réttindin eru vandamál," sagði tals-
maðurinn, Nicholas Burns.
Toyota vill EMU-
aðild Bretlands
London, Tókýó. Reuter.
HIROSHI Okuda, stjórnarformaður
japönsku bílaverksmiðjanna Toyt-
ota, hefur valdið miklu fjaðrafoki í
Bretlandi, ekki sízt innan íhalds-
flokksins, með ummælum sínum um
að gangi Bretland ekki í Efnahags-
og myntbandalag Evrópu (EMU)
árið 1999, kunni Toyota að íhuga
að færa fjárfestingar sínar til megin-
landsins.
Okuda sendi í gær frá sér yfírlýs-
ingu til „skýringar“ á ummælum
sínum. Hann tekur þar fram að frek-
ari fjárfesting í Bretlandi sé einn
af mörgum kostum, sem fyrirtækið
hafi til athugunar. Framtíðarfjár-
festingar í Evrópu séu í skoðun og
ekkert hafí verið ákveðið. Hins veg-
ar ítrekar stjórnarformaðurinn þá
skoðun sína að aðild ríkja að EMU
sé einn þáttur, sem Toyota muni
taka tillit til við staðarval nýrra verk-
smiðja. Fyrir fyrirtæki, sem starfi í
Evrópu, muni sameiginlegur gjaldm-
iðill draga úr gengisáhættu og verða
ótvíræður kostur.
Sérfræðingar í Tókýó segja að
með ummælum sínum hafi Okuda
ýtt óþyrmilega við brezkum stjóm-
völdum og opnað augu þeirra fyrir
því að japönsk stórfyrirtæki hafi
áhyggjur af núverandi stefnu stjórn-
ar Ihaldsflokksins, sem er að „bíða
og sjá“ í EMU-málinu. Um 40% af
fjárfestingum japanskra fyrirtækja
í Evrópu er í Bretlandi.
Toyota er ekki fyrsta japanska
fyrirtækið, sem varar Breta við að
standa utan EMU. Svipaðar yfírlýs-
ingar hafa komið frá Nissan.
Michael Heseltine, aðstoðarfor-
sætisráðherra Bretlands, sagði í út-
varpsviðtali í gær að írafárið vegna
ummæla Okudas væri stormur í
vatnsglasi. Heseltine varði stjórnar-
stefnuna og sagði að útskýringar
stjórnarformannsins sýndu að ekki
væri ástæða til að óttast að japansk-
ir fjárfestar sneru baki við Bretlandi.
Ándstæðingar Evrópusambands-
ins í íhaldsflokknum sökuðu Okuda
aftur á móti um að blanda sér með
óviðurkvæmilegum hætti í baráttuna
fyrir komandi þingkosningar.
JUHGIiE sfeðnur. •.
eru, ÁíBiaatr sflir
WÝJAR GERÐIR
iggy'y
nú frá S3IQEEQ
Stærðir 35-45
Litir: Svart - blátt - hvítt
- grænt - rauð'brúnt
Útsalan er í fullum gangi
DESTROY skór frá 1.500
DESTROY stígvél frá 1.500
Laugavegi,
skódeild
s. 511 1727
Kringlunnl,
s. 568 9017
NOATUN
Veisla fyrir lítið!
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
4 NÓATÚNS
HAMBORGARAR
m/brauði
250.
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld
NOATUN
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68