Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 25

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 25 Blaðaljós- myndir í Gerðar- safni AFMÆLISSÝNINGU Blaða- mannafélagsins og Blaðaljós- myndarafélagsins á bestu fréttamyndum nýliðins ár og úrvali fréttamynda liðinna ára og áratuga lýkur nú á sunnu- dag í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin hefur verið vel sótt og hlotið góða dóma. Sýningin er opin frá kl. 13-18. PÉTUR Eggerz í hlut- verki Skarphéðins. Búkolla baul- ar aftur í Möguleikhús- inu MÖGULEIKHÚSIÐ er nú að hefja að nýju sýningar á barnaleikritinu Einstök upp- götvun og verður sýning að þessu sinni á sunnudag 2. febr- úar kl. 14 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Einstök uppgötvun er samin í samvinnu leikhópsins sem einnig hefur hjálpast að við gerð leikmyndar og búninga. Leikstjóri er Alda Arnardóttir, en leikarar þeir Bjarni Ing- varsson og Pétur Eggerz. Hvað er á seyði í Leik- brúðulandi? LEIKBRÚÐULAND frum- sýndi í nóvember sl. þrjá ein- þáttunga er nefnast Hvað er á seyði?. Nú eru sýningar að hefjast á ný á Fríkirkjuvegi 11 og verða þær á sunnudög- um fram á vorið. Handrit, brúður og leiktjöld eru eftir meðlimi Leikbrúðu- lands, Bryndísi Gunnarsdótt- ur, Ernu Guðmundsdóttur og Helgu Steffensen. Leikstjóri er Ole Bruun-Rasmussen. Sýningar hefjast kl. 15. Miðasala hefst kl. 13. Miða- verð er 500 kr. fyrir börn og 700 kr. fyrir fullorðna. Sýn- ingin tekur um eina klukku- stund. „7797“ í List- húsi 39 BERGSTEINN Ásbjömsson opnar sýningu sem hann nefnir „7797“ í Listhúsi 39, Strand- götu 39 í Hafnarfirði, sunnu- daginn 2. febrúar kl. 14. Bergsteinn er fæddur í Hafn- arfirði 1954, en frá árunum 1977 hefur hann verið búsettur í Svíþjóð. Árið 1987 hóf hann listnám í Svíþjóð sem hann stundaði í fjögur ár. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 10-18, laug- ardaga frá kl. 12-18 og sunnu- daga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 16. febrúar. Tími bókamarkaðanna kominn Valdar bækur af gömlum lagerum í bland við nýrri BÓKAMARKAÐUR Máls og menn- ingar hófst í gær og Eymundsson opnar bóka- og tímaritamarkað í dag. Árni Einarsson hjá Máli og menn- ingu sagði að bækumar á markaði Máis og menningar-búðanna væm valdar bækur af gömlum lagerum forlaganna. Bækurnar væru frá mörgum útgefendum, bæði stórum og smáum, eða öllum helstu útgef- endum. Yngstu bækurnar væra frá 1994 og í þeim efnum væri farið eftir reynslu og því sem mætti kalla skynsamlegt. Bækur frá árinu 1994 sem kostuðu 2.800 kr. lækka í 998 kr. Eldri bækur eru margar seldar á um 400 kr., barnabækur era frá 200-500 kr. Forlagsverslunum hefur fækkað að sögn Árna, hann segir að fáar slíkar séu eftir og forlögin sendi á aðra markaði. Þetta hefur að mati hans breyst með tilkomu stórra bóka- verslana. Sem dæmi um gott verð á mörgum bókum á markaði Máls og menning- ar nefndi Árni Einarsson bækur frá Háskólaútgáfunni og Vísindafélag- inu og sagði að það væra bækur sem fáir hefðu séð vegna takmarkaðrar dreifíngar, þær kostuðu frá 490 kr.- 790 kr. Margar bækur lægju í geymslum og kæmu á markaði einu sinni á ári. Mikið hefði verið verslað, markaðir bókaverslana hefðu rólegra yfirbragð en stórmarkaður útgef- enda og áhersla væri á bitastæð verk. Ólafur Sveinsson hjá Eymundsson sagði að markaður Eymundsson- verslananna hæfist í dag, bæði í Austurstræti og verslununum í Kringlunni. Markaðurinn væri bland- aður, íslenskar bækur, erlendar bæk- ur og tímarit. Alltaf væri hægt að gera góð kaup á slíkum mörkuðum. Aðsókn hefði verið ágæt á und- anförnum áram og áhugi mikill. Fólk væri farið að hringja strax upp úr áramótum og spyija um markaði verslananna. Hjá Eymundsson eru yngstu bæk- urnar frá liðnu ári. Afsláttur er allt að 85% og geta verið nýlegar bækur þar á meðal. Að sögn Vilborgar Harðardóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda verður árlegur markaður félagsins 26. febrúar tii 9. mars. Markaðurinn verður í Perlunni eins og í fyrra, enda gaf hann góða raun. Vilborg segir að því hafí verið beint til félags- manna að setja ekki bækur á aðra markaði, utan bókaverslana, fyrr en eftir markaðinn í Perlunni. Bækur á markaði bókaútgefenda eru ekki yngri en tveggja ára, þó með ein- hveijum undantekningum. „Verð- stríðið hefur haft áhrif og ruglað myndina," segir Vilborg. Reynt er að halda mörkuðum Félags íslenskra bókaútgefenda í hefðbundnum skorðum. Ekki er leitað einungis eft- ir þátttöku félagsbundinna bókaút- gefenda heldur fá 200-300 manns bréf og er takmarkið að markaðurinn verði sem fjölbreyttastur. Jónas spilar Schubert SCHUBERT tónleikar verða í Digraneskirkju í Kópavogi föstu- dagskvöldið 31. janúar kl. 20.30, enþá eru liðin 200 ár frá fæð- ingu Franz Schuberts. Jónas Ingimundarson, píanóleikari leikur eftirfarandi verk hans; Ellefu valsa, op. 18a D145, Þijú tónaljóð, op. posth. D946, og Sónötu í B-dúr op. posth. D960. Skólasýning með völdum verkum eftir Sigurjón SETT hefur verið upp í Listasafni Siguijóns Ólafssonar sérstök skólasýning með völd- um verkum eftir Sig- uijón. Spanna þau tímabilið 1938-1982 og eru unnin í ólík efni svo sem gifs, brons, við og stein. í safninu gefur einnig að líta sýningu um Vejlemyndir Sig- uijóns, en sem kunn- ugt er vann lista- maðurinn tvær stórar, Sigurjón árið 1944. táknrænar högg- myndir úr steini fyrir Ráðhústorgið í Vejle á Jótlandi. Fastur opnunartími safnsins yfir vetrar- tímann er laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Tekið verður á móti hópum utan opnunartímans og geta kennarar pantað tíma á skrifstofutíma safnsins. B I L L Y BOKA Færanlegar hillur, nógu sterkar til að bera þungar bækur án þess að svigna. Bættu við Glerhurðum úr hertu gleri fyrir öryggið og til að verja bækurnar fyrir ryki. Bættu við topphillu og þær ná alveg uppí loft. Bættu við aukahillum undir fleiri bækur. K E A G Æ Ð ! A F R A S Æ R U V E R Ð Billy bókaskápar fást í fimm mismunandi litum og fjórum stærðum, einnig er hægt að bæta við glerhurðum. Allt eftir þínu höfði Það er engin tilviljun að ótal ánægðir viðskiptavinir Ikea hafa valið Billy bóka- skápana. Þeir eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.