Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 29
1989 með sögu um lítinn rússnesk-
an strák að nafni Kolya, sem
mamma hans hefur skilið eftir hjá
öldruðum sellóleikara. Það er
þeirra að læra á lífið saman, sam-
tímis því að Rússar eru að yfirgefa
landið.
Lítið ber á nýjum myndum frá
Póllandi að sinni en eftir Andrzej
Kondratiuk verður sýnd „Wrzeci-
ono Czasu“ eða jólinu snúið, sem
var á Reykjavíkurhátíðinni og
heimspekileg árstíðamynd hans frá
1984. Hvar endar Evrópa? er
spurning sem kann að virðast
ágeng í fleiri en einni merkingu.
Hún kemur fram í viðfangsefnum
eins og leit að uppruna, þar sem
leiðin áfram liggur gegnum fortíð.
„Few of us“, nefnist nánast orð-
laus mynd frá Litháen eftir Shar-
unas Bartas. „Við erum sára fá/
fjandakomið sára fá/ en skelfileg-
ast er að við erum skilin að“. Þann-
ig hljóma ljóðlínur sem leikstjórinn
segir leiða sig. Aðalpersónan, ung
kona, ferðast inn í eyðilegt fjalla-
landslag sunnarlega í Síberíu, inn
í fámenni og hreindýrahjarðir.
Finnur eldri mann sem hún hefur
bersýnilega mælt sér mót við. En
hvers vegna? Hvað drífur hana
áfram?
„Kavkazki Plennik“ (Fangi fjall-
anna), nefnist mynd eftir Sergej
Bodrov, líklega skærustu leikstjó-
rastjörnuna í rússneskri kvik-
myndagerð sem stendur. í Tsjetsj-
níu tekur gamall maður tvo rúss-
neska hermenn til fanga í von um
að geta skipt á þeim og syni sínum
sem er fangi á valdi Rússa. En
fátt reynist fyrirsjáanlegt og ýms-
ar tilfinningar stangast á við
skyldurækni. Myndin er sögð vera
í senn nútíma athugasemd og tíma-
laust siðfræðidrama.
Loks má nefna að eftir georg-
íska snillinginn Otar Iosseliani
kemur myndin „Brigands" (Chap-
itere VIII.) sem er framleidd í sam-
vinnu milli Rússlands, Frakklands,
Ítalíu og Sviss.
. . . ogaðnorðan
Danir njóta athygli í ár og koma
með 22 myndir, bæði nýjar og
eldri. Meðal þeirra er „Pusher"
eftir Nicolas Winding Refn (And-
ersson). Þá ber að nefna að 10
sænskar myndir frá í ár verða
frumsýndar á hátíðinni. íslensku
myndirnar sem verða á ferðinni
hafa þegar verið nefndar í fréttum.
Frá Finnlandi kemur m.a. verð-
launamyndin „Synti“ eða Synd,
sem er stutt heimildarmynd eftir
Susana Helke og Virpi Suutari.
Og Per-Ove Högnás kemur „En
fest för framtiden“ sem er heimild-
armynd um bændur á Álandseyj-
um. Leikstjórinn og framleiðand-
inn Mika Kaurismaki lætur sig
hvergi vanta, en mun virkur á
tveggja daga umræðufundi Evr-
ópsku kvikmyndaakademíunnar
(EFA) þar sem annar framleiðandi
(t.d. „The Crying Game“), formað-
urinn Nik Powell, er væntanlegur
í aðalhlutverk. Frá Noregi kemur
m.a. myndin „Sondagsengler" eftir
Berit Nesheim. Hún gerist upp úr
öldinni miðri og greinir frá ferm-
ingarstúlkunni Maríu, prestsdóttur
sem leyfir sér að efast um Guð og
Jesú og lætur reyna á þolrif föður
síns, sem lítið botnar í uppreisn
dótturinnar, og frúarinnar sem er
honum undirgefín.
Hátíðin mun standa yfir til 9.
febrúar og að venju verða einnig
á boðstólum margar myndir frá
öðrum heimsálfum. Frá bandarísk-
um kvikmyndagerðarmönnum má
telja á annan tug mynda. En sögu-
legt er að hálf tylft mynda verður
frá Suður-Kóreu.
Áhugafólki um kvikmyndir sem
á leið um borgina meðan á hátíð-
inni stendur er vísað á upplýs-
ingamiðstöð og miðasölu í kvik-
myndahúsinu „Draken" við Járn-
torgið. Áhorfendum er ætlað nokk-
uð meira rými í ár en verið hefur,
en hátíðin fer fram í tíu kvik-
myndahúsum og er gengt á milli
flestra þeirra á innan við 25 mínút-
um og góðum skóm.
Aenne
Langhorst
sýnir í
Undir pari
NU stendur yfír sýning Aenne
Langhorst, í Undir pari
Smiðjustíg 3. Aenne segir sjálf
um sýninguna: „Ljótleiki
breytist í fegurð. Fegurð í ljót-
Ieika. Mér líkar andstæður og
mótsagnir hvernig sem þær
birtast. Ég skoða þær og at-
huga hvernig ég get nýtt mér
þær. Ég kýs að nota ljósrit í
þessum verkum. í þeim eru
andstæður, þau eru ódýr,
svarthvít og mögulegt er að
gera eitt eða mörg á afar stutt-
um tíma.“
Aenne er fædd í Bremen
1965. Hún hefur tekið þátt í
mörgum samsýningum í
Þýskalandi og víðar auk þess
að hafa haldið einkasýningar.
Hún hefur um tíma rekið gall-
erí í Hannover ásamt þremur
öðrum. Sýningin stendur til
15. febrúar. Undir pari er opið
fimmtudaga til laugardaga kl.
20-23.
Fjögnr stór
myndverk
HOLLENDINGURINN Joris
Rademaker opnar sýningu í
neðri sölum Nýlistasafnsins
Vatnsstíg 3b, laugardaginn 1.
febrúar kl. 16 með gerningi. Á
sýningunni eru fjögur stór
myndverk unnin með bland-
aðri tækni. Megináherslan í
verkunum er lögð á hreyfíngu .
og rými.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson
hefur umsjón með sýningu
sem er í efri sölum safnsins
og ber sýningin heitið: „súm
salur: ÉG pallur: ÍMYNDAÐIR
VINIR".
Sýningarnar eru opnar dag-
lega nema á mánudögum frá
kl. 14-18 og þeim lýkur 16.
febrúar.
Sýningar í
Sýnirými
ÞRJÁR nýjar sýningar á veg-
um galleríkeðjunnar Gallerí
Sýnirými verða opnaðar laug-
ardaginn 1. febrúar.
Þóroddur Bjarnason setur
upp sýningu í Sýniboxi við
Vatnsstíg 3. í gallerí Barm
sýnir Sigríður Ólafsdóttir og
mun Edda Andrésdóttir fjöl-
miðlakona bera galleríið í febr-
úar. Surprís ber hlustir í sím-
svaragalleríinu Hlust. Nýjasta
útibú galleríkeðjunnar, galleri
Tré, opnar sínar sýningar á
amerískum hátíðisdögum en
ekki íslenskum löngum laugar-
dögum eins og hjá eldri útibú-
unum.
Þann 20. janúar sl. var
Martin Luther King dagurinn
vestra og opnaði þá sýning
Margrétar Blöndal í galleríi
Tré í New York.
Sýning í Gall-
erí Fold
framlengd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
framlengja um viku sýningu á
nokkrum af síðustu verkum
Hrings heitins Jóhannessonar,
sem undanfarið hefur staðið
yfír í Galleríi Fold við Rauðar-
árstíg.
Gallerí Fold er opið daglega
frá kl. 10-18 nema laugardaga
frá kl. 10-17 og sunnudaga frá
kl. 14-17.
Gallerí Gúlpt tveggja ára 1 dag
Listin færð nær fólkinu
FARAND- og fjölstaðagalleríið,
Gallerí Gúlp!, er tveggja ára í
dag. Galleríið er einstakt vegna
smæðar sinnar og efnis, því það
er í raun bara pappakassi. Fyrir
vikið er það að líkindum einstakt
í sinni röð hér á landi og jafnvel
þótt víðar væri leitað. Vikulega
opna nýjar sýningar í Galleríi
Gúlp! og stendur hver sýning
jafnan eina kvöldstund. Hver
listamaður velur galleríinu stað
og stund til sýningarhalds og
hafa öldurhús borgarinnar oftast
orðið fyrir valinu en einnig hafa
til dæmis verslanir, kaffistofur
vinnustaða og heimahús verið
notuð til sýningarhalds.
Hlín Gylfadóttir og Særún
Stefánsdóttir, nemar í Myndlista-
og handíðaskóla Islands, sem
reka Galieri Gúlp!, segja að þeg-
ar hafi á annað hundrað lista-
menn nýtt sér þessa sýningarað-
stöðu en samkvæmt grundvallar-
reglu Gúlp! getur hver sem er
látið ljós sitt skina í galleríinu.
Þá taka þær ekkert gjald af lista-
mönnunum. „Á þennan hátt höf-
um við komið á fót einu öflug-
asta og virkasta galleríi á landinu
ef ekki í öllum hinum vestræna
heimi, þar sem nýrri sýningu er
flaggað í hverri viku með opnun-
arhátíð og fjölda gesta í hvert
einasta skipti."
Stöllurnar segja að Gallerí
Gúlp! sé byggt á gamalli hug-
mynd en fjölmörg ferðagallerí
hafi verið starfrækt á íslandi í
gegnum tíðina. Ekkert þeirra
hafi á hinn bóginn skotið rótum.
„Við höfum endurlífgað þessa
hugmynd með okkar hætti en
markmiðið er fyrst og fremst að
auðga menningarflóruna og
færa listina nær fólkinu í landinu
- í orðsins fyllstu merkingu."
Borist um víðan völl
Segja þær listamenn hafa tekið
Galleríi Gúlp! gríðarlega vel
enda hafi þeir óvenju mikið frelsi
á þessum vettvangi. Núorðið sé
það meira að segja ekki lengur
skilyrði að sýna í kassanum.
„Eina kvöðin er sú að við viljum
fá myndir frá sýningunum.“ Hef-
ur kassinn góði líka borist um
víðan völl, meðal annars til París-
ar, New York og Lundúna. Þá
mátti norskur myndlistarmaður,
sem sýndi í galleriinu á dögun-
um, vart mæla af hrifningu í
þakkarbréfi til Særúnar og Hlín-
ar.
Mikilvægur fylgihlutur Gall-
erís Gúlp! er, að sögn aðstand-
endanna, gestabók sem inniheld-
ur upplýsingar og meiyar um
allar sýningar Gúlp! sem haldnar
hafa verið til þessa. „Bókin fjall-
aði upphaflega um tölvur en er
löngu úrelt sem slík núna. Hún
hefur hins vegar fengið nýtt hlut-
verk og mun nú aldrei úreldast
Bæjarhrauni 14 Hafnarfirói
565 3900
Morgunblaðið/Kristinn
HLÍN Gylfadóttir og Særún Stefánsdóttir við hönnun afmælis-
spilsins Documenta Gúlp II.
HLYNUR Hallsson efndi til samsýningar í Galleríi Gúlp! á liðnu
ári og fær fyrir vikið afhentan verðlaunavettling „fyrir fyrir-
myndarstörf í þágu listarinnar og Gallerís Gúlp!“ á afmælishátíð-
inni í febrúar.
því að í bókina skrá listamennirn-
ir sjálfir upplýsingar um sýning-
ar sínar og gestir kvitta fyrir
komuna eins og gengur. Þessi
bók er bæði stór og stórmerkileg
fyrir þær sakir að í henni er að
finna ómetanlegan fjársjóð kom-
andi menningarkynslóða, svo
sem skrásettar upplýsingar um
oft og tíðum fyrstu einkasýning-
ar komandi listjöfra Islands.“
Særún og Hlín eru innilega
sannfærðar um að framtak
þeirra sé ekki einvörðungu at-
hyglisvert heldur jafnframt lofs-
vert. Hafa þær því ritað forseta
íslands, Ólafi Ragnari Gríms-
syni, bréf, þar sem þær óska eft-
ir því að fá fálkaorðuna fyrir „þá
öflugu og skemmtilegu lista-
stefnu sem við höfum haft að
leiðarljósi undanfarin 2 ár“.
Bréfinu hefur enn sem komið er
ekki verið svarað en stöllurnar
eru að prjóna fána í anda Gall-
erís Gúlp! sem þær hyggjast af-
henda forsetanum „þegar fálka-
orðunni verður veitt viðtaka".
Til að minnast tímamótanna,
tveggja ára afmælisins, munu
Særún og Hlín efna til afmælis-
hátíðar í nýja nemendagalleríinu
í Þingholtsstræti 6 um miðjan
febrúar. Verður þar sitthvað á
seyði, svo sem siður er á hátíð-
um, og glænýtt spil, Documenta
Gúlp! II, sem stöllurnar hafa
hannað, meðal annars spilað í
fyrsta sinn. Er það unnið út frá
sýningum ársins 1996 í galleríinu
og verður framleitt í fimmtíu
eintökum.
ENN MEIRI
L Æ K K U N
Á SÓFUM
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR
TILBOÐSDÖGUM LÝKUR Á LAUGARDAG
OPIÐ
FÖSTUDAG KL. 10.00-18.00
&
LAUGARDAG KL. 10.00-14.00
MÖRKINNI 3
SÍMI: 588 0640