Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 37

Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 37 AÐSEIMDAR GREINAR Hnattreisa Heims- klúbbsins HJÁ Heimsklúbbi Ingólfs er stór áfangi framundan. Á vegum hans verður á næsta hausti efnt til stærstu og veglegustu heims- reisu, sem íslending- um hefur boðist til þessa, ferð kringum hnöttinn á 33 dögum með heimsókn á marga fegurstu og frægustu staði heims- ins. Einungis verður flogið með flugfélög- um, sem eru orðlögð fyrir öryggi og góða þjónustu, mest með British Airways og ástralska flugfélaginu flestum flugleiðum Ingólfur Guðbrandsson Qantas, á með nýjum Boeing-vélum af gerðinni 744. Suður-Afríka Fyrst verður farið til Suður-Afr- íku, sem þykir svo fögur og fjöl- breytt að hún er kölluð „heill heim- Einn aðalviðburður ferðarínnar verður að koma til Tahiti á Suður-Kyrrahafseyjum, segir Ingólfur Guð- brandsson, en þangað hefur enginn hópur íslendinga komið áður, svo að vitað sé. ur í einu landi“. Þar er farin hin fræga „blómaleið" eftir suður- ströndinni milli Port Elizabeth og Cape Town, en það þykir ein feg- ursta ökuleið heimsins, og borgin Höfðaborg undir Borðfjallinu ein sú fallegasta á byggðu bóli. Þar verður dvalist nokkra daga og far- ið á hina frægu vínbúgarða héraðs- ins og suður á Góðrarvonarhöfða. Eftir vikudvöl í þessu gósenlandi er flogið þvert yfir Indlandshafið til Ástralíu. Þvert yfir Ástralíu I Ástralíu er fyrst stansað í Perth á vesturströndinni, og er það fyrsta heimsókn ís- lensks hóps á þær slóðir svo að vitað sé, en þær þykja að nátt- úrufari og mannlífi mjög sérstakar, eins og margt annað í Ástralíu. Þar gefst einnig kostur á að hitta íslendinga, sem numið hafa land í Perth og nágrenni. Ástralía, „Down und- er,“ er heimur út af fyrir sig, álfan sem byggðist síðast af hvítum mönnum og er þó sú elsta í nátt- úrufræðilegum skiln- ingi. Eftir dvölina í Perth er haldið til Sydney, en þó gefst kostur á að stansa í miðju landi og líta hinn fræga rauða klett, Ayers Rock, á leiðinni þangað, en sá klettur þyk- ir einstakt náttúrufyrirbæri. Sydn- ey er stærsta borg Ástralíu og byggðist fyrst á klettunum fyrir ofan höfnina, þar sem nú stendur ein frægasta bygging nútímans, Sydney-óperan, hugverk danska arkitektsins Jöms Utzon, sem margfaldaði kostnaðaráætlun verksins og var rekinn áður en verkinu lauk. Sydney þykir ein líf- legasta borg heimsins og hefur sinn eigin stíl. Eftir fimm daga dvöl þar og heimsókn á fræga staði í grenndinni er ferðinni haldið NATTURUFEGURÐ á Tahiti þykir einstök. áfram til Nýja Sjálands, sem á ýmislegt sameiginlegt með íslandi, þótt það sé alveg andspænis á hnettinum. Dvalist verður í Auck- land á norðureynni og farið í kynn- isferð til Rotorua að sjá bæði þjóð- lífið hjá innfæddum, maórum, hverasvæðin og búskaparhætti. Einnig gefst kostur á heimsókn til Christchurch á suðureynni. Nýja Sjáland þykir með fegurstu löndum heimsins, og íslendingar, sem hafa kynnst því, hafa tekið við það miklu ástfóstri. Franska Pólónesía Einn aðalviðburður ferðarinnar verður koman til Tahiti á Suður- Kyrrahafseyjum,^ en þangað hefur enginn hópur Islendinga komið áður, svo að vitað sé. Við komuna þangað bæta þátttakendur við ein- um degi í líf sitt, þegar þeir fara yfir daglínuna og endurtaka dag- inn 20. nóvember. Tahiti þykir ein mesta náttúruperla jarðarinnar. Líf íbúanna og þjóðhættir er al- gjört ævintýri fyrir Vesturlandabú- ann, líkt og önnur tilvera á mörk- um draums og veruleika, hin sanna náttúrustemmning í paradís þessa heims. Þannig skynjaði franski list- málarinn Gauguin þessa tilveru og gerði ódauðlega í list sinni. Þarna verður dvalist fjóra daga á einum frægasta gististað heimsins í Pape- ete og farið í vettvangskönnun þaðan og til nærliggjandi eyja. Suður Ameríka - skemmti- legasta heimsálfan Eftir þessa ævintýradvöl á Ta- hiti er flogið áfram yfir Kyrrahafið með viðkomu á Páskaeyju og lent í höfuðborg Chile, Santiago. Eftir að hafa kynnt sér borgarlífið þar, er flogið áfram til höfuðborgar Argentínu, Buenos Aires, og gist þar í þijár nætur á frægu hóteli. Þaðan er farið í heimsókn út á hinar rómuðu sléttur, Pampas, að sjá eitt mesta landbúnaðarsvæði heimsins og mannlífið þar. Skemmtanalífið í Buenos Aires á vart sinn líka, og tangóinn er enn í fullu fjöri. Síðan liggur leiðin um Iguazu að sjá tilkomumestu fossa heimsins, áður en haldið er til Rio de Janeiro í Brasilíu. Þar verður dvalist í ferðalok við frægustu baðströnd heimsins, Copacabana, síðustu íjóra daga ferðarinnar og haldið heim þaðan um London, en hægt verður að framlengja ferðina ef óskað er. Kostnaði stillt í hóf Gistikostnaður í hnattreisunni verður í lágmarki, en víðast er gist á fjögurra stjörnu hótelum með morgunverði inniföldum. Vandinn við að skipuleggja ferð sem þessa er fyrst og fremst háður góðum viðskiptasamböndum um heim all- an og staðþekkingu. Auk íslenskra fararstjóra verða alls staðar sér- fróðir staðkunnugir leiðsögumenn. Til að auðvelda sem flestum að láta drauminn um hnattreisu ræt- ast, verður boðið upp á afborgun- arskilmála, sem verða nánar kynntir síðar, en eins og venjulega verður staðgreiðsluverð lægst. Ferðin hefst hinn 1. nóvember næstkomandi og er þriðjungur sæta þegar seldur, áður en ferðin er auglýst. Höfundur er forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. 79000 DÆMI Aður 129.000 kr. stgr. (sjá mynd) Tæknival Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 550 4020 Netfang: fjordur@taeknival.is Skeifunni 17 108 Reykjavík Sími 550 4000 Netfang: mottaka@taeknival.is VERÐ FRA KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.