Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 45
I
I
I
► I
)
'f
I
I
I
i
5
|
i
5
3
1
J
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ Rima Apóteki í Grafarvogi.
Mynd um leitarhunda ekki
á vegum sveitarinnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Björg-
unarhundasveit Islands:
„Að gefnu tilefni vill stjórn
Björgunarhundasveitar íslands
koma á framfæri að mynd um leit-
arhunda sem sýnd var í sjónvarpinu
þann 26. janúar sl. er ekki á vegum
sveitarinnar. Björgunarhundasveit-
in hefur engan fjárhagslegan
ávinning af gerð myndarinnar.
Björgunarhundasveit íslands
hefur staðið fyrir þjálfun og úttekt
á snjóflóðaleitarhundum síðastliðin
16 ár, í náinni samvinnu við Norsk
redningshund i Noregi. Meginuppi-
staðan í þessari þjálfun er árlegt
sjö daga námskeið með dagskrá frá
kl. 8 á morgnana til kl. 22 á kvöld-
in. Á morgnana og kvöldin eru
fyrirlestrar, en verkleg þjálfun yfir
daginn. Vikunni lýkur svo með út-
tekt þar sem hundur og maður eru
prófaðir sem teymi og geta þá náð
ýmist C, B eða A gráðu. Fyrirlesar-
ar á námskeiðunum hafa m.a. ver-
ið frá Almannavörnum ríkisins,
Landhelgisgæsluna og Björgunar-
skóla Landsbjargar og SVFÍ auk
þeirra erlendu leiðbeinenda sem
fengnir hafa verið til að aðstoða
við hvert námskeið og fjöldamargra
annara sem leitað hefur verið til.
Björgunarhundasveitin hefur alla
tíð starfað í samvinnu við Almanna-
varnir ríkisins, Landhelgisgæsluna
og Björgunarskóla Landsbjargar
og SVFÍ.
Næsta námskeið sveitarinnar
verður haldið dagana 7.-14. mars
nk. Leiðbeinendur verða, auk ís-
lenskra, frá Noregi."
Nýtt apótek
í Grafarvogi
OPNAÐ hefur verið nýtt apó-
tek, Rima Apótek, í Rimahverfi
í Grafarvogi. Apótekið er í nýrri
verslunarmiðstöð að Langarima
21-23 sem opnuð var í desem-
ber sl.
Opnunartími apóteksins er
frá 9-19 mánudaga til föstu-
daga og á laugardögum er opið
frákl. 10-14.
Veittur er 10% afsláttur til
öryrkja og ellilífeyrisþega.
Starfsmenn eru þrír, Kristín G.
Guðmundsdóttir, lyfsali, Jóna
Björk Elmarsdóttir, lyfjafræð-
ingur og Kristín Sveinsdóttir,
lyfjatæknir.
-----♦.♦.♦----
Tónlistar-
dagskrá á
Gauk á Stöng
Á VEITINGAHÚSINU Gauki á
Stöng leika ýmsar hljómsveitir alla
daga vikunnar.
A föstudags- og laugardags-
kvöld leikur hljómsveitiin Zalka
með blöndu af britt-poppi og popp-
rokki. Sunnudags- og mánudags-
kvöld leikur síðan ný hljómsveit
sem kallar sig Vestanhafs og gít-
arleikaran Björgvin Gíslason í
broddi fylkingar. Á efnisskrá
hljómsveitarinnar er blús-rokk. Á
miðvikudags- og fimmtudagskvöld
leikur síðan hljómsveitin Sixties.
-----♦ ♦ ♦----
LEIÐRÉTT
Sænsk en ekki norsk þýðing
ÞÝÐINGIN á bók Kristmanns
Guðmundssonar, Gyðjan og uxinn,
sem sagt var frá á miðvikudag er
ekki norsk heldur sænsk og heitir
Gudinnan och tjuren. Fyrir tveim-
ur árum kom hins vegar út norsk
þýðing á annarri bók Kristmanns
sem hét Livet i og fer sig. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
Ðextrórr-etorfan 3 mg/mt
Dexomet
mm
Ammóníuni klóríö, difonhýdiamin
Oxeladín: Notkunarsviö: Oxeladín er hóstastillandi mixtúra og er mýkjandi viö ertingu í öndunarfærum. Frábendingar: Gæta þarf
varúðar við notkun hóstamixtúra hjá litlum börnum, því mikilvægt er að þau geti hóstað upp slími og óhreinindum sem kunna að
setjast í öndunarfæri. Aukaverkanir: Ekki þekktar. Athugiö: Lyfið inniheldur 7,9% alkóhól. Dexómet: Eiginleikar: Lyfið hefur
hóstastillandi verkun í líkingu við kódein, en hefur ekki aðrar verkanir kódeins og engin ávanahætta fylgir notkun þess.
Notkunarsvið: Dexómet er hóstamixtúra, sem hefur áhrif á hósta sem stafar af minni háttar ertingu i hálsi eða berkjum.
Varúöarreglur: Um 3% einstaklinga geta ekki umbrotið lyfið ( lifur og geta þeir fengiö verulegar aukaverkanir af venjulegum
skömmtum. Lyfið skal ekki nota lengur en í viku í senn. Aukaverkanir: Einstaka sinnum geta komið fram útbrot. Einnig ógleði og
uppköst. Að auki hefur verið vart við þreytu, svima, ofskynjanir og hjartslátt. Pektólín: Notkunarsviö: Pektólín er hóstastillandi
mixtúra og verkar á ofnæmi. Aukaverkanir: Athugið aö lyfið hefur róandi verkun. Því ber að vara við stjórnun vélknúinna tækja
samtímis notkun lyfsins. Tússól: Notkunarsvið: Tússól er hóstastillandi mixtúra. Aukaverkanir: Við ofskömmtun geta komið
uppköst og truflun á jónavægi líkamans. Athugiö: Lyfiö inniheldur 7,5% alkóhól. Skömmtun: Nákvæmar leiöbeiningar um
skömmtun fylgja lyfjunum. Ekki má taka stærri skammta en mælt er meö. Lesiö vandlega leiöbeiningar, sem fylgja lyfjunum.
Fást (
apótekum
og
lyfjabúðum