Morgunblaðið - 31.01.1997, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-----;---h
J/E7A, þA,
STI6ÐUA,
Hokgrjnp
JHiorigittialblteíiiíi
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reyhjavík • Sími 5691100 • Simbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
Fatlaðir íþrótta-
menn fá ekki nægi-
lega viðurkenningu
Vegna bréfs Hauks Gunnarssonar
Frá Ólafi Sigurgeirssyni:
HEILL og sæll Haukur,
í Morgunblaðinu 29. janúar
skrifar þú opið bréf til íþrótta-
fréttamanna vegna lqors íþrótta-
manns ársins. Ástæða skrifa þinna
er að þér finnst fatlaðir íþrótta-
menn ekki fá nægilega viðurkenn-
ingu í kjöri „íþróttamanns ársins"
hveiju sinni. í grein þinni rekur
þú afrek þinna manna, sem alþjóð
eru kunnug.
Ég rita bréf þetta málstað þín-
um til stuðnings. Ég hef æft og
keppt í kraftlyftingum í 29 ár og
oft hefur sú íþrótt átt samleið með
fötluðum og hvorir stutt aðra. Eins
og íþróttir fatlaðra hafa kraftlyft-
ingar og aflraunir verið homrekur
hjá íþróttafréttamönnum. Má sem
dæmi nefna, að yfírlýst stefna
íþróttadeildar DV er að skrifa ekk-
ert um kraftlyftingar, nema nei-
kvæðir hlutir séu í boði, þá liggja
þeir ekki á liði sínu. Varðandi kjör
íþróttamanns ársins vil ég nefna
að Guðni Siguijónsson varð heims-
meistari 1991 og hversu mörg stig
fékk hann í kjöri það árið? Er
þetta þó alheimsíþrótt og tæplega
80 þjóðir aðilar að alþjóðasam-
bandi og hjá öllum þjóðum heims,
að ég tel, eru iðkendur. Þá vil ég
benda þér á að okkar fremsti
íþróttamaður í dag, Magnús Ver
Magnússon, fær aldrei stig í þessu
kjöri, þrátt fyrir að hann sé fjórum
sinnum búinn að vinna titilinn
Sterkasti maður heims. Af þáttum
þeim sem nú er verið að sýna í
Ríkissjónvarpinu sést hversu gíf-
urlega sterkt það mót er orðið.
Hver beljakinn og berserkurinn
eftir annan verður að lúta í lægra
haldi fyrir íslendingum. Magnús
er þó frá þjóð með einungis
260.000 íbúum.
Nei, Haukur minn, bölvaðu bara
í hljóði eins og við. Þetta er bara
svona og við breytum þessu ekki
nema vinna markvisst að því að
koma okkar mönnum í stóla
íþróttafréttamanna, eins og bolta-
mennimir hafa gert.
ÓLAFUR SIGURGEIRSSON,
lögfræðingur.
Velkomin í strætó
- Hafnfirðingar
þó í stígvélum
Frá Sigurgeiri Þórarinssyni:
ÉG SEM notandi Almennings-
vagna vil benda á það ófremdar-
ástand sem ríkt hefur á skiptistöð
Almenningsvagna við Flatahraun
í Hafnarfírði ca. síðustu tvö árin.
Skiptistöðin var færð úr miðbæ
Hafnarfjarðar fyrir um tveimur
árum, en þar er mjög góð aðstaða
fyrir skiptistöð. Planið í miðbæn-
um er malbikað með stæðum fyrir
6 vagna og hellulögðum svæðum
með skýlum fyrir farþega á milli.
Aðstaðan sem almenningsvagn-
ar bjóða Hafnfírðingum upp á í
dag er forarplan sem fyllist af
vatni ef rignir þannig að farþegar
þurfa að vaða for og bleytu upp
í ökkla. Þar að auki er planið óupp-
lýst þannig að farþegar geta illa
séð hvar eru pollar og hvar eru
eyjar til að stíga á er þeir koma út
í myrkrið úr vel upplýstu vögnun-
um.
íslendingar tala enn í dag um
og fyrirgefa Dönum það seint að
Einokunarverslun Dana seldi þeim
maðkað mjög á öldum áður.
Nú er árið 1997 og í dag veitir
einokunarfyrirtækið Almennings-
vagnar þá þjónustu að allir Hafn-
fírðingar sem þurfa að skipta um
vagn á skiptistöðinni vaði for og
bleytu upp í ökkla án þess að nokk-
ur umræða fari fram um þetta.
Ég hef ítrekað haft samband
við Almenningsvagna út af þessu
máli og þar á meðal rætt við fram-
kvæmdastjóra þeirra, en engin við-
unandi svör fengið. Hann má þó
eiga það að hann viðurkenndi að
hann gæti hvorki né vildi veija
þá aðstöðu sem boðið væri upp á
skiptistöðinni í Hafnarfírði og taldi
málið hjá bæjarstjóm Hafnarfjarð-
ar.
Það er ósk mín og einlæg von
að blað þitt sjái sér fært að fjalla
um þetta mál á síðum sínum í
þeirri von að menn sjái að sér og
veiti þá þjónsutu sem slíku fyrir-
tæki sæmi. Að öðrum kosti sé ég
ekki annað en þeir verði að breyta
slagorði sínu úr „Velkomin í
strætó" í „Velkomin í strætó -
Hafnfirðingar þó í stígvélum".
SIGURGEIR ÞÓRARINSSON,
Austurgötu 23, Hafnarfírði.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt 1 upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.