Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 52

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ KR. 400 iLe flclöoS HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó „Eitt fremsta meistaraverk kvikmyndasögunnar" Brenda Blethyn fékk Golden Globe verðlaun fvrir besta v leik í aðalhlutverki T H E HTH DÆ DAGSLJOS i»i©n Daniel Vuteui Pascal uquenne Sýnd kl. 6 og 9. MIÐAVERÐ KR. 600 Hrikaleg sprenging hefur lokað göngunum sem tengja Manhattan og New Jersey. Hópur fólks er lokaður inni og yfirvöld standa ráðþrota. Hit Latura (Stallone) finnur leið til að komast inn gegnum ræstingakerfi ganganna. Framundan eru ótrúlegar hættur og tíminn er naumur því göngin eru að falla saman og Kit þarf finna einhverja leið út úr göngunum og koma fólkinu aftur út í dagsljósið. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Amy Brenneman, (Heat), Viggo Mortensen (Crimson Tide), Dan Hedaya (Usual Suspectes). Leikstjóri: Rob Cohen (Dragonheart, Dragon). Attundi dagurinn fjallar um vináttu tveggja manna sem hittast fyrir tilviljunog lenda í ótrúlegu ævintýrum á ferð um Frakkland. Daniel Auteuil og Pascal Duquenne deildu með sér verðlaununum á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir besta leik í karlhlutverki. Myndin er framlag Belga til Óskarsverðlaunanna. Leikstjóri Jaco van Dormel (Toto le Hero). ATH. breyttan sýningartíma. Sýnd kl. 6 og 9. MIÐAVERÐ KR. 600. B.l. 16 ÁRA. DENNIS QUAID SEAN CONNERY 1 )R\(,e\i !i \iu Sýnd kl. 5 og 7. B. i. 12 HAMSUN Ciliita ,\orh\ Ma\ von S\ do\\ Sýnd kl. 9. Kyntákn ► NÝLEGA gáfu norskir skíða- kappar út dagatal í fjáröflunar- skyni og vakti það mikla athygli í Noregi. Ástæðan var sú að á myndunum sem prýddu dagatal- ið voru þeir ekki að renna sér í sakleysi sínu niður skíðabrekkur á skíðum heldur voru þeir hálfberir með þóttafullan daðursvip. Skíða- mennirnir sem hér sjást úr daga- talinu eru frá vinstri: Atle Skaar- dal, Trine Bakke, Kjetil Andre Aamot, Marianne Kjoerstad og Ole Christian Furuseth. Harmonikuball veröur haldiö í kvöld 31. janúar í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Allur dgóöi rennur til líknarmóla. Húsiö opnaö kl. 21. Lionsklúbburinn Muninn. Þroskaðri en James Dean JOHNNY Depp hefur tekist vel að sneiða hjá hefðbundnum yfirborðs- legum hlutverkum í bandarískum stórmyndum og hafa upp á hlutverk- um sem bjóða upp á dýpri og sér- stæðari persónusköpun. Nægir þar að nefna myndir á borð við Cry- Baby, Edward Scissorhands, What’s Eating Gilbert Grape, Arizona Dream, Ed Wood, Don Juan De- Marco, Nick of Time og Dead Man. Nýjasta mynd Depps virðist vera engu síðri. Hún nefnist Donnie Brasco og er næsta mynd sem Mike Newell leikstýrir á eftir Fjórum brúð- kaupum og jarðar- för. „Ég var heil- mikið með hinum raunverulega Donnie Brasco, Joe Pistone. Brasco var dulnefni," seg- ir Depp. „Hann hafði áhugaverðan hrynjandi í rödd- inni sem ég reyndi að ná eins vel og „Stráklingurinn er góður Ieikari," segir mafíósinn Pistone um Johnny Depp. mér var mögulegt. Ég lagði mikið á mig til að gera honum góð skil.“ „Hann lék hlutverkið af tilfinn- ingu,“ segir Pistone, sem fylgdist með tökum. „Ekki margir koma auga á þá hlið á mér. Þetta var ótrúlegt - ótal sinnum þegar tökur stóðu yfír lokaði ég augunum og sagði: „Hver skollinn, þetta er ég sem er að tala.“. Stráklingurinn er góður leikari." Ekki aðeins mafíósinn Pistone lætur vel af Depp. „Jimmy Dean var besti vinur minn,“ segir Martin Land- au, sem lék á móti Depp í Ed Wood og var tilefndur til Óskarsverðlauna. „Þótt ekki sé auðvelt að bera unga Íeikara saman við James Dean þekki ég engan sem stendur honum nær en Johnny . . . Þeir nálgast hlutverk sín með svipaðri fágun. En Jim var mistækari. Hann var ekki eins þrosk- aður og Johnny.“ Nýtt í kvikmyndahúsunum WHITNEY Houston og Denzel Washington í hlutverkum sínum. Sambíóin sýna mynd- ina Kona klerksins BÍÓHÖLLIN og KRINGLUBÍÓ hafa hafið sýningar á kvikmyndinni Kona klerksins eða „The Preacher’s Wife“ sem er endurgerð á myndinn- in „The Bishop’s Wife“ sem gerð var árið 1947 þar sem stórleikar- arnir Cary Grant, Loretta Young og David Niven fóru með aðalhlut- verkið. Leikstjóri er Penny Marhall. Whitney Houston leikur Juliu Biggs, eiginkonu prestsins Henry Biggs (Courtney B. Vance) sem er góður maður en efast um hæfileika sína til að geta bjargað heimili sínu og hinu erfiða hverfi þar sem söfn- uður hans er. Hjálpin er ekki langt undan því hún birtist í formi engils sem heitir Dudley (Denzel Washing- ton) en spurningin er hvort hann sé svarið við bænum Henrys. I fréttatilkynningu frá Sambíó- unum segir: „Leikararnir í mynd- inni eru ekki af verri endanum. Denzel Washington fer með hlut- verk engilsins. Hann fékk Óskars- verðlaun sem besti leikari í aðalhlut- verki fyrir kvikmyndina Glory. Aðr- ar myndir sem Denzel hefur leikið í eru Courage Under Fire, Malcolm X, Mo Better Blues, Philadelpia o.fl. Whitney Houston er flestum kunn en þá aðallega fyrir ótrúlegan söng sinn sem fær heldur betur að njóta sín í myndinni þar sem hún syngur mikið með gospelkórnum. Hún sló í gegn í kvikmyndinni „The Bodyguard" þar sem hún lék ásamt Kevin Costner, kvikmynd sem sló aðsóknarmet um heim allan. Önnur kvikmynd Whitney var „Waiting To Exhale" sem gerði það gifurlega gott vestanhafs. Þess má til gamans geta að tón- listin úr þessum þremur kvikmynd- um Whitney Houston hefur öll sleg- ið í gegn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.