Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 60

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 60
Jtem&t -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍM 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Trúfélag múslima á Islandi TRÚFÉLAG múslima verður líklega stofnað hérlendis á allra næstu vikum, að sögn Hjalta Zophaníassonar, skrifstofu- stjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. íslenskir múslimar lögðu nýlega umsókn þessa efnis til ráðuneytisins, en talið er að fylgjendur islam hér á landi séu um 100 talsins, m.a. frá Norð- ur-Afríku, Miðausturlöndum og fyrrum Júgóslavíu. „Við höfum óskað eftir ítar- legri upplýsingum er varða kennisetningar þeirra sem hér dvelja, til dæmis hvort þeir til- heyri trúarhópi shíta eða sunnía. Þegar það skýrist ætti ekkert að vera til fyrirstöðu lengur," sagði Hjalti í samtali við Morgunblaðið. Skráð trúfélög á Islandi eru átján talsins, að sögn Hjalta, en leyfin hafa miðast við að fylgjendur séu 50 eða fleiri. ■ Múslimar/B4 Tillögui- ÁTVR Lækkun á bjór og létt- um vínum í TILLÖGUM stjórnar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem eru hluti af framtíðarsýn stjórnar fyrir- tækisins, er gert ráð fyrir verðlækk- un á léttum vínum og bjór, allt að 10%, fjölgun vínbúða og að rekstur þeirra verði boðinn út. Stjórn ÁTVR vill að afgreiðslu- tími verði lengdur og gert er ráð fyrir því að áfengisverslanir verði í nálægð við matvöruverslanir og jafnvel sem sérstakar verslanir inn- an þeirra. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að tillögur stjórnarinnar séu í þeim anda sem hann vilji starfa eftir en málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. Fjármála- ráðherra hefur falið stjórn ÁTVR að undirbúa gerð frumvarpa til nauðsynlegra breytinga á lögum. ■ Rekstur/6 -----» ♦ ♦----- íslenska álfélagið hf. 70 ný störf ÍSLENSKA álfélagið hf. hefur aug- lýst eftir starfsfólki til að sinna sér- hæfðum störfum í steypuskála, ker- skáium og skautasmiðju, en vegna stækkunar álversins þarf að fjölga starfsmönnum þess um rúmlega 70, að sögn Rannveigar Rist, forstjóra ÍSAL. Rannveig sagði í samtali við Morgunblaðið að flest störfin væru verkamannastörf og koma konur jafnt sem karlar til greina í störfin. „Við réðum fólk í fyrra til að undirbúa okkur og nýta síðasta sum- ar, en það er ekki útséð um það hve margt af því kemur til starfa aftur. Það gætu því orðið um 40 manns sem við þurfum að ráða núna,“ sagði Rannveig. Hafís fyrir Vestfjörðum Siglingaleiðin fyrir Horn lokuð HAFÍS er orðinn landfastur frá Rit að Horni. Að sögn Þórs Jak- obssonar veðurfræðings má búast við því, miðað við veðurspár, að ís verði landfastur a.m.k. fram í næstu viku. Þetta ástand hefur þegar valdið skipafélögunum vandræðum og mikilvæg f iskimið eru farin undir ís. Flugvél Landhelgisgæzlunnar TF-S YN fór í gær í ískönnun- arflug. Kom þá í ljós að hafísinn var landfastur frá Rit að Horni. Þá var ís um 10 sjómílur norðaust- ur af Geirólfsgnúp og 10 sjómílur norðvestur af Kolbeinsey. Þétt- leiki íssins var víðast hvar 9/ío. Siglingaleiðin fyrir Horn er al- veg ófær, að sögn Þórs Jakobsson- ar. Voru skip sitt hvorum megin við ísspöngina í gær og komust hvergi. Sagði Þór að skipafélögin hefðu verið í sambandi við Veður- stofuna í gær og Ijóst væri að ein- hver flutningaskip yrðu að sigla hringinn í kringum landið til að komast á áfangastað. Þá eru mik- ilvæg rækjumið norður af landinu komin undir ís, t.d. nálægt mið- línunni við Grænland. , Morgunblaðið/Tómas Helgason HAFIS er orðinn landfastur frá Rit að Horni. Myndin var tekin í ískönnunarflugi í gær og sýnir flutningaskipið Svaninn sigla í ísnum. Samkomulag um sérmál fiskverkafólks Kauptrygging fæst eftir 4 mánaða starf Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýir tómatar á markað ÍSLENSKIR tómatar koma óvenju snemma á markað þetta árið. Guðjón Birgisson og Helga Karlsdóttir, garðyrkjubændur að Melum á Flúðum, sendu fyr-stu sendinguna af nýjum tómötum á markað í Reykjavík sl. föstudag og er það meira en tveimur vik- um fyrr en í fyrra. Raflýsing í gróðurhúsum gerir þetta kleift, en á síðasta ári keyptu garð- yrkjubændur raforku fyrir um 55 milljónir króna. Nú eru rækt- aðir tómata í gróðurhúsum við raflýsingu í 1.800 fermetrum og lýstar gúrkur í 4.200 fermetrum. Á myndinni er Helga að tína saman fyrstu tómatauppskeruna. BÚIÐ er að ganga frá nær öllum sérmálum fiskvinnslufólks í samningum Verkamannasambandsins og vinnuveitenda. Samkomulag liggur fyrir um kauptryggingu, orlofsmál, starfsmenntamál og bætt réttindi erlends fisk- verkafólks. Þá er hafin vinna fyrir alvöru við breytingar á launalið samninga. Gengið var frá samkomulagi um breytingar á kauptryggingarsamn- ingi fiskverkafólks í gær. Samkomu- lagið var lagt inn hjá ríkissáttasemj- ara síðdegis en verður ekki undirritað strax. Að sögn Aðalsteins Baldurs- sonar, formanns fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins, er um að ræða stórt mál fyrir fiskvinnslufólk og því væri hann ánægður með þenn- an áfanga. Að sögn Arnars Sigurmundssonar formanns Samtaka fiskvinnslustöðva hefur samkomulagið um kauptrygg- inguna einhver útgjöld í för með sér fyrir fiskvinnsluna. Tveggja vikna rekstrarstöðvun í samkomulaginu felst m.a. að fisk- vinnslufólk fær kauptryggingu eftir 4 mánaða starf í stað 9 mánaða eins og nú er, en kauptrygging tryggir fólki laun þótt fiskvinnsluhús loki vegna hráefnisskorts. Þá er í sam- komulaginu hert á ýmsum réttinda- málum fólks á kauptryggingu og loks er skilgreint, að langvarandi rekstrar- stöðvun fiskvinnsluhúsa þurfi að hafa staðið í a.m.k. tvær vikur áður en hægt sé að taka fólk af launaskrá. Þessi atriði tengjast nýlegum deilu- málum sem orðið hafa þegar fisk- vinnslufyrirtæki hafa stöðvað rekstur tímabundið vegna hráefnisskorts og sent starfsfólk heim. Farnir að vinna Aðalsteinn sagði að þegar sam- komulag hefði tekist um kauptrygg- ingarsamninga væri aðeins kaupliður- inn eftir og örfá önnur minniháttar atriði. Hann sagði að þó að breitt bil væri á milli samningsaðila um kaupl- iðinn mætti segja eftir samningafund, sem var í fyrradag, að menn væru farnir að vinna. Þar var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp til að endur- skoða starfsaldursþrepakerfið. Næsti fundur stóru samninga- nefndar VMSÍ og VSÍ er á fimmtu- dag. Þá eiga starfshópar, sem vinna í afmörkuðum málum, að skila tillög- um. í gær hófust einnig aftur viðræð- ur um vinnustaðasamnmga milli VSÍ og landssambanda ASI. ■ Rætt um/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.