Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.03.1997, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Innheimtu- og lögfræðiþjónusta Óskum eftir að ráða lögfræðing til starfa hjá innheimtu- og lögfræðistofu í Reykjavík. Starfið felst í eftirfarandi: * Innheimtu- og lögfræðiþjónustu. * Almennri skjalagerð. * Uppgjöri slysabóta og annarra skaðabóta. * Samningagerð og gerð kaupmála. * Skiptingu dánarbúa og gerð erfðaskráa. Við leitum að drífandi og duglegum aðila, sem tilbúinn er að takast á við ábyrgð. Áhersla er lögð á heiðarleika og traust í hvívetna auk frumkvæðis, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars n.k. Ráðning verður fljótlega. Nánari upplýsingar veitir Guðný Harðardóttir. Skrifstofan er opin frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. I STRAlGALLUF STARFSRAÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Síini: 588 3031, bréfshni: 588 3044 ■Mi"i Guðný Harðardóttir LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúöar og vísinda... Deildarlæknar Stööur deildarlækna (reyndra aðstoðar- lækna) eru lausartil umsóknar við lyflækn- ingadeild Landspítalans. Um er að ræða 6-12 mánaða stöðurfrá 1. apríl, 1. maí og 1. júní eða eftir samkomulagi. Umsóknir berist fyrir 1. apríl nk. til Þórðar Harðarsonar, prófess- ors, lyflækningadeild Landspítalans, sem jafnframt veitir upplýsingar ásamt Sigurði Guðmundssyni, yfirlækni, og Katrínu Sigurð- ardóttur, umsjónarlækni, í síma 560 1000. Iðjuþjálfi óskast á geðdeild Landspítalans í 100%starf frá 1. apríl til 30. október nk. Upplýsingar veitir Sylviane Pétursson, yfir- iðjuþjálfi, í síma 5601792._____ Lyfjatæknir óskast í apótek Landspítalans í 100% starf. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Upplýsingar veitir Elín Theódórs, deildarlyfja- tæknir, í síma 560 1514. Skrifstofumaður óskast á röntgen- og myndgreiningardeild Landspítal- ans í 100% starf. Upplýsingar veitir Mitta Tyrfmgsson, skrifstofu- stjóri, í síma 560 1084.________________ Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar| Viljið þið breyta til? Nú er tækifæri til að taka þátt í enduruppbyggingu lýtalækningadeildar 13-A, sem verður opnuð á næstunni. Deildin er 11 rúm og þar fer fram sérhæfð bruna- og sárameðferð. Boðið verður upp á aðlögun og fræðslu. Hlutastörf koma til greina, einnig ein- göngu kvöld- og næturvaktir. Umsóknir berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 1. apríl nk. Upplýsingargefa Ingibjörg Nielsen, hjúkrunar- deildarstjóri, í síma 560 1350 og Kristín Soph- usdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 560 1000. /•--------------------------------------------- Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu verður tekin. v___________I_________________________________/ Microsoft Úrvalslið hugbúnaðarfólks EJS er í fararbroddi íslenskra þjónustufyrirtækja á sviði nútíma upplýsinga- og samskiptatækni. Fyrirtækið leggur áherslu á að fullnægja kröfuhörðustu notendum upplýsingakerfa með fagmennsku, reynslu og vel skipulögðum vinnubrögðum. Unnið er samkvæmt ISO 9001 gæðakerfi hugbúnaðarsviðs sem hlotið hefur Tick-lt vottun. WPimm--------------------------------- MSF lausnir (Microsoft Solution Framework) er deild á hugbúnaðarsviði EJS, sérhæfð í intra- og extranetum, internetlausnum, hópvinnukerfum og uppbyggingu upplýsingakerfa. Veitt er þjónusta í formi ráðgjafar, hönnunar og hugbúnaðarsmíði. Byggt er á Microsoft Windows NT, Office og BackOffice hugbúnaði. Vegna aukinna umsvifa í fremstu víglínu þurfum við liðsauka í úrvalslið MSF lausna. Við bjóðum: Starfsöryggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Mikla áherslu á fræðslu og þjálfun starsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Möguleika á viðurkenndri menntun frá Microsoft: Microsoft Certified Solution Developer Microsoft Certified System Engineer Hönnun í MSF, OMT og ERWin Hugbúnaðartækni í ActiveX, OLE Automation Forritun í Visual C++, Visual Basic, Visual J++ og SQL Server. Við viljum: Tölvunarfræðinga, verkfræðinga, tæknifræðinga, kerfisfræðinga TVÍ. Áhugasamt fólk með brennandi áhuga á nýjustu hugbúnaðartækni. Fólk sem á auðvelt með hópvinnu. MSF-lausnir er reyklaus vinnustaður Upplýsingar um störf þessi veitir Ásgrímur Skarphéðinsson, deildarstjóri MSF lausna. Umsóknir berist EJS fyrir 26. mars merktar „Microsoft - MSF-lausnir". Grunnskólar Hafnarfjarðar Lausar kennarastöður I Hafnarfirði eru um 3.200 nemendur í sex grunnskólum. í bænum er góður skólaandi og framundan er mikil uppbygging, stöðugt þróunarstarf og nýsköpun. Við auglýsum eftir áhugasömum og dug- miklum kennurum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en um- sóknir berist til skólastjóra sem veita allar nán- ari upplýsingar um eftirtaldar stöður: Engidalsskóli 1.-7. bekkur 300 nemendur Skólastjóri: Hjördís Guðbjörnsdótt- ir, vs. 555 4433. Laus staða: Tónmenntakennsla. Hvaleyrarskóli 1.-10. bekkur 550 nemendur. Skólastjóri: Helga Friðfinnsdóttir, vs. 565 0200. Lausar stöður: Heimilisfræðikennsla, sér- kennsla, enskukennsla. Lækjarskóli 1.-10. bekkur 450 nemendur. Skólastjóri: Björn Ólafsson, vs. 555 0585. Lausar stöður: Tónmenntakennsla, enskukennsla. Setbergsskóli 1.-10. bekkur 660 nemendur. Skólastjóri: Loftur Magnússon, vs. 565 1011. Lausar stöður: Sérkennsla, handmennta- kennsla (hannyrdir), dönsku- kennsla, almenn kennsla. Vídistaðaskóli -10. bekkur 560 nemendur. Skólastjóri: Sigurður Björgvinsson, vs. 555 2912. Lausar stöður: Sérkennsla, íslensku- kennsla/dönskukennsla, al- menn kennsla. Öldutúnsskóli 1.-10. bekkur 680 nemendur Skólastjóri: Haukur Helgason, vs. 555 1546. Lausar stöður; Tónmenntakennsla, almenn kennsla. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Framleiðslu- stjóri SfSpiöSt Sæplast hf. er fram- sækið fyrirtæki í plast- iðnaði. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík áriö 7 984 og er í dag einn stærsti framleiðandi fiskikera I heiminum. Fyrirtækið framleiöir einnig vörubretti úr plasti, trollkúlur, rotþrær, tengibrunna, vatnstanka og vatsrör. Framleiðsla fyrirtækisins er seld um allan heim og er þvl lögð áhersla á alþjóðleg samskipti. Sæplast hf. óskar eftir að ráða framleiðslustjóra til starfa í verk- smiðju félagsins á Dalvík. í starfinu felst m.a. áætlanagerð, fram- leiöslustýring, umsjón meö hráefnis- innkaupum, auk þess sem framleiðslu- stjóri ber ábyrgö á gæðum framleiðsl- unnar. Við leitum að verkfræðingi eða tækni- fræðingi með staðgóöa þekkingu og reynslu úr plastiðnaði. Framleiðslustjóri þarf að vera vel skipulagður og eiga gott með að umgangast fólk. í boði er starf fyrir hæfan og metnaðar- fullan einstakling, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og starfa á reyklausum vinnustað í einni af fallegustu byggðum landsins. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framleiðslustjóri 134" fyrir 24. mars n.k. Hagvangur hf Skerfan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Brófslmi: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSTA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.