Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 143. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alnæmi breiðist hratt út í Afríku Valdaskiptin í Hong Kong um mánaðamótin Yfírlýsing Kína um herstyrk vekur óhug Hong Kong. The Daily Telegraph, Reuter. KÍNYERJAR tilkynntu í gær að fjögur þúsund hermenn myndu halda inn í Hong Kong í dögun á þriðjudag, 1. júlí, aðeins sex klukku- stundum eftir að Kínverjar taka þar völdin og síðustu bresku hermenn- irnir hverfa á braut. Vakti þessi yf- irlýsing, sem barst frá skrifstofu Tungs Chee-hwas, verðandi leið- toga Hong Kong, óhug margra. „Mér virðist þetta ekki vera rétta merkið til að gefa samfélagi þjóð- anna en fyrst og fremst finnst mér þetta óhugnanlegt merki að gefa íbúum Hong Kong,“ sagði Chris Patten, fráfarandi landstjóri Hong Kong, í gær. Lýðræðissinar reiðir Lýðræðissinnar í Hong Kong brugðust reiðir við. „Kínverjar vilja að öld niðurlægingar þeirra ljúki með látum, en þeir ættu að sýna til- fínningum Hong Kong-búa meiri til- litssemi," sagði Emily Lau þing- maður sem ekki hefur hikað við að gagnrýna kínversk stjómvöld. Viðskiptum í kauphöllinni í Hong Kong var nýlokið þegar tilkynning- in barst og þóttu mikil viðskipti bera bjartsýni almennings vitni. I lok viðskipta var hæsta gengi hluta- bréfa frá upphafí skráð. Kínverjar munu sjá um vamir Hong Kong og er búist við því að þeir muni að minnsta kosti hafa þar jafn marga hermenn og Bretar höfðu, eða um tíu þúsund. En fáir áttu von á því að Kínverjar myndu vera svo fljótir að sýna hver hefði valdið. Hermönnunum munu fylgja þyrl- ur, skip, 21 brynvarin bifreið og 400 ökutæki til viðbótar. Þeir koma skömmu eftir að hið kjörna þing Hong Kong verður leyst upp og ýmsir alþjóðlegir fomstumenn, þar á meðal Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verða enn ófamir. Skip kínverska sjóhersins munu sigla þar sem Britannia sigldi nokkmm klukku- stundum áður á braut með Patten og Karl Bretaprins um borð. Bandaríkjamenn segja Kínveija í fullum rétti Bandaríkjamenn sögðu í gær að Kínverjar hefðu fullan rétt til að senda hermennina til Hong Kong. „Það er ekkert óvenjulegt við þetta,“ sagði bandarískur embættis- maður sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þetta er þeirra landsvæði.“ Vestrænn hernaðarsérfræðingur sagði að ekki bæri að gera of mikið úr þessari ákvörðun Kínverja: „Það var aldrei ástæða til að ætla að þeir kæmu í smáskömmtum." Úrhelli á Bret- landi MIKIÐ hefur rignt á Bretlandi undanfama daga og þar hefur ekki mælst meiri rigning í júmmánuði á þessari öld. Ekkert var leikið á tennismótinu í Wimbledon annan daginn í röð og gerðist það síðast árið 1909. Velta stjórn- endur nú fyrir sér hvort ekki verði að gera undan- tekningu og leika á sunnudag og stytta leiki hjá körlum. Urhellið varð hins vegar ekki til þess að draga úr aðsókn á Glastonbury-rokkhátíð- inni í Somerset á Englandi þar sem 90 þús- und manns eru saman komin. Ekki fylgir þó sögunni hvernig skósal- anum Kunta frá Hobart í Ástralíu gekk að selja há- tíðargestum gegnblautan varning sinn. Um helgina er spáð meiri rigningu. Reuter Heimsálfa mun- aðarley singj anna Brussel. Reuter. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna sagði í gær að hætta væri á að Afríka breyttist í heimsálfu munað- arleysingja yrði ekki strax reynt að stemma stigu við útbreiðslu alnæm- is. Peter Piot, framkvæmdastjóri al- næmisstofnunar SÞ, sagði að millj- Garrí Kasparov Vill leyfa tölvur í skákmótum Madrid. Reuter. GARRÍ Kasparov, heimsmeist- ari í skák, lagði til í gær, að stórmeisturunum í íþróttinni yrði leyft að notast við ferða- tölvu á mótum til að auðvelda sér stöðugreiningu. Heimsmeistarinn sagði á blaðamannafundi á Spáni, að skákmeistarar þyrftu ekki síð- ur á tölvunni að halda en til dæmis stærðfræðingar. Hún myndi ekki gagnast slökum eða miðlungsgóðum skákmönnum en meisturunum myndi hún opna nýjar víddir og leiða til enn betri skáka. Eins og kunnugt er, tapaði Kasparov í einvíginu við IBM- skáktölvuna Dimmblá í maí. Hann hefur skorað skáktölvuna á hólm að nýju. ónir barna ættu á hættu að sýkjast en auk þess væri áætlað, að níu milljónir bama undir 15 ára aldri hefðu misst móður sína úr sjúk- dómnum. Væru meira en 90% þeirra í löndunum fyrir sunnan Sa- hara. Milljónir manna, foreldrar ungra barna, væru með alnæm- isveiruna og ljóst, að munaðarleys- ingjunum ætti eftir að fjölga mikið. Meira en 90% barna undir 15 ára aldri, sem sýkjast, fá sjúkdóminn frá mæðrum sínum, ýmist í með- göngunni, við fæðingu eða með móðurmjólkinni. Ekki er þó talið gerlegt og raunar rangt að reyna að draga úr brjóstagjöf enda er lífsvon margra barna undir henni komin. RISASTÓR kínverskur dreki svífur yfir gönguleið skammt frá menningarmiðstöð Hong Kong. Nú má vfða sjá dreka, kínversk Ijós og fána í Hong Kong vegna undirbúnings fyrir valdaskiptin 1. júlí. Reuter Yfirlýsingar Lars Emils Johansens um geymslu kjarnavopna á Grænlandi Bandaríkin tilbúin til viðræðna BANDARÍSK yfírvöld eru reiðubúin að hefja viðræður við Grænlendinga um að koma fyrir kjarnaoddum á Grænlandi, að sögn eins helsta sérfræðings Bills Clintons Bandaríkjaforseta í afvopnunarmálum, Gary Samore. Málið hefur hins vegar ekki verið tekið formlega fyrir hjá bandarískum stjórnvöldum. Grænlendingar virðast skiptast í tvö horn í afstöðu sinni til málsins og varð Lars Emil Johansen, formaður Landstjórnarinnar, að halda heim degi fyrr til að ræða málið á heimavelli. Johansen hefur lagt til að Bandaríkjamönnum og Rússum verði boðið að geyma kjarnavopn sem falla til vegna afvopnunar. Við heimkomuna lagði Johansen áherslu á að um væri að ræða kjarna- odda, ekki geislavirkan úrgang. Er hann hefði neitað geymsluhugmyndum í febrúar, hefði verið rætt um úrgang, ekki aflóga vopn. í dag verður skyndifundur í flokki hans, Si- umut, um málið. Að mati fjölmiðlamanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær, er staðan í flokki Johansens óljós. Einhverjir séu andvígii' en staða Johansens sé svo sterk að hann geti líklega barið stjórnina og flokk sinn til hlýðni. Stjómarand- stöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit hefur mótmælt harðlega og krafíst afsagnar Johansens. Skiptar skoðanir eru um það hversu ígrunduð yfirlýsing Johansens er en ljóst er að hún kom mjög á óvart í Grænlandi. Jens Bronden, ritstjóri Gmnkindsposten, segir þetta ekki í fyi-sta sinn sem Johansen komi löndum sína í opna skjöldu en þetta sé alvarlegasta dæmið. Johansen hefur lagt til að einn þeirra staða þar sem geyma megi kjarnaodda sé aflóga blýnáma í Meistaravík á austurströndinni. Afvopnunarsérfræðingurinn Samore segist í samtali við Jyllunds-Posten ekki í vafa um að Bandaríkjastjórn myndi taka vel í að ræða hug- myndir Johansens. Hann sagði stjórnina hafa fulla vitneskju um deilurnar sem málið hefði valdið í Grænlandi og Danmörku. Hins vegar getur Samore sér þess til að Rússar hafí lítinn áhuga á málinu. Tilboð um efnahagslegan stuðn- ing, kynni þó að breyta afstöðu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.