Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sparisjóðir Glæsibæjarhrepps, Akureyrar og Arnarneshrepps sameinast Sparisjóður Norðurlands stofnaður STOFNAÐUR hefur verið á Akureyri nýr spari- sjóður undir nafninu Sparisjóður Norðurlands, sem varð til við samruna Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnarnes- hrepps, sem báðir hafa starfað á Akureyri til fíölda ára. Samruni sjóðanna var samþykktur samhljóða á fundi í fyrrakvöld. Samruni sjóðanna tekur gildi nk. mánudag og tekur Sparisjóður Norðurlands þá við allri starfsemi, réttindum og skyldum sjóðanna tveggja. Gagnvart viðskiptavinum verður öll starfsemi óbreytt og verða afgreiðslur sjóðanna í Brekkugötu 1 og 9 opnar áfram næstu mán- uði. Sjóðurinn verður til heimilis í nýju húsnæði að Skipagötu 9 í framtíðinni og verða afgreiðsl- ur sjóðanna sameinaðar þar undir lok ársins. Jón Kr. Sólnes var kjörinn formaður stjórnar Sparisjóðs Norðurlands. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að rekstur sjóðanna hafi gengið vel í gegnum árin og þeir hafi ekki þurft að horfa upp á mikil útlánatöp. Um síðustu áramót var eiginfjárstaða sjóðanna um 257 milljónir króna. Hjá báðum sjóðunum starfa nú 11 manns en Jón segir að ráðinn verði nýr sparisjóðsstjóri en að öðru leyti séu ekki fyrirsjáanlegar breytingar á starfsmannahaldi á næstunni. Stofnfé hins nýja sjóðs nemur tveimur milljón- um króna og skiptist jafnt á milli eigenda að stofnfé Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps. Stofnfjárbréf í hinum sameinaða sparisjóði verða til afhending- ar, gegn afhendingu stofnfjárbréfa í sjóðunum, tveimur vikum eftir að samruni tekur gildi. Húseignir sjóðanna seldar Markmiðið með stofnun sjóðsins er að til verði fjárhagslega sterkur sparisjóður sem verði í fremstu röð peningastofnana að því er varðar markaðshlutdeild, tæknimál, gæði og þjónustu við viðskiptavini og að árangur sjóðsins verði slíkur að litið verði á stofnfjáreign í honum sem áhugaverðan fjárfestingakost. Húseignir sjóðanna tveggja við Brekkugötu 1 og Brekkugötu 9 voru auglýstar til sölu fyrir nokkru. Jón segir að þegar sé búið að selja Brekkugötu 1, þar sem Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps er til húsa. Þá liggur fyrir að hægt er að selja Brekkugötu 9, þar sem Sparisjóður Glæsibæjarhrepps er til húsa og segir Jón að það verði gert á næstu vikum. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Aldrei fleiri umsóknir um nám í háskólanum Fjár- rekstur í Fjörður Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið BÆNDUR frá fjórum bæjum í Grýtubakkahreppi, Höfðabæjun- um og Grýtubakka I og II, fóru með fjárrekstrur í Fjörður um síðustu helgi. Óvenjuleg snjóalög eru á hluta afréttar bænda í Fjörðum í ár en þokkalegur gróður á engjum og út við sjávar- ströndina. Eins og oft áður var féð rekið á snjó á hluta leiðarinnar á af- réttina og voru bílar notaðir við að mynda slóð fyrir reksturinn. UM 460 umsóknir hafa borist Háskólanum á Akureyri um skóla- vist næsta vetur og hafa aldrei verið fleiri. Af þessum 460 um- sóknum er helmingur, eða um 230 frá nýnemum. Síðastliðið skólaár voru nem- endur skólans 390 talsins og er aukningin því tæp 20%. Eins og komið hefur fram hefst kennsla í iðjuþjálfun við skólann á hausti komanda og bárust 43 umsóknir um nám í iðjuþjálfun. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að fjölgunin sé mest í heilbrigðisdeild og kennaradeild og þá vegna kennslu í iðjuþjálfun og uppeidis- og kennslufræði. „Við útskrifuð- um einn hóp frá skólanum í fyrra- vor í uppeldis- og kennslufræði en sú grein var ekki í gangi hjá okk- ur sl. vetur vegna fjárskorts. Við stöndum aðeins betur að vígi fjár- hagslega núna og teljum okkur geta farið af stað að nýju og það skýrir líka fjölgun umsókna,“ seg- ir Þorsteinn. Umsóknir um nám í uppeldis- og kennslufræði eru tæplega 60. Flestir verða nemendur í kenn- aradeild eða um 160, í heilbrigðis- deild um 150, í rekstrardeild um 80 og um 70 í sjávarútvegsdeild. „Við höfum sumarið til að koma öllum þessum fjölda fyrir. Vanda- málin eru til að leysa þau og öll kennsla fer fram innan veggja þess húsnæðis sem við höfum þeg- ar yfir að ráða,“ sagði Þorsteinn. Bókasafn Háskólans á Akureyri verður flutt úr Þingvallastræti að Sólborg í haust. Framkvæmdir við 1000 fer- metra húsnæði bókasafnsins í Sól- borg ganga samkvæmt áætlun. Verklok eru áætluð 5. ágúst og stefnt er að vígslu bókasafnsins 6. september. Breskir kylfingar gera tilraun við heimsmet Leika 17 hringi á ein- um sólarhring FJÓRIR breskir kylfingar eru komnir til Islands til þess að gera tilraun við nokkuð sérstakt heimsmet á golfveilinum á Akur- eyri á morgun, sunnudag. Þeir félagar ætla að spila 17 hringi eða 306 holur á einum sólar- hring. Nái þeir takmarkinu er talið að hver þeirra leggi að baki um 75 mílna göngu/ skokk eða um 120 km. Spilað verður með tvær kúlur og slá tveir kylfinganna upphafs- höggin en hinir tveir bíða úti á vellinum, tilbúnir að slá áfram í átt að holunum. Golfvöllurinn á Akureyri varð fyrir valinu þar sem hann er nyrsti 18 holu golf- völlur heims og þar er dagsbirta allan sólarhringinn í júnímánuði. Eru einnig að safna peningum Auk þess að reyna við heims- metið ætla Bretarnir að safna 20.000 pundum, rúmlega 2,3 milljónum króna, fyrir bresku samtökin Macmillan cancer reli- ef, sem hafa helgað starfsemi sína framförum í umönnun krabbameinssjúkra og fjöl- skyldna þeirra á Bretlandi. Heimsmetið sem þeir félagar ætla að reyna að slá á morgun er 16 hringir á 24 tímum. Það var sett árið 1991 og tók einn fjórmenninganna þátt í að setja það á sínum tíma. Þeir hafa æft sig af kappi á heimaslóðum en hituðu upp fyrir heimsmetstil- raunina með þátttöku í Arctic Open-gólfmótinu sem lauk á Jað- arsvelli á Akureyri i nótt. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11.00 sunnudag- inn 29. júní, séra Birgir Snæ- björnsson. Guðsþjónusta verð- ur á Hlíð kl. 16.00, séra Birg- ir Snæbjörnsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma sunnudag- inn 29. júní kl. 20. Níels Jakob Erlingsson talar. HVÍTASUNNUKIRKJ AN: Almenn samkoma sunnudaginn 29. júní kl. 20.00. G. Theodór Birgisson predikar. Andlegar þjálfunarbúðir miðvikudaginn 2. júlí kl. 20.30. Unglingasam- koma föstudaginn 4. júlí kl. 20.30. Mikill og flölbreyttur söngur, allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugardaginn 28. júní kl. 18.00 og sunnudaginn 29. júní kl. 11.00 að Eyrarlands- vegi 26. Minnisvarði um Jónas Hall- grímsson af- hjúpaður MINNISVARÐl um Jónas Hall- grímsson frá Hrauni í Öxnadal verður afhjúpaður í Jónasarlundi í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Jónas fæddist þann 16. nóvember 1807 og á þessu ári eru því 190 ár liðin frá að þjóðskáldið og nátt- úrufræðingurinn fæddist. í tilefni þessa hefur stjórn Jónas- arlundar í Óxnadal og vinir Jónasar látið gera minnivarða um þetta mikla ljóðskáld. Við athöfnina rnun Hannes Pétursson skáld flytja ræðu um Jónas og Mánakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Michaels Jóns Clark. Að athöfn lokinni verð- ur kaffisamsæti í Gistiheimilinu Engimýri. Til sölu Hjalteyrargata 10, Akureyri Vel staðsett atvinnuhúsnæði á hafnarsvæði Akureyrar. Húsnæðið er 1.156 fermetrar að grunnfleti og er stærstur hluti þess með 4,5 metra lofthæð. Húsinu fylgir mjög stór lóð. Einstakt tækifæri fyrir aðila með hafnsækinn rekstur sem krefst mikils athafnasvæðis. Upplýsingar veitir. _ o HOLT FASTEIGNASALA Strandgötu 13, Akureyri. Sími 4613095. Fax 4611227.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.