Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 28. JUNI1997
MORGUNBLAÐIÐ
NÚ geta menn farið í útileguna á þyrlu.
LITLA eins manns þyrlan Mini-500 á flugsýningu í Bandaríkjunum.
LIIMDRA -
FLUE-
VÉLEIM
- hln ntjrrl
Sjálfsagt eiga margir ljúfar
bernskuminningar við smíði flugmódela og
raunar hafa sumir haldið þeirri iðju áfram
fram á fullorðinsár. Samsetning alvöru
flugvéla 1 heimahúsum verður hins vegar
æ auðveldari og ódýrari og nú geta menn
jafnvel smíðað sína eigin þyrlu fyrir svipað
verð og kostar að kaupa góðan bíl.
Sveinn Guðjónsson ræddi við áhugamenn
um um þyrlusmíði og kynnti sér nýjungar
á því sviði.
Iskáldsögunm UndraSlugvélin,
úr ritverki Armanns Kr. Ein-
arssonar um Árna í Hraunkoti,
segir frá því þegar Árni og félagi
hans, Olli ofviti, settu saman þyrlu
úr pörtum sem sendir voru í köss-
um frá Englandi. í þá daga var sag-
an um „undraflugvélina" heillandi
ævintýri og sjálfsagt fáum lesend-
um komið til hugar að sá dagur
rynni upp, að þyrlusmíði yrði raun-
hæfur möguleiki fyrir very'ulegt
fólk. Sú er þó orðin raunin og verð-
ur slík „flugmódelsmíði fyrir full-
orðna“ sífellt aðgengilegri, auðveld-
ari og ódýrari með hverju árinu. Nú
er til dæmis hægt að fá senda frá
Bandaríkjunum parta í tveggja
manna einkaþyrlu, af gerðinni
EXEC 162F, fyrir um það bil 5
milljónir króna, og fyrir eins manns
þyrlu, af gerðinni The Mini-500 er
kostnaðurinn um 2,5 milljónir
króna, eða eins og einn góður bíll.
Þessar „heimasamsettu þyrlur" eru
einnig orðnar mun öruggari en áður
var og tæknilega fullkomnari og er
nú svo komið að ýmsir eru famir að
tala um það í fúlustu alvöru að
einkaþyrlan eigi eftir að taka við af
einkabílnum.
Vissulega hefur sá draumur lengi
fylgt mannkyninu að fljúga um loft-
in blá, frjáls eins og fuglinn, og bara
hugsunin um að geta stigið upp í
þyrlu í garðinum heima hjá sér og
flogið hvert á land sem er hlýtur að
vekja upp fiðring hjá þeim, sem
bera ævintýramanninn í brjósti sér.
í auglýsingu frá bandaríska fyrir-
tækinu „RotorWay“ er einmitt sleg-
ið á þessa strengi þar sem segir
meðal annars:
,Jið lyfta sér upp, sveima yfír
stórkostlegu landslagi, frá sjávar-
strönd inn til sveita, yfír skóga og
akra, meðfram ám og vötnum, yfír
fossa og gljúfur og hrikaleg fjöll, yf-
ir staði sem jafnvel enginn hefur
augum litið áður. - Ef þetta er þinn
draumur, láttu hann þá rætast með
EXEC 162F!“ Og það er einmitt sú
undraflugvél sem hér er til umfjöll-
unar.
Fékh fíugtímann í
férmingnrgjöf
Áður en lengra er haldið er þó
rétt að nefna til sögunnar Þorgeir
Yngvason, sem fyrir tíu árum hóf
smíði tveggja manna einkaþyrlu,
fyrstur manna hér á landi svo vitað
sé. Þorgeir hefur verið flugáhuga-
maður frá bamsaldri, byrjaði í hefð-
bundinni flugmódelsmíði sem strák-
ur, tók svifflugupróf aðeins þrettán
ára, enda fékk hann flugtímana í
fermingargjöf. Á sínum tíma gerði
hann upp hersvifflugu og ennfrem-
ur smíðaði hann listflugu með öðr-
um, áður en hann ákvað að ráðast í
smíði lítillar tveggja manna þyrlu af
gerðinni RotorWay Eyec-80, en hún
er einmitt fyrirrennari EXEC
162F.
Þetta var árið 1988 og keypti Þor-
geir fimm parta af sjö, það vantaði
sem sagt blöðin og mótorinn. Þegar
EXEC 162F kom á markaðinn fyrir
nokkmm árum ákvað Þorgeir að slá
til og klára þyrluna og ætlunin var
einnig að ljúka þyrluflugmanns-
prófi. „Mótorinn í EXEC 162 er
mun gangömggari en áður hefur
þekkst, en hann er meðal annars
með tvöfaldri kveikju, „magneta",
beinni innspýtingu og „turbo“, sagði
Þorgeir. ,Áuk þess fylgir henni
önnur og fullkomnari gerð af þyrlu-
spöðum. Ég var því ákveðinn í að
ljúka verkinu með þessari viðbót,
enda er skrokkurinn á minni þyrlu
mjög áþekkur þeim sem fylgir hinni
nýju.“
En áður en Þorgeiri tókst að gera
alvöru úr þessum áformum kipptu
forlögin í taumana og í kjölfar
bílslyss, sem hann lenti i fyrir
nokkmm áram, varð hann að gefa