Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 25

Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 25
EXEC 162F ósamsett í pörtum og þarna er allt sem til þarf. ÞORGEIR Yngvason í Eyec-80 þyrlunni í kjallaranum heima. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 25 áform um þyrlupróf upp á bátinn og hefur hann því ákveðið að selja þyi-luna, sem er nánast fullbúin, ef kaupandi finnst. Þess í stað hefur hann hafist handa við smíði venju- legrar eins hreyfils vélar, af gerð- inni Sonerai LII sem tekur tvo í sæti, en Þorgeir hefur einkaflug- mannspróf og er vanur flugmaður á slíkar vélar. Hann er auk þess með- limur í Flugsmíð, klúbbi áhuga- manna um flugvélasmíðar, sem tel- ur um 80 meðlimi. Að sögn Þorgeirs er Húnn Snædal, flugumferðár- stjóri á Akureyri, þar fremstur meðal jafningja og sá maður ís- lenskur sem mesta reynslu hefur af smíði flugvéla. Fimmta hynslááin Þorgeir Yngvason er ekki eini Is- lendingurinn sem hefur haft uppi áform um að setja saman þyrlu. Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa nú ákveðið að festa kaup á tveggja manna EXEC 162F þyrlu og eru partarnir væntaniegir til iandsins nú í haust, en áætlað er að samsetningin taki um 300 vinnu- stundir. Má því búast við að hin nýja „undraflugvél" fari að sjást á lofti í vetrarbyrjun. Svo er aldrei að vita nema þyrla Þorgeirs fari einnig að sjást á lofti áður en langt um líð- ur. Samkvæmt kynningarbæklingum er EXEC 162F „fimmta kynslóðin" í þróun þessara þyi'la, sem hófst laust eftir 1970 þegar B.J. Scramm hugkvæmdist það að búa til litla eins manns þyrilvængju, Scorpion, sem knúin var af Evinrude utan- borðsmótor. Að sögn talsmanna ís- lenska áhugamannahópsins er hin nýja EXEC 162F tiltölulega auð- veld í samsetningu. Skrokkurinn er úr trefjaplasti og tekur tvo menn í sæti. Sjálf vegur þyrlan um 440 kíló tóm. Hún er rúmir átta metrar að lengd, um 1,60 metri á breidd og hæðin er um 2,44 metrar. Hún ætti því að geta komist fyrir í þokkalega rúmgóðum bílskúr, með því að losa af henni skrúfuspaðana, en lengd þeirra er um 7,62 metrar. Vélin þykir tæknilega vel búin, miðað við fyrri vélar þessarar gerðar og felur hönnun hennar í sér ýmsar tækninýjungar, sem of flókið mál er að telja upp hér. Þess má þó geta að hún hefur verið hönnuð og smíðuð með flugöryggi og þægindi í huga og er hún margverðlaunuð sem slík, ef marka má umsagnir um vélina í fagbókum og tímaritum. Hún hefur líka sannað notagildi sitt og er not- uð víða um heim, til dæmis við eit- urefnaúðun, smalamennsku, eftir- litsflug og fleira. Litla eins manns þyrlan, The Mini 500, sem framleidd er af fyrir- tækinu „Revolution Helecopter Corp.,Inc.,“ þykir einnig skemmti- lega hönnuð, þótt ekki sé eins mikið lagt í hana og EXEC 162F, sem von er, enda er hún mun minni og tals- vert ódýrari. Hún er jafnvel enn auðveldari í samsetningu en hin stærri og er áætlað að meðalskussi þurfi ekki nema um 60 vinnustundir til að setja hana saman. íin fleiri tilboð Gnn stærri komdu í Nýiar vo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.