Morgunblaðið - 28.06.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 27
AÐSEIMDAR GREINAR
PERLAN i Öskjuhlíð.
Opið bréf til Ingi-
bjargar Sólrúnar
Gísladóttur
borgarstjóra
BORGARSTJÓRI,
þú hefur sagt að það
kostaði okkur útsvars-
greiðendur 30 til 40
milljónir á ári að reka
Perluna og að þú hafir
mikinn áhuga á að losa
þennan bagga af okkur
Reykvíkingum, jafnvel
að selja Perluna.
Ég er alveg sam-
mála þér og það verður
að finna leiðir til að
nýta þetta glæsilega
mannvirki betur. Fyrir
nokkrum árum viðraði
ég hugmynd um þetta
mál í grein í Morgun-
blaðinu en hugmyndin
fékk litlar undirtektir á þeim tíma,
því miður, en ég vona að tími henn-
ar sé kominn og vænt þætti mér
um ef þú íhugaðir hana frekar, en
hugmyndin er eftirfarandi.
Það má segja að Perlan standi á
Reykjavíkurflugvelli, það eru ekki
nema 3-400 metrar í beinni línu
niður að prýðilegu flugvélastæði
suðvestan undir Öskjuhlíðinni.
Afgreiðsla innanlandsflugs Flug-
leiða og annarra flugfélaga í innan-
landsflugi eru í skúrum um allan
flugvöll og sumir skúrarnir eru frá
tímum seinni heimsstyijaldarinnar.
Þetta ástand er fyrir löngu orðið
ófullnægjandi. Það er í raun ótrú-
legt, þegar maður hugsar til þess,
hversu stór þáttur innanlandsflug-
samgöngur eru í samgöngum lands-
manna, að á Reykjavíkurflugvelli
hefur aldrei verið reist flugstöð.
Mín tillaga er, hvort ekki mætti
gera jarðhæð Perlunnar að flugstöð
fyrir Reykjavíkurflugvöll. í stuttu
máli mætti hugsa sér að flugvéla-
stæði og vöruafgreiðsla yrði á flug-
vellinum suðvestan undir Öskjuhlíð-
inni en farþegar og farangur yrði
afgreitt frá Perlunni í aðeins 3-400
metra fjarlægð og síðan flutt til
fiugvélanna. Þessi ijarlægð milli
flugstöðvar og flugvélar er ekki
meiri en gengur og gerist á mörgum
flugvöllum erlendis.
Til eru margar leiðir við að flytja
Rúnar
Guðbjartsson
farþega milli flug-
stöðvar og flugvélar.
Til dæmis eins og gert
er á Fornebu flugvelli
við Ósló en þar voru
byggðjarðgöngognot-
uð færibönd og lyftur
til að flytja farþegana
að og frá hinum ýmsu
brottfararhliðum. Þessi
lausn er dýr og þar að
auki eiga margir far-
þegar erfitt með að
ganga langar vega-
lengdir.
Eg álít að ódýrast
yrði að byggja upphit-
aðan veg milli Perl-
unnar og flugvéla-
og flytja farþegana í
vögnum að og frá
stæðisins,
sérsmíðuðum
flugstöðinni. Þessi leið er algeng á
Mín tillaga er, segir
Rúnar Guðbjartsson,
að jarðhæð Perlunnar
verði gerð að
flugstöð fyrir Reykja-
víkurflugvöll.
flugvöllum erlendis og hefur þann
stóra kost að spara farþegum spor-
in.
Ég ætla ekki að telja upp alla
kostina við að gera Perluna að
Flugstöð Reykjavíkur en nefni þó
að þessi lausn mundi henta Perl-
unni vel. Þetta myndi á engan
hátt skerða upprunalegan tilgang
Perlunnar að vera glæsilegur út-
sýnisveitingastaður, en það fer ein-
mitt vel saman með flugstöð. Þetta
mundi spara okkur útsvarsgreið-
endum hundruð milljóna króna, við
að byggja flugstöð fyrir Reykjavík-
urflugvöll, sem er nauðsynlegt að
komi.
Vel mætti hugsa sér að Reykja-
víkurborg efndi til hugmyndasam-
keppni meðal arkitekta og verk-
fræðinga um hagkvæmustu og
snjöllustu leiðir við að breyta Perl-
unni í Flugstöð Reykjavíkur.
Höfundur er flugstjóri
Fastir liðir,
Lúkas minn
Vorkvöld í
vesturbænum
„ÉG ER mjög vana-
föst,“ sagði kona
nokkur, „ég á til dæm-
is alltaf afmæli sama
dag.“ Þetta datt mér í
hug þegar ég fregnaði
brottrekstur Lúkasar
Kostic frá KR eitt vor-
kvöldið um daginn og
fannst að þar með
hefði vorkvöld í vestur-
bænum breyst í haust-
kvöld í huga hans og
margra annarra á Bjarni Stefán
þeim bænum þetta Konráðsson
árið.
Stjórnir knattspyrnudeilda eru
orðnar mjög vanafastar þegar illa
árar hjá liðum þeirra. Það er illu
heilli allt að því fastur liður að þá
er þjálfarinn rekinn, og vill þá þetta
„illa“ verða mjög teygjanlegt. Ég
ætla ekki að fjaHa um þennan brott-
rekstur sem slíkan hér, heldur
skýra það hvað Knattspyrnuþjálf-
arafélag íslands gerir þegar slíkt
gerist og bæta við fáeinum hugleið-
ingum um þessi mál almennt.
Hvað gerir
Knattspy r nuþj álfaraf élagið?
Knattspyrnuþjálfarafélagið gerir
eftirfarandi: Félagið hefur sam-
band við viðkomandi þjálfara, aðal-
lega í þrenns konar tilgangi. í
fyrsta lagi að harma brottrekstur-
inn og veita þjálfaranum „andleg-
an“ styrk. í öðru lagi að spyijast
fyrir um það hvort samið hafi ver-
ið um starfslok, s.s. um uppsagnar-
frest, ógreidd laun o.þ.h. í þriðja
lagi til að láta viðkomandi þjálfara
vita það að Þjálfarafélagið er til
staðar fyrir hann ef hann vill leita
til þess í einhveijum tilgangi, hvort
sem það er vegna vanefnda á samn-
ingi, starfslokum, launagreiðslum
eða að hann telur að félagið hafi
brotið á sér á einhvern annan hátt.
Ef svo er, og þjálfarinn leitar til
félagsins, vísum við honum á lög-
fræðinga sem félagið hefur á sínum
snærum til að aðstoða þjálfara við
að ná fram rétti sínum. Auk þess
reynum við að hjálpa á allan annan
hátt.
Enginn mannamunur
Frá því að Knattspyrnuþjálfara-
félagið var endurvakið árið 1993,
höfum við, sem setið höfum í stjórn
félagsins frá þeim tíma, haft af-
skipti af nokkrum brottrekstrum.
Við höfum alltaf haft þann hátt sem
lýst er hér að framan, sama hver
hefur átt í hlut. Við gerum ekki
mannamun í þessum efnum og
heldur ekki hvort menn eru í félag-
inu eða ekki.
Áhrif þjálfaraskipta
Mig langar hér að greina frá
rannsókn sem gerð var við háskól-
ann í Darmstadt á áhrifum þjálf-
araskipta á keppnistímabili á
árangur viðkomandi liða. Voru nið-
urstöðurnar birtar í tímaritinu
„Leistungssport," 4. tbl., júlí, 1996.
Rannsóknin náði til 32 ára í sögu
þýsku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu eða allt frá því sú deild var
stofnuð árið 1963 og til ársins
1995. Meginniðurstöðurnar eru
SUMARTILBOÐ
Gluggatjaldaefni
20% afsláttur
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
w
þær að þjálfaraskipti
hafa slæm áhrif á
árangur liða til langs
tíma. Stundum má sjá
betri árangur í allra
fyrstu leikjunum eftir
þjálfaraskipti en
sjaldnast meir.
Fleiri hafa komist
að sömu niðurstöðu,
þ.e. að neikvætt sam-
band sé á milli árang-
urs liða og þjálfara-
skipta, að því fram
kemur í umræddri
grein. Nefna má rann-
sóknir Gruskys á 16
hornaboltaliðum í úr-
valsdeild frá 1921-
1941 og 1951-1958, sömuleiðis
rannsóknir í hornabolta eftir Loy
(1970) og Loy og Theberge (1976),
Þegar illa árar hjá
knattspyrnuliðum er
allt að því fastur liður,
segir Bjarni Stefán
Konráðsson, að
reka þjálfarann.
í körfuknattleik (Eitzen og Yetman,
1972) og í knattspymu (Brink-
mann, 1979). Þetta eru staðreyndir
sem tala sínu máli og ættu að vekja
alla til umhugsunar um það að
þjálfarinn er aðeins einn hlekkur í
keðju sem samanstendur af honum,
leikmönnum og stjórn og þar verða
allir að axla ábyrgð, ekki bara þjálf-
arinn. Það er hættulegt að líta ein-
ungis á einn hlekkinn vegna þess
að það gæti lokað fyrir þá hugsun
að aðrir hlekkir þörfnuðust endur-
skoðunar.
Mannlega hliðin
Sú hlið sem mest líður við brott-
rekstur þjálfara, sem minnst er
fjallað um, er mannlega hliðin.
Þeir sem verða fyrir því að verða
reknir bíða mikið persónulegt skip-
brot, mannorðið er sært og starfs-
heiðurinn oftast í rúst.
Oft á tíðum er aðferðin við brott-
reksturinn einnig mjög klaufaleg
vægast sagt og er sem salt í sárið
hjá mönnum. Fjölskyldan verður
öll fyrir áfalli, stundum aðkasti, og
þetta er á allan hátt mikill harm-
leikur. Þess vegna verður að gera
þá kröfu til þeirra sem gera þetta,
að þeir geri það sómasamlega
þannig að áfallið verði sem minnst.
Regndans félaganna
Þjálfarar eru yfirleitt reknir í kjöl-
far ófara. Lið þeirra hafa ekki náð
að sigra nægilega mikið að mati
þeirra sem ráða og reka þjálfara.
Stundum er þó um aðrar ástæður
að ræða og ekki betri. Eftir því sem
ósigrunum fjölgar styttist væntan-
lega í sigurleikinn. Áður en að hon-
um kemur er yfirleitt búið að ráða
annan þjálfara.
Samanburður á árangri rétt fyrir
og eftir þjálfaraskipti er hins vegar
mjög varasamur. Það væri álíka og
að bera saman meðalúrkomu í mán-
uðunum fyrir og eftir regndans Hopi-
índíána, því að þó svo að sá saman-
burður sýndi að úrkoma væri meiri
eftir dansinn, væri hann mjög vil-
landi, vegna þess að regndansinn er
aðeins dansaður á miklum þurrk-
tíma.
Þetta gæti hins vegar skýrt þá
oftrú sem margir hafa á því að
skipta um þjálfara á miðju keppnis-
tímabili og þann „regndans“ sem
stundum er boðið upp í, ekki síst
þegar þurrkatíð hefur staðið lengi.
Haraldi Haraldssyni óska ég vel-
farnaðar og vona að honum fylgi
væta.
Epilogus
Það er skammt stórra högga á
milli í þjálfaraheiminum. Varla var
lokið við ofanritað þegar Þórði G.
Lárussyni var vísað úr starfi sem
þjálfara mfl. Stjörnunnar. Það
gerðist síðla kvölds 22. þ.m. og var
í fréttum daginn eftir. Þann dag
hafði ég samband við Þórð Lárus-
son og við fórum í gegnum fasta
liði í slíkum samtölum. Hann hafði
rétt áður farið í útvarpsviðtal þar
sem hann bar Knattspyrnuþjálfara-
félaginu ekki vel söguna. Hann
hefði aldrei talað svo um félagið
ef ég hefði talað við hann fyrst.
Eftir að hafa heyrt afstöðu og af-
skipti félagsins af slíkum málum,
dró hann orð sín til baka þannig
að það er úr sögunni. Varðandi
starfsöryggi þjálfara, höfum við
margoft bent þjálfurum á að það
verði þeir að tryggja eins og kostur
er í samningum sínum við félögin.
Það hafa menn gert í auknum
mæli, t.d. með ákvæðum um upp-
sagnarfrest. Félögin eru líka farin
að standa sig betur í þessum efnum
en áður. En flestir þjálfarar munu
fyrr eða síðar komast að því að í
samningagerð, sem öðru, er reynsl-
an dýrmæt en mistökin dýrkeypt.
Höfundur er íþróttafræðingur og
formaður
Knattspyrnuþjálfarafélags
Islands.
ERKUR!!!
Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir
miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur
að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa
en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar.
Garpur er góður á íþróttaæfinguna,
í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn.
FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA