Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 34
34 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SOFFIA
TÚBALS
+ Þuríður Soffía
Túbalsdóttir
fæddist í Múlakoti í
Fljótshlíð 22. jan-
úar 1902. Hún lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Eir 20. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Túbal
Karl Magnús Magn-
ússon, bóndi í Múla-
koti í Fljótshlíð, f.
31. desember 1867,
d. 9. maí 1946, og
Guðbjörg Aðalheið-
ur Þorleifsdóttir
húsmóðir og garð-
yrkjufrömuður, f. 27. júlí 1870,
d. 8. júlí 1958. Systkini Soffíu
eru: Guðbjörg Liíja, f. 23. maí
1894, d. 7.júní 1975,
Ólafur Karl Óskar,
listmálari, f. 13. júlí
1897, d. 27. apríl
1964, og Ragnheið-
ur Agústa, f. 13.
desember 1907.
Fóstursystur Soffíu
eru: Vigdís Eyleif
Eyjólfsdóttir, f. 26.
ágúst 1893, d. 3.
maí 1977, og Soffía
Gísladóttir, f. 31.
desember 1915.
Útför Soffíu fer
fram frá Hlíðar-
endakirkju í Fljóts-
hlíð í dag og hefst athöfnin
klukkan 14 og jarðsett verður
í heimagrafreit í Múlakoti.
Ég kveð Fíu frænku mína með
þakklæti fyrir ótal ánægju- og æv-
intýrastundir á langri leið okkar
saman.
Frá því að ég man eftir mér var
Fía frænka stór hluti af okkar lífi.
Hún keyrði bíl, sem ekki var al-
gengt í þá daga, og tók okkur
krakkana reglulega með sér austur
^ í Fljótshlíð í ýmsum erindagjörðum.
Það átti að planta við bústaðinn,
hreinsa Múlakotsgarðinn, girða eða
bara hvíla sig í bústaðnum.
Hún talaði alltaf við okkur eins
og fullorðið fólk og gerði kröfur til
okkar sem slíkra. Við reyndum
stundum á þolrifin og hún átti þá
til að stökkva upp á nef sér, en það
rauk úr henni jafnóðum.
Fía elskaði dýr og náttúruna og
ég hef aldrei kynnst manneskju,
sem dýrin löðuðust að í jafn miklum
' mæli. Hún hafði fallega söngrödd
og alltaf tilheyrði að syngja í bílnum
og þá var „Húmar að kveldi" í sér-
stöku uppáhaldi.
Ferðirnar með Fíu voru alltaf
viðburðaríkar. Til dæmis átti hún
sérstakt útskot í Kömbunum þar
sem alltaf sauð á bílnum. Þá var
Fía tilbúin með vatn í stígvéli, sem
hún hafði sótt í ákveðna lækjar-
sprænu í Flóanum. Eitt sinn bjó hún
til viftureim með því að splæsa sam-
an kaðalspotta, annað sinn biluðu
þurrkumar í ausandi rigningu og
Bjössi bróðir sat í framsætinu og
togaði og slakaði til skiptis í tvo
spotta, sem hún festi í þurrkumar
og leiddi inn um hliðarrúðurnar.
■*» Hún dó ekki ráðalaus hún Fía
frænka mín og þekkt er í Fljótshlíð-
inni, sagan af því þegar hún sem
leiðsögukona með hestamenn inn í
Þórsmörk, kom til baka með klárinn
sinn klæddan í strigaskó, en hann
hafði misst undan sér skeifur og
var sárfættur.
Hún las stundum fyrir okkur -
aldrei barnabækur heldur ættfræði,
sögur af Vestur-íslendingum og
stöku sinnum „Úrval“. Þó hafði hún
skilning á bernskunni á sinn hátt
og í jólagjöf þegar ég var sjö ára,
fékk ég frá henni þá fallegustu
dúkku sem nokkur tíma hefur sést,
sem hún hafði látið kaupa fyrir sig
í útlöndum. Ég á þessa dúkku enn,
og dætur mínar gæta hennar eins
og sjáaldurs auga síns.
Fía frænka min var að mörgu
leyti á undan sinni samtíð. Hún
giftist aldrei, en var sjálfstæð kona
alla tíð. Hún var með fyrstu konum
sem tóku bílpróf á íslandi, stofnaði
og rak sitt eigið fyrirtæki - öskju-
gerðina - um árabil og fór sínar
eigin leiðir. Hún elskaði Fljótshlíð-
ina og bernskuheimilið Múlakot, og
æðsta ósk hennar var að hefja
ævistarf móður sinnar - Múlakots-
garðinn - til vegs og virðingar á
**ný. Hún stofnað til þess sjóð og
væri vel við hæfi að hefjast nú
handa um endurreisn þessa fyrrum
landsfræga skrúðgarðs. í ár eru
nákvæmlega 100 ár síðan Eyjólfur
Þorleifsson langafi minn og móður-
bróðir Fíu, færði systur sinni Guð-
björgu fyrstu hrísluna í garðinn —
ættaða úr Nauthúsagili.
Síðustu árin dvaldi Fía á hjúkrun-
arheimilinu Eir við einstakt atlæti.
Við fjölskyldan viljum sérstaklega
þakka Guggu frænku okkar fyrir
einstaka alúð og umhyggju fyrir
henni síðustu árin. Hvil í friði, elsku
frænka mín.
Þórey.
Hún Soffía Túbals frænka mín
er búin að fá hvíldina.
Það koma ótal minningar upp í
hugann á kveðjustundu og eru þær
margar tengdar Múlakoti í Fljóts-
hlíð, þar sem hún var fædd og upp-
alin. Múlakot var mikið menningar-
heimili. Guðbjörg móðir hennar hóf
fýrst ræktun tijágróðurs við sveita-
heimili á íslandi fyrir 100 árum,
Túbal faðir hennar var bóndi og rak
gistiheimili, en þar var mikið um
ferðafólk. Bróðir hennar, Ólafur
Túbals, var þekktur listmálari og
gestgjafí.
Fía var alla tíð nátengd sveitinni
sinni og byggði sér sumarbústað í
landi Múlakots löngu áður en sum-
arbústaðir voru almennt reistir.
Hún ræktaði þar yndislegan tijá-
lund sem verður ævinlega minnis-
varði um hana.
Fia vildi alla tíð bjarga sér sjálf
og vera ekki upp á aðra komin.
Ung setti hún upp mötuneyti í Vest-
mannaeyjum og seldi þar sveitung-
um sínum og öðrum vertíðarmönn-
um fæði. Hún undirbjó þetta allt
heima í Múlakoti, saltaði í tunnur
og útbjó slátur sem hún flutti til
Eyja.
Seinna stofnaði hún öskjugerð í
Reykjavík þar sem unnar voru öskj-
ur undir skartgripi. Hún lagði metn-
að sinn í að útbúa þær sem fegurst-
ar og var hún fengin til að útbúa
öskjur fyrir dýrgripi sem gerðir
voru handa erlendum þjóðhöfðingj-
um. Þessar öskjur eru örugglega
ennþá til víða í skúffum.
Fía hafði yndi af ferðalögum og
var hún oft leiðsögumaður við ferð-
ir á hestum víða um óbyggðir og
sveitir á meðan hún bjó enn í Múla-
koti. Seinna ferðaðist hún um á
eigin bíl, en hún var með fyrstu
konum til að taka bílpróf og reka
eigin bifreið.
Hún þekkti landið mjög vel og
hafði næmt auga fyrir fegurð þess.
Hún var góður ljósmyndari og tók
mikið af myndum á ferðum sínum
og hafa margar þeirra verið birtar.
Fía reyndist mér alltaf mjög vel.
Þegar ég óreynd sveitastelpan fór
skiptinemi til Bandaríkjanna var
hún ásamt Lilju systur sinni og
Nonna manni hennar, mín stoð og
stytta við undirbúninginn. Hún sá
um að laga á mig upphlut sem Lilja
átti og gaf mér að auki það silfur
sem vantaði á búninginn. Oft sendi
hún mér aura með bréfunum sem
kom sér vel.
Það var gaman að ferðast með
Fíu. Ógleymanleg er ferð sem við
fjölskyldan fórum með henni austur
að Kirkjubæjarklaustri fyrir rúmum
20 árum. Hún var óþreytandi að
fræða okkur á leiðinni og skemmti-
legt var að fara í heimsóknir með
henni á nokkur sveitaheimili en
þarna þekkti hún marga. Stundum
fórum við saman í stuttar göngu-
ferðir í nágrenni Reykjavíkur og
um heiðar Fljótshlíðarinnar. Þar var
hún ekki síðri ferðafélagi.
Hún frænka mín var alltaf af-
skaplega ungleg og frískleg miðað
við aldur og langar mig að segja
smásögu sem lýsir því. Fyrir u.þ.b
átta til tíu árum er hún var um 85
ára gömul vorum við að koma sam-
an austan úr Fljótshlíð. í aftursæt-
inu sat sjö ára gamall sonur minn
sem orðinn var leiður og þreyttur.
Eitthvað þreytti hann frænku og
fór hún að siða hann til og sagði:
„Þú átt að vera góður við gamalt
fólk.“ Hann horfði undrandi á hana
og svaraði: „Þú ert ekki gömul, Fía
mín.“ Það hvarf ekki af henni bros-
ið það sem eftir var leiðarinnar.
Fía var ákaflega trygglynd og
var vinur vina sinna. Það var gam-
an að heyra hana tala um vinkonur
sínar en þá sagði hún alltaf „við
stelpurnar". Hún var hreinskilin og
sagði óhikað meiningu sína. Hún
var mikill dýravinur og áttu margar
heimilislausar kisur skjól hjá henni
á Njálsgötunni.
Fía hélt hress upp á 90 ára af-
mæli sitt á Holiday Inn fyrir fimm
árum og tók þar á móti ættingjum
og vinum. Þá bjó hún ennþá ein á
Njálsgötunni. Síðustu árin naut hún
góðrar aðhlynningar á Hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
Fíu og Múlakotsfólkið að ættingjum
og vinum.
Blessuð sé minning frænku
minnar.
Hrefna.
Soffía Túbals er látin í hárri elli.
Soffía frænka var af aldamótakyn-
slóðinni, fædd árið 1902. Hún var
eftirminnileg kona sem fór ótroðnar
slóðir í lífinu. Hún var sjálfstæð og
ákveðin og stundum gustaði af
henni líkt og nöfnu hennar í Kardi-
mommubænum. En þótt hún gæti
verið hijúf í framkomu var hún
öðlingur inn við beinið og mátti
ekkert aumt sjá.
Soffía fór ekki sömu leiðir og
samferðamennimir. Þegar kynsyst-
ur hennar stofnuðu fjölskyldu setti
hún á stofn smáiðnað og rak eigið
fyrirtæki með myndarbrag í áratugi
á neðri hæð húss síns á Njálsgöt-
unni. í Öskjugerð Soffíu Túbals
framleiddi hún öskjur undir skart-
gripi og borðbúnað fyrir gullsmiði.
Gaman var að fá að vinna með
henni og kynnast handbrögðum við
að skera, líma og fóðra öskjurnar.
Þessi iðnaður var bam síns tíma
og þótt Soffía ynni fram undir átt-
rætt við fallegu, handgerðu öskj-
urnar sínar urðu þær á endanum
að víkja fyrir plastumbúðum.
Soffía átti bíl mestan hluta ævi
sinnar og gat ferðast vítt og breitt
um landið. Á ferðum sínum tók hún
fjölmargar litmyndir og á veturna
kom hún oft í heimsókn og efndi
til myndasýninga á tjaldi. Það var
eftirminnilegt að aka með Soffíu
austur í litla bústaðinn hennar í
Fljótshlíðinni. Þá var lagt af stað
árla dags, því langferð var fyrir
höndum. Soffía keyrði og Moskvíts-
inn hristist í rykskýi eftir malarveg-
inum. Á leiðinni útskýrði hún fyrir
okkur systrum listina að aka bíl og
þar var sumt öðruvísi en við lærðum
seinna í ökuskóla. Soffía sagði
mömmu hvernig hún ætti að bregð-
ast við ef bílstjórinn fengi aðsvif
undir stýri. Við systur sátum svo
óttaslegnar í aftursætinu og óttuð-
umst ekkert meira en að Soffía
frænka fengi aðsvif. En á leiðar-
enda komumst við og rétt vestan
við Múlakot kúrði Fíubústaður
langt uppi í hlíðinni. Bústaðinn
hafði hún reist sjálf, girt af góðan
skika og gróðursett fjölmörg tré.
Áhugann á garðrækt átti hún ekki
langt að sækja því móðir hennar,
Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti,
gerði frægan skrúðgarð þar árið
1897, þann fyrsta utan Reykjavík-
ur. Það var gaman að sitja í blágres-
inu við bústaðinn og hlusta á Soff-
íu segja sögur af Heklugosinu 1947
og frá mannlífi í Fljótshlíðinni á
fyrri hluta aldarinnar.
Það var Soffíu ekki að skapi að
vera á spítala eða elliheimili enda
vön að vera sjálfri sér nóg. Hún
bjó ein fram yfir nírætt í húsi sínu
við Njálsgötuna en allra síðustu
árin dvaldi hún á hjúkrunarheimil-
inu Eir. Blessuð sé minning hennar.
Vigdís Jónsdóttir.
Þegar við hófum búskap okkar
að Njálsgötu 39B í upphafi níunda
áratugarins bjó Soffía Túbals í
GUÐFINNA BJÖRG
LÁR USDÓTTIR
+ Guðfinna Björg
Lárusdóttir
fæddist í Vörum í
Garði 29. nóvember
1901. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 17. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Stef-
ánía Ólafsdóttir,
fædd á Kirkju-
skarði í Laxárdal,
Austur-Húnavatns-
sýslu, 30. nóvember
1874, og Lárus Lár-
usson, fæddur á
Litlu-Mörk í sömu
sveit 30. október 1868.
Systkini hennar voru Sigríð-
ur, Ólafur og Finnbogi og er
Finnbogi einn eftiilifandi.
Árið 1926 giftist Guðfinna
Indriða Sveinssyni, sem fæddur
var í Hvammi í Dölum 24. júní
1889. Þau hófu búskap í Gröf
í Breiðuvíkurhreppi það sama
ár, bjuggu síðan eitt ár í
Brekkubæ, en síðan allan sinn
búskap á Stóra-Kambi eða til
1965. Indriði lést
17. nóvember 1968.
Börn þeirra eru: 1)
Sveinn, f. 31.3.
1927, maki Sigrún
Kristbjörg Arna-
dóttir. Börn þeirra
eru tvö. 2) Sigurást,
f. 29.6 1928, maki
Kristinn Júlíusson.
Börn þeirra voru
sjö, eitt látið. 3)
Lára, f. 4.9. 1930.
Hún á einn son. 4)
Björn, f. 17. 10
1935, börn hans eru
tvö og tvö fóstur-
börn. 5) Ingjaldur, f. 11.4.1941,
maki ingveldur Þórarinsdóttir.
Börn þeirra eru fjögur. 6) Kol-
beinn Ólafur, f. 29.6. 1943,
maki Elísabet Björk Snorra-
dóttir. Þau eiga þijár dætur.
7) Kristleifur, f. 5.2.1946, maki
Guðríður Jóhannesdóttir. Börn
þeirra eru þrjú.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Búðum í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Guðfínna Björg var yndisleg
manneskja. Hún var ekki allra en
mjög trygglynd. Ég kynntist henni
þegar ég var sextán ára, borgar-
bam í kaupavinnu. Hún var hafsjór
af fróðleik, sögum og vísum, hafði
verið vinnukona á Búðum á Snæ-
fellsnesi þegar þar var rekið stórbú.
Margt í heimili og mikið að gera.
Hún kenndi mér að baka og sauma
og var mér sem önnur móðir. Bestu
stundirnar þetta fyrsta sumar voru
eftir hádegi á laugardögum, þá
bökuðum við og hún sagði mér sög-
ur sem mér unglingnum úr Reykja-
vík þótti mjög spennandi að hlusta
á. Hún fór til Reykjavíkur að læra
að sauma þjóðbúninga á sínum
næsta húsi á sömu lóð. Þar hafði
hún búið alllengi og stundað þar
öskjugerð sem hún var þekkt fyrir
en var að mestu hætt þeirri iðju
þá. Kynni okkar voru ekki náin í
fyrstu en breyttust verulega eftir
að dóttir okkar fæddist og urðu enn
nánari þegar við fengum kött á
heimili okkar. Þá kom nefnilega í
ljós að Soffía var bamgóð og ein-
stakur dýravinur. Segja má að kött-
urinn okkar hafi átt sér tvö heimili
því hjá henni átti hann gistingu
vísa og gott viðurværi. Um tíma
áttum við raunar þijá ketti og lét
Soffía sig ekki muna um að hafa
þá alla í fæði auk ýmissa villikatta
sem hændust að henni. Við sjáum
hana fyrir okkur þar sem hún er
að þíða ýsuna í vaskinum og katta-
skarinn allt um kring með ágirnd
í augum. Hún talaði þá til þeirra
eins og óþekktaranga.
Hún var einstaklega góð við dótt-
ur okkar Melkorku enda bankaði
hún oftlega upp á hjá Soffíu þegar
hún kom heim úr skóla og foreldr-
arnir ekki viðlátnir til að taka á
móti henni. Tókst með þeim góð
vinátta og gagnkvæm virðing. Soff-
ía spurði ævinlega um líðan dóttur
okkar eftir að við vorum flutt af
Njálsgötunni og hún sjálf flutt á
hjúkrunarheimilið Eir. Við fylgd-
umst með líðan hennar þar enda
dvaldi hún á sömu hæð og móðir
Ástu.
Hugur Soffíu var jafnan bundinn
æskuslóðunum í Fljótshlíð. Sagði
hún okkur margar sögur af upp-
vaxtarárum sínum þar. Þar átti hún
lengi vel sumarhús og einhveiju
sinni þegar hana langaði heim bað
hún okkur að aka sér austur í Fljóts-
hlíð. Það var okkur sönn ánægja
og er sá dagur okkur ógleymanleg-
ur. Við skoðuðum sumarhúsið og
heimsóttum systur hennar, Ágústu,
og mann hennar, Hjörleif, á Hvols-
velli.
Það var mikil reisn yfir Soffíu.
Hún var sterkur persónuleiki og
engum háð. Soffía var náttúrubarn
og áhugamanneskja um hvers kyns
gróður og garðrækt. Annaðist hún
litla skikann við Njálsgötu af kost-
gæfni og eins lengi og hún frekast
gat. Minnumst við margra ánægju-
stunda um leið og við kveðjum hana
í dag.
Ásta Lijja og Sigurður Jón.
yngri árum, var mikil hannyrða-
kona og eigum við eftir hana marga
fallega hluti. Hún spilaði á harmon-
ikku á sveitaböllum og hafði gaman
af söng og tónlist. Hún var mikil
húsmóðir, átti mjög fallegt heimili
og var höfðingi heim að sækja og
var þá ekki gerður greinarmunur á
kunnugum og ókunnugum. Henni
féll aldrei verk úr hendi. Að taka
við af henni sem húsmóðir að Stóra-
Kambi óx mér í augum. Henni
fannst ég allt of ung en reyndist
mér stoð og stytta í þessu nýja hlut-
verki mínu. Tengdaforeldrar mínir
þurftu að bregða búi sökum heilsu-
brests og tókum við Ingi við búskap
árið 1966. Búskaparár mín kom hún
flest öll sumur og dvaldist í nokkr-
ar vikur. Það var beðið með mikilli
eftirvæntingu því að amma var að
koma í heimsókn.
Hún sinnti ömmubörnum sínum
af kærleik og áhuga. Sagði sögur,
las og kenndi þeim bænir. Trúin
var henni mjög mikilvæg. Þegar
gott var veður var farið í náttúru-
skoðunarferðir, hún kunni nöfn á
flestöllum íslenskum jurtum og bú-
um við enn að þeim fróðleik.
Síðustu æviár sín dvaldist hún á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hafði
hún góðan félagsskap, spilaði á
spil og hafði loksins að eigin sögn
nægan tíma til að sauma út. Á
meðan heilsa hennar leyfði fórum
við á góðviðrisdögum út undir hús-
vegg, sátum í sólinni og spjölluðum
um liðna tíma. Það er sjónarsviptir
að henni og sakna ég hennar mjög
sem og fjölskyldan öll. Það var
mitt happ að fá að vera samferða
henni hluta af lífsleiðinni og vil ég
þakka fyrir það.
Kær kveðja.
Ingveldur Guðfinna
Þórarinsdóttir.