Morgunblaðið - 28.06.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 35
+ Jón Þorgeir
Þorsteinsson
fæddist í Hægindi i
Reykholtsda! 30.
október 1929. Hann
andaðist 22. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jónína
Agatha Árnadóttir
frá Flóðatanga og
Þorsteinn Einarsson
frá Skáney. Móður
sína missti hann
ungur, en faðir hans
hélt áfram heimili
fyrir börnin fimm.
Jón gekk í Hér-
aðsskólann í Reyk-
holti 1946-1948 og síðar Hóla-
skóla og varð búfræðingur það-
an 1952. Bóndi í Giljahlíð frá
1959-1996, en þá brá hann búi
vegna vanheilsu og fluttist í
Borgarnes. Jón var ókvæntur og
barnlaus.
Utför Jóns verður gerð frá
Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jonni mágur er fallinn í valinn
eftir mjög langa og hetjulega baráttu
við erfíðan sjúkdóm, baráttu, sem
hann háði með jafnaðargeði og af
fullkomnu æðruleysi fram á síðustu
stundu. Hann hafði brugðist vitur-
lega við þvf að vera dæmdur úr leik
vegna illkynja krabbameins og selt
jörðina, búið og vélamar, að vísu
fyrir lágt verð en nógu hátt til þess
að geta keypt hús í Borgarnesi til
að búa sér og systur sinni, Sigríði,
sem var ráðskona hjá honum mestall-
an hans búskap, svo og hennar fólki,
öruggt athvarf. Sjálfur þarf hann
ekki lengur á því að halda, enda var
hann ekki fyrst og fremst að hugsa
um sjálfan sig frekar en fyrri daginn.
Jonni kvæntist ekki, en hann lét
sér annt um börn systkina sinna, sem
ólust sum hver upp undir hand-
arjaðri hans, reyndar öll böm, sem
hann umgekkst. Öll börn hændust
að honum eins og fleirum í þeirri
fjölskyldu.
Jonni var einstaklega velviijaður
og greiðasamur, ævinlega boðinn og
búinn til að liðsinna þeim, sem þurftu
hjálpar við, þó að hann hefði meir
en nóg að gera heima fyrir eins og
allir aðrir einyrkjabændur. Til hans
þótti öllum gott að leita.
Hann var snjall ræktunarmaður á
allar skepnur, með afbrigðum glögg-
ur og vandlátur, þegar hann valdi
fé til ásetnings, enda
var leitað til hans sem
ráðgjafa í þeim efnum
og til þess tekið hvað
hann átti fallegan og
arðsaman bústofn.
Hann átti góða hesta
og hafði yndi af þeim
en gaf sér of lítinn tíma
til að njóta þess. Hann
ferðaðist of lítið um
dagana, fór þó stundum
á hestamannamót, en
eftir að hann flutti í
Borgarnes átti hann til
að aka um héraðið og
nágrannahéruðin dag
og dag á meðan heilsan
var bærileg. Hann hafði góða leik-
hæfíleika og tók oft þátt í leiksýning-
um Ungmennafélags Reykdæla fyrr
á árum.
Hann var fastheldinn á fomar
dyggðir eins og allt hans fólk, traust-
ur, ábyggilegur, hreinskiptinn, heið-
arlegur og vildi öllum vel.
Systkinum hans, Gísla, Siggu og
Unnu, votta ég mína dýpstu samúð.
Þriðja mars sl. varð bróðir þeirra,
Árni í Fljótstungu, bráðkvaddur, svo
að nú er skammt stórra högga á milli.
En gott er að minnast góðra
manna, og þakklæti er okkur öllum
efst í huga, þegar við minnumst
þeirra bræðra. Blessuð sé minning
þeirra.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Fyótstungu.
Við fæðumst og við deyjum, það
er það eina sem við vitum, allt þar
á milli er óskrifað blað hvers og eins.
Nú, þegar hann Jonni frændi er far-
inn frá okkur þangað sem honum
líður vel, hverfur hugurinn til baka
til þess tíma sem við vomm yngri
og fórum f sveit á hveiju sumri. Já,
því öll fórum við systkinin í sveit til
Jonna frænda í Giljahlíð. Guðmunda
frá 6 ára aldri og fram að fermingu,
Nína og Jonni eitthvað styttra. Og
ekki leiddist manni í vistinni því hann
Jonni frændi kunni það svo sannar-
lega að hafa ofan af fyrir okkur því
með blíðu sinni og þolinmæði var
hann sko aldeilis ekki í vandræðum
með að ná til okkar krakkanna, það
má með sanni segja að þó hann hafí
ekki sjálfur eignast böm hafi hann
eiginlega verið pabbi okkar á sinn
hátt, því margt sem hann miðlaði til
okkar er geymt en ekki gleymt.
Alls konar atvik stór og smá koma
upp í hugann. Fjárrekstur upp á
Amarvatnsheiði í sumarbyijun, við
örþreytt en þú hvattir okkur áfram
og annaðhvort hélst á okkur eða
leiddir hálfsofandi niður heiðina eftir
sfðasta rekstur og þá var gjarnan
komið við í Fljótstungu hjá Árna
frænda og Ingibjörgu þar sem ekki
væsti um okkur. Alltaf laumaði Guð-
munda sér út með þér og afa í verk-
in, sama hvað mamma bað hana að
vera duglega að hjálpa Siggu að
vaska upp. Það var bara allt sem þið
vomð að brasa úti við svo miklu
meira spennandi en uppvaskið. Eftir
fyrstu sumardvöl hvers okkar, gafstu
okkur lamb að launum, sem sett var
á. Síðar eignuðust kindumar okkar
lömb og á hveiju hausti fóru svo
afkvæmin í sláturhús og við fengum
svo reikning frá Kaupfélagi Borgfírð-
inga. Þótti manni óskaplega gaman
að sjá innstæðuna hækka ár frá ári.
Já, svona minningar og margar fleiri
eigum við systkinin um þig sem við
geymum í hjarta okkar og þökkum
þér allt það sem þú gerðir fyrir okk-
ur og ef við verðum döpur yfír því
að þú sért farinn þá lokum við augun-
um, látum hugann reika og sjáum
þig halla undir flatt, munum hvemig
við kúrðum okkur upp að þér og
heyrum þig hlæja þessum smitandi
hlátri þínum og lundin léttist.
Fyrir tæpum tveimur árum greind-
ist Jonni frændi með ólæknandi
krabbamein. Það hefur sjálfsagt ver-
ið erfið ákvörðun er hann ákvað að
selja jörðina og hætta búskap. En
þetta gerði hann og flutti á Kjartans-
götuna í Borgamesi. Þar lét hann
sér ekki leiðast, hugsaði um garðinn
sinn og fór margar ökuferðir út á
land, á staði sem hann hafði langað
til að sjá en aldrei gefist tími til. Til
dæmis fór hann að Fróðhúsum þar
sem hann hafði ekki komið frá því
hann átti þar heima u.þ.b. 8 ára
gamall. Hann langaði bara svo til
að sjá hvar hann hafði leikið sér
þegar hann var bam. í vetur fór
meinið að heija meira og meira á
Jonna frænda og núna síðustu vik-
umar og mánuðina vom ferðirnar á
sjúkrahúsið á Akranesi æ tíðari. Að
lokum sofnaði hann svefninum langa
sunnudaginn 22. júní sl.
Gísli, Sigga, mamma, frændur,
frænkur og vinir allir, það að hafa
átt hann Jonna að, getur ekki gert
okkur annað en betri manneskjur því
okkur vildi hann alltaf allt það besta.
Við vitum að nú líður honum vel og
alveg örugglega hafa afí og amma
ásamt Áma bróður hans tekið á
móti honum opnum örmum.
Guð blessi minningu Jóns Þor-
steinssonar.
Guðmunda Helgadóttir,
Jónína St. Helgadóttir,
Jón Helgason.
JON
ÞORSTEINSSON
+ Sigurþór Ein-
arsson fæddist á
Miðbýli, _ Skeiða-
hreppi, Árn., 30.
september 1909.
Hann lést á hjarta-
deild Borgarspítal-
ans 20. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Einar Einarsson, f.
10.10. 1880, d. 16.6.
1946, og Helga
Hannesdóttir, f.
22.4. 1886, d. 22.
maí 1973. Helga og
Einar bjuggu á Eg-
ilsstöðum 1 í Vill-
ingaholtshr til 1946. Systkini
Sigurþórs eru: Einar, f. 6.3.
1911, bóndi í Dalsmynni, Vill-
ingaholtshr., Sigríður, f. 25.2.
1914, búsett á Dvalarheimilinu
Ási, Hveragerði, Sesselja Guð-
björg, f. 15.9. 1926, d. 8.2. 1997.
Sigurþór kvæntist 11.9. 1951
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sveingerði Benediktsdóttur, f.
30.4. 1922. Börn þeirra: 1) Ein-
ar, kvæntur Georgíu M. Krist-
munsdóttur og eru þau búsett í
Garðabæ. 2) Kristín Rannveig,
gift Snorra Baldurs-
syni, búsett í Hvera-
gerði. Börn þeirra:
Helga Björk, maki
Gylfi Pétursson,
barn Snorri Fannar.
Fanney, maki Árni
Ólason. Jóna Krist-
ín, unnusti Atli Mar-
el Wokes. 3) Jónas
Benedikt, kvæntur
Birnu Guðmunds-
dóttur, búsett á Eg-
ilsstöðum í Villinga-
holtshr. Börn
þeirra: Kristín
Birna, Ásgerður Eir
og Guðmundur
Heimir. 4) Þórdís, gift Jóni ÓI-
afi Óskarssyni, búsett á Sel-
fossi. Börn þeirra: Linda Ósk,
Þórir og Einar Sindri.
Sigurþór tók við búi foreldra
sinna á Egilsstöðum og bjó þar
til ársins 1975, er hann fluttist
til Hveragerðis og stundaði þar
ýmsa verkamannavinnu i nokk-
ur ár, aðallega hjá Hveragerð-
isbæ.
Útför Sigurþórs fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 16.
Þegar hann afí yfírgaf þennan
heim rifjuðust upp fyrir mér allar
góðu stundirnar pkkar saman, sem
voru allmargar. Ég man að ég fór
oft til ömmu og afa upp í Hverham-
ar eftir skóla og lék mér þar alveg
frá því ég var 6 ára gömul. Það var
alltaf gaman að koma til afa í vinnu-
skúrinn hans og eitt er víst að mað-
ur fór aldrei tómhentur þaðan út.
Afi var mikill bókaormur, hann
hafði þó sérstaklega gaman af ævi-
sögum og var ipjög vel að sér í þeim
efnum. Hann hjálpaði mér oft við
lesturinn og notaði þá oftast Bibl-
íuna til að láta mig lesa upp úr.
Kannski ekkert spennandi lestr-
arefni fyrir litla stelpu en ég er hon-
um þó þakklát eftir á, því það hefur
komið mér að góðum notu.
Það var alltaf stutt í grín og hlát-
ur þegar við afí töluðum saman, og
alltaf hafði hann tíma til að spjalla.
Okkur kom ávallt mjög vel saman
og skildum hvort annað, kannski af
því að við hugsuðum svo ólíkt. Eins
og t.d. eitt sinn sagði hann við mig.
„Nei, hvað þú ert orðin búttuð og
pattaraleg, Jóna mín.“ Sumir hefðu
nú tekið það nærri sér en ég vissi
að honum fannst hann bara vera að
hrósa mér. Ég veit að ég á eftir að
sakna þessara góðu tíma sem við
áttum saman.
Nú er komið að kveðjustund og
þótt ég kveðji með söknuði og sorg
í hjarta, veit ég að nú hvílist afí vel
og vakir yfír okkur. Elsku amma,
ég votta þér innilega samúð mína.
Jóna Kristín Snorradóttir.
SIGURÞÓR
EINARSSON
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALGARÐ Þ. BJÖRNSSON
læknir,
Þorsteinsgötu 13,
Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 27. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jófríður Vaigarðsdóttir,
Kristín M. Valgarðsdóttir, Sævar Þórisson,
Valgarð Sverrir Valgarðsson, Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir,
Þröstur Valgarðsson
og barnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín,
BRYNHILDUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Réttarholti 4,
Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, fimmtudaginn 26. júní.
Magnús Eiríksson.
t
Elskulegur sonur minn,
ATLI GUÐMUNDSSON,
lést af slysförum í Danmörku þriðjudaginn 24 júnf.
Hólmfríður Oddsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRIR ÞORGEIRSSON,
Reykjum,
Laugarvatni,
lést miðvikudaginn 25. júní.
Fyrir hönd ættingja,
Esther Matthildur Kristinsdóttir
og böm.
t
KELD GALL J0RGENSEN
lektor,
lést á Háskólasjúkrahúsinu I Óðinsvéum fimmtudaginn 26. júní.
Jarðaförin fer fram í Óðinsvéum þriðjudaginn 1. júlí.
Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Marta Gall Jorgensen,
Nína Gall Jorgensen.
*•
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINÞÓR SVEINBJÖRNSSON
frá Þórshöfn,
Langanesi,
sem lést á Garðvangi ( Garði þriðjudaginn 24. júní, verður jarðsettur frá
Keflavlkurkirkju mánudaginn 30. júní kl. 14.00.
Hreinn Steinþórsson, Kristln Sigurvinsdóttir,
Margrét Hjartardóttir,
barnabörn og barnabamabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
GÍSLA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Teigi,
síðast til heimilis
I Silfurtúni, Búðardal,
er lést laugardaginn 21. júnl, verður jarðsungin
frá Hvammi í Dölum laugardaginn 28. júní
kl. 14.00.
Kristján Sæmundsson,
Anna Sæmundsdóttir,
Sigurbirna Guðjónsdóttir
og fjölskyldur.