Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 43

Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1997 43 FRÉTTIR Morgunblaðið/Steinunn Ósk BRÚIN yfir affallið úr Lóninu er önnur tveggja brúa sem vigð- ar verða á sunnudaginn í Þórsmörk. Brúarvígsla á Þórsmerkurleið RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur átti 75 ára afmæli á sl. ári og var haldið upp á það með marg- víslegum hætti. M.a. voru hátíð- arhöld eina helgi i Elliðaárdal og fyrir þau var smíðuð vegleg göngubrú til að auðvelda umferð um svæðið. Eftir að þessu lauk fannst for- ráðamönnum rafmagnsveitunn- ar tilvalið að gefa brúna á ein- hvern stað þar sem hún kæmi að góðu gagni. Þeir höfðu sam- band við ferðafélagið Útivist og í sameiningu var ákveðið að koma brúnni fyrir á gönguleið til Þórsmerkur. Eftir nokkra at- hugun var ákveðið að staðseta brúna yfir affallið úr Lóninu, segir í fréttatilkynningu. Flutningur sliks mannvirkis er nokkuð kostnaðarsamur og því ákváðu útivistarmenn að smíða aðra brú og flytja með, þar sem kostnaður yrði nánast hinn sami og skyldi hún sett á Steinholtsá. Þar með væri búið að brúa tvo verstu farartálmana fyrir göngu- og hjólafólk. Yfirumsjón verksins f.h. Úti- vistar var i höndum Jóns Sigurðs- sonar, trésmíðameistara. Fjalla- sjóður tók að sér að greiða út- lagðan kostnað við flutninginn. Að fengnum leyfum var þetta síðan framkvæmt í maí sl. og aðstoðuðu Farfuglar og Ferðafé- lag Islands við uppsetninguna á staðnum. Sunnudaginn 29. júní kl. 13 mun sr. Halldór Gunnarsson í Holti vígja brýrnar og af því til- efni verður hátíðarstund á staðn- um. Eftir vígslu er boðið upp á hressingu í skála Útivistar í Bás- um og þarf að tilkynna þátttöku á skrifstofu Útivistar á Hallveig- arstíg 1. Dagsferð með leiðsögn verður farin frá BSÍ kl. 8.30 á sunnudagsmorgun. Arlegur hjóladagur BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins Sniglar halda sinn árlega hjóladag laugardaginn 28. júní. „Þau mál sem oftast hafa borið á góma undanfarin misseri hafa verið fækkun slysa og í kjölfar þess lækkun iðgjalda á bifhjólatrygging- um. Það er augljóst að þessi mál- efni tengjast beint og gera Sniglar sér fyllilega grein fyrir því. Því reyna Sniglar að hafa áhrif hver á annan og eru þar með að gæta eig- in hagsmuna,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Sniglunum. Dagskrá Hjóladags: „Hópakstur frá Kaffivagninum Grandagarði kl. 14 og ekið eftirfarandi hring: Grandi - Hringbraut - Vatnsmýr- arvegur - Bústaðavegur - Kringlu- mýrarbraut - Hafnarfjarðarvegur - Vífilstaðavegur - Reykjanes- braut - Sæbraut - Kalkofnsvegur - Lækjargata - Austurstræti kom- ið að Ingólfstorgi kl. 15. Þar mun dagskrá hefjast og samanstendur af stuttum ávörpum og lifandi tón- list og útnefningu Heiðurs-Snigils nr. 1100. Dagskrárlok á Ingólfs- torgi eru um kl. 16. Seinna um daginn mun nokkuð stór hópur leggja á stað í hringferð um landið og tilefnið er Landsmót Snigla sem haldið verður að Vé- görðum, Fljótsdal, helgina 3. til 6. júlí.“ Hafnarfjarðar- meistaramót í dorgveiði ÆSKULÝÐS- OG tómstundaráð HafnarQ'arðar stendur fyrir dorg- veiðikeppni þriðjudaginn 1. júli við Flensborgarbryggju. „Síðastliðin sumur hefur Æsku- lýðsráð haldið dorgveiðikeppni og í fyrra voru þátttakendur um 350 börn. Þessi keppni hefur þótt tak- ast vel og þeir sem ekki eiga veiðar- færi geta fengið lánuð færi á keppn- isstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfs- mönnum. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau börn sem veiða flesta fiska fá einnig verð- laun. Styrktaraðili að keppninni er Veiðibúð, Lalla Bæjarhrauni, sem gefur verðlaun og góð ráð. Fyrir að veiða flesta fiska og stærsta fisk- inn eru veitt vegleg verðlaun. Leiðbeinendur íþrótta- og leikja- námskeiðanna sjá um öfluga gæslu auk þess sem björgunarsveitin Fiskaklettur verður með björgunar- bát á sveimi. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15.00. Allir krakkar á aldrinum 6-12 ára eru velkomnir og hvattir til að taka þátt,“ segir í fréttatilkynningu frá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafn- arfjarðar. Fræðslu- dagskrá á Þingröllum „NÁTTÚRUSKOÐUNARFERÐ um Lambhaga verður farin í dag, laugardag, kl. 13 á vegum þjóð- garðsins á Þingvöllum. Hugað verð- ur að dýralífi og gróðurfari við Þingvallavatn. Kl. 15 verður litað og leikið með börnum í Hvannagjá. Á morgun, sunnudag, kl. 13 verður gengið um gjár og sprungur að Öxarárfossi, til baka um Fögru- brekku og ijallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Þá verður farið í pílagrímsferð um Árnesþing sem hefst á Þingvöll- um kl. 13 á sunnudag með ávarpi við Vellankötlu og svo kristnitöku- minningu á Lögbergi kl. 13.45. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóð- garðsins,“ segir í fréttatilkynningu frá landverði. Sumarferð Minja og sögu SUMARFERÐ Minja og sögu, gönguferð um Þingholtin undir leið- sögn Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings, verður farin sunnudaginn 29. júní kl. 14. Safnast verður sam- an við Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Gengið verður suður Laufásveg, upp Skálholtsstíg, þá Grundarstíg til suð- urs, niður Hellusund, Þingholts- stræti til norðurs að Amtmannsstíg, niður hann og Skólastræti til norð- urs. Gönguferðinni lýkur á horni Skólastrætis og Bankastrætis. Hugað verður að sögu, mannlífí og byggingarlist. Þátttaka er ókeyp- is og öllum velkomin. Að lokinni göngu er áætlað að fara á kaffihús, spjalla saman yfir kaffibolla og beina fyrirspurnum til Guðjóns Friðriks- sonar, segir í fréttatilkynningu. Ferðafélag íslands og Útivist Reykjavegur, 5. áfangi FIMMTI áfangi raðgöngu Ferðafé- lags íslands og Útivistar um göngu- leiðina Reykjaveg er á morgun, sunnudag, og er brottför frá BSÍ, sunnan megin og Mörkinni 6, kl. 10.30. Reykjavegurinn er farinn í 10 áföngum, en gönguleiðin liggur á milli Þingvalla og Reykjanesvita, en í ferðinni á morgun er genginn áfanginn frá Bláfjöllum í Vatns- skarði við Krísuvíkurveg. Þetta er gönguleið þar sem farið er hjá Þrí- hnúkum, framhjá Grindaskörðum og um Lönguhlíð og m.a. er talsvert af eldstöðvum á þessari leið. Dómkirkjan - ferð aldraðra á Skaga „MIÐVIKUDAGINN 2. júlí er áformuð ferð aldraðra á vegum Dómkirkjunnar á Skaga. Skoðað verður byggðasafnið í Görðum, kaffi drukkið í safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi og höfð helgi- og sögustund í Innra-Hólmskirkju. Far- arstjórar eru prestar safnaðarins sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sóknarnefnd- arfólk verður til aðstoðar. Ferðin kostar 700 kr. og greiðist í rútunum en nauðsynlegt er að láta af sér vita og er innritað í ferðina í safnaðarheimilinu mánudag og þriðjudag kl. 10-12. Farið verður frá Dómkirkjunni kl. 13,“ segir í fréttatilkynningu frá Dómkirkjunni. Hress flytur í stærra húsnæði LINDA Hilmarsdóttir og Jón Þórð- arson sem undanfarin ár hafa rekið líkamræktarstöðina Hress í Hafnar- firði hafa fest kaup á húsnæði að Dalshrauni 11 fyrir líkamsræktar- stöð sína. Hress hefur verið starf- rækt í Hafnarfirðinum í 10 ár. I nýja húsnæðinu að Dalshrauni verður rúmgóður tækjasalur, aðbún- aður í búningsklefum verður mun betri en áður, opnunartíminn verður rýmri, opið alla daga vikunnar og fleiri þolfimitímar í tímatöflu. Boðið verður upp á hjólatíma (spinning) sem er hreyfing sem allir geta verið með í. Tímar verða í boði fyrir sjö á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Bamagæsla verður í rúmgóðum sal alla daga vikunnar, á kvöldin og um helgar. í nýja húsnæðinu verða nýir ljósabekkir og nuddaðstaða. Nýkort frá Land- mælingum LANDMÆLINGAR íslands hafa gefið út nýtt Aðalkort í mælikvarð- anum 1:250.000, blað 8, Mið-Aust- urland. Kortið er það áttunda í nýrri útgáfu aðalkorta af landinu, en það níunda og síðasta (blað 9, Suð-Austurland), er væntanlegt á markaðinn í ágústmánuði næst- komandi. Aðalkortin innihalda alla vegi, vegaslóða og veganúmer auk fjölda örnefna. Landmælingar íslands hafa einn- ig gefið út nýtt veiðikort í mæli- kvarða 1:25.000 af Stóru Laxá. Kortið er það fímmta i röð veiði- korta sem gefin hafa verið út í sam- starfi við Stangveiðifélag Reykja- víkur. Hin kortin eru: Elliðaár, Hít- ará, Norðurá og Sogið. Göngukort yfir Hornstrandir í mælikvarða 1:100.000 hefur verið endurprentað og sett inn í sam- ræmda röð sérkorta af helstu ferða- mannasvæðum. í síðasta mánuði gáfu Landmæl- ingar íslands út 6 ný staðfræðikort í mælikvarða 1:25.000 af efri hluta AA aðstoðar Grænlendinga AA-SAMTÖKIN á íslandi héldu laugardaginn 24. maí átjándu landsþjónusturáðstefnu sína að Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu AA félagar víðsvegar að af landinu en unnið var í vinnuhópum með verkefnin. Starfshættir og stefna AA-samtakanna: Eining - þjónusta - bati. Erfðavenjurnar og sporin 12 í framkvæmd. AA-samtökin og þjóðfélagið. Málefna- og dagskrár- nefnd. Á íslandi í dag eru starfandi 263 AA deildir ásamt 10 íslenskumæl- andi sem starfa erlendis. Þá voru í boði AA-samtakanna tveir Grænlendingar frá Nuuk, en AA-samtökin þar eru í örum vexti. 1985 var fyrsta AA-deildin stofnuð í Qaportoq. 1987, 10. júní, voru fyrstu AA-deildirnar stofnaðar í Nuuk, AA-félagar voru fimm. 1995 eru AA-fundir á 11 stöðum á land- inu og hver staður með tvo til þijá fundi í viku. 1997 eru 17 AA-fund- ir í Nuuk. Það er von Landsþjónustunefnd- ar AA-samtakanna að heimsókn Grænlendinganna hingað verði lyftistöng AA-starfí í Grænlandi. Happdrætti ESSO o g Ferða- málaráðs „ÚT ER komið Vegabréf ESSO og Ferðamálaráðs íslands fyrir árið 1997. Með Vegabréfínu vilja Olíufé- lagið hf. og Ferðamálaráð íslands hvetja landsmenn til þess að ferðast um landið sitt og kynnast fegurð þess og fjölbreytileika. Vegabréfið byggist á skemmtilegum leik sem gengur út á að safna stimplum, en þá má til dæmis fá á bensínstöðvum ESSO, á tjaldstæðum, hjá hestaleig- um og við sundlaugar víða um land. Þegar Vegabréfíð er fullstimplað gildir það sem miði í útdrætti sem fer fram í beinni útsendingu á Rás 2 í lok sumars. Þá verður dregið um veglega vinninga þeirra á meðal VW Polo frá Heklu og Easy-Camp Petit tjaldvagn frá EVRÓ. í Vegabréfinu má einnig finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyr- ir ferðamenn og miða í Vegabréf- spottinn, en úr honum verður dregið á hverjum föstudegi í tíu vikur í sumar, í beinni útsendingu á Rás 2. Vegabréfið er hægt að fá á bens- instöðvum ESSO um allt land og á upplýsingamiðstöðvum ferðamála," segir í fréttatilkynningu frá ESSÓ. Fljótsdalshéraðs. Kortin voru unnin í samvinnu við sveitarfélög á svæð- inu, Búnaðarsamband Austurlands, Landsvirkjun, Orkustofnun, Skóg- rækt ríkisins, Skipulag ríkisins og Náttúrufræðistofnun. Söludeild Landmælinga íslands annast kortasölu stofnunarinnar, en kortin eru fáanleg á yfir 200 sölustöðum um allt land. Námskeið í sálrænni skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í áfalla- og stórslysasálarfræði (sál- rænni skyndihjálp) 3. og 7. júlí nk. Kennt verður frá kl. 19 til 22 báða dagana. „Námskeiðið er ætlað fyrir * alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Námskeiðshaldari verður Lárus H. Blöndai, sálfræðingur. Kennslustað- ur verður í Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeiðið inniheldur almenna kynningu í áfalla- og stórslysasálar- fræði, þar sem megininntakið eru þau áhrif og afleiðingar sem válegir atburðir geta haft á fólk og hvernig hægt sé að draga úr mannlegum þjáningum í kjölfar þeirra eða í tengslum við þau. Meðal efnis eru fyrstu viðbrögð við vá, atriði sem geta valdið álagi á vettvangi, við- brögð til skemmri og lengri tíma, " ýmsar úrlausnarleiðir, s.s. sálræn skyndihjálp á vettvangi válegra at- vika og skipulegir upprifjunarfundir í kjölfar þeirra, sk. andleg viðrun," segir í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurdeild RKÍ. Námskeiðsgjald er kr. 2.000. 950 Safnkorts- hafar á leið til f Þýskalands „SAFNKORTSHAFAR hafa tekið ferðatilboði Olíufélagsins og Sam- vinnuferða-Landsýnar opnum örm- r um. Tilboðið hljóðaði upp á flug og bíl í viku til Þýskalands fyrir 19.900 krónur, með öllum gjöldum, sköttum og tryggingum inniföldum. Fyrstu tvær vikurnar eftir að tilboðið var kynnt, pöntuðu safnkortshafar 950 sæti og enn eru pantanir að berast. Einungis 1.150 sæti eru fáanleg hjá Samvinnferðum-Landsýn á þessu tilboðsverði og fyrirsjáanlegt að þau seljist öll á næstu dögurn," segir í fréttatilkynningu frá Olíufélaginu og S-L. LEIÐRÉTT Forsvarsmenn Veiðimannsins ÁGÚSTÍNA Ingvarsdóttir vill árétta, vegnar fréttar Morgunblaðs- ins í gær um lokun Hafnarstrætis, að eigandi Veiðimannsins ehf. er Paul O’Keeffe en Ágústína situr í stjórn fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.