Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 44

Morgunblaðið - 28.06.1997, Page 44
-v 44 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUIM Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi __ t (Lúk. 5.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob A. Hjálmars- son. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Organleikari Kjartan Sig- urjónsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdótt- ir. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, setur sr. Sigurð Páls- son í starf aðstoðarprests við Hallgrímskirkju. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Tónleikar kl. 17. EinarSt. Jónsson trompetleikari og Douglas A. Brotchie organisti. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. - LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þóarins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur II) syngur. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa er minnt á guðsþjón- ustu í Áskirkju. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: *■ Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKjA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónas- son. DIGRANESKIRKJA: Sumarferð Kirkjufélags Digraneskirkju á sunnanvert Snæfellsnes. Brottför sunnudagsmorgun kl. 8.30 frá kirkjunni. Helgistund ÍBúðakirkju. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Peter Maté. Prestarnir. - GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Hörður Bragason, Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumar- leyfa starfsfólks kirkjunnar er fólki bent á helgihald og þjónustu í Breiðholtskirkju eða öðrum kirkj- um í Kópavogi. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju Fríkirkjan í Reykjavík Starf, staða og framtíðarsýn. Málþing verður haldið í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13, mánudaginn 30. júní kl. 19.00 um starf, stöðu og framtíðarsýn Fríkirkjunnar. Málshefjendur: sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Cecil Haraldsson og Sigurður E. Guðmundsson, formaður safnaðarstjórnar. Léttur kvöldverður í boði. É i =L pla -Jij 4 ð æ $ts ig æs ÉS @9 68 III 1 lii syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson pred- ikar. Húnakórinn flytur tónlist undir stjórn Sesselju Guðmunds- dóttur. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messa kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugardag og virka daga messa á þýsku kl. 7.15. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardaga kl. 18. Engin messa virka daga í júlí. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga k| q BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Filadelf- fa: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Indriði Kristjánsson. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 19.30 bænastund, kl. 20 hjálpræðissamkoma. Elsabet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Hans Markús Hafsteinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Helgistund kl. 11. Þórhallur Heimisson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kvöld- messa sunnudag kl. 20.30. Prestur sr. Sigfús B. Ingvason. Organisti Einar Örn Einarsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Kirkjan verður lokuð í júlí og ág- úst vegna framkvæmda og þjón- usta fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju meðan á framkvæmdum stendur. HVALSNESKIRKJA: Fermingar- messa sunnudag kl. 11. Önundur Björnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Göngumessa kl. 11. Þess minnst að 24 ár eru liðin frá lokum elds- umbrota á Heimaey. Messan hefst við krossinn í gíg Eldfells. Þaðan er gengið niður á Skans, þar sem guðsþjónustunni er framhaldið. Kór Landakirkju syngur við undirleik Gísla Brynj- ólfssonar á harmonikku. EGILSSTAÐAKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 10.30. REYKHOLTSPRESTAKALL: Messa verður í Reykholti sunnu- dag kl. 11. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 14. Messa í Borgarkirkju kl. 16. Þorbjörn Hlynur Árnason. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Opnum Aniarholt NÚ ER NÓG komið. Það er nauðsynlegt að opna deild nr. 35 í Arnarholti. Deild sem er ætluð fyrir ungt fólk sem er búið að vera veikt árum saman og kemst ekki út í lífið. Það var algjör plága fyrir mig að þurfa að vera innan um fullorðið fólk, sumt mjög fullorðið t.d. á áttræðis- aldri, flest í hjólastólum og mjög krónískt. Er ekki nóg fyrir okkur unga fólk- ið að þurfa að vera á þann- ig deild þegar árin færast yfir okkur? Gallinn við að vera á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, sem áður hét Borg- arspítalinn, er að þar eru neyðarinnlagnir, fólk sem er oftast að lenda inn á geðdeiid í fyrsta skipti, mjög veikt, oftast í fylgd lögreglu. Oft er því gefin sprauta til þess að róa það niður. í einstaka tilfeilum þarf lögreglu til yfirsetu yfir þessu fóiki. Ég er sem betur fer ekki óvirkur sjúklingur, ég mála gull-, silfur- og koparmyndir, sem vekja mikla lukku, en í mörg ár var ég óvirk, gerði ekki neitt, sökum þess hve mikið ég var veik. I örvæntingu minni sem minnimáttar bið ég um að deildin verði opnuð á ný. Gígja Thoroddsen. King Kong ómögulegur þáttur GUÐRÚN hringdi og vildi hún lýsa yfir óánægju sinni með útvarpsþáttinn „King Kong“ sem er morgunþátt- ur á Bylgjunni. Stjórnend- ur eru gjörsamlega ómögulegir og blaðra tóma vitleysu, þátturinn virðist ganga út á það að setja út á alls konar fólk. Það er eins og þáttastjómendur séu alltaf í vondu skapi og sjái aðeins dökku hliðarnar á öllum málum. Stjarnan góð útvarpsstöð SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með nýju útvarpsstöðina „Stjörnuna". Segir hún lagaval gott og ekki sé sí- fellt verið að masa um allt og ekkert. Hún sendi þeim á Stjömunni sínar bestu þakkir. Hildir óskast TRYGGVI Gunnar hringdi og er hann að smíða skjá- glugga í gömlum stíl. Hon- um bráðvantar hildir eftir kálfsburð til að nota við verkið. Ennfremur vantar á sama stað langspil fyrir þjóðlega tónlist til leigu eða kaups. Uppl. hjá Tryggva eða Völu í síma 562-9232. Tapað/fundið Lyklahringur tapaðist FYRIR nokkm tapaðist lyklahringur með mörgum lyklum á, sennilega í Laug- arneshverfi. Ef einhver hefur orðið var við lyklana er hann beðinn að hringja í síma 553-4359. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili ÞRÍR sérstaklega fallegir og kassavanir kettlingar óska eftir góðu heimili. Uppl. í síma 565-1034. Með morgunkaffinu Pennavinir SEXTÁN ára áströlsk stúlka með mikinn Is- landsáhuga: Kathryn Myles, 2 Macquarie PL, Umina Beach, New South Wales, 2257 Australia. NÍTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kött- um og Madonnu: Noriko Kitamura, 2509-1 Shimomachi, Iwate Tarui-cho, Fuwa-gun, Gifu-ken, 503-21 Japan. TUTTUGU og átta ára Ghanakona með áhuga á ferðalögum, tónlist og skokki: Jessica Quansah, Box 366, Tantri, Cape Coast, Ghana. SAUTJÁN ára króatísk stúlka með áhuga tónlist, íþróttum, ferðalögum, tungumálum o.fl.: Mira Sladovic, Kavranic 11, 51262 Kraljevica, Croatia. SEXTÁN ára finnsk stúlka með áhuga dýmm, menningu, tónlist, leikur á finnskt hljóðfæri sem heitir kantele: Eveliina Kontio, Riihitie 9 as 1, 74200 Vierema, Finland. TÓLF ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Philip Pisanchyn, 424 S.Turnpilse Rd., Daltopn, PA 18414, USA. TUTTUGU og átta ára Ghanakona með áhuga á kvikmyndum og tónlist: Irene Jackson, Box 459, Russel Street, Cape Coast, Ghana. ÁTJÁN ára spænskur námsmaður vill auka þekkingju sína á íslenskri menningu og tungu: Jordi Garcia Vermeulen, Urb. Jardin del Soto 14, 28791 Soto del Real, Madrid, Spain. EFTIR því sem ég kemst næst á hann fimm dætur, en er bara með eitt bað- herbergi í húsinu. MANNINUM minum finnst svo gott að borða í rúminu. HVER segir að völd skipti karlmenn mestu máli? Víkveiji skrifar... AÐ er bjartara yfir efnahags- málum þjóðarinnar nú en ver- ið hefur um árabil og ánægjulegt að kjarasamningar skuli að mestu vera frágengnir við stærstan hluta launþegahreyfingarinnar í landinu allt til aldamóta. Að mati samn- ingsaðila hafa samningarnir verið gerðir á raunhæfum forsendum og efnahagsþróunin síðustu mánuði bendir ekki til annars en að nokkuð gott jafnvægi ríki í þjóðarbúinu. Verðlag hefur hækkað minna en spár gerðu ráð fyrir við gerð kjara- samninga. Það er þó alltof snemmt að fagna, því skammt er um liðið frá samningum og ýmis hættu- merki á lofti, sem nauðsynlegt er að taka fullt tillit til. Það er í sjálfu sér ekkert einfalt mál að halda jafnvægi í efnahags- lífinu þegar kaupmáttur vex jafn hratt og á síðustu árum og útlit er fyrir að hann muni gera fram til aldamóta að minnsta kosti. Hingað til hefur það tekist farsællega en full ástæða er til að vera á varð- bergi áfram og bregðast af hörku við sérhvetju merki um ójafnvægi í efnahagslífinu. Sá árangur sem náðst hefur er allt of mikils virði til að hann megi glatast vegna skammsýni og vona um stundar- gróða. xxx EGAR litið er til baka til þróun- ar efnahagslífsins síðasta ára- tuginn er ljóst að erfiðleikaárin í kringum 1990 og gerð þjóðar- sáttarsamninganna í kjölfarið hafa orðið okkur til góðs. Þau fyrirtæki sem komust í gegnum erfiðleikana eru sterkari eftir en áður og eflaust erum við enn að njóta góðs af þeim frækornum sem þá var sáð. Fyrir- tækin hafa getað tekið á sig veru- legar launahækkanir án þess að velta þeim út í verðlagið. Kaup- máttur hefur vaxið jafnt og þétt og stefnir í að verða í sögulegu hámarki eftir tvö ár eða hærri en hann varð hæstur á veltiárunum 1986-88 þegar kaupmáttur óx um tugi prósenta á hveiju ári. Það sannar kannski máltækið að síg- andi lukka sé best. Það hefur hins vegar viljað loða við okkur íslend- inga að sýna óþolinmæði í þessum efnum. Biðlund hefur ekki verið okkar sterka hlið, en vonandi hefur nú orðið breyting á. Árangurinn undanfarin ár ætti að kenna okkur það. xxx NATTSPYRNUVERTÍÐIN stendur nú sem hæst. Knatt- spyrnan hefur oft verið betri en nú, ef marka má þá leiki sem búnir eru. Meðalmennskan hefur verið ríkjandi og óvænt úrslit iðulega lit- ið dagsins ljós. Knattspyrnan hefur þó farið batnandi í undanförnum umferðum. Baráttan er mjög hörð á botni og toppi efstu deildarinnar og eflaust á það eftir að haldast allt til loka mótsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.