Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 53

Morgunblaðið - 28.06.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1997 53 myndbönd SÍÐUSTU VIKU Draugurinn Susie (Susie Q)k 'h Jólin koma (Jingle All the Way)k k Leyndarmál Roan Inlsh (The Secret ofRoan Inish)* k ‘/2 Elgi skal skaða (First Do No Harm)-k ★ ★ Óttl (Fear)k -k'h Jack (Jack)k k Vondir menn í vfgahug (Marshall Law)k 'h Helgi í sveltinnl (A Weekendin the Country) kkk Köld eru kvennaráð (The First Wives Club)k k k Ofbeldishefð (Violent Tradition)k k'h Ovæntir fjölskyldu- meðllmlr (An Unexpected Family) ★ ★ ★ Flagð undlr fögru skinni (Pretty Poison)k 'h Eiglnkona efnamanns (TheRichMan’s Wife)k'h Djöflaeyjan (Djöflaeyjan) kkk'h Plágan (ThePest)kkk Krákan: Borg englanna (The Crow: City ofAngels)k Allt fyrlr aurana (IfLooks Could Kill)'h Nornaklíkan (The Craft)k k Óskastund (Blue Rodeojk Qllllan (To Gillian on Her37th Birthda- y)kk'h MYNPBÖNP/KVIKMYNPIR/ÚTVARP-SJÓNVARP E' Landkönnun í austurvegi |G HEF oft furðað mig á því, að ekki skuli koma meira af landa- og borga- þáttum í sjónvarpinu en raun ber vitni. Auglýstar eru sólarlanda- ferðir og heimsferðir og karabískar ferðir og Flórída- ferðir, þar sem lagt er í langt ferðalag til að sjá Disney eða til að deyja. Ekki komast allir í ferðalag allan tímann eða hafa löngun til þess, þótt þeir hafi gaman af að virða fyrir sér ókunn lönd. Erlendar stöðvar eru alltaf öðru hveiju með sjónvarps- þætti frá löndum og borgum úr mikilli fjarlægð. Frægir eru t.d. þættir Discovery frá Afríku og eru þeir þó aðeins um dýr. En einstaka sinnum rekur svona ferðaþátt á fjörumar, þar sem tilkynnt er að rak- in verði menning og saga. Sýndur var fyrsti þáttur gleðipinnans mikla Hermanns Gunnarssonar (Hemma- gunn) úr austurvegi, nánar tiltekið Thailandi, sem mig minnir að héti einu sinni Siam. Ahorfandinn var litlu nær um menningu Thailend- inga, nema hvað þeir ferðast á fljótaprömmum og hafa gullskeiðar á hallarþökum. Sögulega atriðið var tengt kvikmyndinni yfir Kwai-fljót- ið, sem David McLean gerði hér um árið við mikið lof og frægð. Við fengum smásögubút um kvik- myndina. Þetta er nú kannski ekki alveg sanngjarnt vegna þess að þarna voru sýndir að minnsta kosti tveir gullbúddar, og hafði annar þeirra komið til sögu með sama hætti og rolla missir reifið á sumardögum. Búdda lenti í flutningum, en þá vildi ekki betur til en svo, að hann fékk högg á sig og hrundi þá gips- ið utan af honum. Eftir stóð lík- neski úr skíra gulli. Þar voru Thai- lendingar heppnir og sýnu gæfu- legri en íslendingar, sem virðast hafa tapað gulli Egils fyrir fullt og allt. rjit þailendingar virðast ekki hafa orðið fyrir stórvægi- legum vestrænum áhrif- um, þótt áhrifafólk hafi, ásamt túristum, sótt þá heim. Mér er efst í huga af frægðarfólki enska kennslukonan, SJÓNVARP Á sem siðvæddi kóng- inn’ David McLean’ LAUGARDEGI sem sagði sögu frá fljótinu og Hemmig- unn, sem synti í því sama fljóti þótt það væri kolmórautt eins og klóak skógarmanna. Honum hefur kannski orðið við eins 0g Stanley þegar hann hitti Livingstone inni í svörtustu Afríku: „Dr. Livings- tone, I presume", og sagt er hann kom upp úr kafinu eftir að hafa stungið sér í Kwai: „Culture, I presume“. En þátturinn var forvitnilegur og sjálfsagt sjónvarpsefni. Um menninguna er áhorfandinn jafn- nær utan hvað þetta var allt saman gyllt, blautt og grænt. Næst stefnir Hemmigunn inn til landsins og hót- ar að heimsækja Gyllta þríhyrning- inn. Það er heitt á þessum slóðum enda var leiðtoginn fáklæddur. Það verða því ekki fötin sem íþyngja honum í Gyllta þríhymingnum. Þaðan kemur stórhættuleg land- búnaðarafurð eins og kunnugt er. Vonandi sleppur Hemmigunn við þá afurð, enda framleiða bændur þar ekki nema hráefnið í hana, svo hún er varla annað en jarðargróði í þeirra augum. Þótt Hemmigunn hafi spjarað sig „im fehrnen land“, eins og Lohengrin, spjara sjónvörpin sig ekki nema rétt svona mátulega. Dagskráin er svolítið daufleg alla jafna. Alveg er eins og dagskrár- stjórum finnist að þeir fái uppreisn æru, þegar til skotbardaga kemur. Nú kom Rambo í hasarmynd á fimmtudaginn og skaut allt í mél að venju börnum að leik. Fréttirnar eru sérstaklega daufingjalegar enda mitt sumar. Og heldur tala þeir í fréttum um þorsk og loðnu en eyða tímanum í heimsviðburði. Nýlega mættust átta stórhöfðingj- ar í niður í Denver í BNA. Litlar fréttir eða skýringar hafa farið af því mannamóti. Aftur á móti var einhver ráðherra gripinn i gufu- baði austur í Moskvu og missti við það embættið. Ekki fyrir það að baða sig heldur vegna þess að hann hafði tvær naktar konur til fulltingis sér. Indriði G. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.