Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Lengjan fest á trollið Andlát STEINDÓR STEINDÓRSSON STEINDÓR Steindórs- son frá Hlöðum, fyrrver- andi skólameistari og alþingismaður, er látinn á nítugasta og fimmta aldursári. Steindór fæddist á Möðruvöllum í Hörgár- dai 12. ágúst 1902. For- eldrar hans voru Stein- dór Jónasson, verslunar- maður á Þrasthóli í Arnarneshreppi, og Kristín Jónsdóttir, ráðs- kona á Möðruvöllum. Hann lauk gagnfræða- prófi á Akureyri 1922 og stúdentsprófi utan- skóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1925. Steindór nam nátt- úrufræði við Hafnarháskóla 1925- 1930 og iauk fyrri hluta meistara- prófs í grasafræði 1930 og stundaði síðan framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Ósló 1951. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla íslands 1981. Steindór var kennari við Mennta- skólann á Akureyri 1930-1966 og varð skólameistari 1966-1972. Hann var stundakennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar 1930-1936 og á sumrin vann hann að gróðurrann- sóknum til ársins 1976. Steindór sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn, sem landskjörinn þingmaður fyrir Isafjörð árið 1959 en hafði áður setið á þingi sem landskjörinn vara- þingmaður árið 1947. Steindór var formaður Ferðafélags Akureyrar og formaður Norræna félagsins á Akureyri um nokkurn tíma. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri 1946-1958 og sat í bæjarráði frá 1948. Steindór var í flokks- stjórn Alþýðuflokksins 1950-1972 og formaður Alþýðuflokksfélags Ak- ureyrar 1962-1964. Hann var formaður Ræktunarfélags Norður- lands 1952-1971, ráðu- nautur Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins 1955- 1967 og grasafræðiráðunautur við gróðurkortagerð Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins á Grænlandi 1977-1981. í minningarorðum Ólafs G. Einars- sonar, forseta Alþingis, á þingfundi í gær sagði hann meðal annars að Steindór hefði verið vel máli farinn, minni hans afar gott og að hann hefði verið fjölfróður um ýmsa þætti þjóðlífsins, þó sérfræðisvið hans hefði verið náttúrurfræði en á því sviði hefði hann verið stórvirkur. Eftir hann lægi mikið ævistarf og hann hefði hlotið verðskuldaðar heiðursvið- urkenningar fyrir vísinda- og félags- störf. FRÉTTIR Höfuðkúpubrotinn með hleðslusteini í árás þriggja ungmenna Ovenju hrottafeng- in árás í miðbænum Maðurinn losnaði af gjörgæslu í gær og er talinn á batavegi Morgunblaðið/Golli MAÐURINN var meðal annars sleginn með hleðslusteini aftan í höfuðið, þannig að steinninn gekk inn í höfuðkúpuna. TÆPLEGA fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður, sem varð fyrir alvarlegi'i líkamsárás á horni Póst- hússtrætis og Austurstrætis aðfara- nótt sunnudags, var útskrifaður af gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur í gær. Tveir af þremur ungum mönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn málsins voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrra- kvöld. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Þijú vitni gáfu sig fram við lög- reglu sem var kölluð á staðinn ör- skömmu eftir að árásin átti sér stað, og þykir atburðarásin nokkuð ljós. Sleginn með hleðslusteini Að sögn sjónarvotta virðist sem árásarmennirnir hafi vikið sér að manninum laust eftir klukkan tvö um nóttina á fyrrgreindum stað, sparkað í hann þar sem hann stóð fyrir utan kaffihúsið Kaffi París og síðan lamið hann með hleðslusteini í höfuðið aftanvert þannig að hann féll í götuna. Árásarmennirnir hafi þá haldið áfram að sparka í hann liggjandi, meðal annars í andlit. Einn þeirra hafí gengið harðast fram í árásinni, sem virðist hafa verið óvenju hrotta- fengin samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Höfuðpaurinn hafí síðan hlaupið ásamt félögum sínum tveim- ur vestur Austurstræti og veitti eitt vitnið þeim eftirför á bifreið sinni, en missti af þeim við Ingólfstorg. Þegar lögreglan kom á staðinn lá maðurinn á gangstétt utan við kaffíhúsið og hafði myndast allstór blóðpollur við höfuð hans. Margt fólk var í kringum hinn særða en það var ekki til trafala við aðhlynn- ingu hans. Búið var að vefja sára- bindi um höfuð hans en það var orðið gegnvott af blóði, og lögðu lögreglumenn annað sárabindi á sárið. Sjúkrabifreið flutti manninn skömmu síðar á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur og gekkst hann undir aðgerð á höfði síðar um nótt- ina. Hann komst fyrst til meðvitund- ar síðdegis í gær og liggur á al- mennri legudeild, og virðist vera á batavegi, að sögn Ólafs Z. Ólafsson- ar, svæfíngalæknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Maðurinn hlaut alvar- lega áverka á höfði við árásina, hann höfuðkúpubrotnaði, fékk heilahristing og blæddi inn á heil- ann. Steinninn virðist hafa lent hvasst á höfðinu og gengið um tvo sentímetra inn í heilann. Ekki vitað um tilefni Grunur beindist fljótlega að ung- um manni sem búsettur er í Kópa- vogi og skömmu fyrir klukkan sex sömu nótt var hann handtekinn við bensínstöð við Stórahjalla, vegna gruns um ölvunarakstur. Klæðnaður hans átti við lýsingu vitna á forvígis- manni árásarinnar í Austurstræti og var hann færður á lögreglustöð og tekið úr honum blóðsýni. Hann var þá vistaður í fanga- geymslu og skömmu síðar voru tveir piltar aðrir handteknir vegna gruns um aðild þeirra. Erfitt reyndist að yfirheyra þá hjá RLR vegna ölvunar fyrr en síðdegis á sunnudag, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa ekki komið fram tengsl á milli árásarmannanna og þess sem varð fyrir árásinni og leik- ur grunur á að árásin hafi verið til- efnislaus. Tvær líkamsmeiðingar í fyrra Sá sem er grunaður um að hafa mest haft sig í frammi, hefur ítrek- að komið við sögu lögreglu frá því 1988, þegar hann var um þrettán ára gamall. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu hefur hann meðal annars verið kærður fyrir þjófnað, innbrot, fölsun, ölvunarakstur og líkamsárásir, bæði einn og í slagtogi við aðra, auk gruns um innflutning á fíkniefnum í ágúst á seinasta ári ásamt öðrum manni, en það mál er í rannsókn hjá fíkniefnadeild lög- reglu. Hann átti tuttugu og tveggja ára afmæli þann dag sem árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags og | var einnig kærður fyrir líkamsárás í Lækjargötu í apríl fyrir rúmu ári. Kæra um líkamsárás í miðbæ á hendur piltinum frá nóvember síð- astliðnum var vísað til embættis rík- issaksóknara í bytjun þessa mánað- ar. Hleðslusteinninn, sem mennirnir þrír beittu við árás sína, kom úr ^ nálægum steinahlaða, sem þar hefur staðið ásamt öðrum slíkum í tengsl- I um við endurbætur á Lækjartorgi. | Umsögn Verslunarráðs Islands um frumvarp ríkisstj órnarinnar um lífeyrissjóði Oþörf forræðishyggja og meingallað frumvarp VERSLUNARRÁÐ íslands leggst gegn því að frumvarp um lífeyris- sjóði verði samþykkt sem lög frá þingi. í umsögn Verslunarráðsins um frumvarpið segir að það sé meingallað, bæði sú almenna stefna sem þar komi fram og einstakar greinar þess. Verslunarráð byijar athuga- semdir sínar við frumvarpið með því að segja, að það samræmist ekki meginmarkmiðum fjármála- ráðherra eins og þau eru tilgreind í greinargerð, þ.e. að auka valfrelsi í lífeyrissparnaði, innleiða sam- keppni milli lífeyrissjóða og tryggja bein áhrif sjóðsfélaga á stefnu- mörkun og stjórn sjóðanna. „Ekk- ert af þessum markmiðum nær fram að ganga. Er það í raun undarlegt og þvert á allar stjórn- unarkenningar, að skilgreina meginmarkmið og leggja síðan fram tillögur sem ganga þvert á hin skilgreindu markmið," segir í umsögninni. í gagnrýni sinni á frumvarpið segir Verslunarráð meðal annars, að ná megi markmiðum um trygg- ingarvernd einstaklinga á annan hátt en í gegnum sameignarsjóði, t.a.m. með kaupum einstaklinga á tryggingum. „Sem dæmi mætti setja ákvæði þess efnis að einstakl- ingum bæri að kaupa sér árlegar tryggingar er veittu þeim rétt til greiðslna sem svaraði tiltekinni lág- marksupphæð ef viðkomandi yrði fyrir tjóni." Síðar segir: „Það er eitt að gera kröfu til einstaklinga um fyrir- hyggju, að þeir leggi til hliðar til elliáranna og kaupi sér m.a. full- nægjandi tryggingar til að vetjast ytri áföllum. Það er hins vegar óþörf forræðishyggja að neyða einstakl- inga til að kaupa slíkar tryggingar hjá ákveðnum aðila, banna þeim að leita eftir hagkvæmari kostum og binda þá við reglur sem þeir hafa ekkert um að segja. Fullyrða má að ýmsar leiðir megi fara til þess að ná markmiðinu um fullnægjandi samtryggingu án þess að ganga á rétt einstaklinga til valfretsis." Samanburður á réttindum Verslunarráð segir að ítarlegur samanburður þurfi að fara fram á því, hvort réttindi einstaklinga séu betur tryggð innan hins hefðbundna lífeyrissjóðakerfís miðað við þær tryggingar sem hægt sé að kaupa á almennum markaði. Almennt megi þó segja, að réttindi samkvæmt samningi við tryggingarfélag séu skýrari en samkvæmt reglugerðum lífeyrissjóða og tryggingarfélög geti ekki skert umsamin réttindi. Réttindi í lífeyrissjóði verði hins vegar skert einhliða. Verslunarráð telur einnig, að skylduaðild að einstökum, tilgreind- um sjóðum stangist á við Mannrétt- indasáttmála Evrópu, en fyrir liggi sú afdráttarlausa niðurstaða Mann- réttindadómstólsins, að réttur manna til að standa utan félaga sé hluti af félagafrelsishugtakinu. Verslunar- ráð bendir á, að dómiHæstaréttar frá síðasta ári, um skylduaðild að lífeyr- issjóði, hafí verið skotið til Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg. „Því kann hæglega svo að fara að innan nokkurra ára muni falla dómur sem tryggir valfrelsi í lífeyrismálum og kollvarpar því kerfi sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi frumvaipi. Verð- ur að telja að þingmenn taki á sig mikia ábyrgð að samþykkja frum- varp af þessu tagi á meðan á mála- rekstri í Strassborg stendur," segir í umsögninni. Verslunarráð telur jafnframt, að verði frumvarpið að lögum sé hæpið að þau stæðust eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vísar þar til þess, að fjölmargir hafí samið við séreignarsjóði um lífeyrissparnað og að við fyrirhugaðar breytingar yrðu framtíðarréttindi þeirra verri en ef samningarnir héldu gildi sínu. Eigna- skerðing sé samkvæmt stjórnarskrá aðeins heimil ef almenningsheill krefjist. Ástæða sé til að efast um ) að dómstólar á borð við Mannrétt- | indadómstólinn teldu það ákvæði eiga við, en rétt sé að minna á að • samkvæmt stjómarskrá eigi fullt verð að koma fyrir, verði menn fyrir eignaskerðingu samkvæmt henni. Það leiði til þess að hinir fjölmörgu greiðendur til séreignarsjóða ættu bótarétt á hendur ríkinu, verði frum- varpið að lögum. Átthagafjötrar og skortur á j réttaröryggi Verslunarráð hefur ýmsar aðrar | athugasemdir við frumvarpið og segir það t.d. fela I sér átthaga- fjötra, þar sem íslenskir launamenn sem ráði sig til vinnu í öðru EES- ríki tapi áunnum réttindum sínum. Þá sé frumvarpið ekki í samrænni við samkeppnislög, þar sem einung- is ákveðnum aðilum verður heimilt að taka við lágmarksiðgjaldinu. . Frumvarpið kippi stoðunum undan séreignarsjóðum og ekki sé gert ráð } fyrir að greiðendur til lífeyrissjóða | hafi nein raunveruleg áhrif á stjórn- un þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.