Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
______________________FRÉTTIR
Samningur um efna-
vopn fullgiltur á þingi
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
SVALBAKUR EA 2 hefur nú fengið einkennisstafina ROS 810
og mun sigla undir þýskum fána næstu mánuði.
Svalbakur EA undir
þýskan fána
ALÞINGI ályktaði í gær á auka-
fundi að heimila ríkisstjórninni að
fullgilda samning um bann við þró-
un, framleiðslu, söfnun og notkun
efnavopna og eyðingu þeirra. Þing-
ið samþykkti samninginn með 43
samhljóða atkvæðum, fáeinum
klukkustundum áður en hann gekk
í gildi í nótt.
Utanríkismálanefnd flutti þings-
ályktunartillöguna, að beiðni utan-
ríkisráðherra. Geir H. Haarde, for-
maður nefndarinnar, mælti fyrir
málinu og sagði að íslandi væri
rétt og skylt að vera í hópi stofn-
ríkja samningsins, enda væri hann
einhver merkilegasti samningur í
afvopnunarmálum á seinni árum.
Bæði væru það hagsmunir ís-
lenzkra fyrirtækja að ísland yrði
stofnríki samningsins, en ekki
bæri íslandi síður siðferðileg
skylda til að taka þátt í alþjóðlegri
samstöðu um afvopnun.
Ýmsir þingmenn minntust á
hversu seint málið væri fram kom-
ið, en það barst Alþingi frá utanrík-
isráðuneytinu síðastliðinn föstudag
Afgreiðslu
málsins hrað-
að sérstaklega
á Alþingi
og var afgreiðslu þess hraðað sér-
staklega í þinginu. Geir H. Haarde
benti á að málið hefði verið for-
gangsmál hjá bandamönnum ís-
lands í NATO, svo og hjá Evrópu-
sambandinu.
Ráðuneytið undirmannað
og vanbúið
Svavar Gestsson, fulltrúi Al-
þýðubandalags í utanríkismála-
nefnd, sagði að fram hefði komið
á fundi nefndarinnar að ráðuneyt-
ið væri undirmannað og vanbúið
til að sinna undirbúningi að stað-
festingu alþjóðasamninga. Svavar
hvatti til að fjárveitingar til ráðu-
neytisins yrðu skoðaðar fyrir
næstu fjárlagaafgreiðslu og tóku
fleiri þingmenn undir með honum.
Össur Skai-phéðinsson, fulltrúi
jafnaðarmanna í utanríkismála-
nefnd, sagði að það kynni að vera
rétt að fé og mannafia skorti.
„Þetta er auðvitað alltaf spurning
um forgang. Það getur jafnvel
gerzt á beztu bæjum að mistök
verða. Það getur gerzt í ráðuneyt-
um eins og annars staðar,“ sagði
Össur.
Hlutverk Hollustuverndar kom
forstöðumanni á óvart
Fram kom í máli Geirs H. Ha-
arde að Hollustuvernd ríkisins yrði
að öllum líkindum falið eftirlit með
framkvæmd samningsins hér á
landi. Össur Skarphéðinsson sagði
að fram hefði komið á fundi utan-
ríkismálanefndar að forstöðumað-
ur Hollustuverndar hefði aldrei
heyrt það fyrr. Efla þyrfti Holl-
ustuvernd, sem væri önnum kafin
fyrir, ætti hún að geta tekið þetta
verkefni að sér. Tóku fleiri þing-
menn undir þetta.
ÚTGERÐARFÉLAG Akur-
eyringa hf. hefur leigt Mecklen-
burger Hochseefischerei, dóttur-
félagi sínu í Þýskalandi, frystitog-
arann Svalbak EA næsta hálfa
árið. Ráðgert er að togarinn haldi
til veiða á Reykjaneshrygg fyrir
MHF á morgun og verði þar við
karfaveiðar næstu mánuði.
AIls verða 32 skipverjar í áhöfn
Svalbaks og þar af 21 íslenskur
en skipstjórinn verður þýskur.
Svalbakur hefur verið á rækju-
veiðum undanfarið með 20 i áhöfn
og er ekki gert ráð fyrir mikilli
breytingu hjá henni að sögn Sæ-
mundar Friðrikssonar, fram- _
kvæmdastjóra útgerðarsviðs ÚA.
MHF gerir út fimm togara
sömu stærðar og hafa þeir stund-
að karfaveiðar á Reykjaneshrygg
stóran hluta ársins. Svalbakur er
mun öflugra skip og segir Sæ-
mundur að þýsku útgerðaraðil-
arnir hafi viljað prófa þannig skip
við veiðarnar á hryggnum.
Kjaradeila símsmiða hjá Pósti og síma hf.
Strandar á röðun
í launaflokka
Árni Sigfússon og Vilhjálmur Vilhjálmsson telja
yfirlýsingar varðandi prófkjör vera ótímabærar
Inga Jóna hyggst gefa
kost á sér í efsta sætið
Inga Jóna Árni Vilhjálmur Þ. ^
Þórðardóttir Sigfússon Vilhjálmsson
SEINT í fyrrakvöld slitnaði upp
úr samningaviðræðum í kjaradeilu
Rafiðnaðarsasmbands íslands og
Pósts og síma hf. og er óvíst hve-
nær viðræður hefjast að nýju. Að
sögn Valgeirs Jónassonar, sem
sæti á í samninganefnd rafiðnaðar-
manna, höfðu samningar tekist um
öll mál nema röðun símsmiða í
launaflokka.
Valgeir sagði að í fyrrakvöld
hefðu legið fyrir tilboð frá báðum
aðilum um röðun símsmiða í launa-
flokka og hefðu rafiðnaðarmenn
talið tilboð Pósts og síma hf. með
öliu óviðunandi og því slitið viðræð-
unum með samþykki viðsemjanda.
„Við erum raunverulega að bíða
eftir að Póstur og sími standi við
stóru orðin gagnvart þessum
mönnum. Þeir eru nú að verða iðn-
aðarmenn og tóku allir sveinspróf
síðastliðið haust, en það eru tíu
ára gömul loforð til þeirra að þeir
myndu þá hækka. Þá eru þeir að
fara úr opinbera launakerfinu yfir
í launakerfi almenna markaðarins,
og þá minnkar það að okkar áliti
atvinnuöryggi þeirra þar sem Póst-
ur og sími er orðið hlutafélag. Allt
þetta teljum við að kalli á ástæður
til að hækka kaupið þeirra.
Við rafeindavirkjar fórum þessa
sömu leið úr opinbera kerfinu yfir
á almenna markaðinn og fengum
þá verulegar kauphækkanir en
misstum að vísu réttindi í staðinn.
Þetta er því bara endurtekning á
því sem gerðist fyrir tíu árum og
við erum ekkert að gera meiri kröf-
ur fyrir símsmiði núna en við gerð-
um fyrir rafeindavirkja á sínum
tíma,“ sagði Valgeir.
Reynt að gæta fyllsta öryggis
Engar bilanir urðu á símakerf-
inu í gær og sagði Valgeir að ef
frekari bilanir yrðu á símkerfinu á
meðan á verkfallinu stæði yrði
reynt að meta það í hveiju tilviki
hvort undanþága til viðgerða yrði
veitt, en reynt yrði að gæta fyilsta
öryggis.
INGA Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
hyggst gefa kost á sér í fyrsta
sæti D-listans fyrir næstu borgar-
stjórnarkosningar komi til próf-
kjörs vegna kosninganna. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson segist ekki
hafa ákveðið hvernig hann muni
beita sér komi til prófkjörs og að
slíkar yfirlýsingar séu ótímabærar.
Árni Sigfússon segir einnig að
umræða um þetta sé ótímabær þar
sem eftir eigi að ræða hvort menn
vilji hafa prófkjör fyrir kosningarn-
ar.
Inga Jóna segist ekki hafa þreif-
að mikið fyrir sér um stuðning
flokkssystkina, en hún leggi
áherslu á að flokksmenn hennar
og kjósendur hafi möguleika á að
velja milli manna í prófkjöri.
„Ég er þess reiðubúin að axla
þá ábyrgð sem flokkssystkini og
kjósendur Sjálfstæðisflokksins
vilja fela mér.“
Hún telur að ekki stefni í átök
innan flokksins og segist ekki ótt-
ast óeiningu um frambjóðanda í
fyrsta sæti komi til prófkjörs.
Þurfum öflugan og sterkan
framboðslista
Aðspurð hvort hún telji nauð-
synlegt að hafa konu í efsta sæti
listans til þess að skáka núverandi
borgarstjóra, segist Inga Jóna ekki
ætla að leggja mat á það á þessu
stigi. „Fyrst og fremst þurfum við
öflugan og sterkan framboðslista
og mitt markmið er að vinna að
því að öllum mætti að tryggja
Sjálfstæðisflokknum meirihluta í
Reykjavík á nýjan leik.“
Jafnframt segir hún aðspurð
hvort hún sé að segja einhveijum
stríð á hendur að svo sé alls ekki.
Mikilvægt að velja leiðtogaefni
í prófkjöri
Árni Sigfússon segir að hann
telji mikilvægt að sjálfstæðismenn
fái tækifæri til að velja leiðtoga-
efni í prófkjöri. Það hafi verið gert
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
1982 þegar flokkurinn var í svip-
aðri stöðu og nú, og hann segir
að það væri til lítils að hafa próf-
kjör ef það byði sig aðeins einn
fram í 1. sætið.
„í síðasta prófkjöri má segja að
1. sætið hafi nánast verið frátekið
fyrir borgarstjórann, en nú erum
við ekki í slíkri stöðu. Þá snerist
baráttan um 2. sætið og fímm sótt-
ust eftir því, og ég hlaut þar örugg-
an meirihluta. Hins vegar tel ég
að þetta sé ótímabær umræða. Það
á eftir að ræða hvort menn vilja
prófkjör og það eru ekki borgar-
fulltrúarnir serm ákveða það,“ seg-
ir Árni.
Helmingur vill ekki prófkjör
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson seg-
ist ekki hafa ákveðið hvernig hann
ætli að beita sér, komi til prófkjörs.
„Ég bendi á að ég var eini fram-
bjóðandinn sem ekki nefndi tiltekið
sætisnúmer í síðasta prófkjöri,
heldur eitt af efstu sætunum. Ég
hef verið í forystusveit sjálfstæðis-
manna undanfarin ár og vænti
þess að fá stuðning til þess áfram.
Hins vegar ætla ég ekki að gefa
yfirlýsingar um það, verði númerað
prófkjör, hvernig ég ætla að haga
minni kosningabaráttu. Mér finnst
það ótímabært. Þegar ég tek
ákvörðun mun ég fyrst tilkynna
hana nánustu stuðningsmönnum
og samstarfsmönnum í borgar-
stjórnarflokki sjálfstæðismanna
ekki fjölmiðlum."
Vilhjálmur segir ekki mikla
umræðu hafa farið fram um þetta
málefni innan Sjálfstæðisflokksins. ,
„Mér fínnst slagur um tiltekin
sæti hálfógeðfelldur og stundum
svolítið ómarkviss," segir hann.
Vilhjálmur segir það hafa komið
sér á óvart hversu skiptar skoðan-
ir séu innan flokksins um það hvort
eigi að halda prófkjör eða ekki.
Segja megi að helmingur sé því
fylgjandi og helmingur á móti af
ýmsum ástæðum.
Vilhjálmur segist aðspurður ekki
treysta sér til að fullyrða hvort 1
hann ógni stöðu Árna Sigfússonar,
oddvita flokksins í borgarstjórn.
Það verði aðrir að meta. „Við Árni
höfum átt ágætt samstarf. Það á
enginn neitt í stjórnmálum en mér
fínnst neikvætt að líta svo á að
ég ógni honum. Pólitík er list hins
mögulega og maður verður að átta
sig á staðreyndum og haga sér í »
samræmi við það. En sjálfstæðis- )
menn eru íhaldssamir og ekki í því k
daglega að fella sína oddvita," seg-
ir Vilhjálmur loks.
Þessi bíll &
Nissan Primera
kostar frá kr. 1.525.000,-
§= 2= I iTjJVAf