Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
EVEREST
Veikindi íslensku fjallgöngukappanna virðast vera að baki og lokaáfanginn er framundan
Sjóniim
beint að
tindinum
VEIKINDI sem íslensku leiðang-
ursmennirnir á Everest hafa átt við
að stríða virðast vera að baki, aðlög-
unarferlinu er að ljúka og með batn-
andi veðri er Ijóst að sjónir þeirra
beinast brátt að tindinum.
„Um miðja næstu viku þegar
veðrið á að fara að batna gætum
við verið klárir í slaginn," sagði
Hörður Magnússon aðstoðarmaður
leiðangursfara er rætt var við hann
í grunnbúðum í gærmorgun.
Hitinn eða öllu heldur frostið á
fjallstindinum er kringum 50 gráður
en í grunnbúðum sem eru í 5.300
metra hæð er hiti á daginn að þok-
ast upp fyrir frostmark að sögn
Harðar. Hér fara á eftir kaflar úr
dagbók fjallgöngumannanna.
Khumbu-ísfallið
Nú eru meira en þrjár vikur síðan
við komum hingað og hófum að
kljást við Mount Everest. Á þeim
tíma hafa Bjöm Ólafsson, Einar
Stefánsson og Hallgrímur Magnús-
son farið allmargar ferðir upp í fjall-
ið, dvalist nokkra daga í senn og
hækkað sig í hverri ferð til að bæta
aðlögunina og búa líkamann undir
það að reyna við toppinn. í hvert
skipti sem þeir fara upp, þurfa þeir
að byrja á því að komast upp í
gegnum hið hrikalega Khumbu-
ísfall sem gnæfir hér ofan við
grunnbúðirnar. Þótt fyrsta ferðin
sitji fastast í minningunni er alltaf
jafn stórbrotið að komast í gegnum
þennan mölbrotna og allt að því
ófæra falljökul.
Khumbu-ísfallið fellur úr Vest-
urdal, sem afmarkast af Lhotse
fyrir botni dalsins, Everest sem
myndar norðurhlíðar hans og
Nuptse sem er sunnan hans.
Khumbu-jökullinn á sér í raun þijú
líf. Hann á upptök sín í snarbröttum
hlíðum Lhotse í um 7.800 m hæð.
Hann fellur niður hlíðarnar ofan í
Vesturdal þar sem hann fikrar sig
svo ofan dalinn niður í 6.100 m
hæð. Þar tekur ísfallið við, jökullinn
steypist ofan hengiflugið og endar
brotinn og maskaður niðri á slétt-
unni í dalnum, a.m.k. 800 m neðar.
Þar rennur ísinn aftur saman og
myndar Khumbu skriðjökulinn sem
hlykkjast svo niður dalinn um 15
km áður en hann bráðnar rétt ofan
v>ð byggðina í um 4.500 m hæð.
Varasöm leið
Um þennan brotna heim falljök-
ulsins, síbreytilegan og varasaman,
liggur leið fjallgöngumanna á Ever-
est hér sunnan megin frá, sú eina
sem fær er. Að vísu hafa menn
klifið Vesturöxl og Vesturhrygg
Everest en það er ógnarlöng leið
og erfið ef reynt er að komast fram-
hjá ísfallinu alla leið úr grunnbúðum
og hættulegri. Við félagarnir erum
sammála því að við höfum séð álíka
falljökla heima, til dæmis suma
skriðjöklana sem falla úr Öræfa-
jökli, en upp þá hefur engum dottið
í hug að fara, enda um margar
góðar leiðir að velja þar upp.
Leiðin upp
Það er aðeins um 10 mínútna
gangur frá tjöldunum okkar og að
ísfallinu. Þar sem ísexin er losuð
af bakpokanum og broddar eru
spenntir á skóna er ekki mjög bratt,
jökullinn er lítið sprunginn en háir
þrýstihryggir eru þvert á hann.
Fljótlega eykst brattinn, sprung-
urnar fara að stækka og talsverða
króka þarf að taka á sig.
Hér kemur til kasta stiga sem
lagðir eru yfir sprungurnar, þeir eru
oft bundnir saman ef þeir eru ekki
nægjanlega langir. Þeir eru stífaðir
með köðlum þar sem breiddin er
mest, til að þeir sveiflist minna til.
Flestir skríða yfir þessa stiga. Þeir
eru aðeins 30 cm breiðjr og ekkert
gamanmál að komast upp á yfir-
borðið aftur ef maður dettur þótt
öryggislínurnar taki fljótt í. Þessar
fyrstu sprungur eru allt að 20 m
djúpar og 6-8 m breiðar og það
kemur fiðringur í magann á flestum
þegar horft er í hyldýpið.
Við höfum hins vegar farið að
dæmi sherpanna og göngum yfir
brýrnar. Það er fljótlegra og bak-
pokinn situr á bakinu en rennur
ekki upp á höfuðið eins og oft ger-
ist þegar skriðið er niður í móti.
En það er betra að vera fótviss og
lítt lofthræddur þegar reynt er að
skorða mannbroddana á mjóum
stigarimunum því þá er ekki hægt
að komast hjá því að horfa niður.
Eftir fyrstu stigana eykst bratt-
inn verulega en sprungurnar
minnka. Fljótlega er komið inn á
svæði sem hér er kallað í daglegu
máli poppkornssvæðið. ísinn er hér
mulinn í tætlur og er eins og yfir
verulega bratta stórgrýtisurð sé að
fara. „ísmolarnir“ eru frá 30 cm
upp í nokkra metra í þvermál. Á
milli molanna má svo víða horfa
niður í ógnardjúpar sprungur.
Leiðin hlykkjast eftir þessu ógeði
til vinstri alveg undir vesturöxl
Everest en tekur svo snögga hægri
beygju inn í brotalandslag sem er
öllu stærra í sniðum og lítur út
fyrir að vera öruggara. Þegar við
fórum upp fyrst var gengið út úr
þessu inn á marflatt svæði í miðju
ísfallinu sem var kallað fótboltavöll-
urinn og bar nafn með rentu. Slétt
stórt svæði, eins og auga fellibyls.
Það gerðist hins vegar eina nóttina
að þetta örugga svæði hljóp allt
fram og sprakk og hlutar þess
hrundu niður í fallið fyrir neðan.
Þar sem áður var sléttur völlur
er nú þörf á að klífa 10 m ísstál
upp á þann hluta sem ekki brast í
spón. Það er því nú sama óþæginda-
tilfinningin þarna eins og annars
staðar í ísfallinu.
Heilu íbúðarblokkirnar af ís
Nú er komið yfir miðju klifursins
og toppur ísfallsins farinn að nálg-
ast. Hér þarf að fikra sig undir og
á milli íshamra sem eru eins og 4-5
hæða hús og virðast neðan frá séð
halla ískyggilega yfir mann. Og það
sem verra er. Þegar betur er að
gáð, þegar klifrað er upp fyrir þessi
tröll, kemur í ljós að tilfinningin er
alveg rétt. Þúsundir tonna af ís
hanga einhvern veginn á hlið, eins
og á voninni, og það er bara tíma-
spursmál hvenær tonnin fara af
stað og mylja allt undir sér.
ÍSLENSKU leiðangursmennirnir við pottana í grunnbúðum.
LEIÐANGURSSTJÓRINN Jon Tinker í sambandi við menn sína
um leið og hann nærist.
Indónesi og
Rússar á tindinn
Einn Indónesi og tveir Rússar
komust á tindinn á laugardag
ásamt aðstoðarmönnum sínum
úr hópi Sherpa. Lentu þeir í mikl-
um raunum og urðu nokkrir leið-
angursmanna þeirra frá að
hverfa vegna veðurs og hinna
erfiðu aðstæðna.
Ákvörðun þeirra sem sneru við
hefur verið erfið en skynsamleg
því alls ekki má nota síðustu
kraftana til að komast á toppinn,
niðurferðin er oft erfiðari eins
og raunin varð í þetta sinn. Þeir
urðu að láta fyrirberast ofan við
efstu búðir í aðfararnótt sunnu-
dags og komust svo ekki nema
niður í Suðurskarð í gær og urðu
því að eyða þriðju nóttinni í 8.000
Á þessum slóðum er ekki stoppað
nema rétt til að ná andanum, því
súrefni er farið að minnka verulega
í um 6.000 m hæð og klifrið sem
tekið hefur 3-6 tíma úr grunnbúð-
um er farið að taka verulega á
flesta. Lokahindrunin er ofan þess-
ara hrollvekjandi íströlla, 50 m
breið og 30 m djúp íssprunga, efsta
sprungan í ísfallinu og í raun upp-
haf þess. Botninn er fullur af ískurli
og á milli þess má sjá að minnsta
kosti aðra 50 m niður. Upp efri
brún sprungunnar er allglæfralegur
stigi, settur saman úr 5 stigaeining-
um, allur laus frá ísstálinu stífaður
af með köðlum frá hinni brúninni.
m hæð eða ofar. Það er von á
þeim og aðstoðarmönnum þeirra
niður í þriðju búðir í dag, mánu-
dag en það er ljóst að það var
rétt sem við héldum, aðstæður
eru enn of erfiðar ofan við Suð-
urskarð.
Fimmmenningarnir náðu svo
ekki niður fyrir myrkur og urðu
að láta fyrirberast í 8.400 m hæð
í nótt sem er ákaflega erfitt
vegna kulda og súrefnisskorts.
Þeir höfðu þó lítið tjald, prímus
og tvo svefnpoka saman. Þetta
er mikil þrekraun en ísinn er þó
brotinn og Indónesar hér í
grunnbúðum ganga um hnar-
reistir. Leiðangri þeirra er nú
lokið og halda þeir til síns heima.
Okkur þykir öruggara að fara
aðra leið með færri stigum og meira
klifri. Það kostar mikinn blástur og
mikið puð áður en höfuðið kemur
upp fyrir brúnina og sjálfur Vestur-
dalur blasir loks við. Hann er allur
jökli hulinn og það þarf að feta
mikla krákustíga kílómetrann að
öðrum búðunum okkar sem þó virð-
ast alltaf svo nærri enda eru
þversprungurnar á þeirri leið all
svakalegar.
Læknir ísfallsins
Það hlýtur að vera öllum ljóst
að á stað sem þessum er skynsam-
legt að nota sameiginlega leið til
að örugglega sé um bestu leið að
ræða fyrir alla. Það er því aðeins
ein leið upp ísfallið. Leiðangrar
sem hér eru hafa líka brugðið á
það ráð að fá einn hóp manna til
að taka að sér að halda þessari
leið opinni.
Yfirmaður þess hóps, sherpi sem
menn kalla ísfallslækninn fer fyrst-
ur manna á morgnana upp og kann-
ar leiðina og hefur vald til að loka
henni ef skemmdir hafa orðið of
miklar. Þá er ekki um annað að
ræða en að bíða eftir því, að hann
og menn hans ljúki lagfæringum
og opni leiðina. Þetta er hættuleg-
asta vinnan á öllu fjallinu og eru
það fáir sem öfunda þessar hetjur
af sínu hlutskipti. Þessi hópur sér
líka um alla stiga og reipin sem
lögð eru um varasömustu staðina,
sem er reyndar öll leiðin.
Sherpar: llOkm/klst.
Eftir því sem ferðum um fallið
fjölgar er áhættan meiri. Við reyn-
um því að fara sem sjaldnast þar
um. Þriðju búðir eru vel birgar og
þar má dvelja dögum saman ef
heilsan leyfir. Einnig er hrun mest
eftir að frysta tekur aftur á kvöldin
og er því ferðatíminn snemma
morguns. Það er líka vegna þess
að það verður óbærilega heitt á
milli fjallanna þegar sólin kemur
upp og ferðahraðinn fellur niður í
hraða snigilsins.
Sherparnir sem bera mest af
búnaði sem til þarf upp ijallið fara
miklu fleiri ferðir þarna um og eru
því í raun í mun meiri hættu en við.
I leiðangri okkar er þeim í sjálfs-
vald sett hvort og hvenær þeir
leggja af stað og þeir meta aðstæð-
ur á hvetjum morgni. Sherparnir
gera sér góða grein fyrir hættunni
og eru flestir fljótir í gegnum ísfall-
ið, miklu fljótari en við getum
nokkru sinni orðið. Þeir eru svo
fljótir að gamansamir Mexíkanar,
góðvinir okkar úr öðrum leiðangri
hér, settu upp um daginn umferðar-
skilti á miðjum jöklinum.
Á því stendur: Hámarkshraði: 60
km/klst. Sherpar: 110 km/klst.
Hallgrímur fór upp í fjórðu búðir
ásamt Chris Watts, Chris Brown
og Eric á laugardagsmorgni.
Hyggjast þeir dvelja yfír nótt í búð-
unum sem eru í um 7.300-7.400 m
hæð. Hafa þá bæði Björn og Hall-
grímur sofið þar. Þetta eru næst-
hæstu búðir sem íslendingar hafa
dvalið í, en Einar, Björn og Hall-
grímur áttu nótt í 7.600 m hæð á
Cho Oyu. Jon Tinker leiðangurs-
stjóri og Hugo héldu á eftir öðruin
leiðangursmönnum til Dingboche í
dag, sunnudag, til hressingar.
■ Everestsíða Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/everest/