Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 11 FRETTIR Greiðslur bankanna fyrir setu í stjórnum fyrirtækja Stjórnarseta kann að brjóta gegn lögum í SKRIFLEGU svari Finns Ingólfs- sonar viðskiptaráðherra við spurn- ingum Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns um hagsmunatengsl, stjórnargreiðslur, lífeyrisgreiðslur og ferða- og bílahlunnindi stjórn- enda ríkisbankanna sem lagt var fram á Alþingi í liðinni viku kemur fram að skoða megi hvort seta bankastjóra í stjómum fyrirtækja á samkeppnismarkaði kunni að bijóta í bága við samkeppnislög. í svari ráðherrans segir um hags- munatengsl vegna setu í stjórnum, ráðum og nefndum að samkvæmt 42. gr. laga nr. 113/1996 sé banka- stjórum óheimilt nema að fengnu leyfi bankaráðs, að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrirtækja utan viðskiptabanka eða taka þátt í at- vinnurekstri að öðru leyti nema lög kveði á um annað eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem hlutaðeigandi stofnun á aðild að. Fram kemur í svari viðskiptaráð- herra um þetta efni að ráðuneytið hafi óskað eftir áliti samkeppnis- stofnunar á því hvort um óeðlileg hagsmunatengsl kynni að vera að ræða við stjórnarsetu í þeim tilvik- um sem greind eru í fyrirspurninni og sjá má í meðfylgjandi töflum. Samkeppnisráð hefur ekki gripið til aðgerða gagnvart þessum stofnun- um vegna þessa og treystir sér ekki til þess að gefa álit á þessum tengsl- um án nákvæmrar skoðunar sem fylgt yrði eftir með aðgerðum sam- keppnisráðs. Viðskiptaráðherra byggir svar sitt á upplýsingum frá viðkomandi bönkum og segir að ekki þyki fært að veita upplýsingar um einstakl- ingsbundin kjör einstakra stjórn- enda bankanna heldur um almenn launakjör sem fylgi þessum störfum. Hér fara á eftir kaflar úr svari ráð- herra. Ýmiss konar stjórnarseta Landsbanki íslands. í stjórn Landsbréfa hf., Hamla hf., Regins hf., Kirkjusands hf. og Rekstrarfélagsins hf. hafa setið þrír bankastjórar á árunum 1994-96. Einn hefur gegnt formennsku. Ekki er greitt fyrir stjórnarsetu í dóttur- fyrirtækjunum, en það eru Reginn hf., Kirkjusandur hf. og Rekstrarfé- lagið hf. Tveir bankastjórar hafa setið í stjórn Sambands íslenskra við- skiptabanka á árunum 1994-96. Einn bankastjóri hefur setið í stjórn Lýsingar hf. (formaður), Kredit- korta hf., Fiskveiðasjóðs íslands (formaður) og Samninganefndar bankanna (formaður). Á árinu 1994 átti einn banka- stjóri sæti í stjóm Lindar hf. og RÁS-nefndar og gegndi þar for- mennsku. Einn aðstoðarbankastjóri hefur átt sæti í stjórn Lýsingar hf., Greiðslumiðlunar hf. (formaður), Landsbréfa hf., Reiknistofu bank- anna (formaður), auk þriggja sjóða á vegum Landsbréfa hf. (formaður) og Lindar hf. (1994). Bankastjórar Landsbanka íslands sitja ekki í stjórnum Landssjóðsins hf., íslenska hlutabréfasjóðsins hf. og íslenska lífeyrissjóðsins hf. Bankinn hefur ekki átt stjórnar- mann í Þróunarfélagi íslands hf. á þessu tímabili og eignarhlutur Landsbankans í Utflutningslána- sjóði hefur verið seldur. Alls greiddi Landsbankinn árið 1994 rúmar 5,6 milljónir króna fyr- ir ofangreind stjórnarstörf, tæpar 6 milljónir árið 1995 og 5,3 milljónir í fyrra. Búnaðarbanki íslands. Þrír bankastjórar sitja stjórnar- LÍFEYRISGREIÐSLUR Meðal- Hæstu Landsbanki lífeyrisgr. lifeyrisgr. 1995 3.828.858 5.337.666 1996 3.827.631 5.337.666 Búnaðarbanki 1995 3.171.161 5.415.000 1996 3.551.448 5.415.000 Seðlabanki 1995 4.227.194 5.454.888 1996 4.780.278 6.121.699 FERÐAKOSTNAÐUR LANDSBANKA fargjöld, gistikostn. og dagpeningar Erlendis Innanlands 1994 11.514.540 203.058 1995 12.561.950 589.774 1996 12.389.970 386.772 fundi Stofnlánadeildar landbúnað- arins. Einn bankastjóri situr í stjórn Greiðslumiðiunar hf., Kreditkorta hf., Reiknistofu bankanna, samn- inganefndar bankanna, Trygging- arsjóðs viðskiptabanka og Þróunar- félags Islands hf. Tveir bankastjórar sitja í stjórn Lýsingar hf., Sambands íslenskra viðskiptabanka og Kaupþings hf. Formennsku gegndi bankastjóri í Lýsingu hf. 1994, í Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka 1994 og 1995 og er greidd tvöföld þóknun þau árin. Aðstoðarbankastjórar sátu fundi Stofnlánadeildar þessi ár og höfðu stjórnarlaun öll árin, en sitja ekki fundi lengur. Búnaðarbankinn greiddi árið 1994 4,7 milljónir króna fyrir þessi stjórnarstörf, tæpar 4,8 milljónir árið 1995 og 4,6 í fyrra. Seðlabanki íslands. Bankastjórar Seðlabankans eru í eftirfarandi stjórnum og nefndum á vegum bankans: Samkvæmt lögum tilnefnir Seðlabanki íslands fulltrúa í stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og er einn bankastjóranna varaformað- ur í stjóm sjóðsins og var einnig í stjórn Tryggingarsjóðs viðskipta- banka til júlí 1994. Samkvæmt lögum tilnefnir Seðla- bankinn formann stjórnar Verð- bréfaþings íslands og er annar bankastjóri formaður hennar og var í stjórn Tryggingarsjóðs viðskipta- banka frá ágúst 1994 til júní 1996. (Samkvæmt lögum skipaði Seðla- bankinn fulltrúa í stjórn Trygging- arsjóðsins, en lögunum var breytt á síðasta ári og á bankinn ekki lengur fulltrúa í stjórn hans.) Þriðji banka- stjórinn er í stjórn Reiknistofu bank- anna, samstarfsnefnd um bankaeft- irlit frá maí 1994, samninganefnd bankanna og í stjórn Tryggingar- sjóðs innlánsdeilda kaupfélaga sem Seðlabankinn tilnefnir fulltrúa i samkvæmt lögum. Aðstoðarbankastjóri situr ekki í neinni launaðri nefnd eða stjórn á vegum bankans, en er ritari banka- ráðs. Seðlabankinn greiddi rúmar 2,2 milljónir króna fyrir stjórnarstörf árið 1994, tæpar 2,7 milljónir árið 1995 og 2,7 milljónir í fyrra. Bílafríðindi bankastjóra Ríkisviðskiptabankarnir og Seðlabankinn taka ekki þátt í kostn- aði vegna eigin bifreiða bankastjóra. Að öðru leyti vísast til svars ráð- herra á þskj. 590 við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um sama málefni. Ferða- og dvalarkostnaður Landsbanki íslands. Bankastjórar fá greiddan ferða- og dvalarkostnað erlendis á sama hátt og ráðherra, sbr. 10. gr. reglna fjármálaráðuneytisins nr. 39/1992, um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. Sam- kvæmt ákvæðinu skulu ráðherra greiddir fullir dagpeningar auk ferða- og gistikostnaðar, risnu- FERÐAKOSTNAÐUR BÚNAÐARBANKA fargjöld, gistikostn. og dagpeningar Erlendis Innanlands 1994 4.527.189 0 1995 5.465.282 0 1996 6.503.338 0 FERÐAKOSTNAÐUR SEÐLABANKA fargjöld, gistikostn. og dagpeningar Erlendis Innanlands 1994 7.337.000 13.000 1995 7.944.000 34.000 1996 10.199.000 31.000 ÞESSAR töflur sýna annars vegar ferðakostnað bank- anna og hins vegar lífeyris- greiðslur. ÞÓKNANIR LANDSBANKA 1994 1995 1996 Lind hf. krónur 484.800 0 0 Fiskveiðasjóður íslands 461.400 461.400 503.496 Landsbréf hf. 419.575 419.575 524.459 Kreditkort hf. 525.072 525.072 548.700 Samninganefnd bankanna 498.672 486.384 569.472 Samband íslenskra viðskiptabanka 488.892 488.892 536.544 Hömlur hf. 523.939 523.939 523.939 Fteiknistofa bankanna 429.876 446.124 471.024 Lýsing hf. 469.020 469.021 469.020 FIÁS-nefnd 484.116 484.116 0 Greiðslumiðlun hf. 565.500 566.150 566.150 Landssjóður hf. 335.010 393.341 393.341 íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. 335.010 335.010 335.010 íslenski lífevrissjóðurinn hf. 0 0 195.000 — ÞÓKNANIR BÚNAÐARBANKA 1994 1995 1996 Stofnlánadeild landbúnaðarins krónur 516.720 641.160 664.560 Greiðslumiðlun hf. 565.500 566.150 566.150 Kreditkort hf. 525.072 525.072 548.700 Reiknistofa bankanna 429.876 446.124 471.024 Lýsing hf. 469.020 469.020 469.020 Samband íslenskra viðskiptabanka 488.892 488.892 536.544 Samninganefnd bankanna 498.672 486.384 569.472 Tryggingarsjóður viðskiptabanka 258.375 267.815 282.919 Þróunarfélag íslands hf. 396.000 396.000 459.000 Kaupþing hf. 506.272 506.272 126.568 _ _ ÞÓKNANIR SEÐLABANKA 1994 1995 1996 Fiskveiðasjóður íslands krónur 461.400 461.400 503.506 Verðbréfaþing íslands 409.140 409.140 409.140 Reiknistofa bankanna 307.590 478.243 505.219 Samstarfsnefnd um bankaeftirlit 318.000 492.104 522.312 Samninganefnd bankanna 497.800 500.000 563.250 Tryggingarsjóður viðskiptabanka 272.590 267.815 130.578 Tryggingarsj. inniánsdeilda kaupfél. 75.000 75.000 TAFLAN sýnir greiðslur fyrir stjórnarstörf stjórnenda ríkis- bankanna í hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum þar sem stjórnarmenn þeirra sitja. Formaður bankaráðs Landsbanka um ferðakostnað og dagpeninga Sömu reglur og hjá ráðherrum KJARTAN Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði að sú regla hefði gilt í áratugi að greiðsla á ferðakostnaði og dagpen- ingum lyti sömu reglum og hjá ráð- herrum sem einnig hefðu giit í ráð- herratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Kjartan Gunnarsson sagði að bankinn greiddi í ákveðnum tilvik- um ferðakostnað og dagpeninga fyrir maka en það væri óveruleg hlutdeild í heildarferðakostnaði bankans. Þá sagði hann sjálfsagt, og taldi ekki bijóta í bága við sam- keppnislög, að stjórnendur bankans sætu í stjórnum þeirra fyrirtækja sem bankinn ætti hlut í. Aðspurður um greiðslur fyrir setu í slíkum stjórnum sagði hann hafa verið rætt um að sameina þær mánaðar- launum. Rætt hefði verið um það fyrirkomulag að stjórnarlaun fyrir- tækja sem bankinn ætti hlut í rynnu til bankans en tekið yrði tillit til þess við ákvörðun launa viðkomandi starfsmanna bankans. „Þetta er mjög gömul regla en rökin eru þau að á ákveðnum sam- komum seðlabankanna er gert ráð fyrir þátttöku maka í dagskrá fund- anna, til dæmis ársfundum, heim- sóknum milli seðlabanka vegna af- mæla eða slíks,“ sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson seðlabankastjóri aðspurður um ástæður þess að Seðlabanki íslands greiðir fargjald og gistingu fyrir maka vegna utan- landsferða alit að tvisvar á ári. Varðandi aðild Seðlabanka ís- lands að stjórnum sagði Birgir ísleifur að hún væri í flestum tilvik- um lögbundin. „Við höfum hins vegar fyrir löngu, einum þremur árum, lagt til að Fiskveiðasjóði yrði breytt í hlutafélag og að aðild Seðla- bankans að stjórn dytti þar með út. Við höfum líka lagt til að lögin um Verðbréfaþing yrðu endurskoð- uð og það stendur nú yfir,“ sagði bankastjórinn ennfremur. Birgir ísleifur sagði það umhugsunarefni hvort sameina mætti mánaðarlaun- um greiðslur fyrir setu í stjórnum. Pálmi Jónsson formaður banka- ráðs Búnaðarbankans sagði varð- andi setu bankastjóra og aðstoðar- bankastjóra í stjórnum að þar skip- aði bankinn sambærilega stjórnend- ur og einkabankar. Með væntanleg- um breytingum á rekstrarformi bankanna sagði hann líklegt að breyting yrði á þessari stjórnskipan og þvi væri lítið um málið að segja að svo stöddu. Þá sagði hann að- spurður að bankinn sæi ekki ástæðu til að taka þátt í greiðslu ferða- eða gistikostnaðar maka eins og gerist í ákveðnum tilvikum í Seðlabanka og Landsbanka. kostnaðar og símtala. Þá gilda til- vitnaðar reglur einnig um maka bankastjóra, en samkvæmt 2. mgr. 10. gr. reglnanna fá makar ráð- herra greitt fargjald og gistingu auk 50% dagpeninga ráðherra. Sömur reglur gilda um aðstoðar- bankastjóra, en þeir fá 80% af dag- peningum bankastjóra. Ferðakostn- aður innanlands greiðist samkvæmt framlögðum reiknjngum. Búnaðarbanki íslands. Bankastjórar Búnaðarbankans fá greiddan ferða- og dvalarkostnað með sama hætti og bankastjórar Landsbankans. Aðstoðarbanka- stjórar Búnaðarbankans fá fulla dagpeninga greidda fyrir ferðir er- lendis, en ekki hótelkostnað. Ferða- kostnaður innanlands greiðist sam- kvæmt framlögðum reikningum en hann hefur enginn verið. Ekki er greiddur ferðakostnaður fyrir maka bankastjóra. Seðlabanki íslands. Reglur um gi-eiðslu kostnaðar vegna ferðalaga bankastjóra Seðla- bankans á vegum bankans eru sett- ar af bankaráði. Reglur um ferðalög bankastjóra erlendis eru eftirfarandi: 1. Fargjöld á ferðalögum erlendis skulu greiðast eftir reikningi. Far með flugvélum miðast við betra far- rými flugvéla. Far með skipum, lest- um eða langferðabifreiðum miðast við 1. farrými ef við á. 2. Bankastjórar fá greiddan kostnað við gistingu (með morgun- mat), risnukostnað og símtöl eftir framlögðum reikningum og dagpen- inga, sem skulu vera 80% af dagpen- ingum bankastarfsmanna. Tvisvar á ári er bankastjóra heimilt að fá greitt fargjald og gistingu fyrir maka, sem þá skulu jafnframt greiddir dagpeningar sem svara til helmings dagpeninga bankastjóra, þ.e. 40% af dagpeningum banka- starfsmanna. Ef sérstaklega stend- ur á er bankastjóra þó leyfilegt að fá oftar greitt fargjald og gistingu fyrir maka en ekki dagpeninga. 3. Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað, ann- an en fargjöld og þann kostnað sem greinir í 2. lið. 4. Á þriggja mánaða fresti skal bankastjóri gera formanni banka- ráðs grein fyrir utanferðum banka- stjóra á vegum bankans við gist- ingu, símtöl eftir framlögðum reikn- ingum svo og 65% af dagpeningum bankastarfsmanna. Kostnaður við ferðalög innan- lands greiðist eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgögn, svo sem farmiðar, gistihúsareikningar og kvittanir frá hlutaðeigandi greiðasölum. Af dagpeningum eru greiddir skattar í samræmi við reglur ríkis- skattstjóra. 1 Rétt er að taka fram að á árunum 1994-95 fóru fram bankastjóraskipti í bank- anum og voru bankastjórar færri en þrír á tímabili. Lífeyrisgreiðslur Ekki liggja fyrir í umræddum stofnunum upplýsingar um hve margir eftirlaunaþega nutu greiðslna úr öðrum lífeyrissjóðum, hvaða lífeyrissjóðum og hve háar lífeyrisgreiðslur eru til hvers og eins. Að öðru leyti vísast til sjónarmiða í inngangi um framsetningu per- sónuupplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.