Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 17
NT-miðlari sem ryður úr vegi öllum
hraðahindrunum í fyrirtækinu
Allir þekkja hvaö það er hvimleitt þegar hlutirnir í tölvunni
þinni gerast ekki STRAX! Pegar menn eru orðnir vanir
því að keyra um á flottustu tækjunum fara minnstu
hraðahindranir í taugarnar á þeim.
Með AlphaServer 800 hristir þú af þér þreytandi
flöskuhálsa í tölvuvinnslu fyrirtækisins og samstarfsfólk
þitt hættir að kvarta yfir litlum hraða og lélegum svartíma.
Ástæðan er sú að AlphaServer 800 keyrir á 64-bita
Alpha örgjörva og er því eini miðlari sinnar tegundar
á markaðnum sem keyrir væntanlega 64-bita útgáfu
af Windows NT. Notendur Lotus Notes, Oracle og
Microsoft SQL og Exchange Server auka afköst sín
verulega með AlphaServer 800.
AlphaServer 800
AlphaServer 800 gefur þér:
- betri svartíma
- meira rekstraröryggi
- innbyggða stækkunarmöguleika á örgjörvum,
minni og diskakerfum.
Hafðu hraðann á, talaðu við sölumenn okkar
og fáðu nánari upplýsingar um allt hitt sem
AlphaServer 800 gerir fyrir þig og tölvuvinnslu
fyrirtækisins.
AlphaServer kostar aðeins frá kr. 599.500.- m. vsk.
og endist þér langt fram yfir aldamót.
DIGITAL Á ÍSLANDI
Vatnagörðum 14, sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digitai.is
VIÐSKIPTI
Upplýsingaskrifstofan Midas-Net var með kynningarhátíð í Þjóðleikhúsinu nýverið
B
PÓR HF
Reykjavík - Akurayri
Reykjavfk: Ármúla 11 - Simi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070
Morgunblaðið/Kristinn
MASSIMO Carribba, verkefnissljóri Midas-Net hjá Evrópusam-
bandinu, talar í Þjóðleikhúsinu.
Margmiðlun fjölgar at-
vinnutækifærum mikið
HAGNÝTING rafrænnar útgáfu
og möguleikar íslenskra fyrirtækja
á sviði margmiðlunar voru kynntir
á fjölmennri hátíð í Þjóðleikhúsinu
sl. fimmtudag. Að henni stóð Mid-
as-Net á íslandi, upplýsingaskrif-
stofa sem var opnuð hérlendis í
byijun ársins og er ætlað að styðja
við INFO 2000 margmiðlunaráætl-
un Evrópusambandsins.
Massimo Carribba, verkefnis-
stjóri Midas-Net hjá ESB útskýrði
fyrir gestum hlutverk upplýsinga-
skrifstofunnar en hún er ein af 23
í 17 löndum Evrópu sem fram-
kvæmdastjórn ESB setti á laggirn-
ar í fyrra til þess að koma á tengsl-
um og þróa sameiginleg verkefni
á sviði margmiðlunar milli lítilla
og meðalstórra fyrirtækja í Evr-
ópu. Midas-Net dreifir upplýsing-
um um ný verkefni og aðstoðar
fyrirtækin við leit að samsarfsaðil-
um.
í máli Carribba kom fram að
fljótlega uppúr aldamótum er
reiknað með að um 10% efnis sem
hingað til hefur verið prentað verði
komið yfir á rafrænt form, meðal
annars smáauglýsingar, fréttir og
fleira. Eftirspurn eftir fólki sem
kann til verka við hönnun og þróun
margmiðlunarefnis muni aukast
gífurlega og áætlað er að ein millj-
ón nýrra starfa sem tengjast
I margmiðlunariðnaðinum muni
skapast í ríkjum ESB á næstu tíu
árum.
Af stórum varpa yfir sviði Þjóð-
leikhússins voru gestir síðan leidd-
ir inn í heim margmiðlunar af
Eyþóri Arnalds, einum af forsvars-
mönnum hugbúnaðarfyrirtækisins
OZ og sýnt var hvernig hægt er
að nýta margmiðlun við gerð
kennsluefnis en Sjóvá-Almennar, í
samvinnu við margmiðlunarfyrir-
" tækið Gagarín, er að leggja síðustu
hönd á hönnun kennsluefnis fyrir
verðandi ökumenn í tölvutæku
formi.
Möguleikar á styrkjum til
rafrænnar útgáfu
Midas-Net skrifstofunni á ís-
landi er stýrt af Samtökum iðnað-
arins í samvinnu við Rannsóknar-
þjónustu Háskóla íslands, Samtök
| íslenskra tölvu- og fjarskiptanot-
enda og Starfsmenntafélagið. Að
sögn framkvæmdastjóra skrifstof-
unnar, Aðalsteins Magnússonar,
verða næsta haust væntanlega
boðnir út styrkir á vegum INFO-
áætlunarinnar til framleiðslu á raf-
rænu efni. Könnunarstyrkir eru
veittir í sex mánuði meðal annars
til markaðsrannsókna og þróunar
frumhugmynda. Styrkirnir geta
hæstir orðið 8,3 milljónir íslenskra
króna. Hið minnsta þurfa fjögur
fyrirtæki eða stofnanir að vera
aðilar að hverju verkefni og koma
frá a.m.k. tveimur aðildarrikjum.
Verkefnin eru síðan metin og þau
áhugaverðustu fá áframhaldandi
stuðning til framkvæmda sem geta
numið allt að helmingi kostnaðar.
í fyrra áttu íslendingar aðiid að
tveimur verkefnum og hlaut Skýrr
hf. könnunarstyrk fyrir sitt verk-
efni.
L
GOTT FÓLK / SÍA -2