Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 19
Islendingar leita
undan Mauritaníu
Snæfellið stefnir að öllu
óbreyttu á Flæmingjagrunn
NOKKRIR forsvarsmenn íslenskra
útgerða eru nú staddir í Mauritan-
íu, sem er norðan við Senegal á
vesturströnd Afríku, og eiga í við-
ræðum við þarlend stjómvöld um
hugsanleg veiðileyfi í lögsögu
landsins. Milligöngu við það að
útvega íslendingum veiðileyfi frá
mauritanískum stjómvöldum hefur
Pétur Guðjónsson, sem rekur fyrir-
tæki hér á landi undir heitinu IMG,
aiþjóðleg stjórnunarfræðsla.
Valdimar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dal-
víkinga, er í hópi Afríkufaranna,
en að hans sögn kemur til greina
að Snæfellið EA fari til veiða í
lögsögu Mauritaníu verði niður-
staðan sú að mönnum lítist vel á
aðstæður. „Sem stendur liggur
skipið í höfn á Kanaríeyjum og
bíður átekta eftir því hvað gert
verður," segir Valdimar.
Leitað að gulli
og grænum skógum
Snæfeliið hélt til Namibíu um
miðjan janúar þar sem ætlunin var
að stunda rækjuveiðar. „Það gekk
ekki upp sökum aflaleysis. Síðan
prófuðum við aðrar tegundir utan
200 mílnanna og reyndar veiddist
svolítið af þeim, en við vorum ekki
búin til þess að vinna þetta nógu
hratt. Snæfellið er fyrst og fremst
rækjufrystiskip, en uppistaðan í
þeim afla, sem veiddur var utan
200 mílnanna í namibískri lögsögu,
var fiskur sem gekk undir nafninu
alfonsínó og var eitthvert búra-
afbrigði. Sá fiskur var hausaður,
sporðskorinn og heilfrystur, eins
og meðhöndlunin er á heilfrystum
karfa á heimamiðum. Þetta veidd-
ist í mjög miklu magni á stuttum
tíma, en ekki nema hluta úr sólar-
hringnum og við vorum ekki búnir
til þess að vinna þetta nógu hratt.
Þar sem þessar veiðar gengu ekki
heldur upp, ákváðum við að kveðja
Namibíu. Skipið kom inn til Kan-
aríeyja þann 17. apríl sl. og áhöfn-
in flaug heim eftir útiveru frá því
í janúar. Snæfellið mun að öllu
óbreyttu fara beint frá Kanaríeyj-
um til rækjuveiða á Flæmska hatt-
inum þar sem skipið er með um
500 tonna rækjukvóta. Ef við finn-
um eitthvert gull og græna skóga
í Mauritaníu, gæti verið að við
tækjum einhvern tíma þar áður en
við færum með skipið á Flæmingja-
grunn.
Rennum ekki alveg
blint í sjóinn
Valdimar sagði að fyrir veiði-
leyfi í Mauritaníu þyrfti að borga
ákveðna dollaraupphæð fyrir hvert
brúttótonn skipsins, en hvað fram-
kvæmdinni við kæmi, væri hægt
að velja um tvo möguleika. Annars
vegar að Mauritaníumenn taki
hlutdeild af afla og sjái í staðinn
um greiðslu á kostnaði heima fyr-
ir, bæði veiðileyfa- og hafnargjöld-
um. Hinsvegar að íslenska útgerð-
in sjái alfarið um greiðslurnar, sem
miðuðust við stærð skipsins og
prósentur af aflaverðmæti, fari
aflinn yfir ákveðin mörk, en 28
tonn á mánuði eru án gjaldtöku.
„Ég er ekki búinn að semja um
neitt, en mér skilst að ég geti val-
ið um nokkra möguleika og fer
veiðileyfagjaldið hækkandi eftir
því sem heimamenn taka meiri
þátt í útgerðarkostnaðinum. Sjái
ég um hann allan, er hlutfallið
iægra. Við höfum allavega áhuga
á því að skoða þetta. Spánvetjar
hafa verið að veiða í þessari land-
helgi þannig að við rennum ekki
alveg blint í sjóinn. Við erum að-
eins og sverma fyrir rækjuveiði-
leyfi hjá Mauritaníumönnum þótt
þeir veiti leyfi á aðrar tegundir líka,
makríl og jafnvel einhvern flatfisk
hef ég heyrt.
Við stefnum á Flæmska hattinn
nema þetta verði mjög álitiegt. Þá
kannski kæmi Snæfellið þarna við
nema þetta reyndist rosalega vel,
en maður hefur alla fyrirvara á
því eftir aflaleysið við Namibíu,"
sagði Valdimar.
AFMÆ
TILBOÐ
deild
• DREGLAR
• MOTTUR
Parket á mjög góðu verði.
Dæmi: Eik kr. 2.388 m2
Góð grciðslukjör!
Raðgrciðslur tll allt að
36mánaða
Grensásvegi 18 Sími 581 2444 Stofnaö 1965
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
Nóg af þeim gula
GÓÐUR afli þegur verið að
loknu hrygningarstoppinu eða
„fæðingarorlofi" þorsksins eins
og það er gjarnan kallað. Stopp-
inu lauk siðasta dag vetrar og
fóru trillukarlar í Ölafsvík þá
til róðra á ný og reyndist nóg
af þeim gula. Ekki þurftu þeir
að sækja langt og fylgdust bæj-
arbúar með, þegar trillurnar
drógu þorskinn nánast við
bryggjusporðinn. Ekki voru þó
allar trillur Ólafsvíkinga á þeim
slóðum, en samt þurftu þeir
ekki að sækja nema 5 til 6 míina
siglingu frá bænum. Afli hjá
handfærabátum var góður, frá
einu tonni upp í 2,7 með einn á.
.421-70007
Almenn afgreiftsla
568 94007
Almenn afgreiðsla*
800 40007
Grænt númer
Ný gerð Ariston þvottavéla
kemur bráðlega á markað
og við seljum eldri gerðirnar
með góðum afslætti!
|S\ín,
800 sn ^
Verö áöur kr. 58.600
VerÖ nú kr. 52.900
48.900,-ster
ú
Éi ARISTON
Tm7Tr3
xjtmi
Verö áöur kr. 52.900
Verö nú kr. 48.900
46.455,-stgr.
515 40007
Skiptiborö
é'ARISTON
mm OTTAVÉL 1
1200 s m AV 1147 TX bp ————
Verslun. Breiddinni, Kópavogi
Hólf og gólf, afgreiBsla
Verslun, Dalshrauni 15. Hafnarfirði
Almenn afgreiðsla
515 A030J
555 44117
Verö áöur kr. 69.800
Verö nú kr. 61.900
57.567,-stgr.
ZSS!Ms2-9-4p°^