Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR VÆNTANLEGUR er á markað margmiðlunardiskur ætlaður til ökukennsiu. Kennsluefni fyr- ir ökunema á tölvutæku formi ÍSLENSKUR margmiðlunardiskur með kennsluefni fyrir verðandi öku- menn kemur út á næstunni, en það er tryggingafélagið Sjóvá-Almenn- ar sem stendur að útgáfunni í sam- vinnu við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín. I umferðinni með Sjóva-Almenn- um er heitið á disknum og segir Einar Guðmundsson fræðslustjóri Sjóvár-Almennra hann hugsaðan sem ítarefni fyrir ökunema, sem kennsluefni í efstu bekkjum grunn- skóla og sem upprifjunarefni fyrir eldri ökumenn. „Hugmyndin er síð- an að selja diskinn á vægu verði, um það bil fimmhundruð krónur, og hafa ökukennarar, Námsgagna- stofnun og fleiri lýst yfir áhuga á að dreifa honum fyrir okkur.“ Disk- urinn er væntanlegur á markað eftir um það bil mánuð. Um er að ræða frumhetjastarf og alfarið íslenskt verk að sögn Einars, en undirbúningur hefur staðið yfir í um eitt ár. Gagarín hefur haft umsjón með hönnuninni og nýtir möguleika margmiðlunar til hins ýtrasta. Hefðbundnir miðlar eru samnýttir; myndband, hljóð, texti og ljósmyndir. Notandinn get- ur síðan kynnt sér efnið eins vel og hann vill og á þeim hraða sem hentar hveiju sinni. Að sögn Einars hefur trygginga- félagið undanfarin ár haldið for- vamanámskeið fyrir unga ökumenn en hugmyndin kviknaði á árshátíð félagsins. „Verið var að ræða nýjar leiðir til að ná til ungmennanna og þá barst þessi nýi miðill strax í tál. Ákveðið var að kalla til unglinga, myndaðir voru starfshópar þar sem þeir ræddu hvernig að þeirra mati ætti að byggja upp kennsluefni í tölvutæku formi. í ljós kom að ung- mennin vildu hafa efnið á fremur alvarlegum nótum en ekki í leikja- formi eins og við héldum að þyrfti til að draga unga notendur að.“ Olvunarakstur algengur meðal ungmenna Disknum er skipt í fjóra höfuð- flokka; akstur og umferðarvenjur, umferðarmerkin, ungir ökumenn og tryggingar. Fimmti efnisflokk- urinn er síðan krossapróf úr hinum flokkunum. „Kaflarnir greinast mikið niður en meðal annars er farið í allar umferðarreglurnar, akstur við mismunandi aðstæður, ólíkar gerðir umferðarljósa, öll umferðarmerki og yfirborðsmerk- ingar vega. í kaflanum um unga ökumenn byggjum við á reynslu okkar sem tryggingafélag. Þar tökum við fyrir tjón og tryggingar en algengastu slysin af völdum ungra ökumanna eru aftanákeyrsl- ur, um 27% árekstra hjá þessum aldursflokki, og hraðakstur er einnig algengt vandamál." Samkvæmt skoðanakönnun með- al 600 ungmenna á aldrinum 17-20 ára sem setið hafa námskeið á veg- um Sjóvár-Almennra hafa um 51% keyrt undir áhrifum áfengis. Á myndrænan hátt er á disknum sýnt fram á hvernig hálfur bjór getur haft áhrif á akstur ökumanna. Þar kemur fram meðal annars að sjón- sviðið minnkar, sjónin dvínar um 35% þegar keyrt er í myrkri, við- bragðið lengist um 35% og líkur á mistökum aukast um 25%.“ Yfirlýsing frá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna Fagnar verðlækk- un á filmum í MORGUNBLAÐINU 24. apríl sl. gerði Bergur G. Gíslason hjá Ljós- myndavörum athugasemd vegna viðtals á neytendasíðu við Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna þann 22. apríl um að verð á Fuji-filmum hafi ekki lækkað þrátt fyrir lækkun vöru- gjalds. Bergur segir filmurnar hafi lækkað í verði og óskar þess að Neytendasamtökin viðurkenni mi- stök sín og leiðrétti rangar fullyrð- ingar um Fuji-filmuverð. Af því tilefni vill Jóhannes Gunn- arsson taka fram: „Það er rétt sem fulltrúi Ljósmyndavara segir að Neytendasamtökin hafi í tvígang beðið um og fengið senda verðskrá Ljósmyndavara. Þessi verðskrá er dagsett 3. mars sl. og óskuðum við eftir að fá einnig senda þá verðskrá sem áður var í gildi, þannig að hægt væri að sannreyna hvort lækkunin hefði orðið. Fékk starfsmaður okkar þá það svar að fyrirtækið ætti ekki aðra verðskrá enda væri sú sem okkur var send búin að vera i gildi í nokkur ár. Sé hér um mistök að ræða af hálfu starfsmanns Ljós- myndavara er ábyrgðin ekki Neyt- endasamtakanna. Við hljótum hins vegar að fagna því ef svo er og að verð hafi lækkað í samræmi við vörugjaldsbreytinguna. Innan ESB er fátækt útbreidd- ust meðal breskra barna Bresk stjórnvöld sökuð um að knýja fram frestun talna - íhaldsflokkurinn segir samanburðinn rangan London. Morgunbladið. Á BRETLANDl búa hlutfallslega fleiri börn við fátækt eitt af hveijum þremur en í nokkru öðru ríki Evrópu- sambandsins (ESB) samkvæmt óbirtri könnun Eurostat, hagstofu Evrópu, sem breska blaðið The Gu- ardian greindi frá í gær. Samkvæmt könnuninni eru hvergi í ESB fleiri fullorðnir undir fátækt- armörkum en á Bretlandi. Aðeins í Portúgal mældist meiri fátækt með- al fullorðinna og barna og var þá tekið mið af þjóðinni allri. í dagblaðinu The Guardian sagði að hér væri komin staðfesting hins aukna ójöfnuðar í valdatíð Ihalds- flokksins og tölurnar væru tilbúnar til birtingar, en ákveðið hefði verið að fresta henni fram yfír kosningar að beiðni bresku stjórnarinnar. Að sögn heimildarmanns innan íhalds- flokksins er ekki rétt að bera saman stöðu barna innan hinna ýmsu ríkja Evrópusambandsins með þessum hætti. Fátækt hefur verið til umræðu í kosningabaráttunni og má búast við að stjórnarandstæðingar noti þessar tölur á lokasprettinum. Verka- mannaflokkurinn hefur hins vegar ekki sett sér nein markmið í fátækt- armálum utan hvað Tony Blair, leið- togi flokksins, hefur sagt að takist sér ekki að bæta lífskjör þeirra fá- tækustu í lok næsta kjörtímabils, nái hann völdum, muni hann hafa brugðist kjósendum. Kenneth Clark, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í umræðuþætti í sjónvarpi á sunnudagskvöld að það væri goðsögn að hinir fátæku yrðu stöðugt fátækari, sú niðurstaða væri reist á vafasamri tölfræði. Samkvæmt könnun Eurostat, sem byggð er á tölum frá árinu 1993, búa 32% barna á Bretlandi undir fátæktarmörkum. Næst koma írland og Portúgal. Á írlandi er hlutfallið 28% og í Poitúgal 27%. Best er ástandið sagt í Danmörku, þar sem 5% barna eru undir fátæktarmörk- um. Þá koma Frakkar, þar sem hlut- fallið er 12%, og Þýskaland með 13%. Meðaltalið í ESB er 20%. Ónafngreindur heimildarmaður í íhaldsflokknum sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri fráleitt að bera lífsskilyrði saman með þess- um hætti. „Það er ekki rétt að segja að börn hér séu fátækari," sagði heimildarmaðurinn. „Það er víða að finna fátækari börn. Margar tekju- minni íjölskyldur hafa hagnast á velmeguninni. Af þeim 10% Breta, sem hafa minnstar tekjur, höfðu 14% meira eyðslufé milli handanna í fyrra en 1979.“ í könnuninni eru fátæktarmörk sögð liggja við 50% af meðaltekjum í hveiju landi. Síðan er staða hvers ríkis mæld á kvarðanum 0 til 1, þar sem núllið merkir fullkominn jöfnuð, en einn algeran ójöfnuð. Bretar fengu þar einkunnina 0,37, jafnháa og Italir. Aðeins Portúgalar (0,42) og Grikkir (0,38) voru ofar á kvarð- anum. Meðaltalið í Evrópu var 0,35. Danir komu best út og fengu 0,25. Carl Bildt um EMU- aðild Svíþjóðar Utilokar ekki þjóð- aratkvæði Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, útilokar ekki að ástæða verði til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ild Svía að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, og hann hefur áhuga á að Svíar taki þátt í yfirstandandi upp- byggingu nýs öryggiskerfis í Evrópu. Þetta kom fram í fyrsta sjónvarpsviðtalinu við Bildt um sænsk stjórnmál nú þegar hann er á leið heim með vorinu. Carl Bildt, sem hefur starf- að sem sáttasemjari og síðar sem fulltrúi Evrópusambands- ins við uppbygginguna í Bosn- íu, segir að Svíar þurfi að fylgjast nákvæmlega með þró- un myntbandalagsins. Hann hefur áður hvatt til sænskrar þátttöku frá upphafi og Hægriflokkurinn hvetur til þess sama. Innan flokksins hefur þó gætt hiks upp á síð- kastið gagnvart EMU. Spurningunni um NATO- aðild svaraði Bildt ekki hreint út, heldur benti á að nýtt ör- yggiskerfí væri í deiglunni í Evrópu. Bildt hefur ekki viljað svara þeirri spurningu nákvæmlega hvenær hann komi aftur til starfa á sænskum stjórnmála- vettvangi og bendir á að enn eigi eftir að finna eftirmann hans. Búist er við að það verði á næstunni og að Bildt verði kominn á heimavettvang í sumar. Persson sækir á Hægriflokkur Bildts er enn stærsti flokkur Svíþjóðar sam- kvæmt skoðanakönnunum, en þær benda þó til þess að Jafn- aðarmenn sæki nú á. Sam- kvæmt könnun sem birt var fyrir helgi, styðja 32% Hægri- flokkinn, en hálfu prósenti minna fylgja jafnaðarmönnum að málum. I febrúar var mun- urinn 4,5% hægrimönnum í vil. Wim Kok, forsætisráðherra HoIIands Segir ráðstefnu- lok verða í júní Haag. Reuter. WIM Kok, forsætisráðherra Hol- lands, segir að kosningarnar í Bret- landi og Frakklandi hafi ekki áhrif á það markmið hans að ljúka ríkjar- áðstefnu Evrópusambandsins um miðjan júni og reka smiðshöggið á endurskoðaðan stofnsáttmála þess. Holland fer nú með forsætið í ráð- herraráði sambandsins. Síðustu klukkustundirnar ráða úrslitum Kok hefur áður sagt að hann muni bíða þar til eftir brezku kosn- ingarnar, sem haldnar verða 1. maí, með að tilkynna hvort haldinn verði aukaleiðtogafundur Evrópu- sambandsins í maí. Áformað er að ljúka ríkjaráðstefnunni með leið- togafundi í Amsterdam um miðjan júní. Kosningarnar i Frakklandi fara fram 25. maí og 1. júní. EVRÓPA^ Á blaðamannafundi á laugardag viðurkenndi Kok að hendur ríkis- stjórna Bretlands og Frakklands kynnu að vera bundnar vegna kosn- inganna, sem framundan væru. Hins vegar myndu síðustu dagarn- ir, eða jafnvel klukkustundirnar, fyrir lok fundarins í Amsterdam ráða úrslitum um niðurstöðu samn- ingaviðræðnanna. Kok sagði að lokaákvörðun yrði tekin 15. maí um hvort haldinn yrði aukaleiðtogafundur 23. maí. IMF varar við seink- un gildistöku EMU Bonn, Washington. Reuter. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐUR- INN (IMF) varar við því að seinka gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) og telur slíkt geta valdið ringulreið á fjár- málamörkuðum. Massimo Russo, sérlegur ráðgjafi Michels Camdessus framkvæmda- stjóra IMF í málefnum EMU, sagði á blaðamannafundi í Washington að seinkun framyfír 1. janúar 1999 kynni jafnframt að valda því að upptaka sameiginlegs Evrópu- gjaldmiðils frestaðist um ófyrirsjá- anlegan tíma. Jacques Artus, aðstoðardeildar- stjóri Evrópudeildar IMF, sagði á fundinum að væntanleg aðildarríki EMU yrðu að tilkynna sem fyrst hvernig gengi gjaldmiðlanna, sem eiga að renna inn í evróið, yrði læst saman. Upplausn yrði á fjár- málamörkuðunum ef þeir fengju ekki einhveijar vísbendingar um það á hvert gengi gjaldmiðlanna yrði þegar evróið yrði tekið upp. Russo sagðist ekki telja það skipta öllu máli hvort væntanleg aðildarríki EMU næðu upp á hár að uppfylla markmið Maastricht-sáttmálans um að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af landsframleiðslu. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að 3,1% muni gera evróið veikt eða að 2,9% geri það sterkt," sagði Russo. Hann sagði mestu máli skipta að ríki gætu sýnt fram á að árangur þeirra í ríkisfjár- málum væri varanlegur. 3% eru 3% Á laugardag sagði Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, hins vegar í blaðaviðtali að 3% þýddu 3% og ekki brotabrot meir. Waigel sagði að ef aðildarríkin næðu ekki þessu markmiði væri trúverðugleiki evrósins í hættu. Hann ítrekaði hins vegar að þýzk stjórnvöld myndu tryggja að íjárlagahallinn yrði inn- an við 3% af VLF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.