Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 21
Kosning-
um flýtt
í Kanada
JEAN Chrétien, forsætisráð-
herra Kanada, boðaði á sunnu-
dag til þingkosninga 2. júní
næstkomandi, 17 mánuðum
áður en kjörtímabilið rennur
út. Flokkur Chrétiens, Fijáls-
lyndi flokkurinn, á um þessar
mundir mjög góðu fylgi að
fagna í skoðanakönnunum, og
hyggst hann nýta sér meðbyr-
inn með því að flýta kosning-
um.
Tsjetsjenar
grunaðir um
sprengjuárás
AÐ minnsta kosti einn maður
beið bana og 17 særðust í
öflugri sprengingu í lestastöð
í suðurhiuta Rússlands í gær
og rússneskir embættismenn
töldu að tsjetsjenskir að-
skiinaðarsinnar hefðu komið
fyrir sprengju í stöðinni. Leið-
togar Tsjetsjena vísuðu því á
bug. Tveir biðu bana í svipaðri
sprengingu í annarri lestastöð
í Rússlandi fimm dögum áður.
Læknar virð-
ingarverðastir
LÆKNAR, vísindamenn,
kennarar, verkfræðingar og
prestar eru þær starfsstéttir
sem njóta mestrar virðingar í
Bandaríkjunum samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunar
sem birt var á sunnudag.
Minnstrar virðingar njóta
verkalýðsleiðtogar, fólk í
skemmtanabransanum, lista-
menn og endurskoðendur.
Sljórnarand-
staðan ofaná
FRELSISBANDALAGIÐ,
kosningabandalag miðju-
hægri flokka, sem er uppistað-
an í stjórnarandstöðunni á ítal-
íu, vann um helgina sigur í
almennum sveitarstjórnar-
kosningum yfir miðju- og
vinstriflokkunum, sem standa
að Ólífutrésbandalaginu, sem
Romano Prodi forsætisráð-
herra fer fyrir. Samkvæmt
bráðabirgðatölum sem birtar
voru í gær stefndi í að fram-
bjóðandi Frelsisbandalagsins
næði kjöri til borgarstjóra bæði
í Mílanó og Torino.
Vatnsskortur
í V-Evrópu
RIGNING sem féll á þurrka-
svæði Vestur-Evrópu um helg-
ina hleypti vexti í gróður en
var ekki nægileg til að bæta
úr vatnsskorti þeim sem
lengsta þurrkatímabil síðustu
tveggja alda veldur. Einkum
er vandamálið stórt í Frakk-
landi og Englandi, þar sem
grunnvatnsstaða er ískyggi-
lega lág.
Menn skotnir
í Xinjiang
KÍNVERSKIR herlögreglu-
menn skutu fyrir helgi tvo
menn til bana úr hundrað
manna hópi, sem gerði tilraun
til að frelsa dæmda óeirða-
seggi, sem bíða aftöku í Yining
í Xinjiang-héraði. Frá þessu
greindu kínverskir embættis-
menn i gær.
ERLEIMT
Rauðárflóðin í Manitoba
Vindur eykur
hættu á tjóni
Flóðvatnið 29 km breitt
Winnipeg. Reuter.
MIKILL vindur jók í gær enn á
áhyggjur íbúa flóðasvæðanna í
suðurhluta Manitoba-fylkis í
Kanada, þar sem hann gæti valdið
öldugangi á flóðvatnsyfirborðinu
og aukið þannig hættuna á að flóð-
varnargarðar brystu.
Flóðið í Rauðá heldur stöðugt
áfram að þekja meira land í land-
búnaðarhéraðinu milli landamæra
Bandaríkjanna og fylkishöfuð-
borgarinnar Winnipeg. Þaðan hafa
17.000 manns þegar þurft að yfir-
gefa heimili sín vegna flóðanna.
Iþróttahúsum í Winnipeg hefur
verið breytt í neyðarskýli, þar sem
3.000 manns hefur þegar verið
komið fyrir til bráðabirgða.
Flóðvatnið hafði í gær náð 29
km breidd þar sem það var breið-
ast syðst í Manitoba. Þar sem land
er flatt á þessum slóðum breiðist
flóðið yfir mikið iandsvæði og fær-
ist hægt norður á við eins og leið
liggur eftir farvegi árinnar, en hún
rennur í Winnipeg-vatn.
Flóðvarnargarðar
á þiðnandijörð
Allt að fjórðungur sandpoka-
varnargarða, sem íbúar húsa sem
lentu í flóðinu reistu í kringum
þau, hefur brostið, jafnvel áður en
vindhraði jókst. „Þriggja metra
háir varnargarðar voru byggðir á
frosinni jörð og þiðnandi snjó,“
sagði Greg Arason, sem á hús í
flóðahættu syðst í Winnipeg, en
honum hefur verið gert að yfirgefa
hús sitt ásamt öðrum íbúum göt-
unnar sem hann býr við_ fyrir há-
degi í dag, þriðjudag. íbúar 600
húsa í Winnipeg hafa fram að
þessu þurft að rýma hús sín. Varn-
argörðum, sem byggðir voru á ís
og snjó er kennt um að nærri allir
hinna 50.000 íbúa Grand Forks í
Norður-Dakóta neyddust til að yf-
irgefa bæinn er Rauðárflóðið fór
þar hjá fyrir rúmri viku.
Rétt suðvestan við Winnipeg
héldu hundruð hermanna og sjálf-
boðaliða áfram vinnu við að ryðja
upp 40 km langri framlengingu á
flóðvarnargörðum með _ aðstoð
stóivirkra vinnuvéla. Álætluð
lengd framlengingarinnar var auk-
in um helgina úr 27 km í 40, þeg-
ar flóðvatnið var komið í sjónmál.
Ef hið fljótbyggða mannvirki
bregzt stefnir í að 10.000 íbúar
borgarinnar neyðist til að yfirgefa
heimili sín. Flestir hinna 630.000
íbúa Winnipeg munu þó hafa lítið
að óttast þar sem flóðbrautin svo-
kallaða, sem byggð var 1968 til
að veita Rauðá um í miklum vatna-
vöxtum.
Jean Chrétien, forsætisráðherra
Kanada, skoðaði flóðahættusvæðið
í gær, með skara lífvarða og fjöl-
miðlafólks í eftirdragi. Þrátt fyrir
hættuástandið vegna flóðanna
boðaði Chrétien á sunnudag til
þingkosninga í bytjun júní, 17
mánuðum áður en kjörtímabilið
rennur út.
Reuter
LÁÐS- og lagarfarartæki kanadíska hersins flytur hér sjálfboða-
liða til að byggja flóðvarnargarða úr sandpokum í kringum hús
nærri Ile des Chenes í Suður-Manitoba. Búizt er við að flóðið
nái hámarki við Winnipeg 5. maí.
Fornleifafundur við Kóngsins nýja torg
Elstu mannvistarleif-
ar Kaupmannahafnar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ELSTU mannvistarleifar Kaup-
mannahafnar eru smátt og smátt
að koma í ljós í fornleifaupp-
greftri við Kóngsins nýja torg,
en þær komu í ljós þegar farið
var að grafa fyrir neðanjarðar-
lestarstöð fram við vöruhúsið
Magasin. Beðið er eftir leyfi til
að halda greftrinum áfram undir
vöruhúsinu, þar sem búist er við
að enn stórfengiegri minjar kunni
að leynast. Þegar kemur að
byggingu neðanjarðarstöðvar-
innar verða settir gluggar yfir
uppgröftinn, sem þá mun blasa
við vegfarendum.
Fornleifafræðingar álíta að
þeir hafa rekist á forgarð hallar
frá því um 1000. Kaupstaðarins
Hafnar er fyrst getið í jarðabók
frá 1193, en álitið er að byggð
hafi verið á þessum slóðum frá
því á steinöld hinni fyrri, 10 þús-
und fyrir Krist. Þar sem álitið
er að höllin sjálf liggi undir
Magasin verður grafið þar í
framtíðinni.
Neðanjarðarlestin, sem verið
er að grafa fyrir, á að liggja út
á Kastrup-flugvöll og tengjast
þar Eyrarsundsbrúnni yfir til
Málmeyjar.
Ö R U G G U R
Með Swijt verður aksturinn
áreynslulaus.
Og líttu á verðið:
Ótrúlegt verð: frá 980.000 kr. 3-dyra.
Áreiðanlegur og ódýr í rekstri.
Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum.
Öryggi í fyrirrúmi.
þægindi
upphituð framsæti
rafstýrðar rúðuvindur
tvískipt fellanlegt aftursætisbak
samlæsingar
rafstýrðir útispeglar
útvarp/segulband
öryggi
tveir öryggisloftpúðar
hemlaljós f afturglugga
styrktarbitar í hurðum
krumpsvæði framan og aftan
skolsprautur fyrir framljós
þurrka oq skoísprauta á afturrúðu
dagljósabúnaður
i SWIFT1997
Prufukeyrðu Suzuki í dag. SUZUKI BÍLAR HF
Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. skeifunni 17,108 Reykjavík.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. Sími 568 51 oo.
SUZUKISÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf.
Miðási 19, sími 471 2011. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
SUZUKI
AFL OG
ÖRYGGI