Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 23 ERLENT Sífellt fleiri ólöglegir innflytjendur handteknir í Andalúsíu Eiturlyfjamafíur smygla flóttafólki til Spánar Glæpamannahópar í Marokkó hafa fært út kvíarnar og taka nú að sér að smygla fólki frá Afríku til Spán- ar. Asgeir Sverrisson, fréttaritari Morgun- blaðsins á Spáni, segir frá þessari starfsemi sem er ábatasamari en fíkniefnasmyglið. OLÖGLEGUM innflytjend- um frá Afríku hefur fjölgað mjög á Spáni á síðustu tveimur árum. Á þessu tímabili hefur fjöldi þeirra sem handteknir hafa verið í Andalúsíu á Suður-Spáni næstum því tvöfaldast. Skýringin er sú að glæpamannahóp- ar í Marokkó sem fram til þessa hafa smyglað fíkniefnum og tóbaki til Spánar hafa nú fært út kvíarnar og tekið til við að flytja flóttafólk frá Afríkuríkjum með ólöglegum hætti til landsins. Er þetta vaxandi og ábatasöm atvinnugrein. Árið 1994 handtóku lögreglu- yfirvöld í Andalúsíu alls 4.189 ólög- lega innflytjendur frá Afríkuríkj- um. í fyrra voru hins vegar 7.740 Afríkumenn handteknir í þessu syðsta héraði Spánar, sem er 85% aukning. Embættismenn í spænska innanríkisráðuneytinu segja nú að skýringin á þessari miklu aukningu sé fundin. Þaulskipulögð starfsemi Gífurlegu magni af fíkniefnum, einkum hassi, og tóbaki hefur löng- um verið smyglað frá Marokkó yfir Gíbraltarsund til Spánar. Þar eru að verki þaulskipulagðir hópar at- vinnuglæpamanna, sem oftar en ekki vinna með starfsbræðrum sín- um í öðrum ríkjum Evrópu. Nú ligg- ur fyrir að þessir hópar eru teknir að nýta sér sambönd sín og reynslu til að smygla Afríkubúum til Spánar sem þangað leita í von um betra líf,_atvinnu og öryggi. í flestum tilfellum er fólkið flutt með bátum frá Ceuta, Melilla eða Tanger í Marakkó að ströndum Andalúsíu. Þar lýkur afskiptum glæpamannanna frá Ma- rokkó og við innflytjend- unum taka evrópskir starfsbræður þeirra sem sjá um að dreifa fólkinu um allan Iberíuskaga. Fiskimenn, bílstjórar og “ spænskir athafnamenn tengjast því einnig þessu glæpsamlega athæfi. Dýrt og hættulegt Fyrir ferðina yfir sundið þurfa Afríkubúarnir að greiða 50-75.000 krónur. Þar með et' kostnaðurinn ekki upp talinn því áður hafa þeir þurft að greiða fyrir fölsuð skjöl, leyfi til að fara yfir landamæri Marokkó og aðra aðstoð svo eitt- hvað sé talið. Vel fölsuð persónuskil- ríki munu kosta um 80.000 krónur og segja talsmenn lögreglu að sí- fellt færist í vöxt að innflytjendur hafi þau undir höndum. Oft hefur þetta fólk einnig keypt fölsuð dval- at'- og atvinnuleyfi. Mikill fjöldi milliliða einkennit' þessa starfsemi. Ákveðnir menn hafa það hlutverk með höndum að Reuter FLÓTTAMENN í Ghana. í ríkjum sunnan Sahara ala margir með sér draum um betra líf á norðlæg- ari slóðum og eru reiðubúnir að borga stórfé fyrir hjálp við að losna við átthagafjötrana. Neyðin glæpamönn um drjúg tekjulind komast í samband við þá sem ger- ast vilja ólöglegir innflytjendur. Þeir koma fólkinu í hendurnar á mönnum sem annast flutningana og skipu- leggja aðgerðina. Síðan tekut' við einhver sem á lítinn bát og sér um að fetja fólkið yfir sundið. Jafnan er farið í skjóli nætur og oft eru fleyin ekki merkileg, smákænut' með utanborðsmótor. Sú regla gildir að því öruggari sem ferðamátinn er því dýrari er þjónustan. Vitað er að aðrar aðferðir eru notaðar til að smygla fólki til Spán- ar. Dæmi eru um að gámar fullir af fólki hafi verið stöðvaðir og ný- verið fórust 11 flóttamenn ft'á Norð- ur-Afríku í bílslysi nærri Figueres. Þá er fólk einnig flutt í gámum um borð í spænskum eða erlendum skip- um til Spánar. Það et- vitanlega ágóðavonin sem fengið hefur eitursmyglarana til að færa út kvíarnar með þessum hætti. Að auki er hættan minni en þegar um er að ræða smygl á fíkni- efnum. Þá eru dæmi þess að fíkni- efnasmyglararnir nýti sér tækifær- ið og neyði innflytjendurna ólög- legu til að bera með sér eiturlyf til Spánar. Langt og erfitt ferðalag Það er einkum fólk frá löndum sunnan Sahara sent leitar aðstoðar glæpmanna í Marokkó í því skyni að gerast ólöglegir innflytjendur og oftar en ekki er fet'ðalagið bæði langt og strangt. Tvær leiðir eru einkum notaðar til að komast til Mat'- okkó, annars vegar um Kamerún og hins vegar Senegal. ...."■... Þeir sem fara um Kamerún eru einkum frá Zaire, Rúanda, Kongó, Nígetíu, Ghana, og Fílabeinsströndinni. í Kamet'ún virð- ist fólkið auðveldlega komast yfir vegabréf frá því santa landi. Þaðan er haldið yfir Chad og til Líbýu þar sem fólkið kemst fyrst í samband við mafíurnar frá Marokkó. Glæpa- mennirnit' sjá um að flytja Afríku- mennina til Alsír. Á landamærum Alsír og Líbýu er að finna að minnsta kosti tvær umtalsverðar tjaldbúðir þar sem fólkið heldur til áðut- en það er flutt til Ceuta eða Melilla. Greiða þarf mafíunni um 12.000 krónur fyrir skjöl sem veita innflytjendunum leyfi til að fara um Marokkó auk þess sem fólkið þat'f að láta af hendi vegabréf sín sem glæpamennirnir selja síðan öðrum flóttamönnum. Slakt eftirlit Stjórnvöld á Spáni og í Marokkó hafa tekið upp samstarf til að betj- ast gegn starfsemi þessari. Þetta samstarf hefur á hinn bóginn ekki gengið sem skyldi og spænskir sér- fræðingar segja að eftirlit sé mjög slakt í Marokkó auk þess sem lög- gæslumenn þar þiggi mútur. Hins vegar segjast spænskir embættis- menn merkja viðhorfsbreytingu í þessum efnum í Marokkó á síðustu mánuðum og þakka það fundi emb- ættismanna frá löndunum tveimur í október í fyrra. En það eru ekki einvörðungu glæpamenn í Marokkó sem hagnast á þessum viðskiptum. Spánvetjar sem starfa sjálfstætt í tilteknum atvinnugreinum hagnast einnig á því að fá mjög ódýrt vinnuafl með þessum hætti. Þannig hefur það vakið athygli lögregluyfirvalda á Spáni að sífellt fjölgar mjög ungum ólöglegum innflytjendum. Spænskit- leigubílstjórar hagnast einnig á þessari starfsemi sem og eigendur báta í nágrenni Gíbraltar. Dæmi eru um að leigubílstjórar og eigendur báta hafi sloppið við varð- hald eða sektir þar sem þeim hafi verið ókunnugt um að farþegarnir væru ólöglegir innflytjendur. Þeirra sem handteknir eru bíður aðeins að vera sendir út' landi. Oft lýkur því þessari viðleitni Afríku- mannanna til að lifa betra og örugg- ara lífi fjarri fóstutjörðinni með miklum harmleik. En neyðin og skelfingin, stríð og óáran í löndun- um sunnan Sahara, mun áfram reynast glæpamönnum í Marokkó dtjúg tekjulind. Texas Aðskilnað- arsinnar sleppa gíslum Fort Davis. Reuter. SPENNA fór úr lögregluumsátri við dvalarstað aðskilnaðarsinna í Texas í gær er þeir síðarnefndu slepptu tveimur gíslum sínum í stað liðsmanns þeirra, sem handtekinn var á sunnudag fyrir ólöglegan vopnaburð. Samtökin, Lýðveldið Texas, hafa lýst yfir sjálfstæðu ríki og vilja að bandarísk stjórnvöld við- urkenni það. Lögreglan sló hring um dvalar- stað aðskilnaðarsinna í Davis-Qöll- unum eftir að þeir höfðu rænt öldr- uðum nágrönnum sínum, Joe og Margaret Rowe. Var það gert í hefndarskyni við að lögreglan tók Bob Scheidt, liðsmann samtaka aðskilnaðarsinna, fastan á sunnu- dag fyrir að vera með tvo árásar- riffla í bifreið sinni er hann yfirgaf dvalarstað samtakanna á sunnu- dag. Liðsmaður samtaka aðskilnaðarsinna látinn laus Aðskilnaðarsinnar sögðust ekki sleppa gíslum sínum nema Scheidt, yfirmanni öryggismála samtak- anna, og öðrum félaga þeirra, sem nýlega var handtekinn í Austin, yrði sleppt. Eftir 12 stunda samn- ingaþóf féllust þeir á að sleppa Rowe-hjónunum gegn því að ein- ungis Scheidt yrði látinn laus. Samtökin, sem lýst hafa Texas •sem sjálfstætt ríki, segja ríkið hafa verið innlimað ólöglega í Bandarík- in árið 1845. Samtökin létu fyrst til sín taka fyrit- tveimur árum og óljóst er hversu liðsmenn þeirra eru margir og heldur er ekki vitað hversu margir hafast við í búðunum í Davis-flöllunum, en húsið er göm- ul slökkvistöð sjálfboðaliða. Rowe-hjónin eru næstu nágrann- ar aðskilnaðarsinna og hafa verið háværir andstæðingar þeirra. Hafa þau deilt við Scheidt um eignarrétt á svæðinu. Innlausnarverð árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 2. tnaí 1997 er 1. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995. Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 1 verður frá og með 2. maí nk. greitt sem hér segir: Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. = 51.608,30 kr. 100.000 kr. = 103.216,60 kr. 1.000.000 kr. = 1.032.166,00 kr. Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 1. október 1995 til 2. maí 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða breytist aldrei eftir gjalddaga. hmlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 2. maí 1997. Reykjavík, 29. apríl 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.