Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997__________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hér er allt svo ágætt“ Smámælikvarðar á íslenskar bókmenntir, sjálfhverfni bókmenntafræðinga, hroki Is- lendinga gagnvart listheiminum og skammir ritstjóra til fjölmiðla eru meðal efnis í nýj- ustu heftum Tímarits Máls og menningar. Þröstur Helgason las heftin af forvitni. ISLENSKUR bókmenntaheim- ur er eins konar verndaður vinnustaður,“ segir Sigfús Bjartmarsson í viðtali við Ei- rík Guðmundsson og Kristján B. Jónasson í Tímariti Máls og menn- ingar (4. hefti 1996). Og ennfrem- ur: „Hér er ailt svo ágætt. Það eru skrifaðar svo miklar heimsbók- menntir á íslandi. Maður opnar blaðið og sér að það er verið að ritdæma tvær bækur, annars vegar nýja innlenda miðlungsskáldsögu og svo einhveija nútímaklassísk þýdda og það er alveg á hreinu samkvæmt umsögnunum að ís- lenska bókin er helmingi betri. Þetta er ekkert sniðugt." Sigfús heldur því fram að það þurfti sterkari bein til að þola „sér- staka smámælikvarða“ af þessu tagi en „skarplega og óvægna gagnrýni". Þar hittir hann senni- iega naglann á höfuðið. Einnig seg- ir hann að þessi smámælikvarði á íslenskar bókmenntir skekki alla sýn og falsi verðmætamatið, sé hægdrepandi eitur. „Menn hætta að taka almennilega á, minnka í hugsun stig af stigi.“ Að mati Sig- fúsar verða menn að „miða sig beint við heiminn og söguna". Það er margt í þessu viðtali. Sig- fús er sannkallaður rómantíker í viðhorfi sínu til skáldskaparins, trú- ir til dæmis á innblásturinn og mátt tungumálsins. Undanfarin ár þykir manni eins og allt hafi verið gert til að slökkva þessa trú; inn- blásturinn er bara eins konar draug- ur frá siðustu öld og tungumálið goðsögn sem elur einungis af sér nýjar goðsagnir, hringsnýst um- sjálft sig, nánast án merkingar og tilgangs. Það er því gott og hug- hreystandi að vita að ekki skuli all- ir vera gengnir af trúnni. Smiðja skáldsögunnar Það er merkilegt hvað bók- menntafræðingar og aðrir sem fjalla um bókmenntir eyða miklum krafti í að íjalla um sig sjálfa og það sem þeir eru að gera. Það er engu líkara en hið raunverulega viðfangsefni hafi hálfpartinn gleymst, sé orðið að aukaatriði. A þetta minnir gríski bókmennta- fræðingurinn Lakis Proguidis í grein í TMM (1. hefti 1997) sem hann nefnir Smiðja skáldsögunnar sem fagurfræðileg hugmynd. (Með grein sinni skrifar Lakis sig reynd- ar sjálfur beint inn í hina sjálf- hverfu orðræðu bókmenntafræð- innar sem hann er að gagnrýna, en það er annað mál.) „Listin er að drukkna í alls kyns málæði,“ segir Lakis og á við að orðræða fræðimanna og gagnrýn- enda hafí myndað eins konar múr utan um bókmenntirnar sem byrgi mönnum sýn á þær. Lakis fjallar sérstaklega um skáldsöguna og segir að gagnrýnendur þurfi að sækja bakland skrifa sinna um skáldsöguna í hana sjálfa. Lakis er einnig andvígur hinni FÓRN til Júpíters (1971) eftir De Chirico er á forsíðu TMM. óhóflegu notkun hugtaksins „skrif“ sem hefur verið vinsælt undanfarin ár, hann fjallar um mikilvægi skáld- sögunnar fyrir menningarsögu Evr- ópu, um upphaf og uppruna skáld- sögunnar og nauðsyn þess að finna hinn verufræðilega kjarna skáld- sögunnar. Það megi gera með því að ganga inn í smiðju skáldsögunn- ar því að þar sé fengist við það sem gagnrýnin á að gera, sem sagt að „skoða, bera saman, flokka“. í smiðjunni er reynt að búa til sögu skáldsögunnar, ættartré hennar, það er að „lýsa henni sem sjálf- stæðri heild sem hefur náð að mynda eigið svið, og eigin tíma, er af sama meiði en hefur þróast á eins margbreytilegan hátt og hugs- ast getur.“ Smiðjan gerir okkur færari um að tala um skáldsöguna sem listgrein, að mati Lakisar. Til- hneigingar gagnrýnenda til að skrifa sífellt fleiri ævisögur höfunda og ljalla um bókmenntir út frá allt- umvefjandi hugtökum eins og kona, tegund, barn, girnd, réttur og sam- kynhneigð lama hins vegar skilning okkar á henni. Hroki gagnvart listheiminum í sama hefti TMM eru birt erindi sem flutt voru á ráðstefnu um myndlistargagnrýni í Norræna hús- inu síðasta haust og nokkur aðfar- arorð um þau eftir Halldór Björn Runólfsson. Á ráðstefnunni var vandi íslenskra myndlistargagnrýn- enda ræddur meðal annars. Vett- vangsþurrðin, eins og Halldór Björn kallar hana, er þar ef til vill efst á blaði og varð hún kveikjan að ráð- stefnunni en hér á landi er ekkert faglegt rit um myndlist gefið út og gagnrýnin sem fram fer því mest- megnis bundin við dagblöð. Og þótt dagblöðin hafi sinnt sínu hlutverki vel, að mati Halldórs Björns, þá geta þau ekki komið í stað faglegs tímarits þar sem dýpri umræða um myndlist gæti farið fram. Einnig veltu menn því fyrir sér á ráðstefnunni hver væri menning- arleg staða smáþjóðar á borð við ísland í alþjóðlegri og ftjálsri sam- keppni. Að mati Halldórs Björns hafa íslendingar ekki gert sér það nægilega ljóst, hver staða þeirra er í raun og veru í samfélagi listheims- ins. Þeir séu í raun fullir hroka gagnvart honum: „Stundum var engu líkara en áheyrendur teldu sig af allt öðru og traustara sauðahúsi þar sem menningin væri á öruggu róli í hvívetna." Ritstjóri skammar fjölmiðla Ritstjóri TMM, Friðrik Rafnsson, skammar í P.S.-i sínu (1. hefti 1997) ijölmiðla fyrir slælega um- fjöllun um bókmenntir. Hann segir að viðurkenning frönsku akadem- íunnar til Erlings E. Halldórssonar fyrir þýðingu hans á Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais hafi farið „nánast alveg framhjá íslenskum fjölmiðlum". í því samhengi má minna á að Morgunblaðið sagði fréttir af þessari viðurkenningu og ræddi við Erling í tilefni af henni. Einnig skammast hann við fjöl- miðla, sérstaklega Sjónvarpið, yfir því að það skuli ekki hafa verið fjall- að nógu vel um þýðingar á erlend- um öndvegisverkum um síðustu jól. Það má taka undir þessa gagnrýni að mörgu leyti; það fer svo sem ekki fram hjá neinum að bók- menntaumijöllun á öllum sjónvarps- stöðvunum hér er algerlega í lama- sessi. Sjónvarpið hefur verið með gagnrýni undanfarin ár í Dagsljósi en að öðru leyti hefur það lítið gert til að efla skammarlega litla bók- menntaumijöllun sína. En þótt ekki sé allt með hinum mestu ágætum í þessum efnum má samt einnig minna á það sem vel er gert á þessu sviði í fjölmiðlum. Bæði Morgunblaðið og rás 1 Ríkis- útvarpsins hafa sinnt bókmennta- umfjöllun sem best þau mega og þá ekki síður þýðingum á erlendum verkum en frumsömdum. Þess má til dæmis geta að ekki eru liðnar margar vikur síðan umsjónarmaður bókmenntaefnis á rás 1, Jón Karl Helgason, fékk sérstaka viðurkenn- ingu fyrir kynningu á norrænum bókmenntum í fjölmiðli sínum. Frið- rik, ættum við ekki að óska honum til hamingju með það? Hulda hlýtur al- þjóðlegan styrk HULDA Björk Garðarsdótt- ir.sópransöngkona, hefur hlotið styrk frá The Associated Board of the Royal School of Music í London, til framhalds- náms í ein- hveijum af konunglegu tónlistarhá- skólunum í Bretlandi. Hulda Björk Huldu Björk Garðarsdóttir var boðið að sækja um styrkinn í framhaldi af burtfararprófí frá Söngskól- anum í Reykjavík. Hulda Björk er fædd á Ak- ureyri og hóf söngnám sitt hjá Þuríði Baldursdóttur, í fyrstu við Tónlistarskóiann á Ákur- eyri, en síðar við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að loknu 7. stigi hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk sl. vor burtfararprófí - Advanced Certifícate - ásamt einsöngs- tónleikum í Norræna húsinu í Reykjavík, undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Hulda Björk stundar nú nám við Listaháskólann í Berlín. Heimildamynd um Vilhjálm Stefánsson JÓN Proppé og Þór Elís Pálsson eru um þessar mundir að leggja drög að heim- ildamynd um Vil- hjálm Stefánsson mannfræðing og landkönnuð í sam- vinnu við kanadískan aðila. Fyrirhugað er að tökur hefjist að ári og myndin verði tilbú- in til frumsýningar fyrir árslok 1998. Jón Proppé skrifar hand- ritið en Þór Elís mun leikstýra myndinni. Jón Proppé segir að um sé að ræða eina dýrustu heimildarmynd sem Is- lendingar hafi staðið að, þótt ekki vilji hann nefna tölur í því samhengi á þessu stigi málsins. Að sögn Jóns hefur verkefnið fengið góðan hljómgrunn erlend- is en ráðgert er að sjö sjónvarps- stöðvar á Norðurlöndum, í Evr- ópu og Kanada veiti til þess fé, þar á meðal íslenska ríkissjón- varpið. Myndin verður að mestu leyti tekin upp í Kanada enda mun hún einkum og sér í lagi fjalla um heimskautaferðir Vilhjálms. „Við munum einbeita okkur að þeim landsvæðum í Kanada sem hann kannaði - lengst norður í hafi,“ segir Jón, „en þar að auki er megnið af öllu heimildaefni, svo sem ljósmyndum, kvik- myndum og öðru, að finna í Kanada og Bandaríkjunum. Þó er ekki útilokað að eitt- hvað verði tekið upp hér á landi, þótt það verði lítill hluti. Eftir- vinnslan mun hins vegar að líkindum fara fram á íslandi." Að áliti Jóns eru skilyrði til heimilda- myndagerðar hag- stæð í Kanada um þessar mundir enda er vel hlúð að innlendri dag- skrárgerð þar um slóðir. En þar sem um samstarfsverkefni er að ræða verður myndin bæði talin til innlends dagskrárefnis í Kanada og á íslandi. Jón vinnur nú að gerð handrits- ins og er nýkominn frá Bandaríkj- unum, þar sem hann heimsótti meðal annars bókasafn Dartmo- uth-háskóla í New Hampshire en þar eru allir pappírar Vilhjáims, svo sem dagbækur og sendibréf, geymdir. Gerir hann ráð fyrir að fara þangað aftur áður en yfir lýkur. Bókauppboð Svarthamars „Hagkvæmt að fjárfesta í bókum“ BÓKAUPPBOÐ var haldið á Sóloni íslandusi á sunnudaginn á vegum Svarthamars. Um 160 bækur voru boðnar upp og var sú dýrasta þeirra, íslands Arbækur Jóns Espólín, sleg- in á 65.000 krónur sem að viðbætt- um gjöldum verða um 72.000 krón- ur. Á milli íjörutíu og fímmtíu manns mættu á uppboðið og segist Bárður Halldórsson hjá Svarthamri vera ánægður með að í hópnum var nokk- uð af ungu fólki. „Þessi góða mæt- ing sýnir að enn er til nokkur hópur manna sem safnar bókum hér á landi og ánægjulegt er að sjá að nokkrir ungir menn hafa bæst við.“ Bárður segir að mjög hagkvæmt sé að fjárfesta í bókum nú vegna lágs verðs. „Bækur eru ódýrari nú en þær voru fyrir nokkrum árum eða áratugum. Þær hafa lækkað í verði vegna þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög. Fólk hefur fjárfest miklu meira í verðbréfum og spari- skírteinum undanfarin ár og um leið hefur sala á gömlum bókum, hús- gögnum og listmunum minnkað mjög. Erlendis er talið æskilegt að á milli 5 og 10% sparifjár almennings sé varið í fommuni. Það er held ég langt frá því að svo sé hér. Þeir sem eru að kaupa þessa gömlu hluti eru fyrst og fremst safnarar en það vant- ar ijárfesta. Menn þyrftu aftur að fara að líta á gamlar bækur og forna muni sem fjárfestingarkost." Bárður segir að uppboðið á sunnu- daginn hafi endurspeglað þetta ástand mjög skýrt. Bækur hafi farið á fremur lágu verði, jafnvel bækur sem áður hefði verið slegist um. „Ég nefni Herrauðs og Bósa sögu í út- gáfu Olafs Verelius frá árinu 1666 sem seldist á 25.000 krónur en hefði átt að seljast á meira en 100.000 krónur ef allt væri eðlilegt. Uppboð- ið endurspeglaði Iíka hvar áhuginn liggur; þannig seldust ættfræðibæk- ur mjög dýrt á meðan fornritaútgáf- ur eins og sú sem ég nefndi seldust fremur ódýrt. Ættir Austfirðinga seldust til dæmis á 30.000 krónur og Strandamenn - æviskrár 1703- 1953 seldist á 25.000 krónur. Einn- ig seldust Sýslumannaæfir I-V á 70.000 krónur." Annað bókauppboð verður haldið á vegum Svarthamars í maí og seg- ist Bárður þá munu nota tækifærið og stofna bókavinafélag. „Það vant- ar félagsskap hér sem sameinar þennan hóp manna sem hefur áhuga á gömlum bókum og varðveislu þeirra. Þessi félagsskapur gæti orðið vettvangur fyrir bókaskipti og bóka- uppboð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.