Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 25

Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 25 Sjónlestur MYNPLIST Slöðlakot ÞRÍVÍÐAR TEIKNINGAR SIGRÍÐUR ÁSGEIRS- DÓTTIR Opið alla daga frá kl. 14-18. Til 4. maí. Aðgangur ókeypis. MARGUR mun að óathuguðu máli mótmæla því hástöfum að blindraletur geti kallast sjónlestur. En sé litið nánar á alla fleti stað- hæfingarinnar, má vera ljóst að blindir skynja og „sjá“ með fingur- gómunum og heyrninni, eitthvað líkt og heyrnarlausir skynja, upp- lifa og „heyra“ með augunum. Þannig er mögulegt að yfirfæra hljóðbylgjur í línur og liti og hefur verið gert, og það fyrir áratugum. Og þegar allt kemur til alls, sjá menn með höfðinu og skynfærun- um, því án þeirra væru augun gagnslaus. Skynfærin eru þannig engan veginn úr ieik, þótt ytri byrði augnanna séu óvirk, og með því að þjálfa þau og virkja geta blindir upplifað form. Þetta varð ég meira en vel var við á menning- arferðalagi í Leningrad sumarið 1978. Aldinn maður í hópnum, Alfred Manns að nafni, sýndist gera sér góða grein fyrir formum þótt blindur væri. Var með passa upp á vasann, sem heimilaði hon- um að þreifa á myndastyttum á söfnum og virtist hafa ofurnæma rýmistilfinningu í fingrum og lóf- um. Hann hafði þó þau ákveðnu forréttindi yfir aðra blinda að vera ekki fæddur blindur, missti sjónina af völdum „grænu stjörnunnar" á yngri árum. Blindan hindraði hann þó ekki í að ferðast með Ernu konu sinni milli safna Evrópu og þreifa á myndastyttum og jafn- framt hlýða andagtugur og ljóm- andi á lýsingu konu sinnar á mál- verkum snillinganna. Nær okkur í tímanum er svo hin heyrnarlausa tónlistarkona Evelyn Glennie, en bæði hafa þau sameiginlegt að hafa virkjað innri móttökutæki. Glennie skynjar með innra eyranu og öllum líkamanum rafmagnaðan titring tónlistarinnar og ásláttarhljóðfærisins. Þessi titr- ingur eða vibrasjón mun svo einnig hafa verið yfirfærður í sérhannaða stóla fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Það er svo ekki út í bláinn að álykta, að er fingurgómar hins sjónskerta eða blinda nema letrið, taki skynstöðvar innra augans við sér og beri boð til heilastöðvanna og því er hér sannanlega um sjón- lestur að ræða. Skal minnt á, að eitt er að horfa, annað að sjá. Eins og til er áþreifanleg kyrrð, í merk- ingunni að einhver hafi skilið eftir MYND af sýningu Sigríðar Ásgeirsdóttur, Einhliða upp. sig heyranlega þögn, er til innri sjónleiftur, skynhrif og minning, birta sem lýsir í myrkri. Verk Sigríðar Ásgeirsdóttur eru þrívíðar teikningar sem, eins og hún sjáif skilgreinir, „eiga sér rætur í vangaveltum um tjáningu og skilnmg, óljós skil orðs og myndar. Ólæs maður skynjar skrif- aðan texta sem ákveðið form án þeirrar merkingar sem læs maður skilur; ólæs maður á blindraletur skynjar texta sem ritaður er með því letri á sama hátt sem ákveðið form, en ekki ritaðan texta“. Það eru þessir tveir pólar, tján- ing og skilningur, sem ber að stað- næmast við, því menn hnjóta of oft um þá sem orsakar dtjúgan rugling í samskiptum manna og daglegu lífi. Ekkert öðlast rétta merkingu nema móttökutækið sé starfandi og á jafnt við um hinn sjáandi sem blinda. Þannig getur sjáandi verið blindur á umheiminn en blindur læs. Hinar aflöngu hvítu myndheildir á veggjum Stöðlakots sýnast í fyrstu óvirkar fyrir augað, jafnvel hljóðlausar. Fela þó í sér mjög djúpar og nærtækar skírskotanir, sem magna upp kröfuna um að innri ratsjá skoðandans sé í lagi. Þær segja okkur nákvæmlega jafn mikið við nánari athugun og rök- ræna samræðu og iítið í fyrstu, því hér er um mikilvæg skilaboð að ræða um virkni hins óvirka. Bragi Ásgeirsson Sýning í Galleríi Nema hvað FJÓRIR nemendur við grafíkdeild Myndlista- handíðaskóla íslands opna sýningu í dag í Galleríi Nema hvað kl. 18. Gallerí Nema hvað er nýr sýningarsalur við Þingholts- stræti 6 rekinn af nemendum MHÍ. Á sýningunni verða sýnd verk sem unnin hafa verið undir leiðsögn finnsku grafíklistakonunnar Eevu- Liisu Isomaa sem hefur undanfarið verið gestakennari við skólann. Þeir nemendur sem sýna eru á öðru ári grafíkdeildar og eru: Arn- ar Geir Ómarsson, Fríða María Harðardóttir, Marjaterttu Harri og Sigrún Þorsteinsdóttir. Sýningin stendur yfir til 7. maí og er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 16-20 og laugardaga og sunnudag frá kl. 14-18. á sumarfrístunda- fatnaði Imyndir MYNPLIST Listasafn A SI, Ásnmndarsalur MÁLVERK Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18 til 4. mai. Aðgangur ókeypis. ÍMYNDIR standa fyrir myndir og á það við um málverkin sem hér um ræðir. Þau sýna níu stakar sviðsetningar þar sem persónu- gervingar í líkneski kvenna leika hlutverkin. Vísað er í grísku goð- sögnina um Sírenur, sjávardísir úr Ódysseifskviðu Hómers, er seiddu svo sæfara með söng sínum að þeim var glötun ein vís. Bæði eru fyrirmyndir verkanna sóttar í forn- menningu Grikkja og á inntak þeirra að vera fegurð í formi mynd- byggingar, líkt og í endurreisninni á 16. öld. Aðalsteinn leitar í þessum verk- um til eldri hefða án gagnrýninnar endurskoðunar. Goðsagnir sem hann styðst við öðlast ekki nýja merkingu og hann fer engar nýjar leiðir í vinnubrögðum. í sýningar- skrá koma viðhorf hans glögglega fram í ummælum um eigin verk. „Myndunum á þessari sýningu er ekki ætlað að brjóta nýtt land undir listina, ryðja nýja vegi eða leggja brýr, heldur vera.“ Framsetning verkanna er átaka- laus og byggir á fyrirframgefnum táknmyndum, eða eins og segir í sýningarskrá,. .. „nái þessar sýnir að gleðja auga einhverra er einum áfanga náð“. í stuttu máli er hér um yfir- borðslega skreytilist að ræða sem erfitt er að taka alvarlega. Hulda Ágústsdóttir c Q Þeir eru mjúkif © Þeír eru léttir 0: Þeir hafa „höggdeyfa"' ©; Peír paesa fuilkomlega 0 Fæturnir geta „andaó '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.