Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 27
LISTIR
Morgunblaðið/Silli
DR. DAGNÝ Kristjánsdóttir
ræðir um Ragnheiði Jónsdóttur.
Erindi um
Ragnheiði
Jónsdóttur
Húsavík. Morgunblaðið.
DR. DAGNÝ Kristjánsdóttir bók-
menntafræðingur flutti erindi um
rithöfundinn Ragnheiði Jónsdóttur
á Húsavík á dögunum.
Þar rakti hún fyrst æviferil skáld-
konunnar út frá bókmenntalegu
sjónarmiði og ijallaði um skáldskap
hennar í hinum níu skáldsögum sem
út komu eftir hana auk hinna vin-
sælu barnabóka. Ragnheiður vat' á
sinni tíð meðal mest lesinna íslensku
höfunda.
Þeir sem hlýddu á mál doktorsins
urðu margs vísari um skáldskap
Ragnheiðar og munu þeir ábyggi-
lega lesa aftur bækur hennar og
með meiri athygli og skilningi en
áður.
Skál fyrir Bolla
LEIKLIST
D a I a b ú ð, B ú ð a r d a I
TÝNDA TESKEIÐIN
eftir Kjartan Ragnarsson. Leikklúb-
bur Laxdæla. Leikstjóri: Hörður
Torfason. Aðstoðannenn leikstjóra:
Þuríður Sigurðardóttir, Bryndís
Svansdóttir. Sviðsmynd: Þríiður
Kristjánsdóttir. Leikendur: Ásdis
Melsteð, Sigurður Ásmundsson, Sig-
rún Hanna Sigurðardóttir, Finnur
Kristjánsson, Skjöldur Oití Skjaldar-
son, Sólveig Ágústsdóttir, Elmar Þór
Gilbertsson, Kati ín Lilja Ólafsdóttir.
Frumsýning í Dalabúð, Búðardal, 25.
apríl 1997.
FYRST var týndu teskeiðarinnar
leitað í Reykjavík vel og lengi og
svo færðist ieitin út á land og er
nú stödd í vorúðanum í Búðar-
dal,þar sem þetta sígræna sprell-
virki eftir Kjartan Ragnarsson var
frumflutt á öðrum degi sumars með
þeim fyrirsjáanlegu og eftirsóttu
afleiðingum að áhorfendur eru vel-
flestir með harðsperrur í magavöðv-
unum þessa dagana eftir hláturinn.
Til þess er nú einmitt leikurinn
gerður.
Annars hvíldi andrúm hins
óvænta og allt að því yfirskilvitlega
yfir þessari frumsýningu í Dalabúð.
Hún hófst ekki fyrr en hálftíma
eftir áætlun (enda fer ekki mikið
fyrir lítilli, týndri teskeið), og áður
en kom að hléi lagðist myrkur yfir
Dalabúðina og byggðarlagið allt.
En þá gerist það í myrkrinu að leik-
ritið heldur áfram: Tengdafaðirinn
blótar tengdasyni sínum í sand og
ösku fyrir prakkaraskapinn að hafa
„ÞAÐ er víst að þessi uppsetning á eftir að fara batnandi með
hverri sýningunni sem líður,“ segir meðal annars í dómnum.
slökkt ijósin (en stráksi var nýgeng-
inn af sviði), og svo fram eftir göt-
unum, þar til leikstjórinn, Hörður
Torfason, greip fram í og stöðvaði
leikinn. En þegar ljósin komust aft-
ut' á og leikurinn hófst að nýju
þökkuðu áhorfendur vel fyrir leik-
ritsaukann með drjúgu lófataki.
Dalabúð er stórt hús og rúmar
marga og því er ekki nema von að
áhugaleikurum vaxi í augurn að
standa frammi fyrir hartnær öllum
héraðsbúunt í fyrsta sinn.
Því gætti nokkurs óöryggis í
upphafi leiks og leikarar voru
nokkra stund að finna taktinn í leik-
ritinu og skapa sínar eigin persón-
ur. Þó sóttu allir í sig veðrið þegar
á leið og það er víst að þessi upp-
setning á eftir að fara batnandi
með hverri sýningunni sem líður.
Elmar Þór Gilbertsson sýndi
marga skemmtilega takta sem
hippastrákurinn með hugsjónir,
sem rista ekki ýkja djúpt, og Sól-
veig Ágústsdóttir fór pent með hlut-
verk hinnar dekruðu, vitgrönnu for-
stjórafrúar. Þá sýndi Sigurður Ás-
mundsson ýkta takta sem hinn kóf-
drukkni Baidi.
í þessari sýningu er hið farsa-
kennda allt í fyrirrúmi og minna
ber á hæðninni og þeirri lúmsku
þjóðfélagskrítík sem í verkinu býr.
Leikstjórinn Hörður Torfason eyk-
ur enn á fáránieika verksins með
blóðugum svuntum og bleikum
gúmmíhönskum. En það var það
sem Dalamenn vildu, og fögnuðu
fegnir: svolítinn hroll og hressileg-
an hlátur.
Guðbrandur Gíslason
Dáið þér Beethoven (II)?
TONLIST
Gcrðubcrg
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Beethoven, þ. á m. selló-
sónötumar Op. 69 og Op. 102 nr. 1
& 2. Sigurður Halldórsson, selló;
Daníel Þorsteinsson, pianó. Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi, sunnu-
daginn 20. apríl kl. 17.
TÓNFLUTNINGSSAGA íslend-
inga er enn ekki viðameiri en svo,
að heildarflutningur sömu aðilja á
öllum fimm sónötum Beethovens
fyrir selló og píanó á aðeins sex
vikna bili gæti vel verið einsdæmi.
En jafnvel þótt fyndist fortilfelli,
verður framtak þeirra Sigurðar
Halldórssonar sellóleikara og Daní-
els Þorsteinssonar píanóleikara
engu að síður að teljast þrekvirki.
Seinni atlaga þeirra félaga við
tónverk Beethovens fyrir selló og
píanó undir sameiginlegu fyrir-
sögninni Dáið þér Beethoven? fór
fram á fjölsóttum tónleikum í
Gerðubergi sl. sunnudag. Efst á
skrá voru tilbrigðin um Ein Mádc-
hen oder Weibchen, en næst á eft-
ir síðustu þijár sellósónötur tón-
skáldsins: A-dúr sónatan (Op. 69)
frá 1808 og Op. 102-sónötunar
tvær frá árinu 1815.
Eftir uppundir áratugar lægð í
kjölfar „2. tímabils" hinnar miklu
nýsköpunarhrinu Beethovens sem
hófst með Eroicu 1802 og fjaraði
út nokkurn veginn samhliða verald-
argengi Napóleons, voru Vínarbúar
farnir að afskrifa tónskáldið. Þegar
leið á seinni hluta 2. áratugar 19.
aldar þótti sýnt, að Beethoven
væri útbrunninn. Hann kvað dútla
við þjóðlagaútsetningar og væri lít-
ils þaðan að vænta.
En ekki þó alveg. Sum mestu
meistaraverkin voru eftir: Hamm-
erklavier-sónatan, Nían, Missa
Solemnis, síðustu strokkvartett-
arnir... Fram kemur í bréfi Beetho-
vens frá um 1825, að sennilega
hafi aldrei jafnmargar ferskar
hugmyndir sótt á hann og einmitt
þá, árin sem áttu eftir að verða
hans síðustu; hugmyndir sem voru
svo frumlegar og fleygar orku, að
í fyrstu mættu þær oftast mis-
skilningi, enda fóru þær ekki að
hljóta hljómgrunn og móta farveg
rómantíkur að marki fyrr en upp
úr miðri 19. öld.
Fyrsti vísirinn að þeirri fram-
sæknu sköpunarsprengingu sem
hefst fyrir alvöru með Hammer-
klavier-sónötunni, eins og Reynir
Axelsson kemur inn á í tónieika-
skrá Gerðubergs, er fólginn í síð-
ustu tveim sellósónötunum (Op.
108) frá ári Vínarfundarins og orr-
ustunnar við Waterloo. Þeir félagar
hófu leikinn á Tólf tilbrigðum um
aríu Papagenós úr Töfraflautu
Mozarts, „Ein Mádchen oder
Weibchen" sem þrátt fyrir ópus-
númerið mun æskuverk frá Berlín-
ardvöl Beethovens 1796 að því að
talið er og hlutfallslega léttvæg
tónsmíð. Mátti þar í hæga moll-til-
brigðinu (með góðum vilja) heyra
smá fyrirboða um cís-moll prelúdíu
Rachmaninoffs, og vat' það skondin
tilviljun.
Sá vottur af upphitunarstirðleika
í annars góðri spilatnennsku sem
merkja mátti í tilbrigðunum itvat'f
að mestu í næsta verki, hinni vin-
sælu 3. sellósónötu í A-dúr Op. 69
frá 1807/8, er Beethoven samdi
milli Razumowsky-kvartettanna
(1805-6) og „Hörpu“-kvartettsins
(1809). I. þáttur (Allegro non
tanto) var m.a. eftirminnilegur fyr-
it' djúptliggjandi tvígripsstað í
sellói, og scherzóið (II) var barma-
fullt af hrynrænum uppátækjum
þessa einhvers rytmískasta tón-
skálds allra tíma, sem enn í dag
getur komið flytjendum til að
svitna. Einhvern veginn fannst
manni þó, að þar hefði þurí't meiri
spennu í sþilamennskunni, og
minnti hún að því leyti á fyrri tón-
leikana í marz, þar sem hröðu
þættina skorti svolítið snerpu og
brilljans.
Miðað við mikla yfirferð á
skömmum tíma - og að meirihluti
viðfangsefna et' líklega frumraun
hjá báðum flytjendum - var margt
með ólíkindum vel gert í Op. 102
sónötunum eftir hlé. Selló og píanó
sungu undurfallega í hægu inn-
gangsköflum beggja þátta nr. 1,
sem virtust sums staðar jafnvel
„brahmskari" en Brahms sjálfur,
sérstaklega þó sá fyrri. Seinni inn-
gangskaflinn dró upp ægifagra
næturljóðastemmningu, er hefði
steinfallið að eina eftirminnilega
atriðinu úr kvikmynd Bernards
Rose frá 1994, The Immortal
Beloved, þar sem Rose notar mið-
þátt Keisarakonsertsins sem tóna-
tjald við glitrandi stjörnubreiðu
næturhimins.
Seinni sónata Op. 102 er ekki
jafn vinsæl og sú fyrri, trúlega
bæði vegna hins njörvaða I. þáttar
og heljat'lengdar II. (Adagio con
molto sentimento d’affetto), sem
hlýtur að vera einhver lengsti
kammerþáttur í öllu sköpunarverki
Beethovens. Liggut' jafnvel við að
dragi vet'kið niður í heild, þó að
sérkennilegu orgelpunktskafiarnir
bjargi miklu, að ekki sé talað um
fúgató-staði lokaþáttarins (III.)
sem vísa fram á fjölda álíkra fúgu-
lokaþátta í tónverkum 3. skeiðsins.
Finale-þátturinn vat' án efa of hægt
leikinn og vantaði sem fyrr spennu,
auk þess sem sérstaklega fyrsti
hápunktur hans vat'ð fremur graut-
arlegur og tremóló-orgelpunktur
píanósins í bassa of sterkur. En
flest annað var túlkað af jafnvægi
og nákvæmni - kannski að frá-
dregnum hæstu nótum- sellótón-
sviðsins, sem hefðu stundum mátt
vera öruggat'i.
En það eru smámunir hjá
stærstu mistökum þeirra félaga:
að koma fram í Gerðubergi. Hljónt-
burðut' salarins fyrir kammersam-
leik er í einu orði sagt afleitur.
Ríkarður O. Pálsson
Tilnefnd til
verðlauna
í London
ÍSLENSK listakona, Guðrún
Nielsen, sem hefur búið í London
síðustu 8 ár, hefur verið tilnefnd
af Konunglega breskra mynd-
höggvarafélaginu (Royal Society
of British Sculptors, RBS) til
Wybo Haas eða „David“ verðlaun-
anna fyrir unga breska mynd-
höggvara.
Þetta eru ný verðlaun, sem veitt
verða nú í fyrsta skipti, en eiga
að verða áríegur viðburður. Tiu
myndhöggvarar hafa verið til-
nefndir.
Guðrún hefur einnig hlotið
tveggja ára meðlimsstyrk frá
RBS. Hún mun taka þátt í 4 daga
listahátíð sem haldin verður í
Henley, á bökkum Thames, 9.-12.
júlí og sýna þar sýna nýtt verk
hannað í tré og gifs.
„Djamiíi-
kvöld“ á
Jómfrúnni
JAZZKLÚBBURINN Múlinn
mun standa fyrir „djamm-ses-
sjón“ á Jómfrúnni, Lækjar-
götu 4, miðvikudagskvöldið
30. apríl.
„Djammkvöld“ þetta er
þrettánda og síðasta jazz-
kvöld Múlans í fyrstu tón-
leikahrinu félagsins sem
stofnað var síðasta vetur.
Samkvæmt kynningu hefur
aðsókn verið góð - nær und-
antekningarlaust fullt hús.
Ráðgert mun vera að hefja
nýja tónleikahrinu í haust.
Ennfremur segir í kynn-
ingu: „Á djammkvöldinu
munu helstu jazzmenn höfuð-
borgarsvæðisins leiða saman
hesta sína en efnisskráin
verður trúlega hefðbundinn
jazz, þótt ómögulegt sé að
segja um hvetju andinn blæs
mönnum í bijóst á djamm-
kvöldi sem þessu.“
Tónleikarnir hefjast stund-
víslega klukkan 22.
Verður
bókvit í ask-
ana látið?
Á FUNDI Vísindafélags ís-
lendinga miðvikudaginn 30.
apríl verður umræða um ný-
lega skýrslu Hagfræðistofn-
unar Háskólans um tengsl
menntunar, mannauðs og
hagvaxtar. Framsögu hefur
Tryggvi Þór Herbertsson hag-
fræðingur, en til andsvara
verður Hörður Bergmann.
í fyrirlestri sínum rekur
Tryggvi Þór samband mennt-
unar og hagvaxtar og sýnir
fram á mikilvægi mannauðs
í því samhengi.
Fundurinn vet'ður í Nor-
ræna húsinu og hefst kl.
20.30.
Ljóðakvöld
í Borgar-
bókasafni
LJÓÐAKVÖLD verður í
Borgarbókasafni Reykjavík-
ur, Sólheimum 27, miðviku-
daginn 30. apríl kl. 20.30.
Andri Snær Magnason,
Bergiind Gunnarsdóttir,
Gyrðir Elíasson og Margrét
Lóa Jónsdóttir lesa úr verkum
sínum.
NÝJAR SPORTVÖRUR
Bolir • Buxur • Strigaskór
SPORT
Hverfisgötu 78
Sími 552 8980.
Sængurgjafir
Ungbarnafatnaður í miklu úrvali
úr 100% naturecare8 bómull
Polarn&Pyret
Vandaður kven- og bamafatnaður, Krínglunni, sími 568 1822.