Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 29 MEIMNTUN Tölvubylting með- al kennara(nema) Notkun tölva í grunnskólanum hefur að mestu faríð eftir þekkingu og áhuga einstakra kennara fremur en að sérhver skóli hafí gert áætlun um tölvunotkun í námi. Nemendum hefur því verið mjög mismunað eftir skólum. í samtali við Hildi Friðriksdóttur segir Salvör Gissurardóttir að möguleikar til menntunar á þessu sviði séu að batna. Þar með sé þó ekki allur vandinn leystur. NÁM í upplýsingatækni eða tölvu- notkun verður frá og með næsta skólaári fært inn í kjarnagreinar Kennaraháskóla íslands. Salvör Gissurardóttir, lektor við skólann, segir að hér sé stigið stórt framfara- spor, nánast. sé um byltingu að ræða, þar sem nú náist til allra nemenda, einnig þeirra sem hefðu aldrei valið tölvunámskeið. „Tölvunotkun kemur inn strax í upphafi námsins en upp- lýsingatækni kemur síðan víða inn og samþættist við aðrar námsgrein- ar.“ Hún segir að skortur á vélbúnaði sé ekki það sem hamli aðallega notk- un tölva í grunnskólum nú heldur séu ástæðurnar aðrar og margvís- legar. í fyrsta lagi hafi framboð endurmenntun- arnámskeiða á þessu sviði verið af skornum skammti. Það standi þó til bóta, því boðið verði upp á ellefu mismunandi nám- skeið í tölvu- eða upplýsingatækni í sumar. Þrátt fyrir þessa fjölgun ann- ar Kennaraháskólinn ekki öllum þeim sem vilja komast að. Auk þess- ara námskeiða koma tölvur við sögu í mun fleiri námskeiðum. Annað sem hún nefnir í þessu sambandi er að kennarastéttin sé ekki mjög tæknivædd og ekki sé vilji hjá öllum kennurum til að nota tölvu til kennslu. „Sumir kennarar hafa jafnvel ekki notað ritvélar, aðr- ir nota ekki glærur, svo dæmi séu nefnd.“ Lítið úrval forrita í þriðja lagi nefnir hún skort á íslenskum kennsluforritum sem flöskuháls á notkun tölva í skóla- starfi. „Þó svo að um nokkra tugi forrita sé að ræða eru þau alltof fá miðað við allar námsgreinarnar. Þar fyrir utan eru þau aðallega innan ákveðinna námsgreina eins og stærðfræði og tungumála. Einnig er nokkuð mikið úrval fyrir yngri börnin en aftur á móti er lítið til fyrir eldri nemendur og unglinga- stig. Forritin verða einnig fljótt úrelt, ekki kannski efnislega, heldur eru mörg þeirra skrifuð í DOS, en nú vinna allir í Windows-umhverfi." Hún tekur einnig fram að erfitt sé að nota nýjustu forritin nema hafa hljóðkort og geisladrif. Slíkur búnaður sé ekki nema á hluta þeirra tölva sem eru í skólum. Hver sér um tæknimálin? Síðast en ekki síst segir hún það hafa verið vandamál í grunnskóium að enginn einn starfsmaður hafi verið ráðinn til að sjá um tæknimál í sambandi við tölvurnar. „Sjáðu fyrir þér kennara sem langar til að byija að nota tölvu sem kennslu- tæki. Jafnvel þótt skólinn hafi keypt forrit og glænýjar tölvur er iðulega enginn, sem sér um að setja þær upp. Kennarar hafa sjálfir verið að lesa leiðbeiningar og reyna að setja tölvurnar upp en það hefur tekið gífurlegan tíma og oft ekki tekist. I venjulegum fyrirtækjum þurfa not- endur ekki annað en að kunna á notendaumhverfið. í skólum hefur verið eilíf barátta að fá aðgang að tæknifólki." Salvör segir einnig að húsnæðis- skortur hafi háð mörgum skólum og kveðst hafa komið víða þar sem fram fari bekkjarkennsla í tölvustofunni. „Vilji einhveijir fá að nota tölvurnar utan síns bekkjartíma er það ekki hægt vegna þess að þar fer fram hefðbundin bekkjarkennsla," segir hún. Hún bætir við að flestir vilji sjá tölvur inni í hverri stofu þar sem þær séu notaðar eins og hvert annað kennslutæki. „Þá vigtar ekki mikið að hafa eina tölvu í stórum bekk og það leggur mikið skipulagsvandamál á kennarann. Þetta er auðveldara í þeim skólum þar sem fyrirkomulagið er þannig að nemendur eru ekki all- ir að vinna nákvæmlega það sama á hveijum tíma.“ Tölva sem kennslutæki Með nýrri stefnumótun KHÍ munu kennaranemar læra meira um hvern- ig má nota tölvuna sem kennslutæki og þar með að nýta kennsluforrit. „Fram til þessa hafa nemendur aðal- lega valið nám í upplýsingatækni sem lýtur að glærugerð og gerir þá hæf- ari til að búa til eigin námsgögn. Þeir hafa ekki sótt eins mikið í nám- skeið í notkun kennsluforrita eða að læra að vinna með nemendum." Salvör hefur kennt við KHÍ frá árinu 1990 og segir viðhorf nemenda hafa gjörbreyst á þessum tíma. „Ég kenndi áður í tækniskóla og í tölvu- deildum fjölbrautaskóla. Þegar ég byijaði hér kom mér á óvart afstaða nemenda. Þeim nægði að kunna rit- vinnslu, en einungis brot af þeim vildi læra meira um tölvur. Til dæmis var öll forritun feiknaóvinsæl, a.m.k. í Kennara- stéttin er ekki mjög tækni- vædd Sumarskóli HÍ starf- ræktur í fyrsta sinn SUMARSKÓLI Háskóla íslands, sem er á vegum ýmissa stofnana innan HÍ auk annarra, verður starf- ræktur í sumar í fyrsta sinn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en fram til þessa hafa nokkrar þessara stofnana haldið námskeið á eigin vegum. Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur, forstöðumanns Sjávarútvegsstofn- unar og eins af frumkvöðjum Sum- arskólans, eru kennarar HÍ oft beðn- ir um að skipuleggja sumarnámskeið fyrir erlenda stúdenta. „Það ræðst af aðstæðum hvers og eins hvort menn sjá sér fært að taka þau að sér. Þau hafa jafnvel fallið niður vegna anna viðkomandi kennara. Sumarskólanum er ætlað að auð- velda mönnum að halda slík nám- skeið, sækja um alþjóðlega styrki, leysa hagnýt vandamál og standa að sameiginlegri kynningu." Nokkur námskeið hafa þegar ver- ið ákveðin, s.s. sex vikna námskeið í líffræði heimskautasvæða sem er í samvinnu við Kaupmannahafnar- háskóla, jarðfræði og landafræði íslands, námskeið í íslenskum mið- Námskeiðahald í samvinnu við Kaupmannahafn- arháskóla og MHÍ aldarfræðum, námskeið um ísleskt mál og menningu ætlað útlending- um. Auk þess myndlistarnámskeið í samvinnu við Myndlista- og handíða- skóla Islands. „Samstarfið er ekki bundið við háskólann einan og við fögnum samstarfi við aðra,“ sagði Guðrún. Námskeið í tengsluin við fjölþjóðlega sýningu Myndlistarmennirnir Helgi Þor- gils Friðjónsson, Hannes Lárusson og Óiafur Gíslason standa að undir- búningi myndlistarnámskeiðsins, sem verður haldið í ágúst. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndina að þessu námskeiði eða málþingi mætti rekja til þess að myndlistarmönnum hefði þótt vanta lifandi umræðuvettvang um mynd- list í tengslum við það sem væri að gerast erlendis. „Námskeiðið er hugsað sem sameiginlegur vettvang- ur fyrir nemendur á lokastigi í mynd- listarnámi og starfandi myndlistar- og fræðimenn." Hann tók einnig fram að til stæði að hafa námskeiðið á alþjóðlegum grunni þannig að meirihluti þátttak- enda væru útlendingar. Nú þegar hafa fimm kennarar boðað komu sína. „Þetta eru Liborio Termine, prófessor við háskólann í Torino, sem fjallar um Ijósmyndun, Thomas Húber, einn af þekktari myndlistar- mönnum Þjóðveija um þessar mund- ir, Robin Peck, kanadískur mynd- höggvari, Jóhann Eyfells, prófessor í höggmyndalist í Flórída, auk Eija- Liisa Ahtila, finnskrar vídeólista- konu. Sumir þeirrá sýna verk sín samhliða á fjölþjóðlegri listasýningu sem verður haldin hér á sama tíma. Aðrir munu koma með verk sín á kennslustaðinn," sagði Ólafur. Námskeiðið fer fram í samvinnu við nokkra erlenda háskóla og munu þátttakendur fá námið metið til ein- inga. Morgunblaðið/Halldór SALVÖR Gissurardóttir lektor fagnar því að kennsla í upplýs- ingatækni og tölvunotkun verður inni í kjarnagreinum KHI næsta vetur. skyldunáminu. Undanfarin 2-3 ár hefur orðið mikil breyting á og sum- ir nemenda dveljast í tölvustofunni hálfu og heilu sólarhringana. Jafnvel er áhugi sumra þannig að þeir munu ekki fara beint í kennslu eftir út- skrift heldur fara í önnur störf.“ Aðspurð um framboð á kennslu- efni á margmiðlunardiskum, segir hún verulegan skort á íslensku efni og hún muni einungis eftir þremur diskum, þ.e. um jarðfræði, Islands- handbókinni og íslendingasögum. „íslendingasögur á geisladiski kosta á almennum markaði 70.000 krónur en verðið er eitthvað lægra fyrir skóla. Það er af og frá að grunn- skóli geti eignast slíkt verk. Þetta er hins vegar efni sem mér fmnst að ætti að vera öll- um aðgengilegt.“ Veraldarvefurinn í sókn Salvör segir að nokkuð sé um íslenskt efni á veraldarvefnum og það hafi aukist verulega á undan- förnum mánuðum. Sjálf hefur hún útbúið vefsíður sem tengjast jólum og páskum auk vefsíðna fyrir kenn- ara og kennaranema. „Verulegar breytingar eru að verða á veraldar- vefnum og ég held að hann verði miklu meira notaður til kennslu en nú er. Þetta er byltingarkennt tæki til að koma upplýsingum á fram- færi. Ég sé fyrir mér að skólar geti notað veraldarvefinn á innanhús- neti. Þannig gætu ýmsar handbækur eða ítarefni legið í einni tölvu, sem aðrar tölvur víðs vegar um skólann gætu nálgast. Með því móti þyrfti ekki að fara í gegnum símalínur til að sækja gögnin og samskiptin yrðu mun hagkvæmari." Hún segir að kennarar í unglinga- deildum vinni nú þegar töluvert með nemendum á veraldaivefnum og bendir á að samkvæmt nýlegri könn- un Þorbjarnar Broddasonar prófess- ors séu 7% barna á aldrinum 10-15 ára með eigin heimasíðu. Sjálfvirkni og tölvustýringar Salvör segir að næsta skref innan skólakerfisins sé að huga að tölvustýr- ingum og sjálfvirkni. „Þegar fólk talar nú orðið um upplýsingatækni horfir það alltaf til miðlunar gagna og þekkingar. Við megum ekki gleyma því að hægt er að nota tölvur til að stýra vélum og búa til sjálfvirkni. Það er mikilvægt að kenna nemendum að nota tölvustýrðar saumavélar eða vélar í smíði, að hanna framleiðslu- ferli eða vélar í eðlisfræði. Það er framtíðin." Alltof fá forrit til miðað við fjölda námsgreina tölvur ýmislegt j Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn ■ Upplýsingatækni — 72 kennslust Windows 95, Word 97, Excel 97 og Inter- retið frá a til ö. Bæði morgun- og kvöldnámskeið. Væstu námskeið byija 6. maí. áuglýsingagerð með CorelDraw/7 Sæstu námskeið byija 20. maí. Excel 97 — framhald 7. maí • Öll námsgögn innifalin. • Fyrsta flokks aðstaða. Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - sími 555 4980 tungumál ■ Vornámskeið Námskeið hcfjast í byrjun maí. Hraðnámskeið í tungumálum. Enska 12 st. Danska 12 st. Sænska 12 st. Norska 12 st. Þýska 20 st. Franska 20 st. Spænska 20 st. ítaiska 20 st. Rússneska 20 st. íslenska fyrir útlendinga 20 st. Ljúsmyndataka 17 st. Nuddnámskeið 16 st. Teikning og máiun 20 st. Njáluferð með Júni Böðvarssyni. Stflnámskeið - fataval og snyrting 10 st. Myndlistar-, ensku- og frönskunámskeið fýrir börn. Lk!ii U\\ TH Grensásvegi 16a, sími 588 7222. ■ Enskunám í Engiandi Enskunám allt árið við virtan enskuskóla. Bama-, unglinga- og fjölskyldunámskeið í sumar. Vettvangsferðir og íþróttir í lok hvers skóladags og um helgar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Upplýsingar veitir Marteinn M. Júhann- sson í síma 581 1652 eftir kl. 19.00. myndmennt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí nk. Innritun f síma 554 0123. Hannes Flosason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.