Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 35

Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Vald og vænhæfi Hver leiðir skottísinn? HÁVAR Sigurjóns- son, leiklistarráðunaut- ur Þjóðleikhússins, for- maður Leikiistarráðs og framkvæmdastjórn- ar þess, snýst í Mbl. h. 26.4. sl. enn til varn- ar gegn þeirri gagnrýni minni að Þjóðleikhúsið hafi óeðlilega mikil tök á úthlutun styrkja til þeirrar leiklistarstarf- semi sem er í sam- keppni við þá stofnun. Fyrirsögnin og tónninn í varnargrein Hávars að þessu sinni eru á lágu plani, sem fyrr, í takt við ummæli hús- bónda hans, Stefáns Brynja Benediktsdóttir þjóðleikhús- stjóra, sem sagði m.a. í útvarpið að ég hefði ofsótt sig sl. sex ár! Megininntak skrifa Hávars geng- ur útá það að hann og félagar hans hafi hyglað mér árið 1996 og ég ætti því ekki að voga mér að opna munninn. Þetta er athyglisverð ráð- legging frá manni sem íslenskt leik- listarfólk hefur kosið til að gæta sameiginlegra hagsmuna sinna. Leikiistarráðunautur Þjóðleik- hússins kallar það rangfærslur frá minni hendi að segja að hann og Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri við Þjóðleikhúsið, tveir af þremur með- limum framkvæmdastjórnar Leik- listarráðs, hafi haft þau völd sem þeir voru til kosnir. Hann fullyrðir að Þórhallur hafi dæmt sjálfan sig vanhæfan við úthlutanir fjár í fyrra og Hávar frá því að hann hætti að vera annar tveggja fastráðinna leik- stjóra Þjóðleikhúss og tók við stöðu leiklistarráðunautar sömu stofnunar 1995 (meiri breytingin!). Mér var ekki kunnugt um að meðlimir fram- kvæmdastjórnarinnar hefðu dæmt sig vanhæfa til helstu trúnaðarstarfa sem þeir voru kosnir til fyrr en nú fyrir skemmstu. Hins vegar stendur skýrum stöf- um í viðtalinu við mig í Aþbl. 15. apríl sl., sem kom af stað öllu þessu fjaðrafoki: „Hávar gekk úr nefndinni þar sem honum fannst hann vera of náinn samstarfsmaður Stefáns." Þó hefur þessi æðsti hagsmuna- gæslumaður okkar leiklistarfólks í tvígang haldið því fram opinberlega að ég hafi sig fyrir rangri sök. Kostulegt er reyndar að Hávar skuli upplýsa í sömu grein og hann nuddar mér uppúr því að bæði leikhópur minn og leik- hópur sonar míns hafi fengið verkefnastyrk árið 1996, að hvorugur Þjóðleikhússmannanna hafi að hans sögn tekið þátt í tillögugerðinni til ráðuneytisins það árið! En það eru kannske fleiri en ég sem ekki vita nákvæmlega hvað gerist innanbúðar í Leiklistarráði því að í fréttatilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu 24. mars 1997 stend- ur: „Menntamálaráðuneytið hefur, að fengnum tillögum frá fram- kvæmdastjórn Leiklistarráðs út- hlutað framlögum af fjárlagaliðnum Það er erfitt að standa í blaðadeilum við menn, segir Brynja Bene- diktsdóttir, sem vilja hvorki gangast við hlut- verki sem þeir eru kjörn- ir til af starfsfélögum sínum og eru skipaðir til af stjórnvöldum, né viðurkenna að erfitt sé að þjóna tveim herrum. „starfsemi atvinnuleikhópa" 1997.“ Sömuleiðis segir Mbl. 18. apríl í „yfirlýsingu" þremenninganna í framkvæmdastjórn: „Til upplýs- ingar fylgir hér yfirlit yfir þá leik- hópa og einstaklinga sem fengið hafa styrki frá Menntamálaráðu- neytinu að fengnum tillögum núver- andi framkvæmdastjórnar Leiklist- arráðs.“ Nú spyr ég Hávar Sigurjónsson: Sjoðheit afmælistilboð t tileini aí tveggja ára aimæli BT verða ýmsar tölvuvörur á sérstöku abnælisverði út vikuna. Á laugardaginn nk. nær aimælisgleðin hámarki þar scm ahnæliakarnival verður haldið i verslun okkar. Canon prentarar Fróhœrir litaprantarar á góðu verði. Canan prentaramir geta auðveldlega prentað á giæntr, umslög, linuniða, boli og ljbsmyndapappír. Canon 240 Canon 4200 17.990 24.990 Laugardaginn 3. mai verður háð raSýkeppni í BT töhmm. Keppmin fer fram milli 13-15 og munu keppovlur jzayta kapp viö kunnan rallkappa. Gefðu í og skráðu þig strax i síma 5885900. Pentium 133 133 mhz Intel argjarvi 1G mb innra minni Intel TVitnn II430VX kubbaa 2 mb skjáknrt PT200G FIC móðurbarð 12 hraða geteladrif 1280 mb harður diskur 25 watta hátalarar 16 bita hljóðknrt Lyklabarð og mús 14' hágsoða btaskjár Windowa 35 fyigir mað 99.990 kr HttpJ/wwwlHtoMirJs _K. Tölvur Grensásvegur 3 -108 RBykjavík Síirn : 5B8 5300 - Fax : 5BB 5905 Opnunartími virka daga : 10:00 -19:00 Opnunartimi taugardaga : 10:00 -16:00 Hverjir sitja í framkvæmdastjórn Leiklistarráðs? Árásargrein fram- kvæmdastjórnarinnar á mig í Mbl. 18. apríl sl. er undirrituð af Hávari Sigutjónssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Vilborgu Valgarðsdóttur. Ef það kynni að verða kallað rangfærsla leyfi ég mér að benda á að undir persónuníðgrein Hávars í Mbl. 26. apríl sl. undir fyrirsögninni „Starfs- launin og styrkirnir" stendur: „Höf- undur er formaður Leiklistarráðs." Hávar Siguijónsson talar í grein sinni um „krossferð Brynju Bene- diktsdóttur gegn Stefáni Baldurs- syni og kemur undirrituðum satt að segja ekkert við“. Það kynni nú að vera að málsvarnarmennirnir vösku, Hávar og Þórhallur, séu haukar í horni fyrir húsbóndann víðar en í blöðunum. Þessir embættismenn til- greina í Mbl. 18. apríl mig persónu- lega og son minn í sambandi við umsóknir verkefna sem við áttum aðild að 1996 en nefna í langri upp- talningu þriggja ára enga aðra manneskju. (Mikið má vera ef það telst ekki trúnaðarbrot í opinberu starfi.) En einhveijum kynni að þykja skemmtilegt að vita að t.d. „Tunglskinseyjan" sem hlaut 1,2 milljónir í styrk 1997, að tillögu Leiklistarráðs, er samstarfsverkefni atvinnuleikhóps við Þjóðleikhúsið og ef til vill í krafti þess fór Stefán leikhússtjóri til Kína með hópnum þar sem óperan var frumsýnd, en verður svo tekin til sýningar í Þjóð- leikhúsinu nú innan skamms. Hvað sem musterisriddarar Þjóð- leikhússins segja þá stend ég jafn hörð á því og áður að ýmislegt í afskiptum Þjóðleikhússins og þjóð- leikhússtjóra af fjárveitingum til starfsemi samkeppnisaðila þarfnist athugunar. Það er t.d. ósanngjarnt að ætlast til að frjálsir leikhópar sendi gögn um fyrirætlanir sínar og hugmyndir til helstu ráðgjafa aðals- amkeppnisaðila síns. Einhveijum mundi nú ofbjóða það á öðrum svið- um atvinnulífsins. Hávari verður tíð- rætt um hvenær hann og Þórhallur víki sæti fram og til baka (vegna vanhæfi!) en þeim virðist ekki hafa komið til hugar að segja í þess stað af sér. Þessi dans milli valds og vanhæfni er víða stiginn. Þegar Stef- án varð formaður Leiklistarsam- bands íslands 1996 „skipti hann útá við“, ef svo mætti segja, við Sigrúnu Valbergsdóttur, sem í staðinn tók við af honum í úthlutunarnefnd Te- ater og Dans i Norden. (Norræna leiklistarsjóðnum). Stefán dansar þó enn skottís í a.m.k. einum öðrum norrænum sjóði. Það er erfitt að standa í blaðadeil- um við menn sem vilja hvorki gang- ast við því hlutverki sem þeir eru kjörnir til af starfsfélögum sínum og skipaðir til af stjórnvöldum, né viðurkenna að erfitt sé að þjóna tveimur herrum. Ef áframhald verð- ur á þessari umræðu vonast ég til að hún snúist um kjarna málsins, þ.e.a.s., að óheilbrigt er að nokkur sé látinn skammta samkeppnisaðil- um sínum af opinberu fé. Höfundur er leikstjóri. BLAÐAUKI HÚSIÐ &GARÐURINN í blaðaukanum Húsinu og garðinum verðiu- að þesstx simii lögð áhersla á nýjungar og hugmyndir fyrir hús- og garðeigendxir. Þar verður því að fínxia ýmsan fróðleik um garðrækt og viðliald húsa, jafht fyrir leikmerm sem fagmemi. Meðal efiiis: • almanak hús- og garðelgandans • sólpallar og -skýli • grillaðstaða • gangstígar, liellirr og bílasteeði • lieitirpottar • gróðiuhús og fitiglahús • ve rkfæraskú rar og ruslageymslur • tól og tæki garðeigandans • gluggar og hljóðemangrun • lýsing og liúsamerkingar • þakefni og máhiing • girðingar og fíiavöm • leiltaðsfaða fyrir bömin • ldipping tijáa • matjurtir og lífrænar , skordýravamir • o.m.fl. Simnudagiim 11. maí Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 5. mai. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110. kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.