Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Um fréttamat og skiln-
ing á fréttamennsku
AÐALFRÉTT Rík-
issjónvarpsins að
kvöldi 16. apríl sl. um
að Rannsóknarráð ís-
lands hefði veitt Jó-
hannesi Nordal meira
en tvöfalt hærri styrk
en reglur segi til um
fyrir heildarútgáfu á
ritverkum Sigurðar
Nordals var ósönn.
Fréttamaðurinn hafði
þó sér til málsbóta
mjög villandi upplýs-
ingar framkvæmda-
stjóra Rannsóknar-
ráðs. Hið sanna er að Sigurður
Hið íslenzka bók- Líndal
menntafélag hlaut
styrkinn og af honum hefur ekki
einn einasti eyrir runnið tii Jóhann-
esar. Þetta hefur allt verið leiðrétt
bæði í fréttum Ríkissjónvarpsins
og blöðum.
Nú hefði mátt ætla að málinu
væri lokið og ekki höfð um frekari
orðræða. En hvað gerist? Þrátt
fyrir þessa leiðréttingu ítrekar
Kristín Þorsteinsdóttir fréttamað-
ur sem segist greina frá „stað-
reyndum og leita skýringa á þeim“
ósannindin í Morgunblaðinu 26.
apríl sl. þegar hún talar um „styrk-
veitingu Rannsóknarráðs Islands
til Jóhannesar Nordals, vegna út-
gáfu á verkum föður styrkþegans
hjá Hinu íslenzka bók- menntafélagi [—]“ og endurtekur skýringar framkvæmdastjórans sem hún veit að eru á Málflutnmgnr af þessu
tagi, segir Signrður
Líndal, ber vitni um
misskilningi reistar. Styrkþeginn var Hið forherðingu þess sem
íslenzka bókmennta- félag eins og marg- sinnis hefur verið sýnt fram á og fjárhæðin helgaðist bersýnilega af því að verkefnið var óvenju viðamikið eins og nánar var útlistað í grein minni hér í blaðinu 23. apríl sl. Málflutningur af þessu tagi ber vitni um for- hefur hann uppi.
merkir að allt annað hefur hjakkað í sama farinu og ekkert gerzt í vísinda- og fræðastarfsemi í land- inu. Mér finnst það raunar nokkr- um tíðindum sæta og vera heldur ískyggilegt afspurnar - og því frétt.
herðingu þess sem hefur hann
uppi „og er þá ásigkomulag hans
hið háskalegasta, sem hugsazt
getur“ svo að vitnað sé í barnalær-
dómskver Helga Hálfdánarsonar,
sbr. 63. gr.
Skilningi mínum á frétta-
mennsku er að dómi fréttamanns-
ins ábótavant. Um fréttamat megi
deila, en almennasta skilgreiningin
sé „frávik frá hinu venjulega".
Samkvæmt þessu hefur að mati
fréttamannsins ekkert slíkt „frá-
vik“ komið í ljós á ársfundi Rann-
sóknarráðs nema þessi styrkur til
Bókmenntafélagsins og þurfti þó
að hagræða sannleikanum. Það
Utgáfulok 12 binda ritsafns eins
snjallasta og áhrifamesta fræði-
manns þessarar aldar telst augljós-
lega ekki heldur til slíkra „frá-
vika“. Það efni sem verið er að
koma á framfæri við íslendinga
skiptir greinilega engu máli að
mati fréttamannsins. Ég er þó
sannfærður um að þeir sem kynna
sér ritsafnið og bera hag íslenzkrar
menningar fyrir bijósti eru á öðru
máli, telji útgáfuna til tíðinda og
fjármunum sem til hennar hafa
gengið vel varið.
Höfundur er forseti Hins íslenzka
bókmenntafélags.
Frávik frá
kjarna máls
FRÉTT er frávik frá
hinu venjulega, segir
Kristín Þorsteinsdóttir
fréttamaður í „svari“
sínu í Mbl. 26. apríl,
og er góð byijun á
skilgreiningu. Það telst
því miður ekki frétt
þótt sumir fréttamenn
sjónvarps víki sér hjá
kjama þeirra mála sem
þeir taka til umræðu
og búi til nýjan. Með
því era þeir auðvitað,
eins og þeir væra litlir
guðir, að skapa nýjan
veraleika handa þeim
sem treysta á sjón-
varpsfréttir. Þeir era
að staðfesta þá skoðun margra að
sjónvarpið sé óhæft til að miðla
upplýsingum um heiminn og það
sem þar er að gerast og geti ekki
gert annað en erta taugar fólks.
Eg held að þetta sé vanmat á sjón-
varpinu og margir fréttamenn reyni
í einlægni að komast að kjama
málanna. Nú er auðvitað ekki víst
að kjami máls sé sá
sem viðmælandi frétta-
manns vill koma á
framfæri, en máls-
gögnin skera oft úr um
hver hann er. En þegar
fréttamenn skeyta
búta úr viðtölum við
menn inn í eigin sögu,
gefur það þeim kost á
að hagræða sögunni,
fínna nýjan kjama.
Enn meira er frelsi
þeirra ef menn era ekki
tilbúnir að koma á
teppið þegar litlaguði
þóknast.
Þegar Umboðsmað-
ur alþingis telur að
lögmenn og lögfræðingar opin-
berrar stofnunar og ráðuneytis
hafí túlkað lögin rangt, gæti
kjarni málsins verið áhugaverð
frétt fyrir almenning í landinu,
en fréttamaður ákveður í yfirlæti
sínu að almenningur hafi ekki
áhuga á lögfræði heldur á gam-
alli sögu um vondan kall og fórn-
Vésteinn
Olason
arlömb. Það skal verða kjarni
málsins. Málsgögnin verða þá
átylla en ekki tilefni fréttarinnar.
Skýringar á því að fréttamenn
nota gögn sem átyllu til að búa
til frétt eða dusta rykið af gam-
alli geta verið fleiri en ein, og al-
gengust er sjálfsagt viðleitni til
að koma við hjartað í fólki með
tilfinningaríkum sögum eða vekja
þórðargleði. Þegar sá sem krafinn
er svara er í viðkvæmri stöðu
vegna óskyldra mála og fólk segir
Það telst því miður ekki
frétt, segir Yésteinn
*
Olason, þótt sumir
fréttamenn sjónvarps
víki sér hjá kjarna máls-
ins og búi til nýjan.
honum að persónulegur kunnings-
skapur eða vinfengi sé milli „fórn-
arlambsins" í sögunni og frétta-
mannsins, vakna hjá honum lágk-
úrulegar hugsanir. Fréttamenn
ættu að varast að koma sér í slík-
ar aðstæður.
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands.
Hvaö heitir þú? - hverramanna ertu?
Er ættarmót í
UPPSIGLINGU?
Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn
þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú
barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig
fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir
Ijósmyndirnar.
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 562 8501 eða 562 8502.
Múlalundur
Vinnustofa Sl'BS
Símar: 562 8501 og 562 8502
Iþrótta-
heimur heyrn-
arlausra
ÍÞRÓTTAFÉLAG
heyrnarlausra er eina
félagið sem starfar á
vettvangi íþrótta
heyrnarlausra hér á
landi.
íþróttafélag heyrn-
arlausra hefur ávallt
reynt að starfa sjálf-
stætt að sínum málum.
í dag era aðallega
stundaðar hópíþróttir
svo sem handbolti .og
keila, en einnig er efni-
legt sundfólk í ein-
staklingsgreinum inn-
an okkar vébanda.
íþróttafélag heyrnar-
lausra er aðilli að CISS
(Alþjóða íþróttasamtök heyrnar-
lausra) en árið 1990 dró CISS sig
út úr IPC (Alþjóða Paralympics-
samtökunum). Síðar meir hefur
Alþjóða ólympíunefndin viðurkennt
að Heimsleikar heyrnarlausra séu
á ólympískum staðli, sem er í raun
viðurkenning á starfsemi íþrótta-
samtaka heyrnarlausra víða um
heim.
Má segja að Heimsleikar heyrn-
arlausra séu það fyrir heyrnar-
lausra, sem Paralympics-leikarnir
eru fyrir fatlaða almennt og Ólymp-
íuleikarnir fyrir ófatlaða.
Hér á íslandi aftur á móti hefur
íþróttasamband fatlaðra litið á
Heimsleika heymarlausra sem mót,
sem ekki falla undir ólympískan
staðal, þar sem þeir líta svo á að
Paralympics-leikamir séu fyrir alla
fatlaða, þar á meðal heymarlausa.
Heymarlausir líta aftur á móti á sig
sem málminnihlutahóp í þessu þjóð-
félagi. Má því segja að Heimsleikar
heymarlausra séu á gráu svæði að
því leyti að heymarlausir taka ekki
þátt í Paralympics-leikjum.
Nú styttist óðum í að leikarnir
eigi að hefjast eða aðeins tveir
mánuðir og 15 dagar. Ákveðið hef-
ur verið að senda keppendur á
Heimsleikana og munu eftirtalin lið
keppa fyrir hönd íslands: hand-
knattleikslið, keilulið og tvær mjög
efnilegar sundkonur ásamt þjálfur-
um og aðstoðarmönnum.
í þetta sinn eru þeir haldnir í
Kaupmannahöfn 13. til 26. júlí og
munu um 3.600 manns taka þátt í
þeim, íþróttamenn og þjálfarar.
Keppendur koma frá 58 þjóðum.
2.000 sjálfboðaliðar gefa vinnu sína
og keppt verður í 15 greinum, þar
af 13 greinum sem teljast til ólymp-
íugreina. Auk þess starfa um 700
manns og tæknilegir fulltrúar að
undirbúningi og framkvæmd leik-
anna. Áætlað er að um 13.000
heymarlausir íþrótta-
menn og áhorfendur
komi til að vera við-
staddir þennan mikla
viðburð.
Til fróðleiks má
benda á, að í nágranna-
löndum okkar styður
hið opinbera starfsemi
íþróttahreyfingar
heyrnarlausra til þess
að þeir geti tekið þátt
í Heimsleikunum, mis-
jafnlega mikið þó eftir
því hvaða land á í hlut.
Þetta er í annað sinn
sem íslendingar taka
þátt í Heimsleikum
heyrnarlausra. Áætlað-
ur kostnaður var fyrst um 8,9 millj-
ónir króna, en til að draga úr þess-
um mikla kostnaði var ákveðið að
fækka þátttakendum úr 35, eins
og upphaflega hafði verið ákveðið,
í 30. Með þessu móti hefur tekist
að lækka kostnaðinn í 6,5 milljónir
króna og er allur kostnaður, svo
Ákveðið hefur verið að
senda keppendur á
Heimsleika heyrnar-
lausra. Þröstur Frið-
þjófsson minnir á
merkjasölu af því tilefni.
sem flug, gisting, uppihald og ann-
ar tilfallandi kostnaður, innifalinn
í þeirri tölu.
Möguleikar félagsins til ljáröfl-
unar eru mjög takmarkaðir í sam-
anburði við önnur félög og sambönd
og hafa meðlimir félagsins Iagt á
sig ómælda vinnu til fjáröflunar og
eflingar starfseminnar almennt.
Þætti okkur mikill akkur í því,
ef landsmenn og fyrirtæki gætu
létt okkur róðurinn með því að taka
þátt í söfnuninni. Munu félagar
Iþróttafélags heyrnarlausra ganga
í hús og bjóða lyklakippur til sölu.
Jafnframt mun félagið senda fyrir-
tækjum bréf á næstu dögum með
beiðni um styrk.
Það er einlæg von okkar, að
landsmenn og fyrirtæki geti komið
til móts við okkur og aðstoðað við
að auka möguleika heyrnarlausra
íslendinga til að vera landi okkar
til sóma á komandi Heimsleikum
heyrnarlausra í Kaupmannahöfn.
Höfundur er framkvæmdastjóri
íþróttafélags heyrnarlausra.
Þröstur
Friðþjófsson
smáskór
Vorskórnir eru komnir.
í st. 20-30 og nú eru þeir flottir.
Erum í bláu húsi
við Fákafen.
FlSStd vlfígerðarefi^
Nú loksins farverð og gæði samai
Eitt af vinsælustu víngerðaretnum á Norðurlöndum er nú komiðtil islands.)
Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hvítvín 1.700 * Vermouth 1.900 %\l
Ath. 30 flöskur úreít\i lögn 11»^^1
Laugarnesvegi 52, * ^
sími 533 1888, FAX, 5!
Höfurtueinnig víngexðarefgi fyrir
. faruðvín, sérri-og púrtvín.
%%ejiíJum í póstkröfu