Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 38

Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG , FRIÐRIKSDÓTTIR + Ingibjörg Frið- riksdóttir fædd- ist í Reykjavík 10. janúar 1935. Hún lést á Landspítal- anum 18. apríl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 25. apríl. Elsku Ingibjörg arama. Árla morguns hinn 18. apríl vaknaði ég kl. 5.00 til að læra fyrir próf. Klukku- stund seinna hringdi Guðjón af spítalanum og tilkynnti okkur að þú værir dáin. Það tekur mig mjög sárt að þurfa að kveðja þig hinstu kveðju en minningarnar varðveitast og þú verður alltaf í huga mínum og hjarta. Það bar þannig til, að vorið 1996 tóku þau Friðrik sonur þinn og Guðrún Björg mig að sér og leyfðu mér að búa hjá sér. Ég man eftir því þegar ég hitti þig fyrst. Við komum í heimsókn til þín í Glæsibæinn og það fyrsta > sem gerðist var að við heilsuðum hvor annarri með því að taka utan um hvor aðra. Ég fann það strax að ég væri meira en velkomin í fjöl- skylduna og mér fannst svo vænt um hvernig þú tókst alltaf á móti mér með opnum örmum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eyða með þér jólun- um, áramótunum og bara yfirleitt góðum stundum sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo blíð, jákvæð og viljastyrkurinn og bjartsýnin þín höfðu svo góð áhrif á viðhorf manns til lífs- ins. Þetta sýndi sig þegar þú lást veik á Landspítalanúm og vinir og ættingjar komu hálfsnöktandi inn til þín vegna þess hve veik þú varst og þeir vissu í hvað stefndi en þegar þeir komu út aftur voru allir sterkari og það hálfljómaði af þeim. í allri baráttu þinni varst það þú sem varst sterkust og þú varst styrkur fyrir aðra þrátt fyrir að það hafi verið þú sem varst veik. Þú gerðir líka hlutina svo miklu léttari með því að sýna öllum hvað þú tókst létt og rétt á öllu. Mér gafst það tækifæri að fá að sitja hjá þér eina kvöldstund fáum dög- um fyrir andlát þitt. Við töluðum saman um allt milli himins og jarð- ar og tjáðum hvor annarri tilfinn- ingar okkar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við höfðum fundið alla væntumþykjuna milli okkar síðastliðið ár án allra orða. Við viss- um! Þetta kvöld var einstakt og þeg- ar ég var á leið út þá kallaðirðu í mig og sagði mér að ég væri nýj- asta vonarljósið þitt og að ég væri svo björt og skýr og þú heimtaðir að eiga mynd af mér svona og vild- ir eiga hana í huga þínum og um leið straukstu kinn mína og við kvöddumst. Mér fannst svo yndis- legt hvernig þú tókst mér eins og þínu eigin ömmubarni enda þykir mér rosalega vænt um þig og um t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, AÐALHEIÐAR GESTSDÓTTUR, Hjallavegi 3, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir einstaklega góða umönnun. Bogi Þórir Guðjónsson, Ársæll Karlsson, Einara Sigurðardóttir, Gestur Karlsson, Jónína Kjartansdóttir, Kristinn Karlsson, Bryndís Sigurðardóttir, Magnús Karlsson, Jenný Gestsdóttir, Agnes Karlsdóttir, Hörður Jóhannsson, Gunnar Karlsson, Þóra Gísladóttir, Jón Ó. Karlsson, Ásgerður Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNLAUGSSON læknir, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnesskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15.00. Karen Oktavía Kaldalóns Jónsdóttir, Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir Balys, Elsa Kirstín Kaldalóns Jónsdóttir, Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, Margrét Kaldalóns Jónsdóttir, Þórhallur Kaldalóns Jónsson, Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson, Henrik Friis, Helge Grane Madsen, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Gunnþóra Ólafsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, barna- og barnabarnabörn. allt sem þú hefur gefið mér. Síðar var ég í heimsókn hjá þér og þú sagðir mér frá ævintýrinu um Jon- athan Livingstone máv og hvernig það fjallaði um frelsið og svo það sem væri táknrænt í því, svo þú lofaðir mér að fá bókina að láni svo ég gæti lesið hana. Daginn fyrir andlát þitt sat ég hjá þér ásamt tengdamömmu þinni á meðan þú svafst. Síðan er ég var á leiðinni út opnaðirðu augun og kvaddir mig. Daginn eftir öðlaðist þú frelsi og hvíld, því þú varst sátt og friður komst í líkama þinn. Ég kveð þig, baráttukonan mín, og hugsun um þig mun alltaf hlýja mér um hjartarætur. Þitt ömmubarn, Jóhanna Jakobsdóttir. Elsku Imba mín. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, nú þegar leiðir skilja og þú yfirgefur þetta jarð- neska líf, svo snögglega og óvænt, löngu áður en okkur öllum vinum þínum og skyldmennum fannst tímabært að stundaglasið þitt rynni út. Þú varst enn svo full af lífsgleði og dugnaði, og hafðir svo margt að starfa og mikið að lifa fyrir. En við mennirnir sjáum svo skammt og skiljum ekki alltaf til- gang lífs og dauða, en við treystum því og trúum, að þú sért nú komin til sælli heima, og að guð og góðu englarnir gæti þín um alla framtíð. Margar góðar stundir áttum við saman, alveg frá því að ég var smástelpa, og þú varst að passa mig og systkini mín, og seinna þegar þú varst orðin fullorðin kona, og ég fékk að búa hjá þér og mann- inum þínum, þegar skroppið var til höfuðborgarinanr. Eins var um alla aðra fjölskyldumeðlimi, öll vorum við velkomin á heimili ykkar Egg- erts, og þið bæði jafnhlý og yndis- leg. Ævinlega tilbúin að keyra með okkur og snúast fyrir okkur í allar áttir. Alltaf var líka mikil tilhlökkun þegar þú og fjölskylda þín komuð norður í heimsókn. Það voru nokkr- ir sumargestir í sérstöku uppáhaldi hjá okkur systkinunum og þið vor- uð í þeim hópi. Minningarnar frá síðastliðnu sumri eru ofarlega í huga og mjög dýrmætar, þegar þið systkinin komið norður í land með fríðu föru- neyti og buðuð okkur skyldfólkinu hér norðan heiða að koma og hitta ykkur, drekka með ykkur kaffi og spjalla. Þetta var mjög skemmtileg stund. Síðasta skiptið sem við hittumst, nafna mín, var seint í ágúst, þegar dóttir mín útskrifaðist úr Kennara- háskólanum, og þú beiðst brosandi fyrir utan Kópavogskirkju að at- höfninni lokinni, með yndislega rauða rós, sem þú færðir henni, alltaf svo hugulsöm og tilbúin að gleðja aðra. Ekki hefur lífið alltaf verið dans á rósum hjá þér, Imba mín. Þú hefur þurft að glíma við sjúkdóma, og það sem þér reyndist erfiðast af öllu, að þurfa að sjá á bak eigin- manninum, þegar hann fórst af slysförum á besta aldri. Þessu öllu tókst þú með æðru- leysi og er ég þess fullviss að þú sóttir styrk og huggun í trúna á almáttugan guð. Ég og fjölskylda mín öll viljum þakka þér fyrir samfylgdina. Um leið vottum við sonunum, Friðrik, Hafsteini og Guðjóni, tengdadætr- um, barnabörnum og öðrum ástvin- um okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ingibjörg J. Jóhannesdóttir. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Ingibjargar Friðriksdóttur í nokkrum orðum. Ingibjörg hóf störf á skrifstofu Kennaraháskóla íslands síðari hluta árs 1987. Auk ritarastarfa gegndi hún þýðingar- miklu hlutverki í nemendaskrán- ingu skólans. Nemendaskráning er lífæð skólans og það krefst ár- vekni, þolinmæði og lipurðar að sinna öllum þeim verkefnum sem henni fylgja. Ingibjörg var þeim eiginleikum gædd og hún ávann sér fljótt traust og virðingu nem- enda og starfsmanna. Hún var ein- staklega glögg og fljót að koma auga á það sem betur mátti fara. Á álagstímum nemenda róaði glettnislegt og hlýlegt bros hennar þá sem streitan var að yfirbuga. Ingibjörg gekk ekki heil til skóg- ar en hún gerði lítið úr því og skömmu áður en meinið, sem varð henni að aldurtila, greindist talaði hún um að hún væri orðin svo löt og það væri ekki nógu gott. Aðeins örfáar vikur eru Iiðnar frá því hún kvaddi okkur og ætlaði að reyna að ráða bug á letinni. Nú hefur hún kvatt fyrir fullt og allt. Ég var svo lánsöm að fá að kveðja hana á sjúkrahúsinu daginn áður en hún lést. Hún var umvafin ást og um- hyggju fjölskyldu sinnar og hún var sátt við lífið og dauðann. Það er mikils virði að kveðja manneskju sem mætir dauðanum af æðruleysi og sem sjálfsögðum hluta af lífinu. Hún gaf þeim styrk sem kvöddu hana og sakna hennar nú. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og veit að hún lifir áfram í góðum minningum. Erla Kristjánsdóttir, kennslustjóri. Okkur langar í fáum orðum að minnast samstarfskonu okkar til margra ára, Ingibjargar Friðriks- dóttur, sem fallin er frá fyrir aldur fram. Við söknum þessarar lífsglöðu konu úr okkar hópi, það fylgdi henni alltaf hressandi andblær. Það er sárt að verða að sætta sig við að hún komi ekki hvern morgun eins og venjulega, með sinn lifandi áhuga bæði fyrir vinnu sinni og GLÆSILEG KAFFlHLAÐBObo FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJONÚSTA ■V ■ • J ‘ < , .• ' ■ . . ^ , • ’ \ . / - . Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 ' - f. ' J- ',"•*/ \ v, HOTEL LOFTLEJQIR I C E L A U O A I K H O T E ’t'-S, TOnunuiHma íjá ym adwnut UÓKl MiKllllfltlT • (Jlít Upplýsingar í s: 551 1247 yrixiixiini^ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H M H H H H H ^ Simi 562 0200 rYxxxxxiuxrl eins gagnvart okkur samstarfskon- um sínum, en hag okkar bar hún fyrir bijósti fram á síðasta dag. Við minnumst þess einnig hve vel hún bar sig ávallt og gerði lítið úr veikindum sínum þó að hún gengi ekki heil til skógar um árabil og mætti oft sárlasin til vinnu. Enga okkar grunaði þó hve stutt var í kveðjustund, því slíkt var svo fjarri öllum raunveruleika að okkur fannst. En nú þegar sú staðreynd blasir við að hún er farin frá okkur yfir móðuna miklu, viljum við þakka henni fyrir allar samveru- stundirnar í annríki hversdagsins og eins á þeim gleðistundum er gáfust. Því segjum við allar: Vertu sæl, elsku Ingibjörg mín, og takk fyrir allt og allt. Ásdís, Fríða Sara, Hólmfríður Birna, Ingibjörg, Hólmfríður og Þóra Margrét. Að eignast góða nágranna er eitt af því sem gefur lífinu gildi og oft kynnist fólk í gegnum börn- in sín og einmitt þannig kynntist ég Ingibjörgu Friðriksdóttur og hennar fjölskyldu. Það er með trega og söknuði að ég nú kveð hinstu kveðju þessa góðu konu. Einu sinni enn hefur maðurinn með ljáinn verið of fljótt á ferð- inni. Það voru slæmar fréttir sem ég fékk þegar ég kom úr fríi í mars sl. að tveir af nágrönnunum hefðu veikst alvarlega og væru á spítala. Annar þeirra hefur náð heilsu á ný en því miður reyndust veikindi Ingibjargar alvarlegri en svo að nokkuð gæti breytt þv> að það leiddi hana til dauða. Það vill svo einkennilega til að í þessu litla götusamfélagi okkar í Glæsibænum hefur orðið ótrúlega mikið um ótímabær dauðsföll í gegnum árin og e.t.v. vekur það fólk til umhugsunar um þessi mál og tengir það betur saman. Hið sviplega fráfall Eggerts heit- ins fyrir 14 árum tók mjög á Ingi- björgu sem eðlilegt var, en með styrkri aðstoð sona sinna og fjöl- skyldunnar allrar tókst hún á við lífið aftur og sýndi þá best hve dugleg hún var og þrátt fyrir það að hún væri alls ekki heilsuhraust. Eitt af því sem kemur upp í huga mér þegar ég lít til baka er sú hefð sem skapaðist hjá börnun- um mínum á aðfangadagskvöld eftir að við höfðum lokið okkar hefðbundna jólahaldi, en það var að skreppa niður á 19 og heilsa upp á fólkið. Ég veit að þau minn- ast þessara heimsókna með mikilli ánægju. Þó Ingibjörg hafi ekki sjálf eign- ast dóttur þá eignaðist hún fljótt tengdadóttur sem reyndist henni eins og besta dóttir. Seinna eignað- ist hún svo aðra tengdadóttur svo ánægjan varð ennþá meiri. Ein- hvern veginn var það þannig að mér fannst alltaf að hún ætti líka svolítið í henni dóttur minni en á milli þeirra myndaðist góð vinátta. Lífshamingja Ingibjargar fólst í því alla tíð að vera með fjölskyldu sinni eins mikið og hún gat. Nú, þegar lífsgöngu þessarar mætu konu er lokið, kemur mér í hug fallegt ljóð sem mér finnst lýsa henni best og læt það því fylgja með þessum skrifum mínum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo látlaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson) Á lokastundu reyndist Ingi- björgu styrkur að hugsa til endur- funda við elskulegan eiginmann sinn. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég hana Imbu okkar og þakka henni samfylgdina og góð kynni. Öllum hennar nánustu bið ég blessunar Guðs og bið þau minnast þess að allar góðu minningarnar verða ekki frá þeim teknar. Svana, Glæsiba* 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.