Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 39
+ Kristín Ilalla
Haraldsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. apríl 1981. Hún
lést 20. apríl síðast-
liðinn. Kristín var
nemandi í 10. bekk
Réttarholtsskóla.
Foreldrar hennar
eru Helga Sigríður
Bachmann kennari
og Haraldur Hjart-
arson bifreiðastjóri
frá Eyri í Kjós. Syst-
ur Kristínar eru dr.
Sigríður Sóley
Krisljánsdóttir
efnafræðingur, búsett í Banda-
ríkjunum, og Ragnheiður
Helga, nemi í Réttarholtsskóla.
Útför Kristínar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kristín var falleg stúlka, há og
grönn með tígulegt yfirbragð. Hún
var glaðlynd og í góðu jafnvægi, en
úr svip hennar mátti lesa rósemd
gagnvart lífinu. Hún var heppin. Hún
átti yndislega fjölskyldu. Foreldra
sem voru ávallt stoltir af henni, veittu
henni einstaka hlýju og öryggi og
tvær systur sem voru um leið vinkon-
ur hennar. Elsku Helga, Halli, Sigga
og Ragna, það hlýtur að vera ykkur
huggun í sorginni hversu samheldin
þið voruð alla tíð. Þið áttuð fögur
ár saman og minningin um þau mun
ylja þegar fram líða stundir.
Alltaf þegar við hittum Helgu,
Halla og stelpurnar voru þær þegar
komnar í leik með strákunum okkar
og alveg óþreytandi að hafa ofan
af fyrir þeim þó aldursmunur væri
nokkur. Þannig minnumst við henn-
ar, fullrar af orku og lífi, úti í fót-
bolta, spilandi á píanó, eða I
skemmtilegum innileikjum.
Við mannfólkið höfum svo tak-
markaðan skilning á lífinu og dauð-
anum og sérstaklega er erfitt að
sætta sig við dauðann þegar hann
tekur frá okkur heilbrigðan ungling
með bjarta framtíð. Þannig líður
mér nú þegar Kristín frænka mín
er dáin. Ég skil ekki af hveiju, en
ég treysti því að henni hafi verið
ætlað annað hlutverk.
Við Jón og strákarnir kveðjum
Kristínu með hlýju og þakklæti fyrir
samfylgdina. Líf hennar hér á jörð-
inni var bæði fallegt og gefandi.
Megi góður Guð umvefja hana Ijósi
sínu.
Sigríður Bachmann.
Elsku Kristín mín.
Ég trúi varla að þú sért farin.
Að við munum ekki hittast aftur í
þessu lífi. Það er svo stutt síðan þú
varst að segja mér hvað þú værir
spennt að mega byija að fara í öku-
tíma. Og að þú værir byijuð að búa
þig undir samræmdu prófin. Ég dáð-
ist alltaf að því hvað þú varst dug-
leg og áhugasöm um námið. Og þú
ætlaðir þér stóra hluti í framtíðinni.
Ég dáist líka að því hvað þú varst
alltaf góð við Rögnu. Þú varst alltaf
að hjálpa henni við eitthvað. Missir
hennar er mikill.
Ég minnist þess þegar þú varst
að líma saman strokleðrið mitt, og
þú festir á það hvíta pappírsvængi.
Nú hefur þú fengið þína eigin vængi,
því að núna ertu engill á himnum.
Það var svo gaman hjá okkur þegar
við vorum að vinna saman, og við
töluðum dönsku, bara af því að okk-
Erfidrykkjur
«él
HÓTEIy
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000
ur þótti það skemmti-
legt. Nú munum við
aldrei gera það framar.
Síðasta vor fórum
við upp í turninn á
Haligrímskirkju og þú
sýndir mér útsýnið yfir
borgina. Það næsta
sem þú sýnir mér verð-
ur himnaríki. Og þá
muntu líka ljúka við að
sýna mér stjörnumerk-
in á himinhvolfinu.
Þangað til mun ég
horfa á stjörnuna þína,
sem skín skærust allra
á himninum.
Elsku Kristín. Þakka
þér fyrir allar stundirnar, ég gleymi
þér aldrei. Ég mun geyma þig í
hjarta mínu þar til við hittumst á ný.
Hve sárt ég sakna þín
ég sit við legstein þinn
og hugsa um horfna tíð
hjartans vinur minn.
Sú staðreynd sturlar mig
að við sjáumst aldrei meir
þú gafst mér hlýja sál
sál sem eitt sinn deyr.
Ó, hve sárt ég sakna þín
þú varst eini vinur minn
einn ég stari í sortann inn
með sorgardögg á kinn.
(Sverrir Stormsker)
Elsku Helga, Halli, Ragna og
Sigga Sóley, megi Guð styrkja ykk-
ur i þessari miklu sorg.
Kristín Asta.
Mig langar með fáum orðum að
minnast vinkonu minnar, Kristínar
Höllu.
Haustið 1994, á fyrsta skóladeg-
inum í Réttarholtsskóla, kynntist ég
Kristínu. Höfum við verið góðar vin-
konur frá þeim degi. Ég var svo
lánsöm að lenda í sama bekk og hún
og sátum við alltaf hlið við hlið í
öllum kennslustundum.
Betri námsmann en Kristínu er
erfitt að ímynda sér. Hún var alltaf
svo samviskusöm, skapgóð og jákvæð
og hafði einstaklega góð áhrif á
umhverfi sitt. Mér er það einnig mjög
minnisstætt hvað hún var alltaf reiðu-
búin að hjálpa mér við þau heima-
verkefni sem ég skildi ekki, sérstak-
lega við stærðfræðina. Dáðist ég þá
oft að því hvað hún gat verið þolin-
móð og skilningsrík og hætti ekki
fyrr en ég skildi dæmið fullkomlega.
Nú er Kristín farin frá okkur svo
snemma og skyndilega. Hún sem var
svo skynsöm og hæfileikarík stúlka.
Kristín ætlaði næsta vetur í MR og
hún átti svo sannarlega framtíðina
fyrir sér, en lífið getur oft verið svo
óskiljanlegt.
Ég er Guði svo þakklát fyrir þessi
dýrmætu ár sem ég fékk að kynnast
Kristínu og eiga hana sem nána og
góða vinkonu. Ég trúi því að nú sé
Kristín í faðmi Guðs, þar sem er
himnesk friðsæld og gleði. Það er
mikil huggun að hugsa til þess.
Elsku Helga, Haraldur, Ragna og
Sigga Sóley. Eg votta ykkur mína
dýpstu samúð. Bið Guð að gefa ykk-
ur huggun og styrk í þessari miklu
sorg.
MINIMIIMGAR
Jesús mælti: „Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa,
þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25).
Margrét Árnadóttir.
Mánudagurinn 21. apríl sl. hófst
á hefðbundinn hátt í Réttarholts-
skóla, nemendur og kennarar gengu
til starfa sinna í kennslustofum og
allt virtist í föstum skorðum. En svo
var ekki. Nemendur voru kallaðir á
sal, einn árgangur af öðrum, fyrst
10. bekkur. Sóknarpresturinn okkar,
hann séra Pálmi, sagði að einn úr
hópnum, Kristín Halla Haraldsdótt-
ir, hefði látist daginn áður.
Kristín Halla hafði verið eins og
hún átti að sér í skólanum föstudeg-
inum áður. Á iaugardag veiktist hún
skyndilega og þrátt fyrir að allt
væri gert sem í mannlegu valdi stóð
varð örlögum ekki breytt. Hún lést
í flugvél á leið til Kaupmannahafnar.
Á skammri stundu breyttist allt í
skólanum, gleðin yfir vorinu sem var
að brjóta veturinn á bak aftur,
spennan vegna yfirvofandi prófa var
gleymd. Glöð ungmenni á vori lífsins
stóðu frammi fyrir köldum gusti
dauðans, fundu skyndilega hve allt
er í heiminum fallvalt. Allt vék fyrir
sorginni.
Kristín Halla hóf nám í Réttar-
holtsskóla haustið 1994 og var á leið
að ljúka grunnskólanámi í vor. Við
í Réttarholtsskóla höfðum þó þekkt
hana lengur því Helga móðir hennar
hefur kennt við skólann í meir en
aldarfjórðung. Kristín og Ragnheiður
systir hennar sem er árinu yngri
höfðu komið með móður sinni hingað
í skólann frá því þær voru litlar tátur
og við höfðum fylgst með þeim vaxa
og dafna. Kristín Halla var einstak-
lega vel gerð stúlka, yfirburðanáms-
maður, en um leið sérlega prúð og
stillt í framgöngu.
Vinnubrögð hennar og samvisku-
semi voru einstök og öðrum til fyrir-
myndar. Þar gilti einu hvort um var
að ræða bóklegar greinar eða list-
greinar og handmenntir, allt var
unnið af einstakri natni og færni.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kenna Kristínu smávegis í vetur.
Kennsla er erfitt en um leið gefandi
starf. Kristín var ein af þeim nem-
endum sem gera kennslu að forrétt-
indum en ekki ánauð.
Kæra Helga, Halli, Ragna og
Sigga Sóley og aðrir aðstandendur.
Missir ykkar er mikill, meiri en
hægt er að lýsa í orðum, en minning-
in um elskulega stúlku lifir og hverf-
ur ekki. Hún er verðmæti sem ekki
verða frá okkur tekin.
Megi góður guð styrkja ykkur og
styðja nú og um alla framtíð.
Fyrir hönd starfsfólks og kennara
Réttarholtsskóla,
Haraldur Finnsson.
Kveðja frá Tónlistarskóla
Mosfellsbæjar
Kær vinkona mín, Kristín Halla
Haraldsdóttir, er látin, nýlega orðin
16 ára gömul. Hún hafði sl. sjö ár
verið nemandi minn í píanóleik og
hafði hug á að halda áfram námi.
Kristín Halla ávann sér virðingu og
vinsældir allra sem henni kynntust
með sinni ljúfu framkomu og glað-
værð. Við hjá Tónlistarskóla Mos-
fellsbæjar þökkum samverustund-
irnar og sendum foreldrum, systrum
og öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Valdemar Jónsson.
Minnismerki úr steini
Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
BiS. HELGAS0NHF
ISTEINSMIDJA
KRISTÍN HALLA
HARALDSDÓTTIR
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir, amma og systir,
JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Fögruhlíð 5,
Hafnarfirði,
andaðist í Salgranska sjúkrahúsinu í Gautaborg föstudaginn 25. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 2. maí kl. 13.30.
Kristján Garðarsson,
Aðalheiður Árnadóttir,
Valborg H. Kristjánsdóttir, Örn Rúnarsson,
barnabörn og systkini.
V
t
Elskuleg eiginkona mln, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Litluvöllum 9,
Grindavík,
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn
25. apríl síðastliðinn.
Ólafur Ágústsson,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurþór Ólafsson, Hallfríður Traustadóttir,
Ágústa Hildur Ólafsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson,
fris Ólafsdóttir, Garðar Páll Vignisson
og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og vinur,
HÁKON HAFLIÐASON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvkudaginn 30. aprll kl. 15.00.
Guðrún Birta Hákonardóttir, Trausti Valsson,
Magnús Óskar Hákonarson, Jórunn Ella Þórðardóttir,
Gíslína Hákonardóttir, Ólafur Þór Erlendsson,
Guðfinna Hákonardóttir, Sigurður H. Ólafsson,
barnabörn,
Ásta Kristný Guðlaugsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGFRÍÐ SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 25. apríl.
Ásiaug Sverrisdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir, Jón Torfason,
barnabörnog barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
ÓSKAR SÖEBECK
prentarl,
Dalbraut 27,
Reykjavfk,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 26. apríl sl.
Lllja Söebeck.
*
t
Elskuleg systir okkar,
HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR,
til heimilis
I Starrahólum 4,
Reykjavfk,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 26. apríl.
Gyða Magnúsdóttir og Guðmundfna Magnúsdóttir.