Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR KRISTJÁN JÓNSSON + Gunnar Kristján Jónsson fæddist í Hafnarfirði 24. maí 1925. Hann lést á heimiii sínu 20. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld, f. 11.10. 1893, d. 29.5. 1975, og Jóns Gests Vig- fússonar er lengi var gjaldkeri l\já Sparisjóði Hafnar- fjarðar, f. 26.12. 1892, d. 14.10. 1980. Þau hjón eignuðust þrettán börn: Steinunni, f. 24.9. 1916, Magnús, f. 14.12. 1918, Ástu yigdísi, f. 12.5. 1920, Sigríði Áslaugu, f. 6.1. 1922, d. 23.9. 1994, Vigfús, f. 24.5. 1923, d. 25.5. 1991, Gunnar Kristján, f. 24.5. 1925, d. 20.4. 1997, Jón Gest, f. 26.9. 1926, Sigrúnu, f. 11.12. 1927, Hauk, f. 1.10. 1929, d. 19.4. 1930, Hauk, f. 3.7. 1931, Hörð, f. 24.3. 1934, Guðmund (Mugg), f. 25.9. 1935, d. 1.3. 1988, og Ein- ar Þóri, f. 16.1. 1938. Gunnar kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Mar- gréti Eyþórsdóttur, f. 10.1. 1921, hinn 8. mars 1952. Þau eignuðust fjögur börn: dreng, fædd- an 10. júní 1952 sem lést sama dag, Ástríði, f. 9.10. 1953, eiginmaður hennar er Trausti Gunnarsson, f. 30.5. 1953 og eiga þau þrjá syni, Gunnar Inga, Bjarka og Hlyn Torfa, Sesselju, f. 18.3. 1956, eiginmaður hennar er Eggert Kristinsson, f. 31.5. 1953 og eiga þau eina dóttur, Hildi, Ingibjörgu Jónu, f. 18.7. 1958, og á hún eina dóttur, Margréti. Gunnar Kristján verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann pabbi minn er dáinn. Elsku pabbi minn, núna leita á hugann allar góðu minningarnar um þig, og þær eru margar. Þegar ég var lítil stúlka, vissi ég alveg hverjum ég ætlaði að giftast þegar ég yrði stór, ég ætlaði að giftast pabba mínum. Vegna þess að hann var bestur, fallegastur og sterkastur af öllum. Tíu ár varstu á millilanda- skipi. Þrisvar sinnum fór ég með þér í langar ferðir. Einu sinni fór ég ein með þér, það var nú engin - smásæla að vera ein með þér í nokkrar ivkur. Þegar ég var tíu ára komst þú í land. Það var gott því þá varst þú alltaf hjá okkur. Þegar ég stækkaði og stofnaði mitt eigið heimili, vissi ég alltaf hvert ég átti að leita ef eitthvað bjátaði á. Alltaf varstu til staðar tilbúinn að hjálpa, og gerðir það á þinn rólega og hljóða hátt. Ef bíll- inn bilaði, þá varst þú kominn um leið, hvort sem vandamálið var lítið eða stórt var það leyst í skúrnum hjá pabba. Þegar ég byggði húsið mitt, vannst þú vaktavinnu; ef þú þurftir ekki að mæta fyrr en eftir hádegi í vinnu varst þú mættur að morgni og vannst þar til þú mættir • í þína vinnu. Aldrei talaðir þú um það, eða ætlaðist til neins í staðinn fyrir þig. Þú varst bara að hjálpa henni Systu þinni. Ekki varstu mik- ið fyrir mannfagnaði eða skemmt- anir. En með okkur fjölskyldu þinni varst þú óþvingaður og kom þá prakkaraskapurinn og barnið fram í þér sem þú varðveittir alltaf. Barnabörnin þín sem þér þótti óskaplega vænt um, voru öll hænd að afa sínum. Varst þú eins og eitt af þeim þegar þú varst að galsast með þeim. Hafðir þú ekki síður gaman af fjarstýrðum bílum og bátum en þau. Þú varst upphafs- maður að mörgum veiðiferðum með okkur sem allar voru mjög * skemmtilegar. Þér þótti líka mjög vænt um landið þitt og þótti þér óskaplega gaman að ferðast um landið. Hringferðirnar sem við fór- um með ykkur mömmu um landið eru ógleymanlegar, því að þú varst líka svo fróður um allt. Draumur þinn var að leggjast í ferðalög þeg- ar þú hættir að vinna og yrðir frísk- ur. En, elsku pabbi minn, þér var ætlað annað ferðalag. Hversu sárt sem það er fyrir okkur sem eftir sitjum, verðum við með tímanum að sætta okkur við það. Elsku pabbi minn, sorgin er mik- il hjá okkur sem eftir sitjum. Við munum ávallt minnast þín með hlýju og kærleik. Megi guð styrkja okkur og þá sérstaklega hana mömmu en hennar missir er mestur. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer. Skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg breytt og vaxið hverjum vanda sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir leit annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir, það vex er að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því besta þó blási kalt. Þótt örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð. Það næst úr nomahöndum sem nóp heitt er þráð. Ég endurtek í anda þijú orð við hvert mitt spor. Fegurð - gleði - friður mitt Faðir vor. Þín, (Kr.ES.) Sesselja. Elsku, hjartans pabbi minn! Mig skortir orð til að lýsa því hve sárt ég á eftir að sakna þín. Allar minningarnar um þig leita á hugann og ég get á engan hátt séð fyrir mér framtíðina án þín. Þakka þér fyrir að hafa verið eins og þú varst og megi góður Guð varðveita þig um alla eilífð. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grimsstöðum) Þín, Inga Jóna. FALLEGIROG LISTRÆNIR LEGSTEINAR JJsíens/hönnun 15% AFSLÁTTUR Á GRANÍTSTEINUM AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 Vinur minn og tengdafaðir, Gunnar Kr. Jónsson, hefur nú kvatt þetta jarðsvið. En huggun mín er sú að ekki þurfi hann lengur að þjást. „Allur veraldar vegur liggur að sama punkti,“ sagði séra Hall- grímur. Gunnar undi sér best með sinni fjölskyldu. Hann var ekki mik- ið fyrir að láta á sér bera eða hafa sig mikið í frammi. Hann var víð- sýnn, mjög greindur og hafði sterka réttlætiskennd. Honum þótti afar vænt um land- ið sitt, las mikið um það, bæði bækur og blöð og ferðaðist mikið um landið. Gunnar var góður maður. Ég veit að móttökur verða góðar og bjart er þar sem þú ferð núna í þína hinstu fe-rð. Hjartans kveðjur, vinur minn. Guð blessi Margréti tengdamóður mína. Þinn téngdasonur, Eggert. Ég heyri klukkuna slá, fyrst eitt svo tvö þangað til að hún slær níu högg. Á því augnabliki fjarar út líf og fer til sinnar paradísar. Afi minn dó í kvöld. Elsku afi minn, ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Ég sakna þín mikið en ég veit að nú ert þú kominn á stað þar sem þér líður vel. Þín, Hildur. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gepum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Núna, þegar gróður er að lifna við og vakna af dvala vetrarins, hefur mikill heiðursmaður kvatt okkur. Tengdafaðir minn, Gunnar Kr. Jónsson var fæddur í Hafnar- firði og í Hafnarfirði ólst hann upp, bjó og starfaði uns hann andaðist á heimili sínu að Lækjarkinn 18 sunnudaginn 20. apríl. Gunnar lærði rennismíði í Vél- smiðju Hafnarfjarðar og stundaði síðan nám við Vélskólann og út- skrifaðist þaðan sem vélstjóri. Sem slíkur starfaði hann á skipum Jökla hf. og var í siglingum í tíu ár. En þrátt fyrir góða afkomu og aðbúnað á „Jöklaskipunum" leið honum aldr- ei vel á sjónum. Hugurinn dvaldi jafnan heima hjá konu og dætrum og fjölskyldumaðurinn Gunnar kaus fremur að vera daglega hjá sínu fólki. Hann kom því í land og hóf þá störf hjá Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar sem rennismiður um hríð en flutti sig síðar yfir til íshúss Hafnarljarð- ar. Síðustu árin starfaði hann svo hjá Véla- og skipaþjónustunni Framtaki í Hafnarfirði uns hann lét af störfum fyrir þrem árum, þrotinn þreks af þeim heilsubresti sem að lokum varð banamein hans. Hann var afar snortinn og þakklátur fyr- ir alla þá ræktarsemi sem Fram- taksmenn sýndu honum þar til yfir lauk. Það er ekki altítt að vinnuveit- endur og starfsfélagar láti sig varða afdrif roskinna manna sem hverfa af vinnuvettvanginum, en þessi samskipti sýndu hversu mikillar virðingar og vinsælda Gunnar heit- inn naut í starfi sínu. Hann var grandvar maður og orðvar. í marg- menni sagði hann jafnan fátt en orð hans vógu þungt. Hann hafði ríka kímnigáfu og gat verið mein- fyndinn án þess að vega að nokkr- um manni. Hann var hagleiksmaður hvort sem var á tré eða járn. Málmstykk- in léku í höndum hans og varla var nokkur smíðaþraut svo þung að hann ekki leysti hana umyrðalítið, fumlaust og að því er virtist án fyrirhafnar. Gunnar Kr. Jónsson var gæfumaður. Drýgstur hluti gæfu hans var eiginkonan, Margrét Eyþórsdóttir, og sú fjölskylda sem þau stofnuðu til. Margrét og Gunn- ar giftu sig 8. mars 1952. Þeim varð ijögurra barna auðið. Fyrsta barnið, eina soninn, misstu þau nokkurra tíma gamlan. En síðan komu dæturnar þrjár með hóflegu millibili í árum. Samlíf þeirra Gunn- ars og Margrétar einkenndist af kröfulausri ást, gagnkvæmri virð- ingu, vináttu og blíðu sem umvafði allt og alla sem kynntust þeim. Saman leiddust þau ævibrautina, hönd í hönd í bókstaflegum skiln- ingi. Það handaband hefur nú verið rofið - en varla nema tímabundið, ef allt fer sem Herrann lofar. Gunnar Kr. Jónson var mikill fjöl- skyldumaður í fyllsta skilningi þess orðs. Hann sinnti lítið um félaga- vafstur utan heimilis. Fjölskyldan var honum sú lífsfylling sem hann sóttist eftir og ekkert var til sparað og í engu undan vikist til að gleðja og hjálpa þeim sem honum þótti vænt um. Osínkur var hann á gripi og góss. Ætti hann tvo hluti eins eða sömu gerðar gaf hann gjarnan þann hlutinn sem nýrri var eða betur á sig kominn. Örlæti hans var reyndar viðbrugðið. Gunnar var stór í öllu. Á siglingaárunum hans - þegar lítið var um sælgæti og aðrar munaðarvörur í verslunum landsins, var koma Vatnajökuls eða Langjök- uls til hafnar ávallt tilhlökkunarefni fyrir börnin í götunni: Þá kom Gunnar úr siglingunni klyfjaður sælgætisbirgðum sem dugðu til ríf- legrar úthlutunar meðal krakkanna í götunni um langa hríð! Og vildi svo til að Jöklarnir væru í höfn yfir áramót var viðbúið að Gunnar væri það vel birgur af flugeldum að efna mætti til flugeldasýningar sem færi fram úr því sem fyrr hafði sést í Hafnarfirði um nokkurt gaml- árskvöld! Að þessu þótti honum gaman, barnið í honum naut þess að gleðja börn á þennan meðvirka hátt. Gunnar var skapstór og hon- um gat hitnað í hamsi, en hann kunni með skap sitt að fara og sjald- an sást það ef honum mislíkaði. Hann hækkaði aldrei róminn. Mis- klíð þekktist ekki á heimili Gunnars og Margétar. Uppeldi dætranna - og síðar barnabarnanna - fór fram með kímnum ábendingum, ef þess gerðist þörf, eða brosmildu augna- ráði. Umburðarlyndið hafði mikið þanþol á þessu heimili, þar sem ástin, gamansemin og vináttan ríkti ofar öllu. Sælustundir Gunnars voru þegar öll fjölskyldan safnaðist sam- an heima hjá þeim Margréti í Lækj- arkinninni í síðdegiskaffi á sunnu- dögum til að spjalla saman og borða nýbakaðar pönnukökurnar hennar Möggu. Utávið var Gunnar heitinn sein- tekinn og þrátt fyrir vingjarnlegt viðmót í hvers manns garð, varð hann ekki vinur allra. Þessu kynnt- ist ég strax þegar við Ástríður vorum að draga okkur saman fyrir 23 árum. Með nokkrum semingi virti hann þennan Daladreng fyrir sér um nokkurra heimsókna hríð. En þegar hann sá að hér var al- vara á ferðum og að drengurinn gaf sig ekki, var vinátta hans feng- in. Smátt og smátt kynntumst við og með okkur þróaðist vinátta sem varð bæði náin og einlæg. Hans tími var vorið og sumarið og hann unni gróðrinum og náttúrunni. Margar stundir höfum við átt sam- an við sumarbústaðinn þeirra Margrétar uppi í Sléttuhlíð við að hlú að gróðrinum, klippa og snyrta - eða bara að ganga þar um sam- an til að fylgjast með viðgangi trjánna og vaxtarlíkum þeirra. Ekki naut hann þess síður að koma með okkur Addý í sumarbústaðinn okkar vestur í Dölum. Ekki gat hann setið auðum höndum þá, fremur en endranær: Fara út og gera eitthvað, dytta að eða slá, koma inn í kaffisopa og fara svo út aftur í dálitla gönguferð - eða stuttan bíltúr með Möggu sinni! Og öllum Verslunarmannahelgum í tuttugu ár eyddu þau hjón með okkur í sumarbústaðnum í Braut- arholti. Þangað kom fjölskyldan öll og skemmti sér saman - og skemmtuninni lauk með tignarleg- um varðeldum í hvert sinn. Margrét og Gunnar gerðu mikið af því að aka um landið á sumrin og heita má að þau hafi komið í hvern ijörð og hvern dal. Gunnar heitinn var mjög kunnugur stað- háttum um allt land og vissi skil á örnefnum og legu bæja í flestum sýslum landsins. Meðal þess skemmtilegasta sem Gunnari fannst var að renna fyrir fisk í ám eða vötnum og þegar búið var að matreiða veiðina var hann svo sem ekkert fíkinn í feng- inn og átti það til að segja: „Elsku krakkar - borðið þið meira!“ eða: „Viljið þið ekki eiga eitthvað eftir í salat?“ Oft þurfti ég til hans að leita með viðgerð á bílum, einkum ef vantaði varahluti sem erfitt var að verða sér úti um. Þá sagði hann oftar en ekki: „Kemurðu ekki annað kvöld? - Þá kíkjum við á þetta!“ Og það stóð heima. Þegar þar að kom og búið var að njóta veitinga hjá Margréti og spjaila drykklanga stund um dag og veg, var farið út í skúr og þar stóð þá nýr varahlut- ur, sem hann hafði rennt eða smíð- að, á borðinu silfurgljáandi eða nýmálaður. Og svo var ekki orð um það meir! Gunnar var mikið snyrtimenni og hver hlutur hafði sinn stað þótt þeir væru nokkuð dreift um skúrinn hans. Einhverntíma langaði mig til að endurgjalda hjálpsemi hans við mig og fékk samþykki hans til að safna nú verkfærunum öllum á einn stað, innan seilingar frá sama punkti og smíðaði þar forláta hirslu til að geyma þau í, uppraðað eftir flokki og notkunarsviði! Og ég held að það hafi verið í einu skiptin sem ég sá að hann gat verið ögn pirrað- ur á mér þegar hann fann ekki áhöldin í þessu nýja kerfi mínu. Hlutirnir höfðu nú haft sinn stað í 40 ár og það gat verið óþarflega tafsamt að finna þá í nýju skipan- inni. En ekki sagði hann orð um þetta við neinn - og síst vildi hann særa mig með athugasemdum - en leit á mig kímnum augum þegar hann var kominn með rétta áhaldið í hendurnar! Síðustu mánuðirnir voru Gunn- ari erfiðir. Sjúkdómurinn hafði lamað þrótt þessa stóra og sterka manns. En aldrei heyrðist eitt æðruorð. Hann vissi að hverju stefndi. Samt streymdi frá honum hlýjan og væntumþykjan til barn- anna sinna og aldrei var hann svo þreyttur að hann ekki gæti gert að gamni sínu við börnin og gefið þeim af sér. Oft var setið við rúm- ið hans Afa síðustu mánuðina og spilað á spil af miklu kappi og kátínu. Undir lokin gladdi það Gunnar mest að geta farið heim af sjúkrahúsinu og verið þar til að hlýða kalli básúnunnar miklu, sem alla kallar fyrir rest, umkringdur fjölskyldu sinni. Enginn verður nokkuntíma einn sem minningar á um Gunnar Kr. Jónsson. Ég kveð hann með kærri þökk fyrir ástríka samfylgd og bið Guð að blessa Margréti tengdamóð- ur mína og aðra ástvini. Trausti Gunnarsson. Kveðja til afa. Elsku afi. Ég fékk svo mikinn verk í hjartað þegar ég frétti að þú vær- ir dáinn og ég vissi ekki hvernig ég ætti að láta hann fara. En nú er ég glaður af því að hafa átt svona góðan afa og ég mun aldrei gleyma þér. Hlynur Torfi. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elskulegi afi. Með þessu erindi úr Hávamálum viljum við flytja þér okkar hjartans þakkir fyrir allt. Gunnar Ingi og Bjarki Traustasynir. • Fleiri minningargreinar um Gunnar Kristján Jónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.