Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 45
* Aðeins til þess að
sverta veiðifélagið
YFIRLEITT eru fleiri hliðar en ein
á hveiju máli og sannast það enn
og aftur varðandi netaveiðar í Ell-
(| iðavatni sem standa fyrir dyrum í
4 vor. í Morgunblaðinu var um helg-
- ina greint frá umræddum netaveið-
" um og haft eftir Guttormi Einars-
syni að óhugur væri í stangaveiði-
mönnum sem stunda vatnið og
sjálfur hefði hann rökstuddan grun
um að forsendurnar fyrir veiðunum
væru aðrar en yfirlýstar væru.
Vignir Sigurðsson ábúandi á Elliða-
vatni sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í máli Guttorms hallaði
q mjög á Veiðifélag Elliðavatns og
| margt sem fram kæmi væri beinlín-
g is rangt.
" „Til að byija með er það ekki
veiðifélagið heldur Fisksjúkdóma-
nefnd sem er í forsvari fyrir þessum
veiðum og hefur hún talið nauðsyn-
legt að fá fisk, ekki bara lax, úr
vatninu til rannsóknar með tilliti til
kýlaveikinnar. Að halda því fram
sem Guttormur gerir, að Veiðifélag
. Elliðavatns standi fyrir þessum
I veiðum og það sé eitthvert yfirvarp
á að þær séu í vísindaskyni er ekki
i til annars en að sverta veiðifélag-
ið,“ segir Vignir.
Haft var eftir Guttormi að auk
fárra hoplaxa hefðu veiðst um 30
stórurriðar í umræddri netaveiði í
fyrravor, stofnfiskar nýs urriða-
stofns sem hefði verið að vaxa upp
í vatninu síðan að Jakob Hafstein
sleppti drjúgu magni af ísaldarurr-
i iða í Hólmsá og Bugðu fyrir all
mörgum árum. Sagði Guttormur
I að veiðifélagið vildi uppræta urrið-
ann í vatninu til að greiða fyrir
uppvexti laxaseiða á svæðinu.
Vignir sagði þetta vera „hreina
dellu“.
„Lífríki Elliðavatns hefur verið
rannsakað vandlega síðustu 10-15
árin og þar hefur farið fyrir Þórólf-
ur Antonsson fiskifræðingur hjá
Veiðimálastofnun. Þessar netaveið-
ar eru smáar í sniðum og að dómi
sérfræðinga langt frá því að stofna
urriðastofni vatnsins í hættu. Það
væri viðkvæmur urriðastofn sem
þyldi ekki að 30 fiskar veiddust.
Varðandi þessa „ísaldarurriða“, þá
var slepping þeirra á sínum tíma
mjög umdeild, enda sýna dæmin
að stofnablöndun getur verið stór-
hættuleg," segir Vignir.
„Veiðifélag Elliðavatns hefur
ævinlega gert sér grein fyrir nauð-
syn þess að virða skoðanir stanga-
veiðimanna, enda hafa samskiptin
verið góð. En um leið er ekki óeðli-
legt að einstakir landeigendur innan
félagsins vilji nýta auðlind sína,
sbr. að bóndinn á Vatnsenda hefur
haft net fyrir sínu landi. Hófleg
netaveiði í gróskumiklum silungs-
vötnum á borð við Elliðavatn spillir
ekki veiði eða stofnum nema síður
sé og um það eru sérfræðingar sam-
mála,“ sagði Vignir að lokum.
Úr dagbók lögreglunnar
Lítið kvartað yfir
næturónæði
25. til 28. apríl.
' í DAGBÓK helgarinnar eru 362
færslur. Af þeim eru 13 vegna inn-
brota, 16 vegna þjófnaða, 17 vegna
eignarspjalla og 5 vegna líkams-
meiðinga.
52 of hraðskreiðir
Afskipti voru höfð af 35 manns
. vegna ölvunar og vista þurfti 36 í
' fangageymslunum vegna ýmissa
I mála. Mjög lítið var urn tilkynning-
| ar vegna hávaða og ónæðis innan
dyra að kvöld- og næturlagi, ein-
ungis 8 talsins, sem er langt undir
meðaltali. Lögreglumenn þurftu
þrisvar sinnum að fara í hús vegna
heimilisófriðar. Um ölvun var að
ræða í öllum tilvikum.
Af umferðarmálum ber mest á
þeim 52 sem kærðir voru fyrir að
, aka yfir leyfilegum hámarkshraða-
mörkum. Þrettán ökumenn voru
' kærðir fyrir að virða ekki innakst-
I ursbann, 17 fyrir stöðubrot og 11
ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru
grunaðir um ölvunarakstur.
Sautján umferðaróhöpp voru til-
kynnt lögreglunni um helgina.
I innbrotunum var m.a. farið inn
í bifreiðir við Engjasel, Kambasel,
Funahöfða, Smiðjustíg, Beykihlíð,
sumarhús í Heiðmörk, í geymslur
I húss í Ljósheimum, bílskýli við
Frakkastíg, kjallara við Miklubraut
og verslun við Laugaveg.
( Húsleit var gerð í miðborginni
eftir að landi fannst í bifreið, sem
stöðvuð hafði verið í Ásunum. Við
leitina var hald iagt á 25 lítra af
landa.
Grýttu dómhúsið
Um kvöldið voru þrír aðilar færð-
ir á lögreglustöð eftir að hafa verið
stöðvaðir á Suðurlandsbraut. Hass-
pípa og hassmoli fundust í fórum
þeirra.
Þá voru afskipti höfð af þremur
stúlkum, sem tekið höfðu smásteina
úr kössum í Austurstræti og gert
sér að leik að grýta dómhúsið að
utan. Þeim tókst m.a. að brjóta eina
rúðu.
Stúlka var flutt á slysadeild eftir
að hafa slasast á veitingahúsi í
miðborginni. Þá var maður fluttur
á slysadeild eftir að hafa lamið
hendi í glerborð í deilum við eigin-
konu sína.
Á laugardag fór vatnsúðari í
fyrirtæki við Alfabakka í gang af
ókunnum ástæðum. Vatn úðaðist í
u.þ.b. hálfa klukkustund með þeim
afleiðingum að vatn flæddi um önn-
ur fyrirtæki í húsinu. Um nóttina
var kona flutt á slysadeild eftir
slagsmál við aðra konu á veitinga-
stað í Hafnarstræti. Hin var flutt
í fangageymslu.
Aðfaranótt laugardags voru um
1.500 manns í miðborginni þegar
fjölmennast var eftir að hleypt var
út af veitingahúsunum og um
2.000 manns aðfaranótt sunnu-
dags í miðborginni. Ölvun var tals-
verð. Engir unglingar fundust á
svæðinu hvorugt kvöldið, en hins
vegar fundust tvær stúlkur á vín-
veitingahúsunum, sem ekki höfðu
aldur til að vera þar.
Annars hafa unglingar lítið sem
ekkert sést á miðborgarsvæðinu að
kvöld- eða næturlagi undanfarin
misseri og er það mjög ánægjuleg
þróun frá því sem var. Sérstaklega
ber að þakka það góðum undirtekt-
um og viðbrögðum unglinganna
sjálfra og vilja foreldra til að fylgja
eftir ákvæðum um útivist.
Verktakar merki
Fulltrúar lögreglunnar á Suð-
vesturlandi ákváðu á fundi sínum í
síðustu viku að beina þeim tilmæl-
um til verktaka að þeir hugi í sum-
ar sérstaklega að merkingum vegna
verklegra framkvæmda og reynt
verði að hvetja ökumenn til að virða
þær merkingar, sem settar verða
upp.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór
FRÁ afhendingu styrksins: Frá vinstri: Eydís Valgarðsdóttir, Valgarður Einarsson, Alfreð Árna-
son, Valgerður Baldursdóttir, Hrefna Olafsdóttir, Björn Árnason og Þórhallur Ólafsson.
650 þúsund krónur til barnageðdeildar
í FRÉTT í Morgunblaðinu síðast-
liðinn laugardag, þar sem greint
var frá því að Sambíóin hefðu hald-
ið styrktarsýningu fyrir barna- og
unglingageðdeild Landspítalans,
var ranglega farið með föðurnöfn
tveggja sona Árna Samúelssonar
í myndatexta. Synir Árna eru Al-
freð og Björn, en þeir voru sagðir
Samúelssynir i myndatextanum.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Þess má jafnframt geta að
styrktarsýning Sambíóanna á nýj-
ustu kvikmynd Johns Travolta,
Michael, gaf barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans 650 þúsund
krónur í aðra hönd, sem verða
notaðar til rannsókna og fræðslu
um kynferðislegt ofbeldi. Saman-
lagt hafa því Sambíóin i samvinnu
við Valgarð Einarsson og Þórhall
Ólafsson gefið í ár 1.300.000 kr.
en styrktarsýning á myndinni
„Phenomena“ var haldin til handa
krabbameinssjúkum börnum og
söfnuðustu þá einnig 650.000 kr.
Fyrirlestur á vegum
námsbrautar í
hjúkrunarfræði
„Yið getum
gert betur“
SIGRÚN Gerða Gísladóttir, hjúkr-
unarfræðingur, MA í stjórnun,
stefnumörkun og skipuiagningu
heilbrigðisþjónustu, flytur opinn há-
skólafyrirlestur á vegum námsbraut-
ar í hjúkrunarfræði, Háskóla ís-
lands, miðvikudaginn 30. apríl kl.
17 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn
nefnist: „Við getum gert betur“.
Erindið fjallar um rannsóknir og
niðurstöður prófritgerðar höfundar
við Nuffield Institute for Health,
Háskólanum í Leeds, Englandi. Til-
gangur rannsóknarinnar er að meta
stefnumörkun í íslenskum heilbrigð-
ismálum í samanburði við Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunina „Heil-
brigði fyrir alla árið 2000“ eins og
hún er útfærð hjá Evrópudeild stofn-
unarinnar.
í rannsókninni eru greind hlutverk
löggjafarvalds og framkvæmdavalds
og samband þeirra í mótun heilbrigð-
isstefnu og ákvarðanatöku um heil-
brigðisþjónustu á íslandi. Niðurstöð-
ur greina frá nauðsyn þess að hafa
skýra heilbrigðisstefnumörkun sem
auðveldar markvissa áætlanagerð.
Tilgáta er sett fram um hvaða
viðhorf og aðstæður valda því að
núverandi heilbrigðisstefna er ekki
nýtt til að koma á marvissri
áætlanagerð. Að lokum eru kynntir
ýmsir valkostir sem gætu leitt til
skilvirkari og hagkvæmari heilbrigð-
isþjónustu fyrir alla, segir í fréttatil-
kynningu.
Valborgar-
messa í Viðey
VALBORGARMESSUHÁTÍÐ ís-
lensk-sænska félagsins verður hald-
in í Viðey miðvikudaginn 30. apríl.
Farið verður frá Sundahöfn kl. 19
stundvíslega en hápunktur kvöldsins
er Valborgarbrenna í fjörunni sem
kveikt verður í kl. 23.
Borðhald verður með hefðbundn-
um hætti og ræðumaður kvöldsins
er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Reynir Jónasson leikur á harmoniku
fyrir dansi og undir fjöldasöng. Sam-
kvæmt sænskri hefð er tendrað bál
í tilefni vorkomunnar og um leið er
haldið upp á afmæli Karls Gústavs
konungs Svía sem fæddur er 30.
apríl 1946.
Heimsókn
Charles Nieman
til Islands
HÉR á landi er nú staddur Charles
Nieman. Charles er forstöðumaður
fríkirkju í E1 Paso Texas sem heitir
Abundant Living Faith Center sem
er fríkirkja og í eru um 10.000 '
manns.
„Charles er hér í boði Frelsisins
kristilegrar miðstöðvar, Hverfisgötu
105, Reykjavík, sem heldur í tengsl-
um við komu hans ráðstefnuna Kon-
ungar og prestar dagana 29. apríl
til 1. maí. Til ráðstefnuhaldanna
hefur Frelsið fengið til samstarfs
við sig Fríkirkjuna, Veginn og Vi-
neyard Christian Fellowship sem er
kirkja Bandaríkjamanna á Keflavík-
urflugvelli. Það eru allir velkomnir
og það er ekkert ráðstefnugjald.
Ráðstefnudagskráin er eftirfar-
andi: í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20 samkoma í Frelsinu, Hverfisgötu
105, 30. apríl kl. 20 samkoma í
Fríkirkjunni Vegurinn, Smiðjuvegi
5, Kópavogi, 1. maí kl. 9.30 kennsla
allan daginn og samkoma kl. 20 um
kvöldið í Veginum. Matur og léttar
veitingar seldar á staðnum gegn
vægu verði,“ segii' í fréttatilkynn-
ingu frá Frelsinu.
Fræðslufundur
Garðyrkju-
félagsins
GARÐYRKJUFÉLAG íslands, sem
er félag áhugafólks um ræktun,
verður með allmarga fundi á næst-
unni. Á fræðslufundum Garðyrkju-
félagsins er fjallað um margvísleg
ræktunarmál, bæði ræktun tijáa og
runna, blóma og grænmetis.
Á þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30
á Hótel Sögu, A-sal verður ijallað
um alhliða ræktun í sumarbústaða-
löndum. Kristinn Þorsteinsson,
garðyrkjufræðingur, sem hefur
mikla reynslu í ræktun útivistar-
svæða, flytur erindi.
Einnig verða fræðslufundir
þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 í Safn-
aðarheimili Digraneskirkju, Kópa-
vogi, miðvikudaginn 7. maí kl. 20.30
í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Graf-
arvogi þar sem kynnt verður starf-
semi GI, Auður Sveinsdóttir, lands-
lagsarkitekt flallar um garðaskipu-
lag og Jóhann Pálsson, garðyrkju-
stjóri fjallar um gróður í ungum
görðum.
Allt áhugafólk um ræktun er vel-
komið.
Blettaskoðun í
byrjun sumars
FÉLAG íslenskra húðlækna og
Krabbameinsfélag íslands samein-
ast um þjónustu við almenning
fimmtudaginn 1. maí. Fólk sem
hefur áhyggjur af blettum á húð
getur komið á göngudeild húð- og
kynsjúkdóma að Þverholti 18 í
Reykjavík eða Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í
Reykjavík.
„Húðsjúkdómalæknir skoðar
blettina og metur hvort ástæða er
til nánari rannsókna. Skoðunin er
ókeypis. Nauðsynlegt er að panta
tíma í síma 562 1990 þriðjudaginn
29. apríl. Á Akureyri verður skoðað
hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar
og nágrennis, Glerárgötu 24. Panta
þarf tíma í síma 461 1470 á sama
tíma.
Þetta er í sjöunda sinn sem þess-
ir aðilar sameinast um blettaskoðun
í sumarbyrjun. Sums staðar erlend-
is er hliðstæð þjónusta orðin árviss
enda er reynslan af henni góð og
dæmi eru um að varhugaverðar
breytingar á húð hafi fundist
tímanlega.
Eins og kunnugt er hefur tíðni
húðkrabbameins aukist síðustu
áratugi og er það rakið til aukinna
sólbaða og notkunar ljósabekkja.
Ár hvert eru greind meira en fjöru-
tíu ný tilfelli af húðkrabbameini
hér á landi (um 20 sortuæxli og
um 25 önnur krabbamein í húð).
Mikilvægt er að fara til læknis
ef fram koma breytingar á húð
eins og blettir sem stækka, eru
óreglulega litir eða breytast, og sár
sem ekki gróa. Á flestum heilsu-
gæslustöðvum og í mörgum apó-
tekum er hægt að fá fræðslurit um
sólböð, sólvörn og húðkrabbamein.
Þá er ástæða til að benda á að
hjá Krabbameinsráðgjöfinni er
hægt að fá upplýsingar, ráðgjöf og
stuðning um flest er varðar krabba-
mein. Svarað er í síma 800 4040
kl. 15-17 virka daga,“ segir í
fréttatilkynningu.
LEIÐRÉTT
Björgvin,
ekki Bjarni
í GREIN sem birtist í Vikulokunum
á laugardaginn voru misfærslur.
Einn viðmælendanna heitir Björg-
vin, ekki Bjarni og hann var að
fara á fund með Hrefnu Haralds,
ekki Árna Haralds. Beðist er vel-
virðingar á þessurn mistökum.