Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Ég heyri sagt að þú hafir haldið tilfinninga- Kom hún fram á þeim tárunum? Nei, þau sofnuðu
þrungna ræðu yfir kviðdómendum í gær ...
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Tvö skattþrep
Frá Margréti Thoroddsen:
Á FÉLAGSFUNDI eldri borgara
8. mars sl. var m.a. samþykkt til-
laga um að skattleysismörk verði
80 þús. kr. á mánuði í samræmi
við útreikninga ASÍ. Það er óskilj-
anlegt að í kjarasamningum skuli
ekki hafa verið lögð meiri áhersla
á hækkun skattleysismarka. Þó fólk
hafí aðeins 70 þús. kr. á mánuði
fara samt nærri 5 þús. kr. af því í
skatta. Nær þetta nokkurri átt?
Þegar staðgreiðslan var tekin
upp í jan. 1988 var skattprósentan
35,2% og þótti þá í hærra lagi, en
nú er hún 41,98%. Mér er óskiljan-
legt hvers vegna má ekki hafa tvö
skattþrep, eins og tíðkaðist áður
en staðgreiðslan komst á. Skatt-
leysismörkin hafa heldur ekki fylgt
launaþróun í landinu, þótt það væri
lögfest, þegar staðgreiðslan var
sett á.
Þegar forsætisráðherra var
spurður á Alþingi um hækkun
skattleysismarka, svaraði hann því
til, að í stað þess að hækka skatt-
leysismörkin yrði upphæðin notuð
til að lækka skatta og þá sérstak-
lega jaðarskatta, því það væri for-
gangsverkefni ríkisstjórnarinnar.
En hvað gerist?
Skattprósentan á að vísu að
lækka um 1% á ári, en ekki bólar
á að jaðarskattar verði lækkaðir
nema e.t.v. á bamafólki og er ekki
vanþörf á því. Friðrik Sophusson
var spurður að því við utandag-
skrárumræðu á Alþingi hvað liði
athugun á jaðarsköttum aldraðra.
Svaraði hann því til að það væri
afar flókið mál, þar sem það snerti
almannatryggingar. Starfandi væri
nefnd á vegum heilbrigðisráðuneyt-
isins, sem hefði það hlutverk að
endurskoða lög um almannatrygg-
ingar og var að skilja að jaðaráhrif
tryggingabóta yrðu athuguð í sam-
bandi við það. Erum við því von-
dauf um að nokkuð þokist í þeim
málum á næstunni og á meðan bíða
aldraðir eftir að eftirlaun þeirra
étist upp.
Jaðaráhrifin bitna mjög hart á
öldruðum, því auk þess að greiða
41,98% skatt af tekjum umfram
skattleysismörk, skerða þær tekju-
trygginguna um 45%, svo segja má
að bróðurparturinn af þeim tekjum
fari aftur til ríkisins í formi skatta
og lækkunar á tekjutryggingu.
Nokkurrar bjartsýni gætti hjá
öldruðum, þegar stjórnvöld ákváðu
í fjárlagafrumvarpi 1995 að draga
mætti 15% frá lífeyrissjóðstekjum
70 ára og eldri áður en þær væru
skattlagðar. Sú sæla stóð samt
stutt, því ári seinna voru þessi
skattfríðindi afnumin. Olli það öldr-
uðum miklum vonbrigðum, því eft-
irlaunin eru okkar sparifé, sem nú
er skattlagt að fullu. Ég tel að um
tvennt sé að velja til að bjarga eftir-
launum okkar, annaðhvort að
skattaívilnun verði lögfest aftur eða
að skerðingarmörk tekjutryggingar
v/eftirlauna verði stórlega hækkuð,
því þau eru allof lág.
Það er sárgrætilegt, að aldraðir
skuli þurfa að standa í þessari
kjarabaráttu með réttindi sín, þegar
þeir ættu að sitja á friðarstóli. Mig
langar því að vitna í frábæran leið-
ara Morgunblaðsins frá 20. febr.
sl. um kjör aldraðra. Þar segir:
„Óhjákvæmilegt er að hlýða kalli
aldraðra og leiðrétta áhrif tekju-
tengingar á tryggingabætur. Þær
breytingar þarf að gera í samráði
við samtök aldraðra. Þeir eru nú
27 þús. talsins á landinu, þannig
að hagsmunir fjölda fólks eru i
húfi, einmitt þeirrar kynslóðar, sem
leitt hefur þjóðina úr örbirgð til ríki-
dæmis. íslendingar eiga að leggja
metnað sinn í að tryggja þessu fólki
ánægjulegt ævikvöld."
MARGRÉTTHORODDSEN,
varaformaður Landssambands aldr-
aðra og félagi í Aðgerðahópi aldraðra.
Bankastjórar, lífeyris-
þegar o.fl. í landinu
Frá Pálmari Smára Gunnarssyni:
NÚ ER ekki hægt að sitja og þegja
lengur eftir að hafa horft á fréttir
á sjónvarpsstöðvunum í kvöld.
Þar er sagt frá bruðlinu hjá ís-
lenskum stjórnarherrum og sonum.
Bankastjórarnir með sínar milljónir
í laun á mánuði fá aukasporslur
ofan á milljónirnar sínar þó svo að
allt sé greitt fyrir þá ef þeir skreppa
í ferðalag, og er þar ekki verið að
tala um neinar smáupphæðir!
Þetta geta þeir sem eiga að
stjórna landinu látið átölulaust og
þegja þunnu hljóði, en ef örorku-
og ellilífeyrisþegar þessa „velferð-
arríkis" já, innan gæsalappa, vel-
ferðarríkis. Hvar er það? Við meg-
um nú ekki hafa yfir 80.000 kr.
þá er allt skorið niður sem mögu-
legt er (er það nýtt því það var
75.000 kr.) Já, þeir háu herrar eða
á kannski að segja frúr hækkuðu
þetta um heilar 5.000 kr. Er ég
hræddur um að bankastjórunum
hefði nú ekki þótt það mikið. Nei,
við verðum að lifa yfir mánuðinn á
því sem þeir fengu í risnu eða dag-
geninga fyrir nokkurra daga ferð!
Ég veit að ég er ekki einn um að
spyrja; hvað á þetta að ganga langt?
Þeir vita að við getum ekki farið í
verkfallsátök, en við höfum kosn-
ingarétt, það mega þeir vita, þessir
háu herrar. Ef ekki verður breyting
hér á, þá er ég nokk viss um að
þessi ríkisstjórn situr ekki við völd
eftir næstu kosningar, það er vopn-
ið sem við höfum og munum beita
því óspart, það geta þeir verið viss-
ir um! Og nú er svo farið að tala
um að ekki sé lagastoð fyrir þessum
skerðingum. Þetta lagfærist strax.
PÁLMAR SMÁRI GUNNARSSON,
Hátúni lOa, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétl til að ráðst.afa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.