Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 47
| MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSIMS
j Einfeldni eða
leikaraskapur
Frá Jóni K. Guðbergssyni:
ÁFENGISFRAMLEIÐENDUR
hafa skýra áfengismálastefnu. Hún
er tiltölulega einföld eins og þeir
einstaklingar sem fylgja henni án
I* þess að fá nokkuð af gróðanum af
áfengissölunni í sinn hlut. Hins veg-
ar bera þeir kostnaðinn af tjóninu
sem hún veldur ásamt öðrum skatt-
greiðendum. Stefnan er þessi: Eng-
ar hömlur ber að leggja á áfengis-
sölu því engu máli skiptir hve dreif-
ingarstaðir eru margir eða hve lengi
þeir eru opnir. Miklu skiptir að
* halda áfengisverði í lágmarki. Lög-
aldur til áfengiskaupa á að vera sem
lægstur enda drekka börn og ungl-
| ingar hvort sem er. Áfengisauglýs-
* ingar eru bráðnauðsynlegar fyrir
freisið. Hins vegar ber að leggja
mikla áherslu á fræðslu og upplýs-
ingastarfsemi og beina slíku eink-
um að börnum og drykkjumönnum.
Það eru bestu forvarnirnar.
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar á þessu sviði
4 eru síður en svo sammála þessu.
Þeir þreytast ekki á að reyna að
| gera fólki ljóst að þessi áróður hags-
| munaseggjanna er nánast öfug-
mæli í einu og öllu. Þeir segja að
til að draga úr tjóni af völdum
áfengisneyslu sé gott að fækka
dreifingarstöðum áfengis, hafa þá
opna styttri tíma en nú tíðkast víða,
hækka bæði áfeangisverð og lög-
aldur til áfengiskaupa. Á hinn bóg-
inn segja þeir að engar sannanir
Iséu fyrir því að fræðsla eða áróðurs-
herferðir skili nokkrum árangri.
Sjálfsagt kemur fáum á óvart
að ýmsir ráðherrar trúi betur áfeng-
isframleiðendum og málpípum
þeirra en Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni. Áftur á móti þykir
ýmsum undarlegt að borgarstjórn
Reykjavíkur með borgarstjóra í far-
arbroddi skuli vera jafn aftarlega á
merinni og raun ber vitni. Varla
Iíður sá mánuður að ekki sé skýrt
| frá einhveijum undarlegum uppá-
1
:
komum í sambandi við svokallaðar
forvarnir. Ef það er ekki vímulaus
grunnskóii, þá er það vímulaust
Island árið tvö þúsund og eitthvað,
eða þá samstarf um upplýsingar til
ungra íþróttamanna.
Á sama tíma íjölgar kránum í
Reykjavík með slíkum ógnarhraða
að til fádæma má telja. Þær fara
nú að nálgast 200. Þar birtast skýr
skilaboð til æskunnar, skilaboð um
hvað fullorðnum þyki nauðsynlegt
eða af hinu góða. Áfengisauglýsing-
ar eru hengdar á strætisvagna og
í biðskýii eins og til að gera grín
að hinu háa Alþingi. Þeim er líka
komið fyrir við íþróttavelli svo að
börnin venjist þeim, enda fá íþrótta-
samtökin milljónir til forvarna.
Menn virðast hafa gleymt því að
æskufólk lifir ekki í einhverjum
annarlegum heimi. Það á heima í
þeirri veröld sem við búum því.
Hvatningar og upphrópanir, sem
fara í bága við hegðunarmynstur
fullorðinna, lætur það sem vind um
eyru þjóta.
Þeir sem tnálum skipuðu á ís-
landi fram á níunda áratuginn vissu
hvað voru raunhæfar forvarnir. Þó
að þeir hefðu aldrei augum litið
álit sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar gripu þeir til
sams konar ráðstafana og þeir
mæla nú með við aldarlok. Enda
drykkja hér minni og meðalævi
lengri en víðast hvar annars stað-
ar. Nú virðast ýmsir - því miður
ekki bara gróðapungarnir - leitast
við að brjóta niður þær varnir sem
best hafa reynst en koma fyrir dýr-
um en gagnslausum leiktjöldum í
staðinn.
Oft er talað um tvískinnung.
Gaman væri að vita hvort yfirvöld
eru svo einföld að trúa forvarnar-
kenningum áfengisframleiðenda
eða hvort allur þessi leikaraskapur
fer fram gegn betri vitund.
JÓN K. GUÐBERGSSON,
Máshólum 6.
Fyrirspurn vegna
nauðlendingar
1
i
i
i
i
i
Frá Ásgeiri Long:
UNDIRRITAÐUR æskir svara við
eftirfarandi spurningum til flug-
málayfirvalda, slökkviliðs, lögreglu
og björgunarsveita í sambandi við
nauðlendingu flugvélarinnar 22.
apríl sl.
Hvers vegna í ósköpunum var
ekki lokað fyrir umferð um Suður-
götu, að minnsta kosti milii Star-
haga og Gnitaness meðan flugvélin
var í aðflugi?
Sem fyrrverandi einkaflugmaður
er mér vel kunnugt um hve mis-
vindasamt getur verið á lokastefnu
að þessari braut í ákveðnum vind-
áttum og nauðsyn að hafa gó.ða hæð
og nægan hraða þar til komið er
yfir brautarenda. Var flugmaðurinn
varaður við þessu? Hafi annar
hreyfillinn starfað eðlilega átti hann
að geta haldið hæð og hraða á svo
létthlaðinni vél sem raun var á.
Flugstjórn hlýtur að hafa vitað
nákvæman komutíma véiarinnar og
á hvaða braut henni yrði heimiluð
lending. Þótt vél af þessari gerð
eigi að geta haldið hæð og flug-
hraða á öðrum hreyfli og flugum-
ferðarstjórar reiknað með eðlilegri
lendingu tel ég forkastanlegt að
ekki voru gerðar ráðstafanir til að
stöðva alla umferð um Suðurgötuna
meðan vélin var í aðflugi.
Við svona aðstæður ríkir spenna
í flugstjórnarklefanum og ekki hef-
ir bætt úr skák fyrir flugmennina
að sjá fljúgandi umferð fast við
brautarendann.
Þessi atburður hleypir sjálfsagt
af stað hrópunt þeirra sem vilja
völlinn burt og aldrei ætla að sjá
mikilvægi hans fyrir innanlands-
flugið í réttu ljósi. Ég vil benda á
að örfá banaslys hafa orðið við
hann og engin vegna staðsetningar
hans. Siysin hefðu orðið hvar sem
völlurinn hefði verið.
ÁSGEIR LONG,
fyriverandi einkaflugmaður.
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 47
VíRÐ FRÁKRj
Tveir loftpúðar, ABS hemlalæsivörn,
samtals 220.000 kr. eru innifalin í verðinu
RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR:
• ABS hemlalæsivörn • Útvarp/segulband
• 2. öryggisloftbúðar • Miðjustokkur
• Bilbeltastrckkjarar • Snúningshraðamælir
• Vcl 80 - 147 hestöfl • Aöalljós með 2. parabólum
• Fiat Codc þjóvavörn • Hiti í afturrúðu
• Vökvastýri • Afturrúðuþurrka mcð töf
• Samlæsingar • Rafdrifnar rúður
• l.itaðar rúður # Samlitir stuðarar
# (P P Hæðarstilling á stýri og
O ökumannssæti og m.fl.
Istraktor
SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ • SÍMI: 565 65 80
SPORT
Blað allra landsmanna!
TÖLVUSTÓLAR
HEIMILISINS
Vandaöur skrifborösstóll
á^^ethjóium.j Kr 9.950,-«
Litir: Blár, svartur,
rauður, grænn
EG Skrifstofubúnaður jt
Aimúta 20 S*tm 533 5900
I
Vandaður skrifborðsstóll
með háu fjaðrandi baki
og á parket hjólum.
Teg 235
Litir: Blár, svartur,
rauður grænn.
Kr 12.900,-ir
Ford Econoline
Club Wagon -15 manna
Ford Econoline
árgerð 1995
einn með öllu!
Útvegum einnig aðrar tegundir
- kjarni málsins!
Upplýsingar í síma 577-1177
úr stáli - 40% ódýrara en hefðbundin aðferð
Alllllllllllllllll
V #
: á foklieldu byggingarstigi
LINDABútveggjakerfið er traust og einföld byggingaraðferð
• 60-70% styttri byggingartími « Allt efni fyrirfram tilsniðið
og tilbúið á byggingarstað * Byggingar-
aðferð óháð veðurfarslegum skilyrðum.
• LINÐAíf útveggjakerfið þolir vel raka-
sveiflur * Er unnið úr umhverfisvænum
efnum * Er eldtraust (A-60 veggur) • Með frábæra hita- og hljóð-
einangrun * Samþykkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
•TRAUST
•EINFALT
•VARANLEGT
Hafiö óhikað samband
við sérfróða tœknimenn
okkar ogfáið upplýsingar
^VSTÁ
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699
^illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt*
L £
B E
IÐIR TIL
TRA LÍFS
800
i Ýmis félagasamtök
OG STOFNANIR bjðða
þér að hringja ókeypis og afla þér
upplýsinga eða fá góð ráð. Nýttu þér
þá þjónustu sem
býðst í gegnum
8oo númerin. PÓSTUR OG SlMl HF
i
i
i