Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP
Mjólkurböm
NELLY’S Café er skrifstofa kvikmyndafyrirtækisins
Bob & John Movies, í eigu Róberts Douglas og Jóns
Sæmundar Auðarsonar. Þeir hefja tökur á sinni fyrstu
bíómynd, Mjólkurbörn, í sumar. Þar sem nafn fyrir-
tækisins er á útlensku, spurði blaðamaður hvort ætl-
unin væri að heija á erlendan markað í framtíðinni.
KAPPLEIKIR
í SJÓNVARPI
Kl. 18.45 áSKY
England - Georgía (u-21)
MIÐVIKUDAGUR 30. apríl
Kl. 17.30áARD
Þýskaland - Úkrafna
Kl. 18.00 áNRK
Noregur- Finnland
Kl. 18.00 áTV3-D
Grikkland - Króatfa
Kl. 18.30 áSUPER
Þýski handboltinn
Kl. 18.45 á SKY
Ítalía - Pólland
Kl._ 18.45 á RAIUNO
Ítalía - Pólland
Kl. 19.00 áSKY
England - Georgía
LAUGARDAGUR 3. maí
Kl. 10.15 á RÚV
Leicester - Manchester United
Kl. 10.15 áSKY
Leicester - Manchester United
kl. 17.15 áRÚV
Liverpool - Tottenham
kl. 17.15 áSKY
Liverpool - Tottenham
SUNNUDAGUR 4. maí
Kl. 14.00 á Stöð 2
Juventus - Sampdoria
MÁNUDAGUR 5. maí
Kl. 14.00 áSKY
Glasgow Rangers - Motherwell
JSA: Já, í útlöndum er markaðs-
verð miklu hærra en hér. Það er
samt ekki vegna peninganna sem
við stefnum á erlendan markað, við
eigum nóg af þeim, heldur viljum
við bara að sem flestir sjái myndirn-
ar okkar.
RD: Við byrjum sem sagt á að
heimsfrumsýna í Grænlandi og
Færeyjum. Við verður að kynna
þessum þjóðum íslenska menningu.
JSA: Já, það þarf að styrkja
tengslin á milli landanna í kvik-
myndageiranum. Svo hafa þeir
alltaf orðið útundan. Heyrðu, er
kvikmyndahús á Grænlandi, veistu
það?
Spunamynd
JSA: Mjólkurbörn verður fyrsta
íslenska myndin í fullri lengd sem
tekin verður á stafrænt myndband.
RD: Hún fjallar um drauma og
líf ungs manns sem hefur áhuga á
garðyrkju, og er að finna sig í líf-
inu. Hann á kærustu sem heitir
Súsí, sem hættir með honum.
BLM: En hvað verður það við
þessa mynd sem gerir hana ólíka
öðrum íslenskum kvikmyndum?
JSA: Það er stíllinn. Hún verður
gerð undir áhrifum John Cassavet-
es. Hún verður spunnin.
RD: Við fjöllum um aðalpersón-
una á venjulegan hátt, en við fylgj-
umst með Súsí á þann hátt að hún
talar beint til áhorfenda og segir
hvað hún er að gera og pæla.
Mamma er mjög
stolt af mér
BLM: Hafið þið menntun eða
reynslu í kvikmyndagerð?
RD: Ég lærði fjölmiðlun á ír-
landi í tvö ár, og hef gert 4-5 stutt-
myndir.
JSA: Ég er búinn með tvö ár í
Myndlista- og handíðaskólanum.
Mamma er mjög stolt af mér. Ég
hef líka gert nokkrar stuttmyndir.
RD: Það er reyndar margt úr
stuttmyndunum okkar sem mun
birtast aftur í þessari mynd, og við
notum þær eins og skissublokkir.
Vanmetnir leikarar
BLM: Eruð þið búnir að fá ein-
hveija góða leikara til liðs við ykk-
ur?
RD: Já, Jón Sæmundur leikur
aðalhlutverkið, að sjálfsögðu. Að
mínu mati er hann einn af þremur
bestu leikurum íslands. Hann hefur
bara verið vanmetinn hingað til.
JSA: Ég mun vinna undir styrkri
stjórn Róberts, sem er með hlutina
á hreinu. Það er ekkert fimm
dimmalimm hér.
RD: Við erum ekki búnir að finna
stelpu í hlutverk Súsíar, en Ragn-
heiður Axel leikur Rut, sem er ann-
að stærsta kvenhlutverkið. Jón er
LIAR LIAR
FRUMSÝND Á M0RGUN
F0RSALA HAFIN
Morgunblaðið/Golli
RÓBERT Douglas og Jón Sæmundur Auðarson.
samt líka leikstjóri, þetta er fiftí,
fiftí.
JSA: Tvöföld áhætta.
ívar reddar öllu
JSA: ívar Kristjánsson er fram-
kvæmdastjóri, og hann reddar öllu.
Annars þurfum við lítið fjármagn
til að byija með. Við þurfum t.d.
ekki að kaupa okkur filmu, þar sem
myndin er tekin á stafrænt mynd-
band.
RD: Þetta eru þijú skref. Fyrst
tökum við myndina, svo reddum við
okkur klippigræjum, og síðan þarf
að gera sýningareintak í fullri
stærð. Þá fyrst þurfum við að fara
að hugsa um peninga, því það er
dýrast. Við einbeitum okkur að
hveiju skrefi fyrir sig.
JSA: Þetta verður ódýrasta bíó-
mynd sem hefur verið gerð, nema
framköllunarfyrirtækið svíki okkur
og selji okkur stækkun sýningarein-
taksins á 20 milljónir.
BLM: En hvað eru Mjólkurbörn?
RD: Fólk sem sýgur kerfið eins
og bijóstið á mömmu sinni.
BLM: Eitthvað að lokum?
JSA: Við erum ekki hræddir við
neitt. Við komum í þennan heim
allsberir og förum úr honum allsber-
ir, það sem við gerum á milli, það
er bara lífið.
Mynd Francescos
Rosis verðlaunuð
ÍTALSKA kvikmyndin „La
Tregua“, nýjasta verk Francescos
Rosis, vann sem besta mynd þegar
David di Donatello kvikmyndaverð-
laununum var úthlutað í ár. Þetta
var í 41. skipti sem þessi ítalska
verðlaunahátíð var haldin. „La
Tregua" er talin líkleg til að keppa
á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
Auk þess að vinna sem besta
mynd fékk „La Tregua" verðlaun
fyrir klippingu, og leikstjórinn
Francesco Rosi, og framleiðendurn-
ir Leo Pescarolo og Guido De Laur-
entiis voru einnig verðlaunaðir.
„La Tregua", sem er sextánda
mynd Rosis, er byggð á bók Primo
Levis og segir frá ferð höfundar
frá útrýmingarbúðum nasista til
heimkynna sinna í Iok seinni
heimsstyijaldar. Það er John Turt-
urro sem fer með hlutverk Levis
í myndinni.
V ísindaskáldsögukvikmynd
Gabriel Salvatores „Nirvana"
hlaut 12 útnefningar en fékk ein-
göngu di Donatello-verðlaunin fyr-
ir bestu hljóðrásina. „Nirvana"
verður líklega einnig meðal mynda
sem verða sýndar á Cannes í maí.
Líoílj skautar
U L T R A
W H E E L S
Opið laugardaga
kl. 10-16
Margar gerðir
og stærðir.
Mikið úrlval af
varahlutum og
hlífum.
USA
®
tíWNNP*'
Skeifunni 11, sími 588 9890