Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1. 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
l’OSTHÓLF 3040, NETFANG MBLtfVENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK,
■wm
Iðnaðarráðherra segir ísland vænlegan kost í málmvinnslu
Besta afkoma Lands-
virkjunar til þessa
HAGNAÐUR Landsvirkjunar nam
1.740 milljónum króna á síðasta ári
og er þetta besta rekstrarafkoma í
sögu fyrirtækisins. Þetta kom fram
í ársskýrslu sem lögð var fram á
ársfundi fyrirtækisins í gær.
Á samráðsfundi Landsvirkjunar,
sem haldinn var að loknum ársfund-
inum, sagði Finnur Ingólfsson iðn-
aðarráðherra, að tilkynnt hefði ver-
ið um fimmtán nýjar fjárfestingar
í málmvinnslu í Evrópu á síðustu
tólf mánuðum. Þrjú verkefni á
þessu sviði hefðu skilað sér til ís-
lands síðustu 18 mánuði. Hann seg-
ir að ekki komi til fjárfestinga á
þessu sviði í Evrópu nema ísland
sé skoðað sem vænlegur valkostur.
Á þessu ári er áætlað að veija
8.101 milljón kr. án vaxta til fjár-
festinga vegna virkjana, þar af
2.675 milljónum vegna Sultar-
tangavirkjunar, 1.383 milljónum
vegna Búrfellslínu og 1.060 milljón-
um kr. vegna Kröflu. í fyrra var
1.778 milljónum kr. varið til fjár-
festinga.
Viðræður við Statkraft um
raforkuútflutning
Á samráðsfundinum kom fram
að Landsvirkjun hefur átt viðræður
við norska fyrirtækið Statkraft um
útflutning raforku frá íslandi. Þá
hefur iðnaðarráðuneytið haft frum-
kvæði að því að efnt verður til sam-
ráðs meðal innlendra og erlendra
aðila sem sinnt hafa athugunum á
útflutningi á raforku á undanförn-
um árum.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson var
skipaður formaður stjórnar Lands-
virkjunar á ársfundi fyrirtækisins í
gær. Hann sagði að með tengingu
við raforkukerfi í Evrópu um sæ-
streng ykist öryggi raforkuafhend-
ingar á Islandi til muna. Jóhannes
Geir telur að unnt yrði að ganga
þannig frá samningum um raforku-
sölu um sæstreng að íslendingar
hefðu heimild til að skerða raforku-
afhendinguna tímabundið og nota
þá raforku sem þannig losnaði til
þess að mæta þörfum nýs orkufreks
iðnaðar meðan unnið væri að nauð-
synlegri virkjanagerð.
■ Uppstokkun/6
■ Hagnaður/16
■ Orkusamningarnir/31
Bridssigur í
norrænni
keppni
ÍSLAND vann Bikarkeppni Norður-
landa í brids í Svíþjóð um helgina.
Íslenska liðið endaði með 101 stig
og næstir komu Danir með 91 stig.
íslenska liðið var skipað Sævari Þor-
björnssyni, Sverri Ármannssyni, Sig-
urði Sverrissyni og Þorláki Jónssyni.
■ íslenskur/43
-----♦ ♦ ♦----
120 maríhú-
anaplöntur
LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald
á 120 maríhúanaplöntur síðdegis í
gær í gróðurhúsi í Hveragerði, eftir
að lögreglumaður hafði orðið var við
að þær væru í ræktun þar.
Um gróðurhús í einkaeigu var að
ræða og enn sem komið er hafa
ekki komið fram vísbendingar um
að afrakstur ræktunarinnar hafi
verið seldur utanaðkomandi aðilum.
Æfð við-
brögð við
stórslysi
NOKKUR hundruð manns tóku
þátt í björgunaræfingu á
Reykjavíkurflugvelli í gær,
þeirri stærstu sem þar hefur
farið fram. Æfð voru viðbrögð
við því að flugvél í flugtaki
rækist á rútubifreið og gert
ráð fyrir því að 75 manns lentu
í slysinu. Eldar voru kveiktir
víða um Reykjavíkurflugvöll
og ýmiskonar braki komið þar
fyrir. Um 50 „slasaðir" voru
fluttir forgangsflutningi á
sjúkrahús og hér sést þegar
verið er búa einn þeirra undir
flutning. Hallgrímur Sigurðs-
son, sem sljórnaði æfingunni
fyrir hönd Flugmálastjórnar,
segir að hún hafi í aðalatriðum
tekist vel. Margt gott hafi kom-
ið fram en einnig að slípa þurfi
ýmsa hluti frekar.
Morgunblaðið/Júlíus
„Kapphlaup“
um síldina
að hefjast
ÞAU íslensku skip, sem taka munu
þátt í „kapphlaupinu" um veiðarnar
á norsk-íslensku síldinni, munu flest
ætla að halda úr höfn fyrir miðnætti
annað kvöld þar sem þau ætla sér
að verða komin á miðin þegar veiðar
mega hefjast á miðnætti 3. maí, að-
faranótt laugardags.
Að sögn Freysteins Bjarnasonar,
útgerðarstjóra hjá Síldarvinnslunni
hf. í Neskaupstað, væri í sjálfu sér
nóg að fara út einhvern tímann á
fimmtudag þar sem ekki væri meira
en sólarhringsstím á miðin, en þar
sem fimmtudaginn bæri upp á verka-
lýðsfrídaginn 1. maí, væri óheimilt
að halda úr höfn þann dag. Menn
vildu hinsvegar vera komnir á staðinn
og lagstir yfir væna torfu þegar veið-
arnar mættu formlega heijast. Mætti
því segja að kapphlaupið um afla-
reynslu hefjist fyrr en ella.
Hlutur íslendinga í norsk-íslenska
síldarstofninum að þessu sinni er 233
þúsund tonn og ákvað sjávarútvegs-
ráðherra að veiðarnar yrðu fijálsar
upp að því marki. Búast má við þröng
á þingi á síldarmiðunum næstu daga
þar sem 64 nótaskip og 28 togarar
hafa sótt um leyfi Fiskistofu til veið-
anna.
Síldin mun vera komin inn í fær-
eysku lögsöguna. Færeyingar og
Norðmenn eru þegar byijaðir veiðar,
en síldin er átumikil, fitulítil og fer
öll í bræðslu. Veiðarnar hafa sömu-
leiðis gengið fremur treglega það sem
af er og hafa skipin verið að fá um
200 tonn á sólarhring.
SVEINN BJÖRNSSON
LISTMÁLARILÁTINN
____ EINN helsti myndlist-
armaður landsins,
Sveinn Bjömsson list-
málari, lést á Landspít-
alanum í gærkvöldi, 72
ára að aldri.
Sveinn fæddist 19.
febrúar 1925 á Skálum
á Langanesi og voru
foreldrar hans Sigur-
veig Guðrún Sveins-
dóttir húsmóðir og
Björn Sæmundsson
Brimar farandsali.
Hann lauk stýrimanns-
prófi frá Sjómanna-
skóla íslands árið 1947
og var lögreglumaður í Hafnarfirði
á árunum 1954 til 1985, yfirrann-
sóknarlögreglumaður þar frá 1965.
Sveinn Björnsson stundaði
myndlistarnám við Det kongelige
akademi í Kaupmannahöfn
'■» 1956-57. Frá því hann hélt sína
fyrstu einkasýningu árið 1954 hef-
ur hann haidið fjölda
sýninga og tekið þátt
í samsýningum, bæði
hérlendis og erlendis.
Síðasta listsýning
Sveins hefur staðið
yfir í Gerðarsafni í
Kópavogi og lauk nú
um helgina. Hún þótti
sýna að Sveinn var á
hátindi listferils síns.
Bókin Veröld þín með
ljóðum Matthíasar
Johannessen og lista-
verkum Sveins kom
út hjá forlagi Iðunnar
1989.
Kona Sveins var Sólveig Er-
lendsdóttir húsmóðir en hún lést
árið 1982. Börn þeirra eru Erlend-
ur kvikmyndagerðarmaður, Sveinn
Magnús læknir og Þórður Heirnir
lögfræðingur. Birgitta Engilberts
hefur verið lífsförunautur Sveins
hin síðari ár.
Kvartað yfir samræmdu prófi í stærðfræði
Dæmi um grátandi
nemendur í lok prófsins
KVARTAÐ var við Rann-
sóknastofnun uppeldis- og
menntamála vegna samræmda
prófsins í stærðfræði sem fram
fór í grunnskólum landsins í
gær. Prófið þótti of langt og
komust nemendur í tíma-
þröng. Dæmi er um að þegar
próftíma lauk hafi 60% nem-
enda enn setið yfir úrlausn-
unum og dæmi er um að nem-
endur hafi verið grátandi við
prófborðin.
„Við höfum það sem fasta
starfsreglu að taka allar at-
hugasemdir alvarlega og það
verður gert, sagði Einar Guð-
mundsson, deildarstjóri prófa-
deildar Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála.
„Spurningin er hversu al-
mennt þetta hefur verið. I
svona stórum hópi eru sumir
óánægðir en aðrir ánægðir.
Það er auðvitað ekki ætlunin
að hafa próftímann of skamm-
an. Það var okkar fyrsta verk
þegar við tókum við þessu
verkefni á sínum tíma að
lengja próftímann þannig að
öruggt væri að nemendur
hefðu nægan tíma til að leysa
verkefnið," sagði Einar.
Jóhanna Axelsdóttir, stærð-
fræðikennari í Víðistaðaskóla,
sagði að þar hefði þurft að
biðja 60% nemenda að fara úr
prófstofunni kl. 12 þegar próf-
tímanum lauk en prófið hófst
kl. 9. „Það er ófyrirgefanlegt
að prófið skuli vera svo langt
að nemendur fái ekki lokið við
það,“ sagði hún. Ekki væri nóg
með að nemendur neyddust til
að skilja eftir dæmi sem þeir
kæmust ekki yfir heldur væru
þeir löngu áður búnir að gera
sér grein fyrir tímaþrönginni
með þeim afleiðingum að þeir
færu að gera ýmsar villur.
„Það var mikill fjöldi nemenda
okkar sem grét í orðsins
fyllstu merkingu að prófi
loknu,“ sagði Jóhanna.