Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 1
88 SIÐUR B/C
11
STOFNAÐ 1913
103. TBL. 85. ARG.
LAUGARDAGUR 10. MAI 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mektardaga
sovéska hers-
ins minnst
5.000 rússnesk liðsforingjaefni
gengu með sovéska fána á her-
sýningu á Rauða torginu i
Moskvu í gær þegar Rússar
minntust sigursins á þýskum nas-
istum í síðari heimsstyrjöldinni.
„Hersýningin á Rauða torginu
á sigurdeginum er tákn um holl-
ustu rússneskra hermanna við
hefðir hetjanna í föðurlandsstríð-
inu mikla,“ sagði Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, þegar hann
ávarpaði hermenn, gamlar stríðs-
hetjur og fleiri gesti á torginu.
„Það er heilög skylda rússneska
hersins að varðveita og efla þess-
ar hefðir."
Fyrrverandi hermenn, sem
börðust í stríðinu, klæddust sov-
éskum herbúningum á sýning-
unni, prýddir orðum sem þeir
voru sæmdir fyrir þjónustu við
sovéska herinn. Hermenn sem
fóru fyrir fylkingunum á sýning-
unni héldu á sovéskum borðum
með vígorðum frá stríðinu.
Að minnsta kosti 15.000 manns
tóku einnig þátt í göngu á vegum
kommúnista í miðborg Moskvu og
mótmæltu áformum um að þjóðir,
sem sovéski herinn frelsaði úr
höndum þýskra nasista, fengju
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
„Evrópuþjóðirnar standa í ævar-
andi þakkarskuld við Sovétríkin,"
sagði Vasilí Golubev, 85 ára Rússi
sem var sæmdur orðu fyrir hetju-
lega framgöngu í orrustunni um
Leníngrad, sem heitir nú Péturs-
borg.
Reuter
Háttsettur bandariskur embættismaður
Gegn, hagsmun-
um Islands að
hefja hvalveiðar
MARSHALL P. Adair, varaaðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að bandarísk stjómvöld teldu að
það þjónaði ekki hagsmunum íslands
að hefja aftur hvalveiðar. Efnahags-
lega væru Islendingar mun ber-
skjaldaðri en Norðmenn þar sem ol-
ía væri uppistaðan í utanríkisverslun
þeirra síðamefndu.
„Já, ég geri ráð fyrir því að við
munum ræða um hvalveiðar við ís-
lenska ráðamenn. Ég geri mér grein
fyrir því að þessi mál hafa stundum
snert snöggan blett í samskiptum
okkar og einnig í samskiptum ykkar
við önnur ríki,“ sagði Adair.
,Að okkar mati var það rétt
ákvörðun af hálfu Islendinga að
hætta hvalveiðum í atvinnuskyni og
við vonum að Island gangi aftur til
liðs við Alþjóðahvalveiðiráðið og noti
þann vettvang til að takast á við
þessi mál á uppbyggjandi hátt.“
Adair sagði að Bandaríkjamenn
gerðu sér grein fyrir því að hvalveið-
ar væra mikilvægt mál í augum Is-
lendinga. „En við teljum það ekki
þjóna hagsmunum Islands að hefja
aftur hvalveiðar," sagði hann. „AÚt
er breytingum undirorpið og á al-
þjóðavísu hefur afstaða til hvalveiða
breyst, sem jafngildir því að hval-
veiðar í atvinnuskyni era ekki jafn-
vænlegar og þær voru. Það er kalt
mat mitt að ákvörðun um að hefja
aftur hvalveiðar gæti haft áhrif á af-
stöðu annarra ríkja og þjóða til ís-
lands, a.m.k. til skamms tíma. Það
gæti skipt sköpum fyrir viðskipta-
hagsmuni þjóðarinnar. Ég er ekki að
taka afstöðu til þess hvort veiðar séu
réttlætanlegar eða ekki, um það era
skiptar skoðanir, en við eram þeirr-
ar skoðunar að mikilvægt sé að taka
á málinu af raunsæi."
Því hefur verið haldið fram að sú
ákvörðun Norðmanna að hefja aftur
veiðar hafi ekki bitnað á þeim og
ekki hafi dregið úr útflutningi
norskra sjávarafurða.
„Við eram ekki sammála Norð-
mönnum um lögmæti vísindaveiða
og málið er stöðugt til umfjöllunar í
gagnkvæmum viðræðum okkar. Þótt
afleiðingar vísindaveiðanna kunni að
hafa reynst minni en ætla mátti
myndi dæmið hugsanlega líta allt
öðravísi út ef um hvalveiðar í at-
vinnuskyni væri að ræða. Og ég held
að íslendingar séu miklu berskjald-
aðri en Norðmenn þar sem olía er
uppistaðan í utanríkisverslun þeirra
síðarnefndu,“ sagði Adair.
■ NATO verður/22
Reuter
Mobutu og Kabíla
til viðræðna á ný
Vangaveltur um að forsetinn muni ekki snúa aftur til Zaire
Genf, Libreville. Reuter.
MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, og Laurent Kabila, leiðtogi upp-
reisnarmanna, féllust í gær á að ræðast við í suður-afrísku herskipi á
miðvikudag fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Búist var við að
Mobutu flygi brott frá Gabon af fundi leiðtoga Mið-Afríkuríkja í gær,
en vél hans stóð kyrr á flugbrautinni og haft var eftir stjórnarerind-
rekum að hann mundi halda kyrru fyrir í Libreville í nótt.
Krydd í
tilveru Karls
KARL Bretaprins hitti bresku
popphljómsveitina „The Spice
Girls“ við konunglega tónleika
til söfnunar í sjóð prinsins í
Óperuhúsinu í Manchester á
Englandi í gærkvöldi. Tilefnið
var að sjóðurinn var stofnaður
fyrir 21 ári. Viðstöddum þótti
mikið til koma þegar prinsinn
ávarpaði stúlkurnar fimm í
hljómsveitinni með gælunöfn-
um þeirra áður en þær kysstu
hann á kinnina. Þær voru
ófeimnar við Karl og veittist
þeim auðvelt að fá hann til að
roðna, sérstaklega þegar ein
þeirra sagði að hann væri sér-
lega kynþokkafullur.
Dæmdur fyrir að
birta dagbækur
Reuter.
T0GER Seidenfaden, ritstjóri
danska blaðsins Politiken, var í gær
dæmdur í tuttugu daga fangelsisvist
fyrir að hafa birt dagbækur Ritt
Bjerregaard, sem situr í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins,
án samþykkis hennar, og er dómur-
inn skilorðsbundinn. Seidenfaden
var hins vegar ekki dæmdur til að
greiða sekt, og kemur það dönskum
lagasérfræðingum á óvart. Hyggst
ritstjórinn áfrýja dóminum.
Politiken hafði fengið birtingarrétt
á kafla úr dagbókunum, sem átti að
gefa út, en þegar hætt var við útgáf-
una á síðustu stundu, vegna óvar-
legra ummæla Bjerregaard um
ýmsa evrópska stjórnmálamenn,
ákvað ritstjó'n blaðsins að prenta
bókina í heild sinni sem aukablað
með Poiitiken. Kvaðst Seidenfaden
hafa haft til þess „þögult samþykki"
Bjerregaard.
Því neitaði hún og höfðaði ásamt
útgefanda sínum, Aschehoug, mál á
hendur Seidenfaden, þar sem krafist
var hálfs árs fangelsisvistar hið
minnsta fyrir brot á höfundarrétti.
Þá hefur Bjerregaard höfðað einka-
mál á hendur Seidenfaden og krefur
hann um 6,5 milljónir danskra ki'óna,
um 70 milljónir ísl. kr., í bætur fyr-
ir brot á útgáfurétti. Það mál hefur
enn ekki verið tekið fyrir.
Sögusagnir um að Mobutu hygð-
ist ekki snúa aftur til Kinshasa
fengu byr undir báða vængi þegar
hann hélt ekki á brott frá Gabon,
en sonur forsetans og talsmaður,
Nzanga Mobutu, hélt því fram að
hann færi heim í dag. Haft var eft-
ir heimildarmönnum innan Sa-
meinuðu þjóðanna að Frakkar
hefðu samþykkt að veita Mobutu
hæli, en frönsk stjórnvöld vildu
engin svör gefa um málið.
Thabo Mbeki, varaforseti Suður-
Afríku, kom til Gabon í gærkvöld
til að ræða við Mobutu, en fyrr í
gær ræddi hann við Kabila í Lu-
bumbashi í suðausturhluta Zaire.
Engar tryggingar
Hvorki Mobutu né Kabila gáfu
neinar tryggingar fyrir því að
fundurinn mundi eiga sér stað, en
fyrri fundur þeirra bar engan
árangur.
Mobutu ræddi á fimmtudag við
fimm Afríkuleiðtoga í Gabon. Að
loknum viðræðunum var gefið út
skjal þar sem Mobutu hvatti her
Zaire til að undirbúa kosningar.
Einnig var tekið fram að Mobutu,
sem er með ristilkrabbamein, væri
of veikur til að sækjast eftir kjöri
sjálfur. í skjalinu var hins vegar
hvergi minnst á Kabila, né að
Mobutu mundi segja af sér og
leyfa bráðabirgðastjórn eins og
uppreisnarleiðtoginn hefur kraf-
ist.
Mobutu rændi völdum árið 1965
og hefur setið síðan. Árið 1990 lof-
aði hann að haldnar yrðu kosning-
ar. Það er hins vegar fyrst nú að
hann hyggst efna loforðið, þegar
skæruliðar hafa lagt undir sig þrjá
fjórðu hluta landsins.
Sameinuðu þjóðirnar sökuðu
skæruliða í gær um að koma í veg
fyrir að sérfræðingar samtakanna
rannsökuðu ásakanir um að framið
hefði verið fjöldamorð á flótta-
mönnum Tútsa frá Rúanda í Zaire.
Hútúar eru í meirihluta hjá skæru-
liðum. Sameinuðu þjóðirnar
ákváðu að hefja rannsókn eftir að
vitnisburður kom fram um að
skæruliðar hefðu myrt 50 þúsund
manns.