Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ólögleg þátttaka sjó-
manna í kvótakaupum
Gefur
rétttil
verkfalls
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að ef sjómenn
séu látnir taka þátt í kvótakaupum
á skjön við kjarasamninga og lög
séu þeir sjálfir óbundnir af því að
efna ákvæði samninga. Stjómar-
andstæðingar á Alþingi túlkuðu
svar hans sem að sjómönnum væri
heimilt að boða til verkfalls ef
gengið væri á rétt þeirra á þennan
hátt. Þetta kom fram í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í gær.
Sighvatur Björgvinsson, þing-
flokki jafnaðarmanna, var upp-
hafsmaður umræðunnar. Hann
sakaði forystumenn Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna um
að hvetja félagsmenn til að ganga
gegn dómsniðurstöðu Félagsdóms
um kvótakaup sjómanna. Vísaði
hann í því sambandi til greinar
Jónasar Haraldssonar, lögmanns
LÍÚ í fréttabréfi samtakanna, þar
sem Sighvatur sagði að fram
kæmu leiðbeiningar um hvemig
væri hægt að komast framhjá
dómnum.
Kristinn H. Gunnarsson, Al-
þýðubandalagi, sagði að besta leið-
in til að koma í veg fyrir þátttöku
sjómanna í kvótakaupum væri að
draga úr framsali veiðiheimilda.
Hann sagði einnig að ef veiðileyfa-
gjaldi væri komið á mætti búast
við því að sjómenn yrðu einnig látn-
ir taka þátt í að greiða það og
þannig ykist vandinn enn.
---» ♦ ♦--
Hljómar vel
í göngunum
KARLAKÓR Reykjavíkur próf-
aði hljómburðinn í Vestfjarða-
göngunum þegar hann var á ferð
um norðanverða Vestfirði í gær
og sagði Friðrik S. Kristinsson
stjórnandi að hann væri feikn
góður. Kórinn söng víða og kom
m.a. að Gerðhömrum þar sem
stofnandi kórsins, Sigurður
Þórðarson, var fæddur.
Ríó tríó dæmt til bótagreiðslu í Hæstaréttí
Leikkona fær bætur
vegna samningsrofs
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík-
ur og dæmdi félagana í Ríó tríói
til þess að greiða Ólafíu Hrönn
Jónsdóttur leikkonu 390 þúsund
króna skaðabætur með dráttar-
vöxtum frá því í apríl 1995, auk
150 þús. kr. í málskostnað fyrir
uppsögn á samningi sem þau höfðu
gert um að Ólafía Hrönn kæmi
fram í skemmtidagskrá Ríó tríós-
ins á Hótel Sögu veturinn 1995.
Samningur hafði verið gerður
milli tríósins og hótelsins um
skemmtidagskrá frá 18. febrúar
til 13. maí með möguleika á fram-
lengingu og lauk sýningum 31.
maí. Eftir að Ólafía Hrönn hafði
tekið þátt í tveimur sýningum var
henni tilkynnt 9. mars að ákveðið
hefði verið að hún yrði ekki leng-
ur með.
Af hálfu tríósins var haldið fram
að uppsögnin hefði byggst á því
að nauðsynlegt hefði reynst að
hefla sýninguna fýrr um kvöldið
en áætlað hafði verið, eða á sama
tíma og Ólafía Hrönn var að leika
í Þjóðleikhúsinu í leikritinu Taktu
lagið Lóa.
Leikkonan krafðist bóta og taldi
sig hafa samið um þátttöku í dag-
skránni allan umsaminn tíma og
að fýrirfram hefði verið vitað um
leik hennar í Þjóðleikhúsinu og
hefði stjómandi sýningarinnar á
Sögu m.a. fengið sýningum Þjóð-
leikhússins flýtt um hálftíma
vegna þátttöku Ólafíu Hrannar í
sýningu Ríó tríósins.
Ólögmæt slit samnings
Héraðsdómur féllst á kröfu
Ólafíu Hrannar og Hæstiréttur
staðfesti dóm Héraðsdóms í gær.
í dóminum segir að tríóið hafi
ekki sannað þá staðhæfingu sína
að samningur þess við Ólafíu
Hrönn hafi einungis verið til
reynslu eða að heimilt væri að
slíta honum með tilteknum fyrir-
vara.
Telur Hæstiréttur að leggja
verði til grundvallar að leikkonan
hafi mátt gera ráð fyrir að taka
þátt í dagskránni til maíloka og
því hafi tríóið með ólögmætum
hætti slitið samningi sínum við
hana. Niðurstaða héraðsdómara
um 390 þús. króna skaðabætur
var staðfest en auk þess voru Óiaf-
íu Hrönn Jónsdóttur dæmdar 150
þús. kr._ í málskostnað úr hendi
þeirra Ágústs Atlasonar, Helga
Péturssonar og Ólafs Þórðarson-
ar, meðlima Ríó tríós.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Tugir heimila og fyrirtækja í Keflavík símasambandslausir
Undanþágu fyrir Good
Moming America synjað
Á FJÓRÐA tug heimila og tugir
fyrirtækja í Keflavík, þar á meðal
hótelið þar og fiskvinnslur, hafa
verið símasambandslausir frá því
um miðjan dag á fimmtudag eftir
að símastrengur slitnaði við jarð-
vegsframkvæmdir. Ekki hefur
fengist undanþága hjá verkfalls-
nefnd Rafiðnaðarsambands ís-
lands og Félags símsmiða til við-
gerða.
Á meðal annarra fyrirtækja sem
eru símasambandslaus er versl-
unarmiðstöð í Hafnarfirði eftir
skemmdarverk sem unnið var á
símatengingum, auk nokkurra
staða til viðbótar.
Hætta hugsanlega við
Verkfallsnefndin hefur heimilað
undanþágur fyrir ýmsar stofnanir
og einstaklinga, þar á meðal sím-
kerfi Sjúkrahúss Reykjavíkur og
hjúkrunarfræðing á Borgarfirði
eystra.
Beiðni um undanþágu vegna
beinnar útsendingar bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar ABC sem
stefnt var að í næstu viku var hins
vegar synjað, en stöðin ætlaði að
senda út hinn vinsæla þátt Good
Moming America frá Bláa lóninu
og Reykjavík.
Hrefna Ingólfsdóttir blaðafull-
trúi Pósts og síma segir að fyrir-
tækið muni að sjálfsögðu annast
miðlun á efni þáttarins til áhorf-
enda í Bandaríkjunum ef verkfallið
leysist tímanlega, en forráðamenn
ABC séu annars vegar að kanna
möguleika á að flytja búnað hingað
til lands sem geri kleift að senda
þáttinn út án milligöngu P&S og
hins vegar að hætta við komuna
hingað til lands.
Útsending fyrir
milljarð
„Póstur og sími myndi undir
eðlilegum kringumstæðum taka
við merkjum frá þáttargerðar-
mönnum og senda áfram upp í
gervihnött en haldi verkfallið
áfram er möguleiki á að tvær
gervihnattastöðvar verði fluttar
hingað á vegum ABC, önnur til
sendingar og hin til móttöku.
Hætti þeir aftur á móti við að
koma verður P&S ekki fyrir neinu
fjárhagslegu tapi, en öðru máli
gegnir um landkynninguna sem
þátturinn hefði í för með sér,“ seg-
ir hún.
Fyrirhuguð útsending Good
Moming America er tveggja tíma
löng og þykir hafa mikið landkynn-
ingargildi. Norðmenn hafa metið
verðmæti samsvarandi útsending-
ar frá Noregi á um einn milljarð
íslenskra króna.
Hrefna segir verkfallið hafa
haft víðtæk áhrif og þar vegi
þyngst óþægindi fyrir símnotend-
ur. Til dæmis hafi myndast langir
biðlistar eftir flutningi á síma og
einnig hafi símar i heimahúsum
bilað sem ekki sé gert við. Hins
vegar hafí ekki komið upp alvar-
legar bilanir sem valdi vanda, að
biluninni í Keflavík undanskilinni.
Vandi að
reikna út
hækkun
bóta
HÆKKUN'á bótum almanna-
trygginga í samræmi við launa-
breytingar á vinnumarkaði er
í undirbúningi, en að sögn Þór-
is Haraldssonar, aðstoðar-
manns heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra liggur ekki
ljóst fyrir hvenær málið verður
afgreitt frá ríkisstjórninni.
Hann segir að verið sé að gera
útreikninga á þeim kjarasamn-
ingum sem þegar hafa verið
gerðir og reyna að heimfæra
breytingarnar inn í almanna-
tryggingakerfið, en það sé hins
vegar ekki auðvelt.
„Það eru mörg atriði í þessum
samningum sem passa alls ekki
inn í greiðslukerfi almanna-
trygginga, t.d. að færa laun nær
töxtum, vinnutímasamningar
o.s.frv. Þetta er metið til launa-
hækkana, en það er hins vegar
spuming hvemig hægt er að
meta þetta inn í almannatrygg-
ingakerfið," sagði Þórir.
Væntanlegar hækkanir á
greiðslum almannatrygginga
verða, að sögn Þóris, afturvirk-
ar frá þeim tíma sem nýir
kjarasamningar gilda.
Hættað
sjónvarpa á
breiðbandi
PÓSTUR og sími hætti í gær-
kvöldi dreifingu efnis Stöðvar
2 og Sýnar á breiðbandinu, en
þá rann tímabil áskriftar að
sjónvarpsrásunum út. Eitthvað
var um að áskrifendur, sem
voru tengdir breiðbandinu,
væm ekki búnir að fá sér loft-
net til að taka við hefðbundnum
útsendingum og sætu því við
myndlausan sjónvarpsskjá.
Hannes Jóhannsson, tækni-
stjóri Stöðvar 2, segir að aug-
lýst hafí verið að breiðbands-
sendingum yrði hætt og bréf
send til þeirra, sem búi á svæð-
um þar sem breiðbandið sé
tengt. Margir hafí snúið sér til
fyrirtækisins og fengið loftnet
til að ná hefðbundnum útsend-
ingum.
Gengfu þvert
fyrir flugvél
TVEIR ölvaðir menn voru
handteknir í gærmorgun fyrir
að ganga þvert yfir flugbraut
á Reykjavíkurflugvelli. Menn-
irnir gengu þvert á stefnu
flugvélar frá Islandsflugi sem
var að undirbúa flugtak, en
starfsmenn í flugturni náðu
að stöðva vélina.
Mennimir fóru inn á völlinn
um hlið aftan við Hótel Loft-
leiðir. Að sögn starfsmanns
flugstjómar ætluðu þeir að
stytta sér leið að innanlands-
deild Flugleiða. Við hliðið er
skilti þar sem öll óviðkomandi
umferð um flugvöllinn er
bönnuð. Mikil hætta stafar af
fótgangendum á flugbrautum
og segir starfsmaður flug-
stjórnar að þetta sé ekki í
fyrsta sinn sem þetta gerist.
MEÐ Morgunblaðinu í dag er
dreift 24 síðna blaðauka um
húsið og garðinn, sem fylg'r
sunnudagsútgáfu Morgun-
blaðsins.