Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALTU fast um gloríuna Örn minn, það er aldrei að vita nema mér takist líka að slá „holy one“ . . . Fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar lokið Morgunblaðið/Kristinn MIKIÐ verk er fyrir höndum næstu vikurnar hjá sjálfboðaliðum og starfsmönnum Hjálparstofnunar kirkjunnar við pökkun og hér eru Ásta Benny (fjær) og Brynja Pétursdóttir að verki. Fyrstu gámarnir til Angóla í næstu viku vegna flutninga og margháttaða Líkams- leifar í Reykja- víkurhöfn LÍKAMSLEIFAR fundust í Reykjavíkurhöfn um miðjan dag í fyrradag ásamt hluta af fatnaði. Málið er í rannsókn. Kafarar sem leitað hafa í Reykjavíkurhöfn að Ottó Sveinssyni, fertugum Akur- esingi sem seinast sást til aðf- ararnótt mánudagsins 28. apríl, fundu líkamsleifarnar í höfninni. Þær voru fremur illa út- leiknar og er verið að rannsaka hvort að verið geti að um lík Ottós sé að ræða, en það er ekki talið útilokað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar og meðal annars á að kanna svæðið betur, en aðstæður þykja ekki góðar í höfninni. NÁLEGA 100 tonn söfnuðust í fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar en skipulagðri mót- töku er nú lokið. Fyrstu tveir gámarnir, sem fara eiga til An- góla, verða sendir af stað í næstu viku. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, segir fötin nýleg og góð eins og í fyrri fatasöfnunum hér- lendis og áætlar að safnast hafi í um fímmtán 20 feta gáma. Föt- in eru sem fyrr flokkuð en pakk- að betur saman en áður. Eru þau pressuð og síðan sett í kassa og vegur hver gámur kringum 6 tonn. Auk starfsmanna Hjálpar- stofnunar hafa fengist sjálfboð- aliðar til aðstoðar við pökkun og fólk af atvinnuleysisskrá. Kostnaður við söfnunina er nokkuð á aðra milljón króna, húsaleiga, gámaleiga, umbúðir og flutningskostnaður frá land- inu, en að sögn Jónasar hafa Samskip veitt mjög góð kjör aðstoð. Einnig hefur Húsasmiðj- an lánað starfsmann og lyftara og SPRON lagði fram skerf vegna auglýsinga. Mikil vinna við pökkun Framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar segir að mikil vinna sé framundan við pökkun og frá- gang og að liðveisla fleiri sjálf- boðaliða væri vel þegin. Fötunum var safnað á nokkrum stöðum á landinu. Fatnaðurinn fer til An- góla, Bosníu, Tjetsjeníu og ef til vill annarra landa í Afríku. Eins og áður tekur Hjálparstofnun kirkjunnar við fatnaði árið um kring þótt þessari skipulögðu söfnun sé nú lokið. Þá hefur safnast nokkuð á þriðju milljón króna í vorsöfnun Hjálparstofnunar en í apríl voru sendir um 56 þúsund gíróseðlar til landsmanna. Um tvö þúsund manns hafa lagt stofnuninni Iið og sagði Jónas Þórisson að fram- lög væru enn að berast. Málþing kvenfélagakvenna á Húsavík Kvenfélögin verma samfélagið Katrín Eymundsdóttir MÁLÞINGI, sem Kvenfélag Húsa- víkur gengst fyrir undir yfirskriftinni Kven- félögin á 21. öldinni, lýkur á Hótel Húsavík í dag. Þar sitja um 130 konur víðs vegar að af landinu. Katrín Eymundsdóttir, for- maður Kvenfélags Húsa- víkur, bauð til málþingsins og ætlar þar m.a. að mæla fyrir stofnun öflugs sjóðs kvenfélagakvenna til þess að styðja við líknarmál, landgræðslumál og menntamál í landinu. - Eru kvenfélögin tímaskekkja á jafnréttis- tímum? „Nei, nei. Konur og kari- ar eru mismunandi og ég held að það sé alröng hugs- un að þau eigi alltaf að blandast saman í félögum. Við störfum saman í mörgum fé- lögum, í sveitarstjórnum og á þingi en við höfum líka gott af því að vera ein og sér.“ - Hvað einkennir þessar 20 þúsuncl konur í landinu sem eru í kvenfélögum á íslandi? „Það hefur einkennt starf kven- félaganna mikil fórnfýsi og vinnu- semi. Kvenfélögin eru eins og ein keðja í kringum allt Iandið - í öllum bæjum og hreppum - og þau hafa sinnt samfélaginu gríð- arlega mikið allt frá því á 19. öld- inni að þau áttu þátt í koma af stað Landspítala, impra á mikil- vægi háskóla, kenna konum hrein- læti og allt mögulegt fleira. Hvert félag hefur verið stór hlekkur í sínu samfélagi. Það einkennir kvenfélögin að innan þeirra finnur þú allar stéttir; ungar konur, mið- aldra konur, gamlar konur mennt- aðar konur, verkakonur." - Eru kvenfélögin fyrst og fremst virk á landsbyggðinni? „Nei, það mikill íjöldi starfandi í Reykjavík. Það eru t.d. kvenfélög við kirkjurnar, verkakvennafélög, kvenfélög innan stjórnmálaflokk- anna og kvenfélag háskóla- kvenna. Það er þverskurður af íslenskum konum innan kvenfé- laganna." - Kvenfélögin áttu þátt í að koma í framkvæmd miklum framfaramálum á þessari öld og þeirri síðustu. Hvert verður verk- efni þeirra í framtíðinni? „Hlutverkið hefur verið mjög líkt í gegnum áratugina. Við höf- um starfað mikið að líknarmálum og menningarmálum. Eins og ég sé framtíðina getum við skipt starfinu í þrennt. Við munum halda áfram að starfa að líknar- málum. Við getum orðið mjög öflugar í baráttunni gegn fíkniefn- um ef við tökum höndum saman. Við getum líka lyft grettistaki í gróðurfarsmálum, uppgræðslu og við getum líka haldið áfram að mennta okkar konur. Ef þú kennir einni konu að lesa þá kennir þú þjóðinni að lesa, er sagt.“ - Þið ætlið að fara að stofna sjóð. Hvernig verður hann uppbyggður og til hvers er hann stofnaður? „Hann er þannig hugsaður að hver kona setji 100 krónur í sjóð á mánuði. Ef allar konur innan Kvenfélagasambandsins verða með gerir það 2 milljónir á mán- uði eða 24 milljónir króna á ári. Tillagan var sú að við gefum hluta af þessum sjóði um aldamót og höldum svo áfram að safna til 2010. Þá gerum við tvennt; sýnum fordæmi í því að það er hægt að safna til framtíðar án þess að snerta peningana og árið 2010 verður sjóðurinn kominn í 500 ► Katrín Eymundsdóttir er fædd 1942 í Reykjavík og þar ólst hún upp og lauk gagn- fræðaprófi. Hún fluttist til Húsavíkur 1966 og hefur búið þar síðan. Katrín rekur gisti- heimilið Kötukot. Auk þess að vera formaður Kvenfélags Húsavíkur hefur hún tekið þátt í sveitarstjórnarmálum og er forseti bæjarstjórnar Húsavík- ur. Eiginmaður hennar er Gísli Gunnar Auðunsson læknir. Þau eiga 3 börn og 6 barnabörn. milljónir. Þá verður þetta sjálfbær sjóður með um það bil 30 m.kr. í vexti á ári.“ - Hvernig verður fénu varið? „Það mætti skipta upphæðinni í þrennt. Einn þriðji færi alltaf til líknarmála, einn þriðji til upp- græðslu eða landgræðslu og einn þriðji til mennta- og menningar- mála. Þótt við fáum ekki nema helm- inginn af kvenfélagskonum, eða 10 þúsund konur, fáum við samt 15 miiljónir króna á ári. Þetta er miklir peningar sem mundu renna út í samfélagið. Þetta eru litlar upphæðir en þetta er svo gríðar- legt afl af því að við erum svo fjölmennar, margt smátt gerir eitt stórt.“ - Hvert er tilefni málþingsins? „Tiiefnið er aðallega að skoða framtíðina. í dag [föstudag] lítum við til fortíðar og fáum viðhorf tveggja ungra einstaklinga til þess hveijum augum þau líta kvenfé- lögin í nútímanum. Á morgun fáum við til okkar fjóra fyrirlesara sem ætla að spá í framtíðina. Þau eru Hansína B. Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri, Páll Skúlason, ný- kjörinn rektor háskólans, Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur og Katrín Fjeldsted læknir. Þau ætla að horfa framan í nýja öld hvert á sinn máta og út frá því munum við reyna að þróa okkar félög áfram. Þau lifa ekki nema ungar konur komi inn og haldi starfinu áfram. Já, þetta er metnaðarfullt verk- efni hjá svona litlu félagi, við erum 87 skráðar félagskonur, en það sem rekur okkur í þetta er að félagið okkar varð 100 ára árið 1995. Þá fórum við að hugsa: hver verður framtíð félagsins? Lif- ir það aðra öld? Því fylgir ábyrgð að vera með gamalt oggróið félag í höndunum. Við viljum halda starfinu áfram aðra öld. Það sagði góður maður að Kvenfélag Húsa- víkur væri Húsavík eins og Golf- straumurinn íslandi. Ég held að kvenfélögin hafi verið þannig í kringum landið. Þau hafa vermt samfélagið." Kvenfélagið er Golf- straumur Húsavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.