Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Asdís Halla í formanns-
framboð hjá SUS
ÁSDÍS Halla Braga-
dóttir, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra,
hefur ákveðið að gefa
kost á sér til for-
mennsku í Sambandi
ungra sjálfstæðis-
manna. Ásdís Halla er
28 ára stjórnmála-
fræðingur og situr í
stjóm SUS. Hún er
fyrsta konan sem gef-
ur kost á sér til for-
mennsku í 67 ára sögu
þessara samtaka.
Kosinn verður nýr
formaður á SUS-þingi
um miðjan september en þá mun
Guðlaugur Þ. Þórðarson láta af
formennsku. Aðrir en Ásdís Halla
hafa ekki gefið kost á sér.
„Samband ungra sjálfstæðis-
MAÐUR hrapaði í hlíðum Esju
snemma á fimmtudagsmorgun og
er talið að hann hafi hryggbrotnað
auk þess að hljóta áverka á læri.
Hann var þar á ferð ásamt félaga
sínum sem sótti hjálp, en nokkum
tíma tók að fínna hinn slasaða.
Laust eftir klukkan níu á fimmtu-
dagsmorgun kom maður að Mógilsá
ogtiikynnti að félagi sinn hefði hrap-
manna eru stærstu
pólitísku samtök ungs
fólks á Íslandi. Þetta
er mjög öflug hreyfíng
sem ég hef áhuga á
að leggja lið og það
em fjölmörg mál sem
ég hef áhuga á að
vinna að innan SUS,“
sagði Ásdís Halla við
Morgunblaðið í gær.
„Ég finn að grundvall-
arhugmyndafræði
flokksins samræmist
mjög vel þeirri lífssýn
sem ungt fólk aðhyll-
ist. Þessi kynslóð sem
er á SUS-aldri er fyrst og fremst
fijálslynd og ábyrg. Hún gerir þær
kröfur að þessi grundvallargildi
endurspeglist í stjórnmálum.
Ég tel eitt mikilvægasta hlut-
að í hlíðum íj'allsins. Neyðarsveit
slökkviliðsins var send á staðinn
ásamt lögreglu til að leita manns-
ins, en nokkum tíma tók að fínna
hann þar sem félagi hans varð upp-
gefínn á miðri leið upp aftur.
Þegar hinn slasaði fannst var
búið að kalla til þyrlu sem lenti við
Qallið og flutti hann á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavikur.
verk SUS sé það að halda þessum
fijálslyndu viðhorfum stöðugt á
lofti en mér hefur nú stundum
þótt sem svo að sá angi sjálfstæðis-
stefnunnar sem er kenndur við
íhaldssemi hafi verið of áberandi
í störfum flokksins,“ sagði Ásdís
Halla. „Þótt þessar stefnur fari
ágætlega saman verður flokkurinn
um leið að gæta þess að íhaldssem-
in verði ekki svo mikil að hún
fæli ungt fólk frá störfum. Þetta
er það sem mér finnst að næsti
formaður SUS verði að hafa í
huga.“
Um það hvemig formaður SUS
gæti beitt sér í þessu skyni sagði
Ásdís Halla að formaður SUS hafi
tækifæri til að vinna ötullega innan
flokks og út á við. „Formaður SUS
hefur t.d. seturétt á þingflokks-
fundum. Hann situr miðstjórnar-
fundi og framkvæmdastjómar-
fundi flokksins. Þannig getur hann
látið áherslur SUS koma fram inn
á við en margir formenn SUS hafa
líka verið áberandi út á við og
hafa þannig getað lýst sjónarmið-
um ungra sjálfstæðismanna."
í Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna koma saman félög ungra
sjálfstæðismanna um allt land.
Nokkrir formenn aðildarfélaganna
hafa verið konur, að sögn Ásdísar
Höllu. Þeirra á meðal er Elsa B.
Valsdóttir, sem nú er formaður
Heimdallar, fyrst kvenna.
Hrapaði í hlíðum Esju
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GUÐRUN Jónsdóttir formaður byggingarnefndar Hafnarhúss
og Safnahúss Reykjavíkur ásamt arkitektunum Margréti Harð-
ardóttur og Steve Christer hjá Studio Granda.
Studio Granda hann-
ar Hafnarhúsið
BYGGINGARNEFND Hafnarhúss og
Safnahúss Reykjavíkur hefur valið
Studio Granda, sem arkitektamir
Margrét Harðardóttir og Steve
Christer reka, til að hanna aðstöðu
Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu. Var þetta gert
heyrinkunnugt á blaðamannafundi á
Kjarvalsstöðum í gær en þijár aðrar
tillögur komu til álita.
Guðrún Jónsdóttir, formaður bygg-
ingamefndar, sagði við þetta tæki-
færi að tillaga Studios Granda hefði
komið best til móts við atriðin sem
byggingamefnd hafi sett á oddinn.
Þau vora: Aðkoma að safninu og
tengsl þess við miðborgina, umferðar-
leiðir innan safnsins og tengsl milli
norður- og suðurálmu, hlutverk ports-
ins sem almenningsfymis í borginni,
varðveisla Hafnarhússins í listrænu
tilliti, útlit þess og ásýnd, áherslur í
innréttingum, formmál og efnisval og
loks möguleikar á áfangaskiptingu.
í umsögn byggingamefndar kemur
meðal annars fram að tillagan bygg-
ist á hugmynd um huglæga framleng-
ingu gömlu bryggjunnar við enda
Aðalstrætis inn i gegnum Hafnarhús-
ið. „Bryggjan" myndi í senn inngang
í safnið og tengingu milli hinna
tveggja hluta þess yfír portið. Segir
þar ennfremur að nýbyggingin inni í
húsinu myndi skýra andstæðu við
eldri hluta þess sem fái að halda sér
án verulegra breytinga. Þykir bygg-
ingamefnd lausnin í senn einfold og
afar snjöll.
Sýning á samanburðartillögum
þeirra íjögurra teiknistofa sem þátt
tóku í verkefninu hefur verið opnuð
á Kjarvalsstöðum.
Margvíslegar upplýsíngar verða skráðar í tölvugagnabanka Schengen
Lög sett um vernd
persónuupplýsinga
Upplýsingar af ýmsu tagi um afbrotamenn, eftirlýst fólk, stolna hluti
og fleira verða skráðar í Schengen-upplýsingakerfið eftir að samstarf
íslands við Schengen-ríkin tekur gildi. Ólafur Þ. Stephensen fjallar
um upplýsingakerfíð og hvemig tryggja á vemd persónuupplýsinga.
SÉRSTÖK lög um vemd persónuupp-
lýsinga, sem skráðar era í Schengen-
upplýsingakerfíð (SIS), verða sett hér
á landi áður en aukaaðild íslands að
vegabréfasamstarfi Evrópuríkja, sem
kennt er við Schengen, tekur gildi.
Jafnframt verður lögð áherzla á að
kynna almenningi réttarstöðu ein-
staklinga varðandi upplýsingakerfíð,
að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur,
framkvæmdastjóra Tölvunefndar og
annars fulltrúa íslands í sameigin-
legri eftirlitsnefnd SIS.
Schengen-upplýsingakerfíð er
viðamikill tölvugagnabanki. Móðurt-
ölvan er í Strassborg en lögreglu-
menn, tollþjónar og landamæraverðir
í ríkjum Schengen munu hafa aðgang
að kerfínu í gegnum eigin útstöðvar.
í SIS era skráðar margvíslegar upp-
lýsingar, sem eiga að auðvelda
löggæzluyfírvöldum í aðildarríkjum
Schengen-samningsins það aukna
eftirlit með glæpastarfsemi, sem talið
er nauðsynlegt til að vega upp á
móti áhrifum þess að eftirliti er af-
létt á innri landamærum ríkjanna.
Um fjórar milljónir færslna eru nú í
kerfinu, til dæmis upplýsingar um
eftirlýst fólk, afbrotamenn, einstakl-
inga, sem ekki er talið æskilegt að
hleypa inn á Schengen-svæðið, stolna
hluti, farartæki og fleira.
Eftirlitsnefnd með mikið
sjálfstæði
Sameiginlega eftirlitsnefndin hef-
ur eftirlit með upplýsingakerfínu og
á að stuðla að því að réttindi einstakl-
inga, sem era skráðir inn í kerfíð,
séu vemduð og persónuupplýsingar
ekki misnotaðar. í nefndinni sitja
tveir fulltrúar frá hveiju aðildarríki
og koma þeir yfírleitt frá þeirri stofn-
un, sem hefur eftirlit með vemd per-
sónuupplýsinga í viðkomandi landi.
ísland hefur nú fengið aðild að nefnd-
inni eftir að samstarfssamningur við
Schengen-ríkin var undirritaður. ís-
lenzku fulltrúamir era Sigrún Jó-
hannesdóttir og Þorgeir Örlygsson,
formaður Tölvunefndar. Tölvunefnd
mun að öllum líkindum fá það hlut-
verk að fylgjast með framkvæmd
reglna um vemd persónuupplýsinga
í Schengen-kerfinu hér á landi.
Eftirlitsnefndin er sú fyrsta sinnar
tegundar, sem sett er á fót í milliríkja-
samstarfí. Stefnt er að því að hún
fái sjálfstæðan fjárhag og hún nýtur
sjálfstæðis í störfum sínum. Nefndin
hefur meðal annars eftirlit með móð-
urtölvu SlS-kerfisins í Strassborg og
á að tryggja að reglum um vernd
persónuupplýsinga í kerfínu sé beitt
með sama hætti í öllum Schengen-
ríkjunum. Hún hefur aðgang að öllum
trúnaðarskjölum, sem varða SIS og
Schengen-samninginn almennt.
Nefndin getur gefið út álit og sent
tilmæli til ríkisstjóma Schengen-ríkj-
anna og stofnana í hveiju landi, sem
hafa eftirlit með vemd persónuupp-
lýsinga.
Leiðbeiningabæklíngur
um rétt einstaklinga
Á síðasta fundi sínum, sem hald-
inn var í Lissabon fyrir stuttu, gaf
sameiginlega eftirlitsnefndin út
fréttatilkynningu, þar sem meðal
annars kemur fram að nefndin hafi
ákveðið að semja leiðbeiningabækl-
ing um réttindi einstaklinga hvað
varðar skráningu upplýsinga í SIS.
Bæklingur þessi verður gefinn út á
tungumálum allra Schengen-ríkj-
anna og í honum verða tilgreind þau
yfirvöld, sem einstaklingar geta
leitað til í því skyni að fá vitneskju
um hvort upplýsingar um þá eru
skráðar í upplýsingakerfið. Bækl-
ingurinn á að liggja frammi á flug-
völlum, lestarstöðvum og víðar.
í fréttatilkynningunni kemur fram
að sameiginlega eftirlitsnefndin telji
afar mikilvægt að upplýsa almenning
um upplýsingakerfíð, markmið þess
og réttindi einstaklinga. „Eigi upplýs-
ingamar að þjóna tilgangi, verður
að koma þeim á framfæri fýrr en
seinna. Upplýsingarnar koma of
seint, ef þær eru veittar einstaklingi,
sem hefur verið handtekinn við ytri
landamæri Schengen-svæðisins
vegna þess að glæpamaður hefur
notað nafn hans sem dulnefni," segir
í tilkynningunni.
Sigrún Jóhannesdóttir segir að
margt geti orðið til þess að upplýs-
ingar um einstakling séu skráðar í
SIS, til dæmis aðild að smygli á
hvers kyns varningi, bílstuldur eða
önnur afbrot í öðrum ríkjum. Jafn-
framt séu týndir einstaklingar eða
eftirlýstir skráðir í kerfíð. Eftirlits-
nefndin vonist til að geta miðlað til
almennings leiðbeiningum um
hvernig eigi að bera sig að til að fá
staðfest hvort persónulegar upplýs-
ingar hafí verið skráðar í gagna-
banka Schengen.
Að sögn Sigrúnar dugar núver-
andi íslenzk löggjöf um vernd per-
sónuupplýsinga ekki í þessu skyni.
Setja þarf sérstök lög um vernd
persónuupplýsinga í Schengen-upp-
lýsingakerfínu og aðgang einstakl-
inga að upplýsingum um eigin skrá
í kerfínu. Verið er að undirbúa þing-
lega meðferð samstarfssamningsins
við Schengen í utanríkisráðuneytinu
og má búast við að málið verði tek-
ið fyrir á Alþingi í haust, nema til
komi seinkun vegna innlimunar
Schengen-samstarfsins í Evrópu-
sambandið. Sigrún segir að í
Schengen-samningnum sé gert ráð
fyrir sérstökum lögum í hveiju ríki
um þetta efni og þau skuli samin í
anda tilmæla Evrópuráðsins um
meðferð upplýsinga úr lögreglu-
skrám. Dómsmálaráðherra hafí nú
skipað þriggja manna nefnd til að
semja frumvarp að slíkum lögum,
sem yrði tekið til meðferðar á Al-
þingi um leið og staðfesting sam-
starfssamningsins.
Vonandi sem mestar umræður
Sigrún segir að stefnt sé að því
að kynna ákvæði Schengen-samn-
ingsins um vernd persónuupplýsinga
og væntanlega innlenda löggjöf áður
en samstarfssamningurinn við
Schengen-ríkin tekur gildi hér á
landi. „Það er vonandi að umræður
um þau mál verði sem mestar. Þær
hafa verið talsverðar í Noregi að
undanförnu, en ekki hefur verið
mikið um þær hér. Ég get ímyndað
mér að almenn umræða hefjist um
svipað leyti og þingleg meðferð
samningsins hefst,“ segir hún.
Nýjar á fasteignamarkaðnum m.a. eigna:
Rishæð - allt sér - Kópavogur
4ra herb. ib. á 2. hæð, tæpir 100 fm. Nýir gluggar og gler.
Danfosskerfi. Gamla góða húsnæðislánið kr. 3,7 millj. Vinsæll staður.
Rishæð - allt sér - Kópavogur
Mjög góð sólrík rishæð, 3-4ra herb., við Borgarholtsbraut. Húsið er
nýklætt að utan. Verð aðeins kr. 6,3 millj.
Gott raðhús við Hrauntungu - Kóp.
með glæsilegri 5 herb. ib. á aðalhæð með stórum sólsvölum.
Jarðhæð: Gott íbúðar/atvinnuhúsnæði. Innb. bílskúr. Skipti möguleg
á 4ra herb. (b. með bílskúr og sérinngangi.
Raðhús - hagkvæm skipti
í borginni eða nágrenni óskast raðhús á einni hæð 110-130 fm auk
bílskúrs. Skipti möguleg á mjög góðri 120 fm hæð með 40 fm bílskúr
rétt við sundlaugarnar.
Suðuríbúð - eins og ný - frábær kjör
Nýleg og góð 3ja herb. íb. á 3. hæð, 82,8 fm, við Vikurás. Vönduð
innrétting. Sólsvalir. Gamla góða húsnæðislánið kr. 2,5 millj. Útsýni.
• • •
Opiðídag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
Leitið nánari upplýsinga.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370
l
Y
I
I
[
í.
I
*r,
I
I
i
I
c
(
i
c
I
c
I
I
I
I
í